Morgunblaðið - 30.10.2001, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 30.10.2001, Qupperneq 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 11 Góð tilbreyting frá stórborgarferðum... ÞÆGILEGT FLUG FRÁ REYKJAVÍK Á FÖSTUDÖGUM Stuttar helgarferðir til Færeyja BÓKUNARSÍMI 511 1515 FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF. Borgartúni 34, Rvík, sími 511 1515, www.gjtravel.is netfang: outgoing@gjtravel.is Græn borg í bláu hafi Nútímalegur bragur í bland við þjóðlega stemningu einkennir Þórshöfn í Færeyjum, sem er laus við ys og þys stórborganna. Gestrisni og vinátta einkenna móttökurnar hjá frændum okkar. Stuttar helgarferðir – slökun og tilbreyting Flogið er með þotu færeyska flugfélagsins Atlantic Airways frá Reykjavík á föstudagskvöldum og komið til baka á mánudegi. Í boði er gisting á tveimur hótelum í höfuðborginni Þórshöfn; Hótel Tórshavn og Hótel Hafnia. Einstakt tækifæri – hagstætt verð Innifalið er flug, flugvallaskattar, gisting í 3 nætur og morgunverður. Heildarverð á mann er frá 33.900 til 36.900 krónum eftir hótelum, miðað við 2ja manna herbergi. 33.900 LÖGREGLAN í Reykjavík hafði í fyrrinótt afskipti af ungri konu sem grunuð er um ölvun við akstur og reyndi að flýja undan lögregluþjón- um, fyrst akandi en síðan á hlaupum. Lögreglan kom auga á bíl hennar við Smiðshöfða en konan, sem er 22 ára, sinnti ekki tilmælum lögreglu um að stöðva bílinn. Hófst því eft- irför um Höfðahverfið þar til bíllinn lenti á umferðarmerki utan vegar hjá hringtorginu við Sævarhöfða. Konan reyndi að forða sér á hlaupum en lögreglumenn náðu henni og handtóku hana. Hún slapp ómeidd og minniháttar tjón varð á bílnum. Reyndi að flýja lögregl- una eftir ölvunarakstur HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands úr- skurðaði þrítugan karlmann í fimm daga gæsluvarðhald á sunnudags- kvöld að kröfu lögreglunnar í Vest- mannaeyjum vegna gruns um of- beldi og skotvopnanotkun heimahúsi í Vestmannaeyjum á sunnudags- morgun. Maðurinn mun þar hafa slegið mann í höfuðið með byssu- skefti og hleypt a.m.k. þrem hagla- skotum af innandyra. Fernt var í íbúðinni þegar atvikið átti sér stað, þrír karlmenn og ein kona, öll um þrítugt. Að sögn lög- reglunnar liggur ekki alveg ljóst fyr- ir hvað leiddi til þess að maðurinn hleypti af byssunni og barði einn gestanna a.m.k. einu sinni í höfuðið með skefti hennar. Virðist þó ljóst að einhvers konar ágreiningur hafi sprottið upp með fyrrgreindum af- leiðingum. Maðurinn sem var barinn höfuð- kúpubrotnaði og var fluttur undir læknishendur á Landspítala í Foss- vogi. Hann mun þó ekki hafa hlotið lífshættulega áverka. Barði mann og skaut af byssu inn- andyra „AÐ mínu mati er þetta eitthvert best heppnaða átak í sögu bílgrein- arinnar,“ sagði Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar, en hann átti sæti í nefnd til undirbún- ings Bíladögum sem umboðin stóðu fyrir ásamt Bílgreinasambandi, tryggingafélögum og fjármálafyr- irtækjum. Egill segir að með Bíladögum hafi verið ætlunin að koma því á framfæri að bíllinn væri nauðsynja- tæki, nýir bílar menguðu sífellt minna, öryggið færi síbatnandi og ekki væri rétt að kenna bílnum um viðskiptahallann, bílainnflutning- urinn ætti mjög lítinn þátt í honum. „Við lögðum okkur fram um að koma þessum boðskap á framfæri og vönduðum mjög allan undirbún- ing,“ sagði Egill og sagði þetta hafa skilað sér í jákvæðri afstöðu við- skiptavina sem og starfsmanna, margir hefðu sérstaklega haft orð á því að þeir hefðu ekki gert sér grein fyrir ýmsum þeim stað- reyndum sem bent var á í boðskap Bíladaga. Hjá Brimborg voru seldir 18 bílar um helgina sem Egill segir að sé á við hálfs mánðar sölu á þessum árs- tíma. Hann telur ekki fráleitt að efnt verði til svipaðs átaks árlega og undir það tók Skúli K. Skúlason, sölustjóri hjá Toyota-umboðinu P. Samúelssyni. Lögðu þeir báðir áherslu á að með átakinu Vinum bílsins hefðu umboðin snúið bökum saman og unnið að því sameig- inlega markmiði að koma að já- kvæðri ímynd bílsins. Skúli taldi undirtektir sýna að það hefði tekist og sagði fólk hafa haft samband og spurt hvar hægt væri að ganga í samtökin Vini bílsins. Hann sagði söluna hafa verið ágæta og ekki væri síður verðmætt að margir væru nú að velta kaupum fyrir sér sem myndu skila sér á næstu dög- um og vikum. Morgunblaðið/Kristinn Auk sýninga hjá umboðunum var jeppasýning í Smáralind. Vinir bílsins ánægðir með Bíladaga STJÓRNENDUR