Morgunblaðið - 20.10.2001, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 20.10.2001, Qupperneq 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 23 Kringlunni Allir útijakkar og frakkar á 20% Kringlukast afslætti. JOHN Ashcroft, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, fagnaði í gær fangelsisdómum yfir fjórum fylgismönnum hryðjuverkaforingj- ans Osama bin Ladens fyrir hlut- deild í sprengjutilræðum við tvö bandarísk sendiráð árið 1998. Mennirnir höfðu áður verið fundnir sekir en dómurinn var kveðinn upp í fyrradag og hljóðar hann upp á lífstíðarvist innan fang- elsismúra. Jafnframt var beiðni um reynslulausn fyrirfram hafnað. Ashcroft lýsti dómnum sem áfangasigri á samtökum bin Lad- ens, al-Qaeda, og hét því að draga samstarfsmenn fjórmenninganna fyrir rétt. Mennirnir heita Khalfan Khamis Mohamed, 28 ára Tansaníumaður, Mohamed Al-’Owhali, 24 ára gam- all Sádi-Arabi, Mohamed Saddiq Odeh, 36 ára Jórdani, og Wadih el- Hage, 41 árs bandarískur ríkis- borgari, fæddur í Líbanon. Þeir voru dæmdir fyrir þátt sinn í sprengjutilræðum árið 1998 við sendiráð Bandaríkjanna í Dar es Salam í Tansaníu og Nairóbí í Kenýa. Alls fórst 231 maður í til- ræðum þessum. Mennirnir, sem tengdir eru hryðjuverkaleiðtoganum Osama bin Laden, áttu yfir höfði sér dauðadóma en dómarinn ákvað að þyrma lífi þeirra, m.a. til að tryggja að þeir kæmust ekki í tölu píslarvotta meðal samverkamanna sinna. Lífstíðar- dómar yfir mönnum bin Ladens New York. AP. DICK Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, ræddi við fréttamenn þegar hann skoð- aði aðstæður í rústum World Trade Center í New York á fimmtudaginn. Var hann þar í för með George Pataki, rík- isstjóra í New York (til hægri) og Rudolph Giuliani, borg- arstjóra (lengst til hægri). Cheney sagði að Bandaríkja- menn ættu að búa sig undir fleiri árásir hryðjuverka- manna, jafnvel þótt aðgerðir gegn þeim stæðu yfir. „Bar- áttan getur einungis endað með því að [hryðjuverkamönn- um] verði gereytt og Banda- ríkin og málstaður frelsisins vinni fullan sigur,“ sagði Cheney.AP Cheney skoðar rústirnar BANDARÍSKA varnarmálaráðuneytið hefur varið milljónum dollara til að koma í veg fyrir að fjölmiðlar komist yfir nákvæmar ljósmyndir sem teknar eru úr gervitunglum í einkaeigu og sýna afleiðingar loftárásanna á Afganistan. Hermt er að myndir sem teknar eru úr gervi- tunglinu Íkonos, sem skotið var á braut árið 1999, séu mun skýrari en myndir njósnahnatta sem heraflanum stóðu til boða á tímum kalda stríðs- ins, að því er fram kemur á fréttavef breska blaðsins The Guardian. Einkar skýrar myndir sem þegar hafa náðst frá Afganistan leiða m.a. í ljós hryðjuverkanema ganga fylktu liði milli þjálfunarbúða í Jalalabad. Með sömu upplausn og skýrleika væri hægt að telja lík fallinna eftir loftárásirnar að undan- förnu. Samkvæmt bandarískum lögum er varnar- málaráðuneytinu stætt á að leggja hald á myndir frá gervitunglum eða stöðva upptökur þeirra meðan Bandaríkin eiga í styrjaldarátökum, svo upplýsingar falli ekki í hendur óvinarins. Hefur ráðuneytið þó ekki beitt því afli sínu ennþá en það hefur hins vegar kosið að beita viðskiptaafli með því að kaupa einkarétt að myndunum og koma þannig í veg fyrir að fjölmiðlar komist yfir þær. Bandaríski herinn er ekki sagður þurfa á myndum Íkonosar að halda í þágu baráttu sinnar gegn hryðjuverkastarfsemi því hann hefur haft yfir að ráða sex fullkomnum hnöttum á braut sem fylgst hafa sérstaklega með Afganistan og þeim sjöunda var skotið á loft um helgina. Fjórir hnatt- anna, sem nefnast „Skráargötin“, eru sagðir skila sex til 10 sinnum betri upplausn og nákvæmni en Íkonos, sem greinir hlut sem er einn metri á lengd. Kaupa gervitunglamyndir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.