Morgunblaðið - 30.10.2001, Side 1

Morgunblaðið - 30.10.2001, Side 1
248. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 30. OKTÓBER 2001 BANDARÍKJASTJÓRN varði í gær loftárásirnar á Afganistan sem hafa sætt vaxandi gagnrýni vegna frétta um mannfall meðal óbreyttra borgara. Donald Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, sak- aði talibana og al-Qaeda, samtök hryðjuverkaforingjans Osama bin Ladens, um að nota saklausa borg- ara sem „skildi“ til að verjast árás- unum. „Talibanar og al-Qaeda eiga sök á öllu mannfallinu í þessu stríði, hvort sem um er að ræða saklausa Afgana eða saklausa Bandaríkjamenn,“ sagði Rumsfeld og bætti við að talib- anar ýktu mannfallið í áróðursskyni. „Leiðtogar þeirra fela sig í moskum og nota óbreytta borgara sem skildi með því að koma vopnum sínum fyrir nálægt skólum, sjúkrahúsum og svo framvegis.“ Segja ólíklegt að hlé verði gert á árásunum Loftárásirnar á Afganistan hafa valdið ólgu meðal múslíma í Pakistan og bandaríski hershöfðinginn Tommy Franks, sem stjórnar loft- árásunum, fór til Íslamabad í gær til að ræða við pakistanska ráðamenn. Franks átti fund með Pervez Mus- harraf, forseta Pakistans, sem hefur heimilað Bandaríkjaher að nota loft- helgi landsins og þrjá flugvelli. Mus- harraf kvaðst vona að loftárásunum lyki bráðlega og hvatti til þess að hlé yrði gert á þeim yfir ramadan, föstu- mánuð múslíma, sem hefst 17. nóv- ember. Sendiherra Bandaríkjanna á Ind- landi sagði hins vegar í gær að ólík- legt væri að gert yrði langt hlé á árásunum. „Talið er að verði dregið úr árásunum yfir ramadan fái talib- anar tækifæri til að efla her sinn,“ sagði sendiherrann, Robert Black- well. Geoff Hoon, varnarmálaráð- herra Bretlands, tók í sama streng. Árásir á hella og neðanjarðarbyrgi Bandarískar herþotur gerðu í gær loftárásir á hella og neðanjarðar- byrgi í austurhluta Afganistans þar sem talið er að fylgismenn Osama bin Ladens hafi falið sig. Talsmaður Norðurbandalagsins sagði að það hefði ákveðið að hefja nýja sókn að borginni Mazar-e Shar- if í norðurhluta Afganistans á næstu dögum. Mazar-e Sharif er nálægt landamærunum að Úsbekistan og nái Norðurbandalagið borginni á sitt vald verður auðvelt fyrir bandarísk- ar sérsveitir, sem sendar hafa verið til Úsbekistans, að ráðast inn í Afg- anistan og einangra hermenn talib- ana í vesturhluta landsins. Rumsfeld skýrði frá því að Banda- ríkjaher væri byrjaður að varpa nið- ur skotfærum til liðsmanna Norður- bandalagsins. Sendiherra talibana í Pakistan sagði að þeir hefðu handtekið nokkra Bandaríkjamenn í Afganistan, en kvaðst ekki vita hvar og hversu margir þeir væru. Rumsfeld sagði að engir bandarískir hermenn hefðu verið handteknir. Sendiherra talibana sagði að loft- árásirnar, sem hafa nú staðið í rúmar þrjár vikur, hefðu lítinn árangur bor- ið „ef undan er skilið þjóðarmorðið á Afgönum“. Bandaríkin sæta vaxandi gagnrýni vegna loftárása á Afganistan Segja talibana nota sak- laust fólk sem „skildi“ Íslamabad, Washington. AFP.  