nokkurra skóla á höfuðborgarsvæðinu, sem Morgun- blaðið ræddi við í gær, segjast ekki hafa orðið varir við fordóma í garð múslima meðal nemenda í kjölfar framvindu heimsmála síðastliðnar vikur. Samkvæmt upplýsingum þeirra hafa skólarnir brugðist við þeirri atburðarás sem hófst eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september, með fræðslu og um- ræðum í skólunum. Fanný Gunnarsdóttir aðstoðar- skólastjóri og námsráðgjafi í Álfta- mýrarskóla, segir að allir séu vak- andi fyrir því að grípa inn í ef vart verður fordóma gagnvart múslim- um. Nú fer fram kennsla um islam í tengslum við samfélags- og trúar- bragðafræði og lífsleikni í 8. og 10. bekk skólans og segir Fanný að það hafi reynst gott að fara af stað með fræðsluna á þessum tímapunkti. Helgi Kristjánsson aðstoðarskóla- meistari í Menntaskólanum í Kópa- vogi, sem einnig hefur kennt sögu við skólann, segist sömuleiðis ekki hafa orðið var við fordóma nemenda gagnvart múslimum. Í skólanum eru nokkrir nemendur sem eiga annað foreldri frá arabalöndum auk þess sem í skólanum hafa verið nemendur frá Pakistan og víðar. Helgi segist hafa óttast að nemend- ur yrðu hugsanlega fyrir barðinu á fordómum samnemenda sinna í ljósi heimsatburða í haust, en sá ótti reyndist með öllu óþarfur. „Þegar þessi mál komu upp bað ég þessa nemendur að láta mig vita ef þau yrðu vör við einhverja fordóma, en þeim hefur aldrei verið sýnt neitt í þá veru,“ segir Helgi. Helgi Árnason skólastjóri Rima- skóla segir að kennarar hafi rætt umrædda atburði við nemendur sína auk þess sem samskipti ólíkra trúarhópa hafi komið inn í lífsleikn- inám nemenda. „Ég hef á engan hátt orðið var við fordóma meðal nemenda, sem betur fer,“ segir hann. Skipulögð fræðsla um trúarbrögð Skólastjóri Garðaskóla, Gunn- laugur Sigurðsson segist heldur ekki hafa orðið var við fordóma meðal nemenda. „Ein skýringin gæti verið sú að hér fer fram skipu- lögð fræðsla um trúarbrögð,“ segir hann. „Í lífsleikni er verið að fást við tiltekin efni samkvæmt skipulagi, en þegar stóratburðir verða í heimin- um, eins og þeir sem hér um ræðir, eða einelti í skólanum, slys, eða ann- að sem vekur athygli fólks, þá er eðlilegt að kennarar ræði atburðina við nemendur á eins faglegan hátt og þeim er unnt. Ef málin eru rædd af hógværð og stillingu, þá hefur það góð áhrif.“ Skólastjórnendur bregðast við hryðjuverkum Ekki varir við fordóma gagnvart múslimum SAMÞYKKT var í samgöngunefnd Reykjavíkur í gær að lækka stöðu- gjöld í bílageymsluhúsum borgar- innar. Fyrsti klukkutíminn kostar eftir breytingarnar 80 krónur í stað 100, sem er 20% lækkun. Tímagjaldið eftir það lækkar um 50%. Tillögu sjálfstæðismanna um að aukastöðugjöld, eða stöðumæla- sektir, yrðu lækkuð úr 1500 krón- um í 750 krónur var aftur á móti vísað frá. Lækkunin á einungis við í bíla- geymsluhúsum borgarinnar og tek- ur breytingin gildi á næstunni. Sjálfstæðismenn létu bóka að með frávísun tillögunnar um lækk- un aukastöðugjalda, væru festar í sessi þær hækkanir, sem urðu á gjaldskrá bílastæðasjóðs í júní 2000 og námu allt að 200%. Hætt væri við að hin háa gjaldskrá myndi áfram fæla viðskiptavini úr miðbænum og leiða til enn frekari flótta fyrirtækja og annarrar þjón- ustu þaðan. Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi og flutningsmaður tillög- unnar, segir að notkun bílastæða- húsanna hafi minnkað eftir hækkun verðskrárinnar og að lækkunin nú væri hugsuð sem að- gerð til að vinna það aftur. Hann segir breytinguna góða en að hún muni þó skipta litlu máli þegar á heildina er litið og því þurfi að gera meira fyrir miðbæinn. Áætluð lækkun tekna sjóðsins vegna breytingarinnar væri um 5 millj- ónir króna á ársgrundvelli eða 2,5% af þeirri hækkun sem hefur orðið á síðustu tveimur árum. Viðskiptavinir miðbæjarins skattlagðir Kjartan segir að tekjur bíla- stæðasjóðs af stöðumælum og stöðubrotum hafi nær tvöfaldast frá árinu 1999 til 2001, úr 213 millj- ónum í 400 milljónir samkvæmt útkomuspá þessa árs. „Þetta eru tekjur sem eru auðvitað teknar beint úr vösum viðskiptavina mið- bæjarins og hljóta að hafa áhrif á aðsóknina þar. Viðskiptavinir mið- bæjarins eru skattlagðir á meðan önnur hverfi og verslunarmiðstöðv- ar auglýsa óspart að hjá þeim fái viðskiptavinir ókeypis bílastæði,“ segir Kjartan. Stöðugjöld í bílageymslu- húsum borgarinnar lækka Tillögu um lækkun stöðumælasekta var vísað frá

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.