Morgunblaðið - 22.09.2001, Page 43
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 43
JÓHANN Örn Sigurjónsson og
Björn Víkingur Þórðarson taka nú
þátt í Norðurlandamóti öldunga sem
haldið er í Fredrikstad í Noregi.
Báðir hafa þeir staðið sig með prýði
og þegar sex umferðum af níu er lok-
ið eru þeir Jóhann Örn og Norðmað-
urinn Svein Johannessen (2. 227)
efstir á mótinu. Þeir eru báðir með 5
vinninga eftir 6 umferðir. Jóhann
Örn tapaði fyrstu skákinni á mótinu,
en hefur síðan unnið fimm skákir í
röð. Björn Víkingur Þórðarson er í 8.
-10. sæti með 4 vinninga, eða einum
vinningi á eftir efstu mönnum.
Sjöunda umferð fór fram á föstu-
dag. Þá mættust efstu menn, Jóhann
og Svein Johannessen, en Björn
tefldi við Norðmanninn Edmund
Forselv (1. 811).
Alls taka 44 skákmenn þátt í
Norðurlandamótinu. Fjórir af fimm
stigahæstu skákmönnunum eru
norskir, en Jóhann Örn er þriðji í
stigaröðinni. Björn er sá 14. í röð-
inni. Sigurvegarinn fær þátttökurétt
á Heimsmeistaramóti öldunga sem
fram fer í Arco á Ítalíu, 16. -28. októ-
ber.
Það er greinilegt að íslenska skák-
vorið er ekki takmarkað við skák-
menn á unglingsaldri. Ánægjulegt
er að sjá tvo skákmenn á góðum
aldri leggja í víking til að taka þátt í
erlendum skákmótum og ekki
skemmir það fyrir þegar árangurinn
er svona góður. Vonandi eigum við
eftir að sjá enn frekari fjölgun í hópi
eldri skákmanna sem leita út fyrir
landsteinana til að taka þátt í skák-
mótum. Þess má geta, að elsti kepp-
andinn á Norðurlandamótinu er á ní-
ræðisaldri og hefur staðið sig vel.
Skákfélag Hafnarfjarðar
hættir starfsemi
Eitt öflugasta skákfélag landsins,
Skákfélag Hafnarfjarðar, hefur hætt
starfsemi. Það er sjónarsviptir að
þessu félagi sem hefur verið mjög
áberandi í skáklífinu hér á landi um
langt skeið. Forsvarsmenn SH hafa
unnið mikið og gott starf og auðvitað
allt í sjálfboðavinnu. Undir stjórn
manna á borð við Ágúst Sindra
Karlsson og Sigurbjörn Björnsson
hefur félagið náð góðum árangri. M.
a. hefur það, með einni undantekn-
ingu, teflt í fyrstu deild Íslandsmóts
skákfélaga og í
hittiðfyrra sigr-
aði SH í Hrað-
skákkeppni tafl-
félaga. Félagið
sá sér ekki fært
að senda lið til
þátttöku í Ís-
landsmóti skák-
félaga, sem hald-
ið verður í
Vestmannaeyj-
um í október, og það var kornið sem
fyllti mælinn, en auk þess voru önn-
ur vandamál sem hrjáðu félagsstarf-
ið. Það er rétt að þakka stjórnar-
mönnum félagsins á undanförnum
árum fyrir þá gríðarlegu vinnu sem
þeir hafa lagt á sig og jafnframt óska
þeim til hamingju með þann góða ár-
angur sem SH náði undir þeirra
stjórn.