Sífellt fleiri/24  Vaxandi gagnrýni/26 Reuters Sextán kristnir Pakistanar, sem þrír íslamskir öfgamenn myrtu í kirkju á sunnudag, voru bornir til grafar í Bahawalpur í Pakistan í gær. Talið er að fólkið hafi verið myrt til að hefna loftárásanna á Afganistan. ÍSRAELAR ætla að flytja herlið sitt á brott frá fjórum bæjum á Vestur- bakkanum til viðbótar, virði Palest- ínumenn vopnahlé, að sögn varnar- málaráðherra Ísraels í gær. Ísraelska herliðið var flutt á brott frá Betlehem og Beit Jalla í gær- morgun þrátt fyrir að Palestínu- menn gerðu tvær skotárásir á sunnudaginn var og felldu fimm Ísr- aela, fjórar konur og hermann. Ísraelskir embættismenn sögðust ekki vita hvenær herinn færi frá bæjunum fjórum, Tulkarem, Qalqi- lya, Ramallah og Jenin. Vegna óviss- unnar kann svo að fara að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fresti fyrirhugaðri ferð sinni til London og Washington í næstu viku. Ísraelar sögðu brottför hersins frá Betlehem og Beit Jalla prófstein á það hvort hægt yrði að flytja her- mennina frá hinum bæjunum fjór- um. Brottför Ísraelshers frá Vesturbakkanum háð skilyrðum Vopnahlé verði virt Betlehem. AP. Reuters Palestínsk kona kannar skemmdir á húsi sínu eftir að það varð fyrir sprengikúlum frá ísraelskum skriðdrekum á Gaza-svæðinu í fyrrinótt. MILTISBRANDSGRÓ fundust í dómhúsi hæstaréttar Bandaríkjanna og tveimur öðrum opinberum bygg- ingum í Washington í gær. Sýkillinn fannst í póststofu aðal- byggingar hæstaréttar Bandaríkj- anna og ákveðið var að loka henni í fyrsta sinn í 66 ára sögu hennar. Áð- ur höfðu fundist miltisbrandsgró í húsi sem notað var til að flokka póst réttarins. Dómararnir færðu réttar- höldin í dómhús áfrýjunarréttar í Washington. Sýkillinn fannst í byggingu Mat- væla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna þar sem útvarpsstöðin Voice of America er einnig með höfuðstöðvar. Þá voru miltisbrandsgró í póstflokk- unarstöð utanríkisráðuneytisins, skammt frá höfuðstöðvum ráðuneyt- isins, og í póstpoka sem senda átti í bandaríska sendiráðið í Perú. Gripið var til þess ráðs að sótthreinsa allar póststofur ráðuneytisins. Miltisbrandsgró hafa nú fundist á meira en tíu stöðum í Washington. Starfskona póstflokkunarstöðvar í New Jersey hefur verið greind með miltisbrand í lungum og alls hafa fjórtán Bandaríkjamenn sýkst af miltisbrandi, þar af átta í öndunar- færum. Sex Bandaríkjamenn hafa fengið miltisbrand í húð sem er ekki eins hættuleg sýking og þegar menn anda að sér sýklinum. Þrír menn hafa dáið af völdum miltisbrands í lungum og fimm aðrir hafa gengist undir meðferð á sjúkrahúsum. Einn þeirra hefur náð bata. Miltisbrandsgró í fleiri byggingum Washington. AP. JOHN Ashcroft, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, varaði við því í gærkvöldi að hryðju- verkamenn kynnu að gera árásir í Bandaríkjunum eða öðrum löndum í vikunni. Hann sagði að bandarísk öryggisyfir- völd væru nú með „hámarks- viðbúnað“. „Bandaríkjastjórn hefur dregið þá ályktun af upplýsing- um, sem hún hefur fengið, að hugsanlega verði gerðar fleiri árásir í Bandaríkjunum eða gegn bandarískum hagsmun- um erlendis í vikunni,“ sagði Ashcroft á blaðamannafundi sem boðaður var í skyndi í Washington. „Stjórnin telur þessar upplýsingar trúverðug- ar en því miður vitum við ekki hvers konar árásir kunna að verða gerðar eða hvar.“ Önnur viðvörunin í mánuðinum Bandaríska alríkislögreglan, FBI, gaf út svipaða viðvörun 11. október og heimildarmenn fréttastofunnar AP sögðu að lögreglan hefði síðan fengið upplýsingar um að hryðjuverk væru ráðgerð á næstu dögum. Fyrr um daginn hvatti George W. Bush Bandaríkja- forseti landsmenn til að vera á varðbergi vegna hugsanlegra árása hryðjuverkamanna Osama bin Ladens. Hann bætti þó við að Bandaríkjamenn þyrftu að sýna stillingu og halda áfram daglegum störfum sínum. Óttast hryðju- verk í vikunni Washington. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.