Morgunblaðið - 22.09.2001, Side 49

Morgunblaðið - 22.09.2001, Side 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2001 49 HEIMSFRÉTTIR undanfarna daga bera ríkulegar fréttir af fjór- um flugránum á risaþotum í Banda- ríkjunum hinn 11. september sl. Sem kunnugt er lauk þremur þeirra með því að þoturnar rákust á þrjár stórar og þekktar bygging- ar með tilheyr- andi afleiðingum. Samkvæmt frétt- um er búið að nafngreina alla flugræningjana. Öll líta nöfnin út fyrir að vera af arabískum uppruna. Sögunni fylgir að flest eða öll nöfnin séu tengd við hryðjuverkahópa af múslímskum uppruna. Böndin ber- ist að hinum kunna hryðjuverka- manni Osama Bin Laden. Saman- tekið bendir fréttaburðurinn til (fram til 16. september, þegar þetta er ritað) að um stórfellda glæpi hafi verið að ræða. Einnig að líklegt sé að þeir hafi verið skipulagðir af sama aðila. Út frá þessu séð er rétt að styðja áframhaldandi rannsókn málsins í þeirri von að það auki lík- ur á að fleiri vísbendingar finnist. Vonandi leiðir það til að hinn raun- verulegi sökudólgur finnist að lok- um. Hann sé þá hnepptur í varðhald og ákærður fyrir viðeigandi dóm- stól. Í þessu tilfelli yrði ákæru væntanlega beint til hins nýja og kærkomna alþjóðlega stríðsglæpa- dómstóls. Fari þetta svo má búast við að við lok réttarhalda sé hann dæmdur og hljóti viðeigandi refs- ingu. Með þessu næði réttlætið að ná fram að ganga til enda að hætti siðmenntaðra manna. Þá er rétt að harma atburðinn, styðja fórnar- lömbin, leita skýringa á atburða- rásinni og hvernig megi draga úr líkum á slíkum atburðum í framtíð- inni. Hið eina stórveldi jarðarbúa nú um mundir vill hins vegar hina al- kunnu sætu hefnd, og þá í ætt við þá sem síendurtekin hefur verið í bíómyndum um villta vestrið. Sá sem situr í forsetastóli þarlendis, án þess að hafa á bak við sig óyggjandi atkvæðafjölda, hefur enn á ný tekið fljóttekna ákvörðun. Hann hefur þá þegar metið glæpina sem stríðsyfir- lýsingu ókunns aðila gegn Banda- ríkjunum og því beri að setja af stað hefndaraðgerðir í formi hernaðar- aðgerða. Í fyrstu yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar hérlendis, þar sem at- burðirnir voru að sjálfsögðu harmaðir, var bætt við óheppilegu orðalagi. Sagt var að þetta væri huglaus verknaður. Slíkt orðalag er jafnan notað í stríðsyfirlýsingum gegn athöfnum kunns andstæðings, líkt og til að hæðast að honum og kalla fram aðhlátur. Slíkt orðalag á ensku, cowardly, getur verið túlkað af Bandaríkjunum sem stuðningur við yfirvofandi stríðsaðgerðir. Óæskilegt er að slík orð komi frá óháðri þjóð með engan innlendan her. Einnig eru þau eins konar öf- ugmæli því miklu raunhæfara er að telja að gífurlegan kjark þurfi til að fremja glæp af slíkri stærðargráðu, þar sem á annan tug manna fram- kvæmdi sjálfsmorðsárás. Mun æski- legra er að vanda til orðavals og fyrst og fremst að fylgjast með at- burðarásinni, reyna að skilja það sem býr henni að baki og að sjálf- sögðu styðja fórnarlömbin. GUÐMUNDUR RAFN GEIRDAL, skólastjóri og félagsfræðingur MA cand. Glæpurinn sé rannsakaður – en hefnd sé ekki studd Guðmundur Rafn Geirdal GREIN þessi er skrifuð í minningu þess saklausa fólks sem lést í hroða- legum hryðjuverkum í Bandaríkjun- um 11. sept. sl. Hún er líka skrif- uð í minningu þess fólks sem lát- ist hefur undan- farna áratugi víða um heim í hryðju- verkum og stríðs- átökum, en sum þeirra má rekja