Þrátt fyrir að Skákfélag Hafnar-
fjarðar hætti starfsemi verður áfram
boðið upp á skákæfingar barna og
unglinga, en það er mikilvægasti og
tímafrekasti þátturinn í starfi flestra
skákfélaga. Það hefur orðið að sam-
komulagi, að Taflfélagið Hellir taki
að sér þessar æfingar. Þá hefur frá-
farandi stjórn SH samið við skák-
deild Hauka um að fella æfingarnar
inn í starfsemi íþróttafélagsins. Með
þessum leik, eru húsnæðisvandamál
skákmanna í Hafnarfirði úr sögunni
þar sem skákdeildin mun hafa að-
stöðu á Ásvöllum þar sem aðstæður
eru til fyrirmyndar. Þá verður einnig
til staðar félagsleg umgjörð, svo sem
aðgangur að starfsmönnum Hauka.
Í framhaldi af þessum breytingum
hafa margir af sterkustu skákmönn-
um SH ákveðið að ganga til liðs við
Taflfélagið Helli.
Haustmót Taflfélags
Reykjavíkur 2001
Haustmót TR hefst sunnudaginn
23. september kl. 14. Tefldar verða
11 umferðir og verður keppendum
skipt í flokka með hliðsjón af Elo-
skákstigum. Í efstu flokkunum tefla
allir keppendur við alla, en í opnum
flokki verða tefldar 11 umferðir eftir
Monrad-kerfi. Fjöldi riðla ræðst af
þátttöku. Umhugsunartími verður
1½ klst. á 30 leiki og síðan 45 mín-
útur til að ljúka skákinni. Umferðir
verða á miðvikudögum og föstudög-
um kl. 19:30 og á sunnudögum kl. 14.
Veitt verða verðlaun fyrir þrjú
efstu sætin í hverjum flokki. Pen-
ingaverðlaun verða í A-flokki sem
hér segir: 1. verðlaun kr. 60. 000, 2.
kr. 30. 000, 3. kr. 20. 000.
Þátttökugjöld verða sem hér seg-
ir: Félagsmenn 16 ára og eldri kr. 3.
000 (utan TR kr. 4. 000), félagsmenn
15 ára og yngri kr. 2. 000 (utan TR
kr. 3. 000).
Skráning í Haustmótið er hafin og
er hægt að skrá sig í tölvupósti á
tr@mi. is.
Skák úr landsliðsflokki
Hannes Hlífar Stefánsson tefldi af
miklu öryggi þegar hann tryggði sér
Íslandsmeistaratitilinn í skák. Hér
leggur hann fyrrverandi Íslands-
meistara og einn af okkar allra efni-
legustu skákmönnum að velli. Ekki
er að efa að Jón Viktor hefur farið
vandlega yfir þessa skák og dregið
sinn lærdóm af henni.
Hvítt: Hannes H. Stefánss.
Svart: Jón V. Gunnarss.
Slavnesk vörn
1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. Rc3
dxc4 5. a4 Ra6!?
Þessi leikur er ekki eins algengur
og 5... Bf5, með framhaldinu 6. e3 e6
7. Bxc4 Bb4 8. 0–0 Rbd7 9. De2 Bg4
10. h3 Bxf3 11. Dxf3 0–0 o.s.frv.
6. e4 Bg4 7. Bxc4 Bxf3 8. gxf3 e6
9. Be3 Be7 10. 0–0 Rb4 11. Kh1 0–0
12. Hg1 –
12... g6?!
Vafasöm nýjung hjá Jóni Viktori.
Í framhaldi skákarinnar reynist það
honum erfitt, hve fljótur hvítur er að
leika f3-f4-f5 og hóta þannig að opna
stöðuna með drápum á g6.
Eðlilegast virðist að leika 12...
Kh8, t. d. 13. f4 c5 14. dxc5 Dc7 15. e5
Rd7 16. Re4 Rxc5 17. Rd6 Had8 18.
Bd4 f6 19. Dh5 Dc6+ 20. Hg2 Bxd6
21. exd6 Rcd3 22. Dg4 g6 23. Dh4 e5
24. Bxd3 Rxd3 25. fxe5 fxe5 26. Bc3
Hxd6 27. Kg1 He6 með flókinni
stöðu, sem svartur vann um síðir
(Hannes Hlífar-Helgi Áss Grétars-
son, Skákþingi Íslands 1998).
