Morgunblaðið - 20.10.2001, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.10.2001, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HjálpumAfganistan Afganistan er eitt fátækasta land í heimi. Þar vofir yfir hungursneyð nú þegar vetur gengur í garð. Stríðshrjáðir landsmenn þurfa mat, tjöld, teppi og hreint vatn. Þú getur hjálpað. Með því að hringja í 907 2003 leggur þú 1.000 krónur inn á sérstakan reikning. Fénu verður varið til að hjálpa Afgönum í mikilli neyð. Einnig er hægt að setja framlög á reikning númer 1150 26 21000 í Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis. En tíminn er naumur. Hringdu núna. stöðu þeirra og ástand, sem varð í kjölfar skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa um flugslysið í Skerjafirði 7. ágúst 2000. Jafnframt er höfð hlið- sjón af úttekt Alþjóðaflugmálastofn- unarinnar (ICAO) á stjórnun flugör- yggismála á Íslandi. Meðal annarra nýmæla frum- varpsins er, að flugvellir og flug- stöðvar á Íslandi verða leyfisskyld og sett undir opinbert eftirlit flugörygg- FLUGMÁLASTJÓRN fær aukið eftirlitsvald og aukin úrræði til að knýja fram þær ákvarðanir í flugör- yggismálum sem stofnunin telur nauðsynlegar í þágu aukins öryggis, samkvæmt nýju frumvarpi sam- gönguráðherra um breytingu á loft- ferðalögum. Gert er ráð fyrir að flug- leiðsögugjald af innanlandsflugi verði fellt niður. Í frumvarpinu nýja er lagastoð skotið undir lofthæfifyrirmæli og bein rekstrarfyrirmæli Flugmála- stjórnar. Þá er henni veitt dagsekta- vald og heimild til að leggja févíti á eftirlitsskylda aðila í líkingu við þær heimildir sem Samkeppnisstofnun og Fjármálaeftirlitinu eru búnar. Með frumvarpinu, sem Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær, er ætlunin að lögfesta ýmsar endurbæt- ur í flugöryggismálum sem nefndar voru af hálfu flugmálayfirvalda í þeirri umræðu um flugöryggismál, issviðs Flugmálastjórnar. Þá er með ákvæðum um flugvernd áréttuð þátt- taka Íslendinga í átaki sem stendur yfir um allan heim í kjölfar hryðju- verkanna í Bandaríkjunum. Einnig eru ný ákvæði um varnir gegn ólátum, framferði svonefndra flugdólga, sem ganga ekki svo langt að teljast hryðjuverk eða valda al- mannahættu í skilningi almennra hegningarlaga. Kveðið er á um við- urlög við slíku hátterni. Á síðastliðn- um árum hafa æ fleiri tilvik komið upp þar sem farþegar sýna af sér of- stopafulla hegðun eða hegðun sem getur stofnað öryggi loftfars í hættu. Í ljósi þeirrar þróunar þykir nauð- synlegt að lögfesta ítarlegri ákvæði er varða þá hegðun. Þá er leitast við að styrkja þau ákvæði loftferðalag- anna sem varða samskipti flugstjóra, flugliða og þjónustuliða við farþega. Flugleiðsögugjald fellt niður Þá hefur ríkisstjórnin samþykkt að tillögu samgönguráðherra að leggja til niðurfellingu flugleiðsögu- gjalds vegna bágrar afkomu innan- landsflugsins. Með frumvarpinu er fengin lagaheimild til þeirrar niður- fellingar. Loks eru ýmsar meginreglur í fluginu, svo sem hámarksaldur flug- manna, sem skipað hefur verið með reglugerðum til þessa, styrktar með því að taka þær upp í lög. UNDANFARNA daga hafa staðið yfir á Siglufirði tökur á kvikmynd- inni „Fálkar“ sem leikstýrt er af Friðriki Þór Friðrikssyni. Um 40 manna starfslið hefur unnið við tök- urnar á Siglufirði, auk þess sem yf- ir 50 bæjarbúar hafa fengið hlut- verk „statista“ eða aukaleikara í myndinni. Þeir hafa þurft að setja sig í hin ýmsu hlutverk, sumir eru í kunnuglegum hlutverkum en aðrir í nýjum. Það hefur vakið mikla athygli hversu miklar tilfæringar og tækni- vinnslu þarf við tökur á myndinni, og hefur jafnvel yfirbragði gatna og húsa verið breytt til þess að taka það sem virðast stutt og einföld at- riði. Að sögn Hálfdans Theódórs- sonar aðstoðarleikstjóra hefur kvikmyndatakan gengið vel og samkvæmt áætlun. Tekið verður upp á Siglufirði fram yfir helgina, en einnig hefur verið tekið upp á Hofsósi. Hluti myndarinnar verður tekinn upp er- lendis. Í aðalhlutverkum eru banda- ríski leikarinn Keith Carradine og Margrét Vilhjálmsdóttir. Fálkar verður frumsýnd um mitt næsta ár. Fálkar á Siglufirði Morgunblaðið/Halldór Halldórsson Í þokunni á Siglufirði í gær: Hálfdan Theódórsson kvikmyndatökumað- ur ásamt Magnúsi Ólafssyni, Ingvari Sigurðssyni og Keith Carradine. SAMKVÆMT mati Flugmála- stjórnar er kostnaður vegna flug- öryggismála áætlaður 30 milljónir króna. