Morgunblaðið - 20.10.2001, Page 8

Morgunblaðið - 20.10.2001, Page 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þið hljótið að sjá að þetta er nú ekki rétti tíminn til að suða um launahækkun, það er nú ekki endalaust hægt að moka. Málbjörg, félag um stam, tíu ára Brýnt að ná til barnanna MÁLBJÖRG félagum stam er tíuára um þessar mundir en félagið var stofnað 10. október 1991. Það voru þeir Benedikt Benediktsson ásamt André Bachmann, sem stofnuðu félagið en Bene- dikt stamaði mikið sjálfur og vildi stofna félag til að ná sambandi við aðra, sem svipað var ástatt um. „Upp úr stofnun félags- ins varð til nokkuð öflug- ur félagsskapur, sem byggðist á sjálfstyrktar- hópum, þar sem fé- lagsmenn komu saman og ræddu sín mál,“ sagði Björn Tryggvason for- maður félagsins. „Við höf- um verið með námskeið í ræðumennsku í samvinnu við JC og staðið fyrir tveimur norræn- um ráðstefnum fyrir fólk sem stamar, fyrst árið 1994 og aftur árið 1999.“ – Á hvað leggið þið áherslu? „Aðaláhersla í starfi félagsins í seinni tíð hefur færst yfir á börn- in og foreldra þeirra. Það er svo mikilvægt að börnin fari til tal- meinafræðings eins fljótt og hægt er. Því fyrr sem tekið er á stami því meiri líkur eru á að hægt sé að losna við það og hefur Jóhanna Einarsdóttir talmeina- fræðingur náð geysilega góðum árangri þó að öðrum talmeina- fræðingum hafi farið mikið fram að undanförnu.“ – Er stam ættgengt? „Vitað er að talsverðar líkur eru á að stam erfist. Jóhanna og Bryndís Guðmundsdóttir tal- meinafræðingar eru að fara af stað með rannsókn í samvinnu við bandaríska vísindamenn, þar sem reynt verður að finna orsak- ir stams og nákvæmari greiningu en það hefur skort á alþjóðaskil- greiningu á stami.“ – Er vitað hversu algengt stam er? „Vitað er að 1% fullorðinna stamar en hjá börnum eru það 4-5%. Með því að fara snemma í meðferð losna börn við stam en hjá sumum minnkar það með aldrinum en ekki er vert að taka áhættu og sleppa meðferðinni.“ – Hvernig er best að styðja þann sem stamar? „Við vitum að það er óþægilegt að tala við fólk sem stamar mik- ið. Bæði fyrir þann sem stamar og þann sem stamar ekki. En um það gildir það sama og í venju- legum samræðum, maður gefur fólki tíma til að tjá sig. Best er að halda eðlilegu augnsambandi og það sem hjálpar mest er að vera ekki með neinn æsing.“ – Er eitthvað sameiginlegt með þeim sem stama? „Það eina sem sameinar fólk sem stamar er stamið. Þeim er ekki hættara við taugaveiklun eða stressi en öðrum og stam er óháð greind.“ – Hvaða vandamál fylgja stami? „Stami getur fylgt félagsleg einangrun. Fólki sem stamar er hætt við að nýta ekki hæfileika sína og það fer síður í langskólanám. – Er ákveðinn aldur erfiður þeim sem stamar? „Ég segi fyrir mig að unglings- árin voru erfiðust og erfiðast var að vera alltaf að skipta um skóla. Fyrst barnaskóli, svo unglinga- skóli og síðan menntaskóli. Þá var maður alltaf að kynnast nýj- um félögum og kennurum. Það er mikilvægt þegar börn sem stama flytja milli bekkja að rætt sé við kennarann um þann vanda sem fylgir stami. Til dæmis þeg- ar börn eru látin lesa ein og upp- hátt þá getur það reynst þeim sem stamar mjög erfitt. Betra er að tveir og tveir nemendur lesi saman. Sama á reyndar við um framhaldsskóla. Best er ef ung- lingurinn ræðir sjálfur vanda- málið við kennarana og að þeir komi sér saman um fyrirkomu- lagið þegar tekið er upp á töflu.“ – Hvað verður gert til að minnast 10 ára afmælisins? „Vegna tímamótanna hefur Hjörleifur Ingason, ritari félags- ins, samið lag og Skerjafjarðar- skáldið, Kristján Hreinsson, samið texta. Þetta lag verður frumflutt á afmælishátíðinni, 22. október, klukkan 20 í Iðnó en dagurinn er alþjóðlegur upplýs- ingadagur um stam. Nokkur ungmenni, sem stama, munu segja frá helgardvöl félagsins að Bakkarflöt í Skagafirði í sumar en þar komu saman um tíu ung- lingar og skemmtu sér. Forseti Íslands ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni en hann stamaði á sínum yngri árum. Jón Kristjánsson, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, mun einnig sækja okkur heim ásamt öðrum höfðingjum. Við munum einnig kynna nýj- an bækling um stam, sem félagið gefur út í samvinnu við Trygg- ingastofnun. Honum verður dreift í alla skóla, leikskóla og heilsustofnanir lands- ins.“ – Starfar félagið ein- göngu í Reykjavík? „Nei, í fyrravor var stofnuð deild á Akur- eyri og við stefnum að því að afla tengiliða á Vestfjörðum og Aust- fjörðum. Í stefnumótun félagsins er hins vegar gert ráð fyrir að meginvettvangur fræðslu um stam verði á heimasíðu félagsins, www.stam.is. Rétt er að geta þess að á heimasíðunni er um þessar mundir tengill inn á alþjóðlega netráðstefnu um stam.“ Björn Tryggvason  Björn Tryggvason fæddist 1955 í Reykjavík. Lengst af hefur hann starfað hjá Reiknistofu bankanna en starfar nú hjá tölvudeild Búnaðarbankans. Hann tók við formennsku í Mál- björgu af Benedikt Benedikts- syni árið 2000. Björn er kvæntur Erlu Björk Steinarsdóttur kennara í Ing- unnarskóla í Grafarholti. Þau eiga synina Steinar, Halldór og Guðberg. Félagsleg ein- angrun getur fylgt stami

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.