Morgunblaðið - 05.10.2001, Page 54

Morgunblaðið - 05.10.2001, Page 54
54 FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FYRIR meira en hálfri öld hófu berklasjúklingar að byggja Reykja- lund og frá upphafi hefur starfsemin þar verið á heimsmælikvarða og í stöðugri sókn. Nú til dags er mikið rætt um fjár- festingar og arðsemi þeirra. Þar er stofnun eins og Reykjalundur efst á blaði. Heilbrigðishagfræðingar hafa reiknað út, að fjárfesting í endurhæf- ingu skili sér aftur til þjóðfélagsins allt að tuttugu sinnum. Þetta á við um þjálfun gigtsjúkra, sem lengi hafa verið fjölmennastir þeirra sem þjálf- unar njóta á Reykjalundi. Nú er verið að byggja 2.700 fer- metra þjálfunarhús á Reykjalundi og til þess vantar mikla peninga. 30- 40 þúsundir manna hafa komið til heilsubótar að Reykjalundi. Það er ástæða til að hvetja þetta fólk og vandamenn og vini til að styrkja þessa byggingu með því að leggja inn á Söfnunarreikning Reykjalundar í Búnaðarbankanum. Númerið er 0301 – 26 – 2600. Kenni- tala SÍBS er 550269-7409. Bankar og sparisjóðir taka við greiðslu. RAGNHILDUR HJALTADÓTTIR, Brekkustíg 14, Reykjavík. Reykjalundur – Arðbærasta fjárfestingin Frá Ragnhildi Hjaltadóttur: MENNINGAMINJADAGUR Evr- ópu var laugardaginn 22. sept. sl. Í til- efni af honum bauð Þjóðminjasafnið landsmönnum til fundar á 11 stöð- um á landinu. Á öllum stöðunum eru friðlýstar fornminjar. Einn þessara staða var Húshólmi í Ög- mundarhrauni. Hvasst var og það rigndi mikið á höf- uðborgarsvæðinu þennan dag. Í Húshólma beið þó forn- leifafræðingur og tók vel á móti fólki því er þorað hafði mót óveðrinu. Á staðnum var hins vegar bæði bjart og hið besta veður. Í stuttu máli má segja að gestgjafinn hafi skilað hlut- verki sínu eins og best varð á kosið. Hann benti á fornminjar, gekk um svæðið, sagði sögu þess, fann áður ófundnar minjar, lýsti staðháttum og reyndi að áætla þá sögu er jörðin hefði að geyma. Þótt Húshólmi í Krýsuvík sé lítt áberandi kunna að leynast í honum markverðustu minjar um búsetu manna hér á landi. Ög- mundarhraun er talið hafa runnið ár- ið 1151 og er það álit fróðra manna, af minjum að ráða, að á svæðinu hafi þá verið allnokkurt þéttbýli miðað við það sem síðar gerðist hér á landi. Í Óbrennishólma skammt vestan Hús- hólma eru augljósar minjar um garð- hleðslur, sem hraunið hafði runnið að, auk fornrar fjárborgar og réttar, en líklegt er þó að hún hafi verið hlaðin eftir að hraunið rann. Í Húshólma eru, að því er talið er, m.a. forn kirkju- garður, rústir Krýsuvíkurkirkju hinnar fornu, gamla Krýsuvíkurbæj- arins, skáli, jarðhýsi, langir hleðslu- garðar, fjárborg, tótt af húsi og stekk- ur er kann að hafa verið tengdur seli, sem þar hefur verið. Húshólmastíg- urinn hinn nýi er talinn vera frá því um 1750, sem kemur vel heim og sam- an við mögulega notkun hólmans til selstöðu á 18. og fram á 19. öld. Grunnrannsóknir í Húshólma sýna að þar kunna að leynast mannvistarleif- ar frá því fyrir árið 870. Það hefur þó enn ekki verið fullrannsakað. Þótt skrifaðar sagnir séu til um suma af fyrstu mönnunum er komu til Íslands er ekki hægt að horfa fram hjá því að þeirra hafi ekki allra verið getið. Og jafnvel þótt svo hafi verið er alls óvíst að allar sagnir og sögur, sem ritaðar voru, hafi varðveist við jafnerfiðar að- stæður og á jafnforgengilegt efni og þá var notað. Hér á landi hafa a.m.k. fundist miklu fleiri minjar og staðir, sem fólk hafðist við á, en skriflegar heimildir hafa verið til um. Sjaldnast var minnst á hið almenna, sem í dag skiptir kannski hvað mestu. Enn eru til minjar fyrir fótum landsmanna, sem fáir eða engir hafa tekið eftir. Áhugi hefur verið á að leita þessar minjar uppi, en lítill vilji hefur verið til að gera það með skipulegum hætti. Minjar þessar tengja landsmenn beint við sögu þeirra og menningu. Þær eru í raun ómetanlegar því þótt nokkuð mikið sé þegar vitað um sögu þessarar ungu þjóðar en enn er margt hulið – sumt með öllu. Ein tillagan um legu nýs Suður- strandarvegar er yfir Ögmundar- hraun og þvert í gegnum Húshólma. Rök eru bæði með og á móti legu veg- arins miðað við núverandi tillögur. Ljóst er þó að enn kunna að leynast minjar þar sem staðsetning vegarins er áætluð. Reynslan hefur sýnt að ómetanleg eyðing menningar- og náttúruverðmæta hefur orðið við vegagerð hér á landi, jafnvel nýleg dæmi. Margar minjanna á og við ætl- aða legu Suðurstrandarvegar virðast ekki hafa verið skráðar, s.s. sæluhúsið undir Lat, Jónsbúð á Krýsuvíkurheiði o.fl. o.fl. Þá liggur ekki fyrir mat á mögulegu náttúrurofi og hugsanlegri nýtingu svæðisins til lengri tíma litið. Áhugahópur hefur undanfarin misseri safnað upplýsingum og stað- sett gamlar minjar á Reykjanesi, s.s. bæi, sel, fjárborgir, réttir, fjárhella, tóttir, brunna, skjól, garða, ártals- steina, stíga og þjóðleiðir. Þegar hafa verið skoðaðar um 800 slíkar. Ef ein- hver hefur upplýsingar um minjar á Reykjanesi, sem hann veit um og tel- ur að gætu verið áhugaverðar til skoðunar, væri hópnum fengur að heyra í þeim hinum sama. Síðdegis- síminn er 5651168. Starfsfólk Þjóð- minjasafnsins – hafið þökk fyrir fram- lag ykkar á Menningarminjadaginn. ÓMAR SMÁRI ÁRMANNSSON, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík. Menningarminja- dagur – Húshólmi Frá Ómari Smára Ármannssyni: Ómar Smári Ármannsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.