Morgunblaðið - 20.10.2001, Page 13

Morgunblaðið - 20.10.2001, Page 13
RAGNAR Arnalds, fv. þingmaður og ráðherra, hefur opnað nýtt vefrit, sem hann ritstýrir einn, um Ísland og Evrópusambandið, ESB, á slóðinni www.fullveldi.is. Ragnar sagði í samtali við Morg- unblaðið að megintilgangur vef- ritsins væri að halda til haga rök- um þeirra sem hafna aðild að ESB og telja farsælast fyrir Ís- lendinga að varðveita fullveldi sitt í framtíðinni. Ragnar sagði vefritið vera nokkurs konar framhald bókar sem hann gaf út fyrir þremur árum og nefndist Sjálfstæðið er sívirk auðlind. „Ég minni á að hér starfa sér- stök samtök til stuðnings aðild en þverpólitískt, skipulagt andóf gegn aðild er hins vegar lítt áberandi og litlum fjármunum varið til að vekja athygli á ókost- um aðildar. Oft er sagt að við Ís- lendingar hljótum að ganga í ESB úr því að svo margar aðrar þjóðir hafi gert það. En þegar dýpra er skyggnst dylst fæstum að ókostirnir við aðild eru miklu stærri en kostirnir. Ég ætla að gera grein fyrir sem flestum hlið- um málsins,“ sagði Ragnar, sem heldur vefnum úti einn og óstuddur. Efni vefritsins er skipt niður í fjórtán þætti þar sem fjallað er í stuttu máli um ýmsar hliðar að- ildar að ESB, svo sem um hag- vöxt og skattinn til ESB, um landbúnað og sjávarútveg, reynslu Norðmanna, hvað virðist „söguleg veiðireynsla“ að dómi framkvæmdastjórnar ESB, evr- una og gengislækkun krónunnar og um þróun ESB í átt til stórrík- is. Fyrstu tíu þættirnir birtast einnig í enskri þýðingu, sem Ragnar sagði að væri hugsað fyr- ir áhugamenn um stjórnmál í Evrópu sem vildu fylgjast með umræðunni hér á landi. Hann ætlar að uppfæra vefritið reglu- lega með pistlum og upplýs- ingum. Ragnar hefur sem kunnugt er sagt skilið við Samfylkinguna og gengið í raðir Vinstri grænna. Hann sagði innihald vefritsins vera í anda Evrópustefnu síns flokks. „Stjórnmálaflokkarnir hafa lát- ið málið til sín taka. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur margt skynsamlegt sagt um þessi mál, sem ég hef getað tekið undir. Hef ég þá ekki alltaf verið sammála honum,“ sagði Ragnar. Með vefritið fullveldi.is gegn Evrópusambandinu Morgunblaðið/Ásdís Ragnar Arnalds á vinnustofu sinni, en þaðan ritstýrir hann vefritinu fullveldi.is auk þess að sinna öðrum störfum. FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 13 HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt Fé- lag fasteignasala til að færa fast- eignasala, sem hafði verið vísað úr félaginu, á félagaskrá að nýju. Hæstiréttur segir að fasteignasal- inn hafi ekki fengið tækifæri til að bregðast við áminningu félagsins eða tjá sig um fyrirhugaða brott- vísun. Á stjórnarfundi Félags fasteigna- sala í október 1999 var einum fé- lagsmanna, sem er löggiltur fast- eignasali, vikið úr félaginu, en stjórn félagsins ákvað að grípa til brottvísunar vegna kvartana er borist höfðu vegna starfa mannsins. Í niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram, að fasteignasalanum hafi ekki verið gefinn kostur á að bregðast við áminningu með því að lagfæra vinnubrögð sín og félagið hafi held- ur ekki gefið honum kost á að tala máli sínu fyrir stjórninni, áður en brottvísunin var ákveðin. Því hafi ekki verið staðið að brottvísuninni á fullnægjandi hátt. Hæstiréttur fellir því ákvörðun stjórnar Félags fasteignasala úr gildi, þótt ávirðingar fasteignasal- ans, þegar þær voru metnar í heild, gætu talist alvarlegar. Dóminn kváðu upp hæstaréttar- dómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Árni Kolbeinsson, Haraldur Hen- rysson, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Brottvísun úr Félagi fast- eignasala ógild BROTIST var inn í verslunina B.T. tölvur við Reykjavíkurveg í Hafnar- firði um klukkan þrjú í fyrrinótt og þaðan stolið fjórum tölvum. Á upptökum úr eftirlitsmyndavél- um mátti sjá að þjófarnir voru tveir. Báðir voru þeir með e.k. trefla fyrir andliti samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Hafnarfirði. Annar var í blárri peysu og dökkum buxum. Hinn þjófurinn var klæddur röndóttri peysu, neðst var gul rönd, síðan ljósblá og loks dökkblá rönd. Um klukkan 14.30 var tilkynnt um innbrot í heimahús í Hafnarfirði. Það- an var stolið talstöð og verkjatöflum. Þjófar með trefla fyrir andliti ♦ ♦ ♦ Í MORGUNBLAÐINU í gær var greint frá innbroti í Minjasafn Orku- veitu Reykjavíkur en við frumathug- un lögreglu og starfsfólks virtist sem þjófurinn eða þjófarnir hefðu haft lykla að húsinu. Við nánari athugun kom í ljós að átt hafði verið við svalahurð með kú- beini. Svo fagmannlega hafði verið staðið að verki að ummerkin sáust ekki strax, samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitunni. Hafði ekki lyklavöld

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.