Morgunblaðið - 20.10.2001, Page 23

Morgunblaðið - 20.10.2001, Page 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 23 Kringlunni Allir útijakkar og frakkar á 20% Kringlukast afslætti. JOHN Ashcroft, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, fagnaði í gær fangelsisdómum yfir fjórum fylgismönnum hryðjuverkaforingj- ans Osama bin Ladens fyrir hlut- deild í sprengjutilræðum við tvö bandarísk sendiráð árið 1998. Mennirnir höfðu áður verið fundnir sekir en dómurinn var kveðinn upp í fyrradag og hljóðar hann upp á lífstíðarvist innan fang- elsismúra. Jafnframt var beiðni um reynslulausn fyrirfram hafnað. Ashcroft lýsti dómnum sem áfangasigri á samtökum bin Lad- ens, al-Qaeda, og hét því að draga samstarfsmenn fjórmenninganna fyrir rétt. Mennirnir heita Khalfan Khamis Mohamed, 28 ára Tansaníumaður, Mohamed Al-’Owhali, 24 ára gam- all Sádi-Arabi, Mohamed Saddiq Odeh, 36 ára Jórdani, og Wadih el- Hage, 41 árs bandarískur ríkis- borgari, fæddur í Líbanon. Þeir voru dæmdir fyrir þátt sinn í sprengjutilræðum árið 1998 við sendiráð Bandaríkjanna í Dar es Salam í Tansaníu og Nairóbí í Kenýa. Alls fórst 231 maður í til- ræðum þessum. Mennirnir, sem tengdir eru hryðjuverkaleiðtoganum Osama bin Laden, áttu yfir höfði sér dauðadóma en dómarinn ákvað að þyrma lífi þeirra, m.a. til að tryggja að þeir kæmust ekki í tölu píslarvotta meðal samverkamanna sinna. Lífstíðar- dómar yfir mönnum bin Ladens New York. AP. DICK Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, ræddi við fréttamenn þegar hann skoð- aði aðstæður í rústum World Trade Center í New York á fimmtudaginn. Var hann þar í för með George Pataki, rík- isstjóra í New York (til hægri) og Rudolph Giuliani, borg- arstjóra (lengst til hægri). Cheney sagði að Bandaríkja- menn ættu að búa sig undir fleiri árásir hryðjuverka- manna, jafnvel þótt aðgerðir gegn þeim stæðu yfir. „Bar- áttan getur einungis endað með því að [hryðjuverkamönn- um] verði gereytt og Banda- ríkin og málstaður frelsisins vinni fullan sigur,“ sagði Cheney.AP Cheney skoðar rústirnar BANDARÍSKA varnarmálaráðuneytið hefur varið milljónum dollara til að koma í veg fyrir að fjölmiðlar komist yfir nákvæmar ljósmyndir sem teknar eru úr gervitunglum í einkaeigu og sýna afleiðingar loftárásanna á Afganistan. Hermt er að myndir sem teknar eru úr gervi- tunglinu Íkonos, sem skotið var á braut árið 1999, séu mun skýrari en myndir njósnahnatta sem heraflanum stóðu til boða á tímum kalda stríðs- ins, að því er fram kemur á fréttavef breska blaðsins The Guardian. Einkar skýrar myndir sem þegar hafa náðst frá Afganistan leiða m.a. í ljós hryðjuverkanema ganga fylktu liði milli þjálfunarbúða í Jalalabad. Með sömu upplausn og skýrleika væri hægt að telja lík fallinna eftir loftárásirnar að undan- förnu. Samkvæmt bandarískum lögum er varnar- málaráðuneytinu stætt á að leggja hald á myndir frá gervitunglum eða stöðva upptökur þeirra meðan Bandaríkin eiga í styrjaldarátökum, svo upplýsingar falli ekki í hendur óvinarins. Hefur ráðuneytið þó ekki beitt því afli sínu ennþá en það hefur hins vegar kosið að beita viðskiptaafli með því að kaupa einkarétt að myndunum og koma þannig í veg fyrir að fjölmiðlar komist yfir þær. Bandaríski herinn er ekki sagður þurfa á myndum Íkonosar að halda í þágu baráttu sinnar gegn hryðjuverkastarfsemi því hann hefur haft yfir að ráða sex fullkomnum hnöttum á braut sem fylgst hafa sérstaklega með Afganistan og þeim sjöunda var skotið á loft um helgina. Fjórir hnatt- anna, sem nefnast „Skráargötin“, eru sagðir skila sex til 10 sinnum betri upplausn og nákvæmni en Íkonos, sem greinir hlut sem er einn metri á lengd. Kaupa gervitunglamyndir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.