Morgunblaðið - 30.10.2001, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 30.10.2001, Qupperneq 41
inn í mér og það var sko alveg satt. Mér finnst bara svo skrýtið að geta ekki sagt: „Er að fara að passa hjá Indu,“ því þú ert farin svo langt í burtu og kemur aldrei aftur. Að geta aldrei talað aftur við þig og faðmað er svo erfitt. Mér þykir svo vænt um þig og ég skal passa litlu demantana þína eins og sjáaldur auga míns. Þú sem ætl- aðir sko að mæta í brúðkaupið mitt og passa barnið mitt þegar þar að kæmi. Ég veit að þú verður alltaf hjá okkur öllum en þetta er bara svo sárt, svo illt í hjartað. Þegar þú varst farin trúði ég því ekki. „Ekki Inda mín.“ Þú varst svo mikil hetja, svo sterk. Ég man þegar þú hringdir í mig fyrir rúmum mánuði og varst alveg að springa af gleði því krabbameinið var næstum horfið. Þú vissir ekki hvort þú ættir að hlæja eða gráta. Ég var svo ánægð og viss um að þú myndir sigra það allt ... en núna ertu farin frá okkur. Þú reyndir að berj- ast en það varð bara of erfitt. Í mín- um augum ertu hetjan mín sem gafst aldrei upp. Ég veit að með tímanum mun sársaukinn hverfa, en örið verð- ur mitt. Elísabet spurði mig um daginn af hverju allir væru með tár í augunum. Ég sagði þá að það væri vegna þess að mamma væri svo fallegur engill. Þá horfði hún á mig með stóru aug- unum sínum og sagði: „Já, mamma er svo fallegur engill.“ Þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu. Ef ég gæti haldið niðri í mér andanum, eitt andartak, látið hjartað sleppa einu slagi og gæti snúið tímanum við. Þá myndi ég hitta þig aftur og segja þér það litla, sem menn segja að skipti engu máli, en merkir þó allt. En mér er andað, hjartað mitt slær reglulega í takt við tímann, og við snúum ekki við og ég skil, að þú ert ei lengur hér. Elsku Indan mín, fljúgðu hátt upp í ljósið þar sem allt er gott og enginn er veikur eða þjáður. Elsku Guðjón, englarnir mínir tveir, Ingólfur Hannes og Elísabet Ásta, Auðunn og Jóhann, megi Guð gefa ykkur allan þann styrk sem hann á til. Þín vinkona, Eva Ruza. Örfá orð um yndislega vinkonu sem horfin er á braut. Elsku Indíana var alltaf jákvæð, brosandi og tilbúin að rétta öllum hjálparhönd. Ég þakka fyrir stundirnar sem við áttum saman með börnunum okkar. Við gátum talað saman um alla hluti og reynt að líta jákvæðum augum á lífið og þá erfiðleika sem lífið bíður uppá. Á altarinu hennar var hún allt- af með Sif mína hjá sér og kyrjaði fyrir hennar bata. Þegar við vorum sem mest í sambandi spurði hún allt- af um hana fyrst af öllum og ef hún var á ferð fyrir norðan heimsótti hún hana. Það er sárt til þess að hugsa að svona ung og góð manneskja skuli ekki vera lengur með okkur en ég veit að það er haldið fast utan um hana þar sem hún er núna. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Gaui og fjölskylda. Ykkar missir er mikill og við hugsum mikið til ykkar. Við samhryggjumst ykkur innilega. Guð gefi ykkur styrk og leiði ykkur í gegnum erfiðu tímana sem eru framundan. Halldóra, Sif, Svanhvít og Birna Ósk. Í dag verður Indíana vinkona mín borin til grafar. Ég kynntist þeim hjónum Indíönu og Guðjóni fyrir ein- um átján árum en þá bjuggu þau á Þinghólsbraut í Kópavogi og með okkur tókst mikil og góð vinátta sem hefur reynst mér mjög mikils virði. Indíana var mikill og góður persónu- leiki sem gaf mikið af sér til annarra og var ávallt fús til að rétta hjálp- arhönd ef leitað var til hennar. Með þessum línum vil ég með einhverjum hætti koma á framfæri þakklæti til þessarar yndislegu konu sem nú hef- ur yfirgefið þetta jarðneska líf alltof snemma. Takk, Indíana, fyrir að hafa notið þeirrar gæfu að kynnast þér og hafa verið mér ávallt svo góð. Ég bið Guð að styrkja Guðjón eig- inmann hennar, börnin, Elísabetu Ástu, Ingólf Hannes og Auðun, Jó- hann stjúpson hennar, systkini, for- eldra og aðra aðstandendur sem eiga um sárt að binda vegna