Morgunblaðið - 20.10.2001, Page 62

Morgunblaðið - 20.10.2001, Page 62
LEIKARARNIR ofur- svölu Billy Bob Thornton og Johnny Depp eiga all- sérstæða fælni sameig- inlega. Þeir eru nefnilega báðir logandi hræddir við trúða. Thornton, sem er giftur Angelinu Jolie, útskýrir sinn vanda þannig: „Það er eitthvað svo óþægilegt að vita ekki hver leynist bak- við grímuna.“ Þetta er ekki eina fælni Thorntons, sem ber jafnan lyfjaglas með blóðdropa úr konu sinni um hálsinn. Hann segist nefnilega einnig hafa illan bifur á forngripum: „Það fer um mig hrollur og ég verð andstuttur í nærveru forn- gripa. Þó ekki hvaða forngripa sem er, einkum franskra og breskra.“ Depp og Thornton hræðast trúða Thornton er ekki eins og fólk er flest. Hann er t.d. giftur Hollywood-stjörnu. Reuters BANDARÍSKA sveitin Dismemberment Plan átti að leika á veit- ingastaðnum Vídalín á fimmtudagskvöldið en forfallaðist af óviðráðanlegum or- sökum. Fyrir þær sakir var bætt við auka- tónleikum sem fram fara í kvöld á sama stað en í gær lék sveit- in í Norðurkjallara MH. Í kvöld leika með sveitinni Apes frá Bandaríkjunum, Náttfari og Fidel. Húsið verður opn- að kl. 23 og er miðaverð 1.200 kr. Tónleikar þessir eru liður í vetrardagskrá plötubúðarinnar Hljómalindar. Dismemberment Plan á Vídalín í kvöld The Dismemberment Plan. FÓLK Í FRÉTTUM 62 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir Sýnd kl. 2, 5.10, 8 og 10.50. Sýnd kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Með íslensku tali Sýnd kl. 8 og 10.30. Moulin Rouge er án efa besta mynd ársins hingað til...  E.P.Ó. Kvikmyndir.com  Empire SV Mbl  DV  Rás 2 FRUMSÝNING Ótrúlegar tæknibrellur, brjáluð spenna og veisla fyrir augu og eyru. Þú hefur aldrei séð annað eins. Nýjasta sýnishornið úr Lord of the Rings er sýnt á undan Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni. Miðasala opnar kl. 13 Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.15. Stórstjörnurnar Julia Roberts, Billy Crystal, Catherine Zeta-Jones og John Cusack fara hér á kostum í stórskemmtilegri rómantískri gamanmynd sem fjallar um fræga fólkið, ástina og önnur skemmtileg vandamál. ÉG hafði ekki ráðgert að fara á tónleika Mínuss á Gauknum sem voru liður í yfirstandandi Airwaves-há- tíð. Ég hafði ekki einu sinni gert ráð fyrir að þeir myndu spila, einhverra hluta vegna. Til allrar hamingju rak ég inn nefið og ákvað að tékka á strákunum en þeir áttu að enda kvöldið. Og hvílíkir tón- leikar! Það slitn- uðu þrír strengir þetta kvöld; hjá báðum gítarleik- urunum svo og sleit bassaleikarinn sverasta strenginn, slík voru lætin og ofsinn. Málið með Mínus er að ef þeir virka ekki, þá virka þeir alls ekki. En ef þeir virka þá eru þeir algerlega ósnertanlegir. Þetta var eins og að horfa á klukkutíma langa atómsprengingu og salurinn stóð gersamlega á öndinni yfir þessu þar sem sveitin var hreint og beint hættuleg á sviðinu. Hér gekk allt upp. Hljómurinn var góður og kraftmikill og rennsl- ið óaðfinnanlegt. Krummi, söngv- ari, kastaðist til á sviðinu í villtum ham og hljóðfæraleikararnir ein- beittir, allir sem einn stilltir inn á að gefa allt í þetta. Óhljóðastef á milli laga mögnuðu svo stemn- inguna enn frekar. Í lokalaginu henti Krummi hljóðnemanum í gólfið og sagði stuttlega, hálfpart- inn andvarpandi „takk“. Sveitin gekk rakleitt af sviðinu; sýnilega jafn teknir eftir þennan ótrúlega hamagang og áhorfendur sjálfir. Sem voru flestallir gapandi yfir ósköpunum. Airwaves-hátíðin er öðrum þræði ætluð sem vettvangur til að kynna ís- lenska tónlist fyrir erlendu áhrifafólki í þeim geiran- um. Blaða- menn frá Kerrang, sem er eitt helsta tímaritið um þungt rokk, voru einmitt í salnum en fyrirhugað er opnuviðtal við sveitina á næstunni. Jesus Christ Bobby, hin magnaða plata sveitar- innar sem út kom í fyrra, fékk toppeinkunn í blaðinu fyrr á þessu ári en flest lög kvöldsins voru tekin af henni. Þess má geta að í fyrra lék Sigur Rós í Fríkirkjunni á þessari sömu hátíð og vakti á þeim tónleikum mikla athygli erlendra poppfræð- inga. Í kjölfarið hófst mikill slagur á milli erlendra útgáfufyrirtækja um sveitina sem endaði með því að hún skrifaði undir hjá MCA í Bandaríkjunum. Ef það er eitthvert réttlæti í heiminum ættu hinir ýmsu mógúl- ar að hugsa sinn gang eftir þetta kvöld. Því þessa tæpu klukkustund var Mínus einfaldlega besta rokkhljóm- sveit heims. Punktur og basta. Milljón plúsar Hljómsveitin Mínus. Tónlist G a u k u r á S t ö n g Tónleikar Mínuss á Airwaves, fimmtudaginn 18. október. HLJÓMLEIKAR Arnar Eggert Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.