til þeirrar stefnu sem Bandaríkin hafa framfylgt. Í sorg okkar og óhugnaði yfir nýfrömd- um voðaverkum megum við ekki gleyma að beita skynsemi okkar og setja þessa atburði í sem víðtækast samhengi til að vinna af öllum mætti gegn því að eitthvað þessu líkt verði endurtekið. Hér eru nokkrir naglar í tilgátusmíð sem nú stendur yfir um heim allan til að reyna að skýra hvað er að gerast og á hverju við getum átt von – og hvernig megi snúast til varn- ar. Hvers konar ofstæki? Hvað fær menn í blóma lífsins til að fljúga svona markvisst í opinn dauð- ann? Það eru mörg dæmi þess að trú- arofstækismenn hafi framið fjölda- sjálfsmorð, líklega í þeim tilgangi að losna úr þeim táradal sem þeim finnst þetta jarðlíf vera og komast í ímyndað sæluríki handan þessa heims. T.d. eru fá ár síðan hundraða manna kristið ofstækistrúarsamfélag, menn, konur og börn, brenndi sig inni í Afríkuríki nokkru. Einnig er stutt síðan upp- rættur var ofstækishópur í Japan sem virtist ætla að taka fjölda sak- lausra borgara með sér í dauðann. En örlagavefur óhugnaðarins í Bandaríkjunum hlýtur einnig að vera ofinn úr annars konar ofstæki, ná- skyldu þó, nefnilega stjórnmálaof- stæki. E.t.v. einnig örvæntingu. Árás- unum var nefnilega beint gegn tveimur meginstoðum bandaríska heimsveldisins, þeirri efnahagslegu og þeirri hernaðarlegu. Gegn hverju beindust hryðjuverkin? Nú syngja margir þann söng með Bandaríkjaforseta sem forsöngvara að þetta hafi verið árás á frelsi og lýð- ræði og vestræn gildi. Mig grunar þó að árásinni hafi frekar verið beint gegn græðgi og óbilgirni Bandaríkj- anna víða um heim og því misrétti sem af því hlýst. Gleymum því ekki að Bandaríkin eru gráðugt og hrokafullt heimsveldi sem býr yfir margföldum hernaðarmætti á við nokkurt annað ríki í heiminum. Það getur ekki verið lýðræðisást sem fékk Bandaríkin til að styðja blóðugar einræðisstjórnir víða um heim og beita neitunarvaldi æ ofan í æ til varnar hryðjuverkaríkinu Ísrael. Bandaríkin eru tiltölulega ungt, sundurleitt ríki margra kynþátta, trúarbragða og menningarkima sem leitar ýmissa ráða til að mynda eina volduga þjóð og halda henni saman. Til þess hafa þeir ágæta stjórnarskrá, þjóðfána og öfluga menningu þótt ung sé. Meðal annara ráða hafa þeir lagt sig mjög fram við að þjappa borgur- unum saman með því að kynda upp ótta við sameiginlegan ytri óvin. Lengi vel höfðu þeir kommúnismann og Sovétríkin, og mccarthyismann og kalda stríðið hélt þjóðinni saman í klóm óttans. En síðan ljóst varð að grýlur þessar voru meira ímynd en raunveruleiki hefur Bandaríkjamenn sárlega vantað trúverðugan óvin. Þeir hafa vígbúist og háð stríð víða um heim en sloppið við árásir á eigin borgir – þar til nú. Stríð eða hryðjuverk? Árásirnar hroðalegu hafa bæði ver- ið nefndar stríð og hryðjuverk. Mér finnst ekki vera skýr munur á þessu. Hvort tveggja gengur út á að drepa fólk, og flestir þeirra sem deyja eru saklausir, þ.e. að mestu óviðkomandi því máli sem deilt er um. Beitt er of- beldi í stað þess að leysa deilumál eins og siðuðu fólki sæmir. Kannski kall- ast það stríð þegar stjórnvöld standa að drápunum en hryðjuverk þegar óbreyttir borgarar standa að þeim. Bæði Davíð Oddsson og Bush köll- uðu tilræðismennina hugleysingja í ávörpum sem útvarpað var. Við verð- um þó að viðurkenna að þeir sýndu mikinn kjark miðað við þá valdhafa sem gefa hermönnum skipanir úr öruggu skjóli um að