andláts minnar kæru vinkonu. Guð blessi ykkur öll. Minning þín lifir, hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því. Þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Valtýr Björn Valtýsson. Kæra vinkona, nú er komið að því að kveðja um sinn og þakka fyrir þau forréttindi að hafa fengið að eiga vin- áttu þína og trúnað á liðnum árum hér í þessari jarðvist. Margt höfum við brallað og meira og minna snerist lífið í kringum hundana okkar og þau áhugamál sem þeim tengjast. Þú átt- ir þér þann draum að hefja ræktun á toy poodle hundum og þú lést drauma þína rætast. Billy litli kom frá Finnlandi í fyrra og Rose, tíkin þín, var á leiðinni til landsins þegar kallið kom. Rose er komin, Indíana mín, við tókum á móti henni fyrir þína hönd og munum halda á loft hugsjón þinni að byggja upp góðan stofn. Það verður gert í þínu nafni, þér til heiðurs. Við áttum yndislegar og ógleym- anlegar stundir saman á ferðalögum á hundasýningar um heiminn. Litli ferðahópurinn eða eins og við köll- uðum okkur, „Tesa Insert“-hunda- konurnar, naut þess að vera saman og þú áttir svo auðvelt með að fá okk- ur til að gráta af hlátri tímunum saman á þessum ferðum enda allar þjáðar af hlátursharðsperrum þegar heim var komið. Við munum halda áfram þessum sérstöku einkaferðum okkar, Anna Jóna verður á Kaffi Svölum, Magga tekur að sér að strauja fyrir hótelgesti á 7. hæð, Milla mun áfram sinna fataviðgerð- um í flugvélum, Hafdís reynir að ná signali niðri í kjallara, Guðrún fær sér sálarvermi og vill fá orðið, Heið- dís lætur sér lynda beddann góða, Inga systir verður látin versla mikið og Þórhildur heldur okkur við efnið. Þú verður með okkur, elskan mín, alla tíð í öllum okkar ferðum og sam- verustundum. Gleðin og gáskinn sem þú lést svo auðveldlega í ljós mun fylgja okkur og minningarnar yndislegu munu aldrei gleymast. Megi almættið vaka yfir Guðjóni, börnunum og fjölskyldunni allri og senda þeim styrk. Góða ferð, elsku vinkona. Þínar vinkonur í „Tesa Insert“, Emilía Sigursteinsdóttir. „Dáinn, horfinn“ – harmafregn! hvílíkt orð mig dynur yfir! En eg veit að látinn lifir; það er huggun harmi gegn. (Jónas Hallgr.) Elsku kæra vinkona mín er fallin frá. Engar langar samræður milli landa meira eða innilegur og smit- andi hlátur, aðeins minningin. Allra stundanna sem fjölskyldur okkar áttu saman í Danmörku minn- ist ég með þakklæti. Þessi fátæklegu orð skrifa ég til að þakka góða við- kynningu og allt sem þú gafst mér og mínum á allt of stuttri ævi. Minn- ingin um allar sögurnar sem þú sagðir svo skemmtilega, af uppvaxt- arárunum ykkar systkinanna og Bjarna í Ólafsvík. Aðdáunarvert minni þitt var óbeisluð uppspretta sem engin takmörk virtist eiga og allir dáðust að. Mér er mjög minn- isstæð þrautseigja þín í gegn um erf- iða meðgöngu gullmolanna þinna sem þú þráðir svo heitt og aðdáun- arvert hvað þú lagðir ríka áherslu á uppeldi þeirra og mikilvægi þess að vera heima með börnin, sem þau eiga eftir að búa að allt sitt líf. Mikið kem ég til með að sakna samverunnar og allra samtalanna okkar, klukkutímum saman, um öll áhugamálin, barnauppeldi og velferð þeirra, trúmálin, sálfræði, antikmuni og hundana. Allt sem þessar sam- ræður gáfu af sér og sem ég veit að var þáttur í ræktun andlegs þroska okkar beggja og sú ræktun skilaði sér í óvenju hugrakkri og heil- steyptri ungri konu. Í hetjulegri baráttu þinni við veik- indin þar sem ekki bar á voli og víli, hálfvelgju eða hiki, heldur eljusemi, ástúð, æðruleysi og staðfestu. Þú leist á veikindin sem verkefni sem þú þurftir að leysa og ýttir frá þér allri vorkunnsemi. Þú misstir aldrei von- ina og var það kraftaverki líkast hverju þú fékkst áorkað þótt drægi að lokum. Þú varst svo veik en þó svo sterk. Minningin um þig, elsku kæra vin- kona, er björt og léttir eftirsjána. Við getum öll sótt styrk í okkar miklu sorg í orð spámannsins: „Þú skalt ekki hryggjast þegar þú skilur við vin þinn, því að það, sem þér þyk- ir vænst um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjarveru hans.