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár hefur verið gert ráð fyrir þessum kostnaði með því að færa fjárheimild af framkvæmdum á flugvöllum til reksturs Flugmála- stjórnar. Það er einnig mat Flug- málastjórnar að vegna aukinna áherslna í flugvernd þurfi 15 millj- ónir króna á ári. Samgönguráðu- neytið hyggst mæta þeim kostnaði innan núverandi fjárlagaramma. Þrjátíu milljónir króna vegna aukins flugöryggis Á FRÍMERKJASÝNINGUNNI Hafnía 01 í Kaupmannahöfn sýna fjórir íslenskir safnarar. Að auki eru fágæt íslensk skildinga- og aurabréf úr Þjóðskjalasafni í sér- stakri heiðursdeild. Indriði Páls- son hlaut stórt gull og sérstök heiðursverðlaun fyrir íslenska safn sitt frá 1836-1902. Mun þetta vera í fyrsta skipti, sem íslenskur frímerkjasafnari hefur fengið svo há verðlaun á sýningu. Jón Aðalsteinn Jónsson fékk stórt gyllt silfur fyrir safn sitt af dönskum tvílitum skildinga- og auramerkjum frá 1870-1905. Sig- urður R. Pétursson fékk gyllt silf- ur fyrir íslenska safn sitt af tveggja kónga frímerkjum frá 1907 til 1915. Guðni Friðrik Árna- son fékk stórt silfur fyrir mótíf- safn sitt af Kólumbusi. Stórt gull og heiðursverðlaun GEIR Haarde fjármálaráðherra seg- ir þær ábendingar eiga fyllilega rétt á sér sem fram komu í Morgunblaðinu í gær um skattamál hlutafélaga og sjálfstætt starfandi einkstaklinga og tillit hafi verið tekið til þeirra í boð- uðu skattalagafrumvarpi. Þar var frá því greint að fyrirhug- uð lækkun tekjuskattshlutfalls félaga yki verulega skattalegt hagræði sem sjálfstætt starfandi einstaklingar gætu haft af því að vera með rekstur sinn í formi einkahlutafélags og greiða tekju- og fjármagnstekjuskatt af hagnaðinum fremur en reikna sér endurgjald og telja fram launatekjur. Ágætt að ríkisskattstjóri hafi áhyggjur Ráðherrann telur þetta ekki vís- bendingu um að það þurfi að vera minni munur á tekjuskatti einstak- linga og fyrirtækja. „Þetta er rétt ábending eins og kerfið er í dag. Í þessari umræðu gleymist hins vegar að í frumvarpinu eru sérstök ákvæði þar sem hert er á þeirri skyldu manna að telja sér til tekna, gagnvart greiðslum úr einkahlutafélögum, sambærilegar launatekjur og þeir myndu fá í störfum hjá óskyldum að- ilum. Þetta er mikilvægt ákvæði í frum- varpinu því við sáum fyrir þennan möguleika. Þetta er sambærilegt við reiknað endurgjald hjá þeim sem eru í sjálfstæðum rekstri. Þó að verið sé að liðka fyrir atvinnurekstrinum og þessu tiltekna félagsformi, þá verður að koma í veg fyrir misnotkun. Til þess eru ákvæðin í frumvarpinu hert hvað þetta varðar,“ segir Geir. Fjármálaráðherra segir það í verkahring skattyfirvalda að fylgjast með því að menn með einkahluta- félög séu ekki að reikna sér lúsar- laun. Haft var eftir ríkisskattstjóra í blaðinu í gær að embættið óttaðist að aukinn mismunur á skattlagningu á félög og einstaklinga myndi ekki auð- velda framkvæmdina. Spurður um þau ummæli bendir Geir á að einka- hlutafélög hafi verið starfandi í nokk- urn tíma. Mismunurinn hafi verið fyrir hendi en með frumvarpinu sé verið að bregðast við því. „Það er ágætt að ríkisskattstjóri hafi áhyggjur, menn verða að vera vel á verði. Hann hefur komið þess- um ábendingum á framfæri við okkur en ef hann er sem eftirlitsaðili með frekari ábendingar, og telur að okkur hafi yfirsést, þá munum við hlusta gaumgæfilega á það. Við erum ekki að breyta lögum til að auðvelda mönnum að misnota þau eða aðstöðu sína.“ Ábendingin réttmæt og tillit tekið til hennar Fjármálaráðherra um skattalegt hagræði af einkahlutafélagsforminu SNÆUGLA, sem sást í kart- öflugörðunum í Selvík skammt norðan við Blönduós um síð- ustu helgi, fannst dauð í Selvík- inni í gær. Ugluhræið er í vörslu lögreglunnar á Blöndu- ósi og samkvæmt upplýsingum frá henni er ekki vitað hvað varð uglunni að aldurtila og er málið í rannsókn. Snæuglur eru afar sjaldgæfar á Íslandi og al- friðaðar. Snæugla fannst dauð á Blönduósi Samgönguráðherra kynnir frumvarp til laga um breytingar á loftferðalögum Gerir ráð fyrir auknu eftir- litsvaldi Flugmálastjórnar ELDRI borgarar í Kópavogi munu í dag, laugardag, ganga í hús og safna fé fyrir Sunnuhlíð, vist- og hjúkrunarheimili aldr- aðra í bænum. Þeir hafa æft leik- fimi að undanförnu til að búa sig undir það líkamlega erfiði sem fylgir slíkri söfnun og lokahnykk- urinn var í gær þegar þeir tóku til við leikfimisæfingarnar undir stjórn hins góðkunna fim- leikastjóra Valdimars Örnólfs- sonar. Hitað upp fyrir söfnun Morgunblaðið/Þorkell
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.