Morgunblaðið - 28.10.2001, Side 1

Morgunblaðið - 28.10.2001, Side 1
MORGUNBLAÐIÐ 28. OKTÓBER 2001 TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Listahátíð á tímamótum 20 Vil ekki velta mér upp úr fortíðinni Morgunblaðið/R Hinn 7. mars 1998 missti Páll Sævar Sveinsson unnustu sína, Guðrúnu Björgu Andrésdóttur, í bílslysi þegar drukkinn ökumaður ók á bíl þeirra með þeirri afleiðingu að unnustan lést frá honum og kornungum syni þeirra. Hildur Einarsdóttir skráði niður sögu hans sem lýsir því hvern- ig ungur, óráðinn maður fetar sig áfram við erfiðar og stundum óbæri- legar aðstæður. /14 Sælkerar á sunnudegi Brosandi kúrbítur Hrekkjavaka og grasker matreidd á ýmsa vegu. Prentsmiðj Morgunblaðsin Sunnudagur 28. október 2001 B10 Rekstrarfé stjórnenda uppurið „Þú verður bara að venja þig við þetta“ 14 ÆÐSTU embættismenn bandarísku alríkislög- reglunnar, FBI, og leyniþjónustunnar, CIA, telja nú líklegt að einn eða fleiri öfgamenn í Bandaríkj- unum standi á bak við miltisbrandsárásirnar í Washington, New York og Flórída. Þeir segja einnig líklegt að öfgamennirnir tengist ekki sádi- arabíska hryðjuverkaforingjanum Osama bin Laden og samtökum hans, al-Qaeda. Embættismennirnir hafa ennfremur vaxandi áhyggjur af því að sýklaárásirnar dragi athygli al- mennings frá hættunni á annarri hrinu hryðju- verka gegn Bandaríkjunum sem geti hafist hve- nær sem er. Rannsóknir á umslögum, sem innihéldu milt- isbrandsgró, hafa ekki leitt í ljós nein tengsl við al- Qaeda eða aðrar hryðjuverkahreyfingar. Við rannsóknir á miltisbrandsgróunum, sem fundist hafa til þessa, hafa ekki heldur fundist neinar ótví- ræðar vísbendingar um að þau tengist erlendum ríkjum eða rannsóknarstofum, að sögn nokkurra embættismanna. Einn þeirra sagði að allt benti til þess að milt- isbrandsgróin hefðu komið frá Bandaríkjunum og tengdust ekki hryðjuverkasamtökum erlendis. Engin sérstök hreyfing í Bandaríkjunum liggur undir grun um að hafa staðið fyrir sýklaárásunum en bandarísk yfirvöld telja ýmsa hópa koma til greina, meðal annars félaga í „hægrisinnuðum haturshreyfingum“ og Bandaríkjamenn sem styðja málstað íslamskra öfgamanna. Miltisbrandsgró finnast á fleiri stöðum Bandarísk yfirvöld vita ekki heldur hvort send hafi verið bréf með miltisbrandi sem hafi ekki enn fundist. Heilbrigðisyfirvöld segja nú að nýtt milt- isbrandstilfelli í póstflokkunarstöð utanríkisráðu- neytisins í Norður-Virginíu bendi sterklega til þess að fleiri en eitt bréf með miltisbrandi hafi verið send til Washington-svæðisins. Áður var tal- ið líklegt að eitt bréf, sem sent var Thomas A. Daschle, meirihlutaleiðtoga demókrata í öldunga- deild þingsins, hefði mengað önnur bréf og valdið öllum miltisbrandstilvikunum á svæðinu. Skýrt var frá því í gær að miltisbrandsgró hefðu fundist á skrifstofum þriggja þingmanna í Wash- ington, en ekki var ljóst hvort þau hefðu verið nógu mörg til að valda verulegri sýkingarhættu. Daginn áður fundust miltisbrandsgró í póstflokk- unarstöð í höfuðstöðvum CIA í Virginíu og í vöru- húsi sem notað er til að flokka póst til hæstaréttar Bandaríkjanna í Washington. Bandarísk yfirvöld telja ólíklegt að bin Laden tengist sýklaárásunum Grunur beinist að banda- rískum öfgamönnum Washington. Washington Post, AFP. VÍSINDAMENN hafa fundið bein risakrókódíls sem lifði fyrir 110 milljónum ára og var svipaður að lengd og strætisvagn. Risakrókódíllinn hefur fengið lat- neska nafnið sarchosuchus imperat- or og franski vísindamaðurinn Al- bert-Felix