13. f4 c5 14. f5 cxd4 15. Bxd4 –
15... Dc7
Til greina kemur að leika drottn-
ingunni til c8, en spurningin er,
hvort það á gerast strax, eða eftir 15.
– exf5. Það virðist ekki eðlilegt að
drepa fyrst á f5, vegna þess að það
eykur mátt biskupsins á c4 og gerir
hótanir um dráp á g6 hættulegri.
Eftir 15... Dc8, t. d. 16. fxg6 hxg6
(16. – Dxc4? 17. gxh7+ Kxh7 (17. –
Kh8 18. Dg4) 18. Bxf6 Dc5 19. Dg4
Bxf6 20. Dh3+ og mátar) 17. De2
Rc2 18. Bxe6 Dxe6 19. Dxc2 Hfd8 20.
Had1 Bb4 21. f3 Hxd4 22. Hxd4 Bc5
23. Dd3 Bxd4 24. Dxd4 a6 25. Hd1
með betra tafli fyrir hvít.
Hvítur getur einnig leikið 16. e5 (í
stað 16. fxg6) 16. – Dxc4 17. exf6 Bd8
(17... Hfd8 18. fxg6 fxg6 19. Dh5
Dc6+ 20. f3 De8 21. De5 Hxd4 22.
Dxd4 Rc2 23. De5 Df7 24. fxe7
Dxf3+ 25. Hg2 Rxa1 26. Dxe6+ Df7
27. De1 He8 28. Dxa1) 18. Dh5 Dxd4
19. fxg6 fxg6 20. Hxg6+ Kh8 21.
Hg7 Dd3 22. Hd1 Df5 23. Dh6 Bxf6
24. Hdd7 Df3+ 25. Hg2 Df5 26.
Hgg7, með þrátefli.
Loks má geta þess, að staðan er
ekki ljós, eftir 15... Rc6 (í stað 15. –
Dc7 eða 15. – Dc8), t. d. 16. Bxf6 Bxf6
17. fxe6 fxe6 18. Bxe6+ Kh8 19. Hg2
Bd4 o.s.frv.
16. b3 exf5 17. exf5 Dc6+
Eftir 17... Kg7 18. Rd5 Rbxd5 19.
Bxd5 Had8 20. Df3 b6 21. Hge1 Hfe8
22. Hac1 Dd7 23. Hcd1 Dxd5!? 24.
Bxf6+ Bxf6 25. Hxd5 Hxe1+ 26.
Kg2 Hxd5 27. Dxd5 He5 28. Db7
He7 29. Df3 stendur hvítur einnig
betur.
18. f3 Rh5
Hvítur hótaði að drepa á g6. Eftir
18... Had8? 19. fxg6 Bc5 20. gxf7+
Kh8 21. Hg8+ Hxg8 22. fxg8D+
Hxg8 23. Bxc5 vinnur hvítur auð-
veldlega.
19. fxg6 hxg6 20. De2 Kh7
Eða 20... Rf4 21. De3 Rc2 22. Dxf4
Rxd4 23. Rd5 Bc5 24. b4 Re6 25.
Rf6+ Kg7 26. Bxe6 fxe6 27. b5 Db6
28. Rh5+ Kh7 29. Dh4 Bxg1 30.
Rf4+ Kg8 31. Hxg1 Dxg1+ 32.
Kxg1 Hf7 33. Rxg6 og hvítur á unnið
tafl.
21. Dxe7 Dxf3+ 22. Hg2 Rc6 23.
De3 Rxd4 24. Dxd4 Rf4
25. Bd5! –
Hvítur tryggir yfirburði sína og
lokin eru skammt undan.
25. – Rxd5 26. Rxd5 Had8 27.
Rf6+ Kh6
Eftir 27... Kh8 28. Rd7+ f6 29.
Dd1 Dxd1+ (29... De4 30. Rxf8
Hxd1+ 31. Hxd1) 30. Hxd1 Hfe8 31.