drepa. Ég lít nefnilega svo á að stríð séu yfirleitt hryðjuverk, jafnvel þótt þar standi löglegir stjórnendur að baki. Hvað er til ráða? Nú reynir á siðferðisstyrk Banda- ríkjamanna. Ég óttast villtar hefnd- araðgerðir Bandaríkjahers sem gætu þýtt blóðbað, margfalt á við það sem þegar hefur orðið. Að menn gleymi nú því sem segir í Biblíunni um að menn skuli elska óvin sinn og fyrirgefa hon- um og öðrum mannbætandi boðskap sem vestræn menning býr yfir. Ráðamenn NATO-þjóðanna, þar á meðal Halldór Ásgrímsson, hafa til- kynnt að þær líti á þessa árás á Bandaríkin sem árás á sig og hafa heitið þátttöku í mótaðgerðum. Hall- dór benti sérstaklega á herstöðina hér rétt við túnfótinn hjá okkur, að hún væri tilbúin til afnota ef á þyrfti að halda. Ég veit því ekki hversu óhultir við Íslendingar yrðum í slíku stríði. Ég vona þó svo sannarlega að látið verði nægja að láta sjálfa sökudólg- ana sæta ábyrgð en ekki verði farið að slátra saklausu fólki í öðrum löndum. Svo virðist sem bandarísk stjórnvöld hafi verið of upptekin af ytri hættum en vanmetið innri hættur og innri óvini því þeir sem voðaverkin frömdu virðast hafa verið Bandaríkjamenn eða a.m.k. innflytjendur þangað. Nú vitum við að það er hægt að fremja þvílík voðaverk og að brýnt er að endurbæta varnir gegn slíkum glæpum. Réttlát refsing, fyrirgefning og fyrirbyggjandi aðgerðir eru lík- legri til að stuðla að friði heldur en hefnd. Við þekkjum það vel frá Sturl- ungaöldinni hér á Íslandi hverju hefndaraðgerðir skila. Við verðum að vona að þeir sem nú eru að skrifa fyrstu blaðsíðurnar í sögu 21. aldar beri gæfu til að meta aðstæður með hæfilega kaldri skyn- semi og að réttlát refsing og miskunn verði hefndarhug og ofstæki yfir- sterkari. ÞORVALDUR ÖRN ÁRNASON, líffræðingur og kennari, Vogum. Viðbrögð gegn voðaverkum Þorvaldur Örn Árnason S.Á.H. skrifar mér bréf, og er fyrri hluti þess um efni sem ég hef lengi ætlað að fjalla um, og er ég sérstaklega þakklátur fyrir það: „Ágæti íslensku- og mál- verndarmaður G.J. Fróðlegt þætti mér að heyra álit þitt á eftirfarandi efni. Vilji maður koma hugsun sinni til skila, verður hún jafn- an að vera skýrt og réttilega orðuð, í mæltu máli sem rituðu. Og sem nokkurn óskýrleika í hugsun dettur mér í hug að nefna orðalag sem um þessar mundir er mjög í tísku og hver apar eftir öðrum, hugsunarlítið að því er virðist, það er þegar talað er um að „koma að“ einu eða öðru. Þannig stóð t.d. í Morgunblaðinu í dag (23.8.): „Lagði Árni áherslu á mik- ilvægi þess, að allir hagsmuna- aðilar kæmu að mótunarferli þessara nýju regla.“ Sú vanhugsun virðist mér felast þarna í þessu orðalagi, að „koma að“, að líkast er því að umrætt verk vinni sig í rauninni sjálft, til þess þurfi menn aðeins að „koma að“ því. En auðvitað er þarna átt við, þó að óljóst sé orðað, að þeir sem þarna eiga hagsmuna að gæta, vinni að eða taki þátt í mótun hinna nýju reglna. Hrárra þýðinga orðasam- banda úr ensku gætir æ meira með óheppilegum hætti. Og spurningin er hvort þarna er um eitthvað slíkt að ræða. En ekki fer á milli mála að orðasambandið að „vinna með“ allt mögulegt er hrá þýðing og verður ambögulegt í íslensku. Menn vinna ekki með hlutina, heldur vinna þeir að þeim. En það er að vinna móti réttu ís- lensku máli, að komast rangt að orði.