Morgunblaðið - 20.10.2001, Side 68

Morgunblaðið - 20.10.2001, Side 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð- herra segir að ekki komi til greina að láta einstaklinga kaupa sér svonefnd- ar einkatryggingar, eins og hægt er sums staðar erlendis, sem standi síð- an undir hluta kostnaðar við aðgerðir á einkaspítala eða einkastofum. Á ársfundi Tryggingastofnunar, sem haldinn var í gær, sagði heil- brigðisráðherra að með einkatrygg- ingum væri verið að leggja grunninn að tvískiptu kerfi, að fyrstu og ann- arri deild í heilbrigðisþjónustunni. Karl Steinar Guðnason, forstjóri TR, sagði á fundinum að biðlistarnir væru sovéskt fyrirbrigði og finna þyrfti leiðir án fordóma til úrbóta fyr- ir fólk. Hann sagði að hjá sjúkrahús- um væru biðlistar sem kæmu niður á sjúku fólki sem ella gæti verið úti í at- vinnulífinu en það væri augljóst að ef of seint væri gripið inn í sjúkdóm yrði meðferð dýrari. Endurhæfing yrði einnig erfiðari og dýrari og hann teldi áreiðanlegt að dæmi væru um að fólk hefði lent á örorkubótum af því að það hefði ekki fengið tilhlýðilega með- höndlun á eðlilegum tíma. Með einkatryggingum er lagð- ur grunnur að tvískiptu kerfi  Leggst gegn/35 LAGT er til að hlutur krókaafla- marksbáta verði aukinn nokkuð í ýsu, steinbít og ufsa og þeim verði jafn- framt úthlutað í keilu, löngu og karfa samkvæmt frumvarpi sjávarútvegs- ráðherra til laga um breytingu á lög- um um stjórn fiskveiða sem dreift hefur verið á Alþingi. Búast má við að Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráð- herra mæli fyrir frumvarpinu þegar þing kemur saman eftir kjördæma- viku, sem er í næstu viku. Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðar- maður sjávarútvegsráðherra, segir að í frumvarpinu felist m.a. að króka- aflamarksbátarnir fái samtals 3.000 tonn af ýsu, 3.100 tonn af steinbít og 600 tonn af ufsa umfram það sem þeir fá skv. lögunum um nýja skipan veiða krókabáta sem tóku gildi hinn 1. september sl. Við upphaf fiskveiðiárs, hinn 1. september sl., komu til framkvæmda ákvæði laga um nýja skipan veiða krókabáta sem vakið hafa hörð við- brögð smábátasjómanna. Eru nú í gildi tvö kerfi um veiðar krókabáta, annars vegar krókaaflamarkskerfi og hins vegar sóknarkerfi með fram- seljanlegum sóknardögum. Um 600 bátar verða í krókaaflamarkskerfinu en ríflega 200 í sóknarkerfinu. Í frumvarpinu er lagt til að króka- aflamarksbátum sem voru á föstu þorskaflahámarki verði gefinn kost- ur á veiðileyfi með dagatakmörkun- um. Þá verði heimilað að skipt sé á krókaaflamarki og almennu afla- marki, enda sé um jöfn skipti að ræða þannig að ekki verði um breytingu á heildarþorskígildistonnum að ræða innan hvors kerfis. Ennfremur verði ráðherra heimilt að úthluta allt að 1.000 lestum af ýsu og 1.000 lestum af steinbít til báta sem gerðir eru út frá sjávarbyggðum sem eru verulega háðar veiðum krókaaflamarksbáta. Í frumvarpinu er ennfremur lagt til að breytt verði ákvæði 5. gr. um gerðir veiðileyfa og kveðið verði skýrt á um að sömu reglur gildi að jafnaði um krókaaflahlutdeild og krókaaflamark og gilda um aflahlut- deild og aflamark. Loks er lagt til að heimilt verði að koma með 5% af afla hverrar veiði- ferðar af tegundum sem þeir eiga ekki aflamark í og reiknast ekki til Hlutur krókaaflamarksbáta aukinn í ýsu, steinbít og ufsa Fá samtals 3.000 tonn af ýsu í viðbót aflamarks veiðiskips, enda renni and- virði þess afla til Hafrannsóknastofn- unarinnar. Er lagt til að sú heimild gildi til loka ársins 2002 og er gert ráð fyrir að hún verði endurskoðuð í ljósi reynslunnar. Heildarkvóti í ýsu 7.000 tonn? Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa hagsmunaaðilar í sjáv- arútvegi sumir hverjir óskað eftir því að enn frekar verði aukið við kvótann í ýsu, skarkola og ufsa vegna mikillar fiskgengdar að undanförnu. Að- spurður um þessar óskir segir Ár- mann að ráðuneytið hafi enn ekki tekið afstöðu til þeirra en í ljósi upp- lýsinga um mikla veiði sé málið þó til skoðunar í ráðuneytinu. Verði ráðuneytið við þeim óskum myndi það þýða, samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins, að smábátarnir fengju enn meira en þau 3.000 tonn af ýsu sem gert er ráð fyrir í umræddu frumvarpi. Ef t.d. sjávarútvegsráð- herra færi með heildarkvótann í ýsu upp í 40 þúsund tonn myndi það þýða að heildarkvóti krókaaflamarksbáta í ýsu færi að nálgast sjö þúsund tonn. ÞOKA var víða um land í gær og hafði það í för með sér mikla rösk- un á flugi. Allt innanlandsflug um Reykjavík lá niðri frá því um há- degi og aðeins ein vél var afgreidd á Akureyrarvelli í gærmorgun. Stillur og neðsta lag hlýs lofts, sem kólnaði frá hafinu, mynduðu kjöraðstæður fyrir þokuna. Búist er við að rofi til í dag suðvestanlands. Kylfingar á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði létu þokuna þó ekki aftra sér frá spilamennsku á iðja- grænum golfvellinum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Mikil þoka víða á landinu STEINGRÍMUR J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, gerði boðaðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar m.a. að umtalsefni í setningarræðu sinni á landsfundi VG í gær og gagnrýndi þær harðlega. Orðaði hann það þannig að „útspil rík- isstjórnarinnar í skattamálum væri örvæntingarfull tilraun til að halda veislunni áfram, hysja upp um verðbréfamarkaðinn og kaupa sér tíma fram yfir enn einar kosning- ar“. „Sama marki brennd er áherslan og ofurtrúin á meiri erlenda stór- iðju; þótt hún kosti gríðarlegar óafturkræfar umhverfisfórnir; þótt hún valdi verðbólgu; þótt hún sé áhættusöm, bara ef hún er ávísun á nýjan skammt, meiri veisluföng, þannig að hægt sé að sitja að enn um stund. Skítt með morgundag- inn, skítt með timburmennina, skítt með reikninginn,“ sagði Steingrím- ur. Í ræðu sinni sagði Steingrímur ennfremur að ýmsar heldur dap- urlegar staðreyndir hefðu „hrann- ast upp um góðærið svokallaða sem forsætisráðherra, Davíð Oddsson, hefur lengst af persónugert við sjálfan sig“, og bætti við: „Nú er að sjá hvort hann telur efnahagserf- iðleikana jafn skilgetið afkvæmi sitt.“ Efasemdir um sameiginlegt framboð í Reykjavík Í almennum stjórnmálaumræðum á landsfundinum í gærkveldi var víða komið við. Í máli sumra fund- armanna komu meðal annars fram efasemdir um fýsileika sameigin- legs framboðs með Reykjavíkurlist- anum í sveitarstjórnarkosningunum á vori komanda. Þá kom fram and- staða við loftárásirnar á Afganistan. Fundarmenn gerðu einnig árangur flokksins að umtalsefni og sögðu að hann mætti fyrst og fremst rekja til skýrrar stefnumörkunar hans. Morgunblaðið/Kristinn Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, á landsfundi í gær. „Örvæntingarfull tilraun til að halda veislunni áfram“ Formaður VG gagnrýnir skatta- breytingar ríkisstjórnarinnar  Tími kominn/34–35 RJÚPNAVEIÐIMAÐUR slasaðist er hann fékk högl í andlit og hendur við Gjástykki í Suður-Þingeyjarsýslu skömmu eftir hádegið í gær. Hann var fluttur með sjúkrabíl á sjúkra- húsið á Akureyri en hann fékk einnig hagl í augað. Maðurinn gekkst undir aðgerð í gærkvöldi en samkvæmt upplýsingum frá slysadeild var hann ekki alvarlega slasaður. Slysið vildi þannig til að tveir menn voru saman á veiðum og voru þeir báðir að skjóta á sömu rjúpuna án þess að vita hvor af öðrum. Fékk högl í andlit og hendur RAFMAGNSLAUST varð á hluta Sogavegar og nágrennis og í Gerð- unum í Reykjavík eftir sprengingu í spennistöð í Garðsenda laust fyrir klukkan 22 í gærkvöldi. Lagnir út frá spennistöðinni, sem er í Bústaðahverfi, virkuðu ekki í kjölfarið. Sprengingin mun þó ekki hafa orðið af mannavöldum. Starfs- menn Orkuveitu Reykjavíkur komu rafmagni á að fullu um fjórðungi fyr- ir miðnætti. Sprenging í spennistöð ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.