Hgg1 Kg7 32. Rc5 á hvítur manni
meira og unnið tafl.
28. Dh4+ Kg7 29. Rh5+ Kh7 30.
Rf4+ Kg7 31. Dg3 Hd1+ 32. Hxd1
Dxd1+ 33. Hg1 Dd7 og svartur gafst
upp. Lokin hefðu getað orðið: 34.
Rh5+ Kh8 (34... Kh6 35. Dg5+ Kh7
36. Rf6+) 35. Dc3+ f6 36. Rxf6 Hc8
37. Df3 Dc6 (37... De6 38. Dxb7 Dh3
39. Rg4) 38. Dxc6 Hxc6 o.s.frv.
Jóhann Örn efstur
á NM öldunga
Daði Örn Jónsson
Bragi Kristjánsson
SKÁK
N o r e g u r
NM ÖLDUNGA
15.–23. 9. 2001
Jóhann Örn
Sigurjónsson
„FERÐAFÉLAG Íslands stendur
fyrir göngu sunnudaginn 23. septem-
ber um Hellisheiði, Hellisskarð og
Draugatjörn. Þetta er hluti af þjóð-
leiðinni yfir Hellisheiði. Lagt er af
stað við slysavarnaskýlið á Hellis-
heiði og gengin varðaða leiðin að
Hellisskarði og Draugatjörn. Um 2
til 4 klst. ganga. Brottför frá BSÍ kl
10.30 með viðkomu í Mörkinni 6.
Verð kr. 1.300 en 1.000 fyrir félaga
FÍ,“ segir í fréttatilkynningu frá
Ferðafélagi Íslands.
Gengið um
Hellisheiði
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Lyfja-
stofnun:
„Að gefnu tilefni vill Lyfjastofnun
benda á það að sumar af þeim full-
yrðingum sem komu fram í fréttinni
„Engar klíniskar tilraunir með lyf
hérlendis“ (Morgunblaðið, 12.09.
2001) eru ekki alveg réttar.
Í fréttinni segir: „Klínísku rann-
sóknirnar eru svokallaðar þriðja fasa
rannsóknir þegar farið er að gera til-
raunir með fólk og það er nokkuð
sem við (Íslensk erfðagreining) kom-
um hvergi nálægt á neinu stigi máls-
ins.“
Þegar lyf er þróað fer það í gegn-
um mismunandi stig (= fasa). Á 1, 2
og 3 stigi eru gerðar mismunandi
klíniskar tilraunir, en þær eiga það
allar sameiginlegt að þær eru gerðar
á mönnum. Það er síðan eftir að lyf er
markaðssett sem fjórða stig byrjar
og taka menn einnig þátt á því stigi.
Þær 15 umsóknir um leyfi fyrir klín-
ískri lyfjarannsókn sem borist hafa
Lyfjastofnun það sem af er árinu
falla inn á öll fjögur stigin. Encode –
Íslenskar lyfjarannsóknir ehf., sem
er dótturfyrirtæki Íslenskrar erfða-
greiningar, hefur umsjón með fram-
kvæmd nokkurra slíkra rannsókna.
„Páll … segir að Encode hafi tekið
að sér hluta af lyfjarannsóknum fyrir
stóru lyfjafyrirtækin en sá vandi sem
ritstjórarnir (ritstjórar margra virt-
ustu læknatímarita heimsins) benda
á sé ekki fyrir hendi (hér á landi)“.
Lyfjastofnun veit að Encode tekur að
sér að hafa umsjón með framkvæmd
klíniskra tilrauna fyrir „stór lyfjafyr-
irtæki“. Í flestum tilfellum er rann-
sóknaráætlunin samin af „stóra lyfja-
fyrirtækinu“. Það sem ritstjórarnir
segja um rannsóknir „stóru lyfjafyr-
irtækjanna“ getur því átt við hér á
landi.
Lyfjastofnun vill koma þessum
leiðréttingum á framfæri og láta fólk
vita af því að klínískar tilraunir með
lyf eru framkvæmdar hér á landi.