“ Orðasambandið að vinna með er vægast sagt ekki smekklegt, þegar það er haft á undan þolfalli, og stundum finnst mér það beinlínis lítils- virðandi, svo sem þegar sagt er að vinna „með fólk“, rétt eins og fólkið sé amboð eða annar dauður hlutur. Hins veg- ar annast menn um fólk eða sinna því, veita því umönnun og svo vinna menn auðvitað með fólki, ef svo ber undir. Ég fjallaði rækilega um að „vinna með“ á undan þolfalli fyrir nokkru, og með hjálp próf. Baldurs Jónssonar komst ég að þeirri niðurstöðu, að það væri enskættuð sletta. Um hitt, „að koma að“ í fyrr- greindri merkingu veit ég ekki hvort að tekið er úr öðrum málum eða heimatilbúið leið- indamál. „Mótunarferli“ er óþarflega langt, en á sér því miður marg- ar hliðstæður um þessar mundir. Auðvitað er nóg að segja „að mótun þessara reglna“. Reyndar þykir mér hvorugkynsorðið ferli ofnotað, og mættu menn gjarna muna eftir karlkynsorðinu ferill. Og þá er ekki annað eftir en þakka bréfið.  Hlymrekur handan kvað: Sagði Valur við vonarkvon sína (hans vífni er laus við að dvína): „Ef saman við gistum, færðu gull upp úr kistum; það er gaman að giftast mér, Stína!“  Nafnið Már má muna tímana tvenna. Það tíðkaðist að vísu hér frá upphafi, að nefna menn þessu fuglsheiti. Uppruni fuglsnafnsins er vafasamur. „Etymologie unsicher,“ segir Jan de Vries. Nafnið var þétt- ingsalgengt að fornu, 11 í Landnámu og 12 í Sturlungu, en svo hefur mönnum ekki þóknast þetta, því að aðeins voru tveir á landinu öllu 1703, í Snæfellsness- og Barðastrand- arsýslum. Síðan dó nafnið út og var víst ekki endurvakið fyrr en Einar Benediktsson skáld lét son sinn heita Stefán Má 1906. Einar og Valgerður skírðu öll börn sín tveimur nöfnum og ætíð fuglsheiti að síðara lið: Einar Valur, Mar- grét Svala, Benedikt Örn, Ragnheiður Erla, Stefán Már og Katrín Hrefna. Allt í einu komst Már í tísku, einkum sem seinna nafn eins og hjá skáldinu. Árin 1921– 1950 voru 248 sveinar skírðir Már. Í þjóðskrá 1982 eru þeir 1.590 (nr. 22), og síðan hefur sóknin verið nær slyndrulaus, skírðir 1982 hvorki meira né minna en 100 (þar af 98 síðara nafni), og er nr. 3, og 1985 alls 71 (69 síðara nafni) og er nr. 4 í þeim árgangi. Jón skaust upp fyrir, en þar fyrir ofan voru Örn og Þór. Sumum hefur gengið illa að beygja nafnið Már, vegna þess að r-ið er ekki stofnlægt, en það beygðist að fornu: Már, Má, Mávi, Más. Óspakur Glúmsson kvað: Brá eg úr slíðrum skálm nýbrýndri; þeiri lét eg Mávi á maga hvotað. Unni eg eigi arfa Hildar fagurvaxinnar faðmlags Svölu. Nú mun algengast að sleppa -vi-endingunni úr þágufalli og segja frá Má. Skrýtið hvernig smekkur manna er eða breyt- ist í aldanna rás. Okkur finnst fínt að skíra Örn, Má, Hauk, Hrafn, Val og Þröst, en ómögulegt að skíra Spóa, Kjóa, Hana, Stelk og Svartbak. Nú þykir ekki lengur við hæfi að skíra Rjúpu, svo sem fyrr var gert, hvað þá að gera önd, hænu, álft og gæs að kvenna- nöfnum. Kría hefur hins vegar verið tekið upp, og Erla og Hrefna þykja afbragðsnöfn. Gömlum mönnum þótti fínt að skíra Gölt, Grís, Hrein, Hjört og Uxa. Af þessum nöfnum notum við nú aðeins Hrein og Hjört. Mörður er að ná sér eft- ir aldalanga útskúfun. En ekki myndum við skíra Ref eða Hund, þótt okkur þyki í góðu lagi að nefna syni okkar Úlf eða Björn. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1.128. þáttur Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Þögn ríkti í húsakynnum Verzlunarskólans þegar nemendur sýndu hluttekningu sína.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.