Morgunblaðið - 20.10.2001, Side 33

Morgunblaðið - 20.10.2001, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 33 Höfundur starfar sem tónlistarkenn- ari, skjalaþýðandi og húsmóðir. endum saman. Sumir halda að það sé hægt að bæta við sig nemendum og tjakka upp launin. Auðvitað gera menn það – og allt annað sem hugsast getur – til þess að hafa í sig og á. Langflestir tónlistarkennarar sem ég þekki taka að sér mikla auka- kennslu eða vinna líka að öðrum störfum til að afla sér viðurværis, því þeir eiga ekki annars úrkosta. En fyrir kennara með fjölskyldu krefst hver nemandi/bekkur til viðbótar aukinnar fjarveru frá heimilinu með tilheyrandi pössun- arkostnaði og röskun heimilis- mynsturs, því tónlistarkennarinn getur sjaldan byrjað að vinna fyrr en eftir að skóladegi nemendanna lýkur. Ég hef oft þurft að vinna til kl 22 til þess að koma kennslunni fyrir – ekki ýkja fjölskylduvænt fyrirkomulag. Þegar maður virðir fyrir sér vinnukjör sem einkennast af svo lágum launum að menn eru nauð- beygðir til að stunda hvers kyns aukavinnu, og af vinnudegi sem lágmarkar þann tíma sem foreldr- ar geta eytt með börnunum sínum; þegar maður áttar sig á því hversu lítill skilningur mætir samninga- nefnd tónlistarskólakennara í kjarabaráttu hennar fyrir okkar hönd, þá verður maður vægast sagt vondaufur. Ef ekki verður leiðrétting á þessu skammarlega ástandi – og það sem fyrst – gæti ég vel hugsað mér að kveðja þessa ágætu stétt, þau indælu börn og skemmtilegu samstarfsmenn sem ég hef kynnst í tónlistarskólum á Íslandi. Ég fór út í tónlist af hug- sjónarástæðum: af því að tónlistin er óviðjafnanleg og ég vildi helga líf mitt henni. Og ég hef ekki séð eftir þeirri ákvörðun fyrr en nú. En þegar launin duga ekki til að framfleyta fjölskyldunni og him- inháir (og síhækkandi) reikningar koma inn um bréfalúguna, þá fer hugsjónin út um gluggann. Á ég að halda endalaust áfram að yfirgefa eigin börn um leið og þau koma heim úr skóla til þess að kenna börnum annarra og þiggja laun sem duga varla fyrir matnum, hvað þá meir? Nei, takk. Kannski er betra að vinna á Wall Street – á byrjunarkjörum. kvæmdastjórn BÍSN samtökin hafa fullt erindi þangað inn þar sem flest- ir skólar innan BÍSN eru komnir á háskólastig. Tilgangur ESIB er að jafna rétt nemenda á háskólastigi alls staðar í Evrópu. Það er stefna nýrrar framkvæmdastjórnar að gera samtökin sýnilegri meðal fé- lagsmanna næsta starfsárið. Eins og fram hefur komið þá felst aðalstarf- semin í hagsmunagæslu fyrir nem- endur og er það starf, því miður, yf- irleitt algjörlega ósýnilegt öðrum en þeim sem óska eftir aðstoð þar sem nær undantekningarlaust er verið að fjalla um trúnaðarmál. Það er samt sem áður alltaf hægt að gera betur. Framkvæmdastjórnin og fram- kvæmdastjóri taka vel á móti öllum þeim sem vilja starfa með samtök- unum eða þurfa að leita til þeirra. Allir þeir sem hafa áhuga á starfsem- inni ættu því ekki að hika við að hafa samband eða kíkja við á skrifstofu BÍSN á Hverfisgötu 103, þriðju hæð. Höfundur er framkvæmdastjóri BÍSN. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.