“ Elsku Guðjón okkar. Trúðu á tvennt í heimi, tign sem hæsta ber, guð í alheims geimi, guð í sjálfum þér. (St. Th.) Ég bið einnig góðan guð að gefa Auðuni, Jóhanni, Ingólfi og Elísa- betu og öðrum ættingjum styrk í þessari miklu sorg. Hulda Björk Erlingsdóttir og fjölskylda. Elsku Indíana. Það er sárara en orð fá lýst að við mæðgur skulum þurfa að kveðja þig hinstu kveðju. Við viljum þakka þér innilega fyrir tíu ára yndislega vináttu. Minning- arnar eru margar og allar góðar, við geymum þær í hugum okkar og hjörtum. Þú varst einstök og okkur þykir svo óendanlega vænt um þig. Rólókonurnar þínar kveðja þig með tár í augum og söknuð í hjört- um, takk fyrir allt, elsku Inda. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Guðjón, Auðunn, Ingólfur Hannes, Elísabet Ásta, Jóhann og aðstandendur allir, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Sigurborg (Bogga) og Lilja. Elsku Inda, ég hefði aldrei trúað því að svona ung og sterk kona myndi hverfa yfir móðuna miklu svona fljótt. Þú barðist eins og hetja í öllum þínum veikindum, en stund- um er margt sem enginn getur sigr- að. Það hefur alltaf verið gott að tala við þig og þú hefur alltaf verið góður hlustandi, og það er margt sem ég á þér að þakka en hef kannski ekki gert. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú vel og gafst þig alla í það og það var einn af þínum góðu kost- um. Ég mun varðveita allar mínar minningar um Indu frænku í hjarta mínu og ég er stolt að hafa átt frænku eins og þig, Inda. Ég veit að fráfall þitt er mikill missir fyrir alla og bið um styrk handa fjölskyldu þinni. Guðjón, Auðunn, Jóhann, Ing- ólfur og Elísabet, megi Guð varð- veita ykkur og vera hjá ykkur. Þeir geta sumir synt á læk og tjörn, og sumir verða alltaf lítil börn. En sólin gyllir sund og bláan fjörð, og sameinar með töfrum loft og jörð. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt, um varpann leikur draumsins perlulit. Snert hörpu mína, himinborna dís og hlustið, englar Guðs í Paradís. (Davíð Stef.) Kær kveðja. Ingunn Ragna. Mig langar með örfáum orðum en mörgum góðum minningum að kveðja þig, mín kæra. Ég vona að líknandi engill hafi borið þig á fal- legan stað og að hin nýju heimkynni þín hafi stóran stofuglugga með út- sýni út á sjóinn. Hver fugl skal þreyta flugið móti sól að fótskör guðs, að lambsins dýrðarstól, að setjast loks á silfurbláa tjörn og syngja fyrir lítil englabörn. (Davíð Stefánsson.) Aðstandendum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Hvíldu í friði, mín kæra. Ásta, Ísrael. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 41 LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. 7          " > C "  ! $  &# G*& HI #.'5&      "   , +"  "5+%  #     %       = 9  '(  #''( 8    %           "   ,  +"   " 5+%  2 0     * 1) .' *)+9'+' +,   )*,$ )*,$() :'* () 233'* .' ' +,   9'* :'*)1+,   2&'=(  )()  '# :' ('# 2 )':'*)1+,   '+'59+'(5A 1:'*)1()    3' )'34 )(*3' )'3' )'34 )% Mig langar í fáum orðum að minnast afa míns sem hefði orðið 85 ára í dag. Elsku afi, það eru ekki nema rúmir 5 mánuðir síðan við gengum saman út úr kirkju- ÞÓRHALLUR HÁLFDÁNARSON ✝ Þórhallur Hálf-dánarson skip- stjóri fæddist í Stykkishólmi 30. október 1916. Hann lést í Hafnarfirði 6. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnar- fjarðarkirkju 16. október. garðinum þegar amma var jörðuð eftir nokk- urra mánaða veikindi. Ekki datt mér í hug að ég þyrfti að ganga þessi skref svo fljótt aftur og skilja þig þar eftir hjá ömmu. Þær eru ófáar minningarn- ar sem ég á um ykkur þar sem ég ólst upp sem barn á heimili ykkar, bæði hér í Hafnarfirði og fyrir vestan. Elsku afi, ég kveð þig með sorg í hjarta. Guð geymi þig. Þórhildur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.