Siðanefndir, Persónuvernd, Lyfja-
stofnun og fleiri fylgjast með skipu-
lagi og framkvæmd þessara rann-
sókna. Oft má deila um vísindalegt
gildi rannsóknanna og um einstaka
liði rannsóknaráætlunarinnar, en ís-
lensk fyrirtæki, eins og t.d. Encode,
hafa yfirleitt staðið sig vel þegar
kemur að umsókn og framkvæmd
rannsókna.
Fyrir hönd Lyfjastofnunar,
Pétur S. Gunnarsson
lyfjafræðingur.“
Klínískar
lyfjarannsóknir
á Íslandi
DIDIER Cherpitel, framkvæmda-
stjóri Alþjóðasambands Rauða kross
félaga, hefur framsögu á opnum
fundi Rauða kross Íslands í Ársal á
Hótel Sögu í dag kl. 14.
Á fundinum ræðir Cherpitel um
ástandið sem hefur skapast í kjölfar
hryðjuverkanna í Bandaríkjunum
nýlega og undirbúning Rauða kross-
hreyfingarinnar vegna þess, einkum
í Afganistan og aðliggjandi löndum.
Cherpitel er hér á landi í tengslum
við reglubundinn fund forystumanna
25 Rauða kross-félaga, þeirra sem
mestan þátt taka í alþjóðlegu hjálp-
arstarfi.
Fundurinn fer fram í Reykjavík að
þessu sinni. Á honum verður rætt
meðal annars um óvissuástandið sem
nú ríkir, stefnu Rauða kross-hreyf-
ingarinnar til 2010 og sívaxandi erf-
iðleika við að fjármagna alþjóðlega
neyðar- og þróunaraðstoð.
Á fundinum heldur Cherpitel stutt
framsöguerindi og hann svarar síðan
spurningum fundarmanna.
Opinn fundur um
viðbúnað Rauða krossins
„VETRARSTARF jeppadeildar Úti-
vistar hefst með deildar- og kynn-
ingarfundi mánudagskvöldið 24.
september kl. 20 í aðalsal Ingvars
Helgasonar hf. á Sævarhöfða 2 og
er fundurinn haldinn í boði Fjalla-
sports og Ingvars Helgasonar hf. Í
salnum verða sýndir breyttir bílar
og starfsmenn Fjallasports munu
fjalla um breytingar sem þar eru
gerðar á bílum og kynna vöruúrval
sitt. Kynning verður á næstu jeppa-
ferðum og imprað á einu og öðru
sem til stendur eftir áramótin.
Næsta ferð, norður fyrir Hofsjökul,
27.-30. september verður kynnt á
fundinum, en þar eru skráðir 10
bílar og ennþá eru örfá pláss laus.
Myndir úr fyrri ferðum jeppadeild-
ar verða rúllandi fyrir fundinn og í
hléi. Kaffi og meðlæti verður í boði
gestgjafa en aðgangur er ókeypis.“
Vetrarstarf jeppadeildar
Útivistar að hefjast
„NÍUNDI og næstsíðasti áfangi
göngu um Reykjaveginn verður
genginn sunnudaginn 23. sept. og er
brottför frá BSÍ kl.10.30, en á leiðinni
er stansað við Select. Ekið verður um
Nesjavallaveginn að Dyrum norðan
Hengils en þaðan er gengið vestan
Nesjavalla og Þingvalla að Heiðar-
bær. Reiknað er með um 6 klst. göngu
um fjölbreytt og skemmtilegt göngu-
land. Verð 1.500 kr. fyrir félaga og
1.700 kr. fyrir aðra.
Næsta helgarferð Útivistar er
haustlitaferð í Bása en þá gefst gott
tækifæri til að kynnast haustlitadýrð-
inni á Goðalandi og Þórsmörk,“ segir í
fréttatilkynningu frá Útivist.
Gönguferð
með Útivist
♦ ♦ ♦