Morgunblaðið - 28.10.2001, Side 48

Morgunblaðið - 28.10.2001, Side 48
48 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞEGAR einhver óáran er í samfélagi okkar Íslendinga, hvort sem um er að ræða unglingadrykkju eða for- dóma gagnvart aðfluttum Íslending- um, eru ótrúlega margar raddir uppi sem líta á boð og bönn sem lausn mála. Nú er nýbúið að banna reyk- ingar hér og þar og af og til er kall- að á bann við klámi og fullu fólki í miðbænum. Lög eru í gildi gegn sumri hegð- un fíknisjúklinga og óupplýstu blaðri yfirlýstra nasista. Þessi enda- lausa og í vaxandi upphleðsla lagabálks varðandi mannlegan breyskleika og kjána- skap er farin að valda mér, ekki bara pirringi, heldur og áhyggjum. Mér finnst eins og verið sé að stinga höfð- inu í sandinn og sópa kuskinu undir teppið. Það er ekki verið að leita lausna á vandamálunum heldur er unnið gegn merkjum þess að vanda- mál séu til staðar. Það er verið að banna að sýnilegt sé að eitthvað sé að í samfélagi okkar, af sömu ástæð- um er hastað á öryrkja, láglauna- flokka og Stígamótakonur. Ég hef verið að velta fyrir mér möguleikum þess að glíma við ein- hver þeirra vandamála sem reynt hefur verið að breiða yfir með boðum og bönnum. Ég hef horft til mennta- kerfisins með það í huga að í gegnum það sé hægt að koma skilaboðum út í samfélagið með komandi kynslóðum. Skyndilausnir bera einungis í sér gagnsemi fyrir stjórnmálafólk sem vantar að sýna fram á virkni sína innan hvers kjörtímabils, skyndi- lausnir hafa aldrei skilað neinu raun- verulegu og ætti því að leggja niður. Í sumum þáttum náms á efri stig- um menntakerfisins er kennd heim- speki og siðfræði og þannig reynt að ýta undir gagnrýna hugsun þeirra einstaklinga sem eru í námi. Ég sé það sem einn þátt í lausn vaxandi fíkniefnavanda að reynt verði að vekja gagnrýna hugsun meðal barna og unglinga sem þau tækju með sér út í samfélagið. Hægt er að setja áð- urnefnt nám í heimspeki og siðfræði inn á öllum námsstigum. Það gæti skilað sér í sjálfstæðari einstakling- um sem væru færari um að standast hópþrýsting og takast á við veruleik þessa heims. Til að réttarríkið Ísland telji sig ekki þurfa að leggja fram kærur á hendur þegnum sínum fyrir ábyrgð- arlaust blaður í fjölmiðlum væri hægt að kenna heimshornafræði. Einhvern veginn grunar mig að rit- stjórn DV hefði ekki fundist taka því að birta kjánaskap yfirlýsts öfga- þjóðernissinna ef menntakerfið veitti raunverulega mannfræðilega innsýn í líf fólks í fjarlægari löndum. Ef almenningur væri það upplýstur um gang heimsmála að enginn efað- ist um að nýnasisti hefði rangt fyrir sér, væri réttarríkið ekki að ákæra einn þeirra. Ef ungir karlmenn hefðu eitthvert mótvægi við kvenímyndir auglýs- inga, MTV og bandaríska kvik- myndaiðnaðarins, ef þeir hefðu um- ræðugrundvöll þar sem þeir gætu tjáð sig og rætt um tilfinningar sínar og væntingar til hins kynsins og kyn- lífs, væri þá ekki möguleiki að draga myndi úr birtingarmyndum virðing- arleysis gagnvart konum? Er ekki menntakerfið mögulega sá grund- völlur? Það eina sem ég sé að gæti verið á móti breytingum í þessa átt er að yf- irvöld eru ekki tilbúin að reyna að hafa undir sér sterka og sjálfstæða einstaklinga sem mögulega sæju betri leiðir til reksturs mála en að setja nýja ríkisstjórn á koppinn. Ég trúi því að innan menntakerfisins sé margt gott fólk sem vill gera góða hluti, en hendur þess er bundnar af reglugerðum. Þær reglugerðir eru settar á af sama fyrirkomulaginu og menntakerfið gæti átt þátt í að gera óþarft. SIGURÐUR HARÐARSON, hjúkrunarfræðingur og anarkisti. Bann er engin lausn Frá Sigurði Harðarsyni: Sigurður Harðarson ÉG LES jafnan leiðara Jónasar Kristjánssonar; yfirleitt mér til sárr- ar skapraunar. Þar hefur hann viðr- að skoðanir á þá lund að aðstoð við ríkin á Balkanskaganum gagnist ekki sökum landlægrar glæpastarf- semi og leti. Nýlega lýsti maður nokkur Bandaríkjaforseta í Morgun- blaðinu sem blóðþyrstum sökum þess að hann hefur haft forystu um að verja Vesturlönd fyrir þeim sem ætla að tortíma þeim. Aðrir haturs- menn Bandaríkjamanna hafa skrifað með þeim hætti um þá að þar hefur farið saman háð, rógur og smánun, vegna þjóðernis þeirra. – En þetta var nú útúrdúr, í þessum efnum hafa lengi viðgengist frjáls veiðileyfi ef Bandaríkin hafa átt í hlut. Megas sagði í sjónvarpinu í gær að nú væri selsemrasismi notaður til að koma á fasisma. En að öllu gamni slepptu þá má ljóslega sjá af ofan- greindu að það voru ekki ummæli nýdæmds „þjóðernissinna“ sem urðu til þess að hann var tekinn út úr og sekur fundinn. Það voru stjórn- málaskoðanir hans sem voru tilefnið. Eigum við ekki að sammælast um að verja rétt hans til þeirra og vona að hann snúist til betri vegar með aukn- um þroska? Í Danmörku er alvarlega verið að íhuga að afnema refsilagaákvæði sem þetta. Það er ekki að ástæðu- lausu. Ákvæðið hefur leitt til þess að hræsni hefur gætt í umræðum um innflytjendur og menn hafa ekki þor- að að gagnrýna það sem miður hefur farið og það er því miður allt of margt. Ég las athyglisvert viðtal við danskan rithöfund sem rauf þögnina í dönsku blaði nú í ágúst. Íslendingar ættu nú einu sinni að reyna að vera samstiga Dönum í stað þess að feta sama veg mistakanna og þeir hafa farið. En við dómarana vil ég segja: Reynum að minnsta kosti að vera ekki katólskari en páfinn. EINAR S. HÁLFDÁNARSON Hverafold 142, Reykjavík. Málfrelsi kvatt Frá Einari S. Hálfdánarsyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.