Morgunblaðið - 20.10.2001, Page 27

Morgunblaðið - 20.10.2001, Page 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 27 FIMMTA framlag háðfuglsins snjalla, Kevins Smiths, er dæmalaus kraftsúpa eða kjaftfor hrærigrautur. Þar sem raunverulegir og tilbúnir karakterar flækjast hver um annan þveran í atriðum sem mörg hver eru kunnugleg úr öðrum myndum. Að þessu sinni eru aukapersónurnar orðnar aðal- og titilpersónur, Jay og þögli Bob (Jason Mewes og Kevin Smith) birtust fyrst sem dópsalar ut- anvið búðina á horninu, í Clerks, fyrstu og bestu mynd leikstjórans/ höfundarins. Þeim brá jafnvel fyrir í Chasing Amy, núna í upphafi í sömu sporunum utan við búðina í New Jersey og hafa ekki í hyggju að færa sig um set er þeir komast að því að Hollyewood er með á prjónunum kvikmynd um vesælt líf þeirra lúð- anna. Þær upplýsingar fá þeir hjá Holden McNeil (Ben Affleck), úr Chasing Amy. Síðar í myndinni kem- ur Affleck fram sem hann sjálfur; dæmigert fyrir stílbrögð Smiths. Rólyndislegri tilveru er ógnað, Jay og Bob una því illa að vera hafðir að fíflum á hvíta tjaldinu (!) og grípa til sinna ráða. JASBSB verður að vega- mynd um sinn, þar sem þeir lenda m.a. í viðsjárverðum félagsskap fjög- urra álfakroppa sem misnota sér heimsku þeirra við demantarán. Þar komast þeir í tæri við apynju, sem einnig verður þeim fylgispök. Húll- umhæið endar um síðir í Miramax- kvikmyndaverinu. Þessir gaurar eru engum líkir, steypuklumpar sem geta varla að rennt upp buxnaklaufinni án þess að vana sig. Mewes og Smith eru nánast samgrónir lúðunum í raunveruleikan- um, við eigum varla von á þeim í öðr- um hlutverkum. Ef þeir halda áfram að vera jafn skemmtilegir og raun ber vitni þurfa þeir ekki að kasta hamn- um. Kosturinn við myndir Smiths, öf- ugt við nánast alla aulamyndafram- leiðsluna að Farrellybræðrum undanskildum, er óvenjuleg kímni- gáfa; þær geisla af vitrænni flónsku, háði sem leynir á sér og er oftar en ekki beint að samfélaginu. Þeir hafa oftar gert betri hluti, engu að síður er myndin á bestu köflunum óborganleg, járnbent steypa. Tugir leikara koma við sögu, sumir hverjir í eigin persónu (Affleck, Matt Damon, Jason Biggs, o.fl. auk leikstjóranna Gus Van Sant og Wes Craven), aðrir í stórum og smáum hlutverkum (Shannon Eliza- beth, Carrie Fisher, Mark Hamill, Al- anis Morisette, Chris Rock, jafnvel Judd Nelson bregður fyrir). Þessi sundurleiti hópur fer almennt á kost- um og Kevin Smith svíkur engan sem kann á annað borð að meta jaðarhúm- orinn sem hann hefur sérhæft sig í. Munnsöfnuðurinn er hroðalegur og Smith ekkert heilagt. Ég hafði því nokkrar áhyggjur af smáfólkinu sem var fjölmennast í salnum og sat keikt undir þeirri súpu klámbrandara, tott- brandara, hommabrandara, dýralífs- brandara, o.s.frv., sem er undirstaða textans. Því virtist ekki blöskra hið minnsta, ég vil þó benda foreldrum eindregið á að senda ófermd börn sín á barnvænni sýningar! Járn- bent steypa Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNDIR S m á r a b í ó , R e g n b o g - i n n , B o r g a r b í ó Leikstjóri og handritshöfundur: Kevin Smith. Tónskáld: James L. Venable. Kvikmyndatökustjóri: Jamie Anderson. Aðalleikendur: Jason Mewes, Kevin Smith, Joey Lauren Adams, Ben Affleck, George Carlin, Alanis Morrisette, Judd Nelson, o.fl. Sýningartími 95 mín. Bandarísk. Dimension Films. 2001. JAY AND SILENT BOB STRIKE BACK  MUNIRNIR á myndinni eru hluti af listaverki eftir breska listamanninn Damien Hirst sem sjá má þessa dagana í Eyestorm-galleríinu í London. Listaverkið varð á dögunum samviskusamri skúringakonu að bráð, en hún taldi verkið vera leifar frá skemmtan næturinnar og henti því beint í ruslið. Starfsmenn gallerísins hafa sett verkið aftur saman eftir að mistökin uppgötvuðust og bíður það nú þess að kaupandi finnist. AP List eða rusl?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.