de Lapparent uppgötvaði þessa tegund í Vestur-Afríkuríkinu Níger árið 1966. Bandaríski stein- gervingafræðingurinn Paul Sereno og félagar hans hafa nú fundið hauskúpu og helming beina risa- krókódíls í Sahara-eyðimörkinni í Níger og þau hafa gert vís- indamönnum kleift að draga upp skýrari mynd af ferlíkinu. Nýju upplýsingarnar benda til þess að risakrókódíllinn hafi vegið 10 tonn og haft hundrað tennur sem hafi gert honum kleift að hakka í sig mjög stóra bráð. Talið er að það hafi tekið krókódílinn 50–60 ár að ná fullum þroska, en þá var hann allt að tólf metra langur. Hann var um 10–15 sinnum þyngri en krókó- dílar nútímans. Talið er að þessi tegund hafi lifað í nokkrar milljónir ára en dáið út fyrir 65 milljónum ára. Reuters Krókódíll á stærð við strætisvagn TALIBANAR hrundu í gær sókn Norðurbandalagsins í átt að borg- inni Mazar-e Sharif í norðurhluta Afganistans og tóku fimm foringja bandalagsins til fanga. Þeir sögðu hins vegar að ekkert væri hæft í fréttum um að þeir hefðu tekið her- foringjana af lífi. Bandaríkjaher herti loftárásirnar á Kabúl og varnarvígi talibana í grennd við Mazar-e Sharif en talib- anar lýstu árásunum sem mis- heppnaðri tilraun til að styrkja víg- stöðu Norðurbandalagsins, laus- tengds bandalags andstæðinga þeirra. „Bandarískar herþotur héldu uppi látlausum sprengjuárásum og stjórnarandstæðingar hófu mikla sókn en baráttuhugur hermanna okkar er mjög mikill vegna þess að við berjumst fyrir Guð,“ sagði tals- maður talibana-stjórnarinnar. Talsmaður Norðurbandalagsins staðfesti að talibanar hefðu hrundið sókninni. Pervez Musharraf, forseti Pakist- ans, varaði við því í gær að allt að tvær milljónir manna kynnu að flýja frá Afganistan vegna stríðsins og sagði að Pakistanar gætu ekki tekið við svo mörgum flóttamönnum. Fast hefur verið lagt að Pakistönum að hleypa afgönsku flóttafólki yfir landamærin en Musharraf sagði að ef landamærin yrðu opnuð myndi það valda miklum félags- og efna- hagslegum vandamálum í Pakistan. Stjórn Pakistans óttast að stuðn- ingsmenn bin Ladens reyni að steypa henni vegna stuðnings henn- ar við loftárásir Bandaríkjamanna á Afganistan. Íslömsk samtök í Pakistan sögðu að allt að 10.000 Pakistanar, vopn- aðir byssum, sverðum og öxum, hefðu verið fluttir til Afganistans í gær til að berjast með talibönum. Hrinda árás Norður- bandalagsins Reuters Afganskir flóttamenn á rússajeppa nálægt bænum Jabal us Raraj, um 60 km norðan við Kabúl. Tugir þúsunda Afgana hafa flúið að landamær- unum að Pakistan frá því að loftárásirnar á Afganistan hófust. Íslamabad. AFP. Talibanar taka fimm herforingja andstæðinga sinna til fanga SVÍINN Christer Pettersson hefur viðurkennt að hafa myrt sænska forsætisráðherrann Olof Palme árið 1986, að sögn sænska dagblaðsins Ex- pressen í gær. Vinur Petters- sons hefur skrif- að frásögnina og Pettersson sam- þykkt og undir- ritað hana. Í skjalinu segir að morðið hafi ekki verið skipulagt. Pettersson hafi verið á leið til vinar síns til að sækja eiturlyf þegar hann sá Palme fara inn í kvikmyndahús í Stokkhólmi. Hann hafi þá ákveð- ið að myrða forsætisráðherrann. Þetta er í fyrsta sinn sem Pett- ersson viðurkennir opinberlega morðið á Palme. Hann var dæmdur sekur 1989, en var sýkn- aður fjórum mánuðum síðar. Hann segir að ekki sé hægt að sanna neitt vegna þess að morð- vopnið muni aldrei finnast. Því hafi verið kastað í sjóinn úr ferju. Játar á sig morðið á Palme Pettersson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.