Morgunblaðið - 30.10.2001, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 30.10.2001, Qupperneq 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 47 á innimálningu Íslensk gæðamálning miðað við 10 lítra dós í ljósum lit, gljástig 10. TILBOÐ H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Skeifunni 4, Reykjavík s: 568 7878 Snorrabraut 56, Reykjavík s: 561 6132 Stórhöfða 44, Reykjavík s: 567 4400 Austursíðu 2, Akureyri s: 464 9012 Hafnargötu 90, Keflavík s: 421 4790 Dalvegi 4, Kópavogi s: 540 9100 Bæjarlind 6, Kópavogi s: 544 4411 Harpa Sjöfn málningarverslanir 470 kr. 20-40% afsláttur af allri innimálningu Verð á lítra frá Fagleg ráðgjöf og þjónusta fyrir einstaklinga. UM helgina voru níu ökumenn grunaðir um ölvun við akstur og 46 um of hraðan akstur. Á föstudagskvöld var gerð könn- un á ástandi bifreiða sem óku um Sæbraut. 54 bifreiðar voru stöðv- aðar og fimm ökumenn verða kærð- ir. Aðfaranótt sunnudags var til- kynnt um þrjá hettuklædda menn í áflogum á Kleppsvegi. Töluvert var hringt til lögreglu vegna þessa. Þarna reyndist vera um að ræða leikþátt í steggjapartíi. Þessu fólki var gert að færa sig af akbrautinni. Þá varð árekstur og minniháttar meiðsli á Njálsgötu. Bifreið var ek- ið á aðra mannlausa sem skall við það á húsvegg og braut kjallara- glugga. Reyndu að stela hangikjötslærum Maður og kona gerðu tilraun til að stela fjórum hangikjötslærum í verslun í vesturbænum á föstudag. Kjötið var tekið af þeim í verslun- inni og voru þau horfin á braut þeg- ar lögregla kom á staðinn. Veski konunnar varð eftir í búðinni en í því fundust áhöld til fíkniefna- neyslu. Á föstudagskvöld var tilkynnt um sofandi eða veikan mann inni í bifreið. Reyndist þetta vera útlend- ingur sem var að fara með flugi af landi brott daginn eftir. Aðfaranótt laugardags var frek- ar fátt í miðbænum, talið um 800 manns þegar flest var. Þrír voru handteknir vegna ölvunar en ann- ars var frekar rólegt á vaktinni. Dyraverðir á veitingastað í mið- borginni veittu athygli manni sem var með hvítt efni í umslagi. Efnið var talið vera fíkniefni. Maðurinn var handtekinn og færður á lög- reglustöð. Þá var tilkynnt um eld í sum- arbústað við Laxnes í Mosfellsdal. Lögregla og slökkvilið var sent á vettvang. Á vettvangi var kona sem kvaðst vera með leyfi til að kveikja í umræddum bústað en gat ekki framvísað neinu leyfi. Um var að ræða gamlan sumarbústað sem bú- inn var að þjóna tilgangi sínum. Því var ekki farið út í slökkvistarf held- ur var bústaðurinn látinn brenna til grunna. Á laugardagskvöld var tilkynnt um par að slást í biðskýli stræt- isvagna við Suðurlandsbraut. Í ljós kom að þau voru grunuð um þjófn- að úr verslun í Lágmúla. Skinka sem hafði verið stolið úr verslun- inni fannst í bakpoka konunnar. Brotist inn í bifreiðageymslu Fámennt og rólegt var í mið- borginni aðfaranótt sunnudags. Ölvun var nokkur en ástand þokka- legt. Einn maður var handtekinn vegna ölvunar og tveir fluttir á slysadeild eftir árásir en nokkuð var um pústra. Mikill erill var hjá lögreglunni um nóttina vegna ölv- aðra manna sem voru með hávaða, í slagsmálum, neituðu að fara út af veitingahúsum eða voru að ónáða fólk með öðrum hætti. Þá voru nokkrir teknir með ætluð fíkniefni. Brotist var inn í bifreiðageymslu í Seljahverfi og farið þar inn í þrjár bifreiðar með því að brjóta rúður. Stolið var hljómtækjum og einnig var sprautað gluggaþéttiefni í allar glufur og hurðir bifreiðar. Brotist var inn í tvo báta við smá- bátabryggjuna í Suðurbugt. Tals- vert var rótað til í bátunum en ekki er vitað hvort einhverju var stolið. Úr dagbók lögreglu – 22.– 28. október Þrír hettuklæddir menn í áflogum á Kleppsvegi VERSLUNAREIGENDUR í Kringlunni og á Laugavegi bera sig vel þrátt fyrir tilkomu versl- unarmiðstöðvarinnar í Smáralind. Þeir segja samdrátt í verslun vart mælanlegan þó að auðvitað hafi menn orðið varir við að viðskipta- vinum fækkaði fyrstu dagana, sem Smáralindin var opin. Einar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, sagði kaupmenn þar þokkalega ánægða með fjölda viðskiptavina en hann benti á að verslun væri jafnan með minna móti í október. Hann sagði að fyrstu dagana, sem Smáralind starfaði, hefði sam- dráttur í fjölda viðskiptavina num- ið um 12% en síðan hefði fljótt komist á jafnvægi og að núna mældist kannski um 3–4% sam- dráttur. Sagði Einar að í síðustu viku hefðu um 96 þúsund manns heim- sótt Kringluna sem ekki væri nema um 3% færri gestir en í sömu viku í fyrra. „Smáralindin hefur í raun haft mun minni áhrif þessa fyrstu daga heldur en við reiknuðum með,“ sagði hann. „Höfum ekki verið að sjá í iljarnar á okkar kúnnum“ Edda Sverrisdóttir í versluninni Flex í Bankastræti bar sig líka vel þegar haft var samband við hana. Kvaðst hún ekki hafa orðið vör við samdrátt vegna opnunar Smára- lindar þó að vitaskuld hefðu menn orðið varir við það fyrstu dagana, að fólk færi að skoða Smáralindina. Þeir kaupmenn sem hún þekkti til, þ.e. neðarlega á Laugavegi og í Bankastræti, væru sama sinnis. Í raun væru menn hissa á því að áhrifin skyldu ekki hafa orðið meiri en raun bæri vitni. „Við höfum ekki verið að sjá í ilj- arnar á okkar kúnnum,“ sagði hún. „Þeir eru hér allir og raunar fleiri til því að ferðamönnum hefur fjölg- að á nýjan leik, en við urðum áþreifanlega vör við að þeim fækk- aði nokkuð í kjölfar árásanna á Bandaríkin 11. september.“ Valgerður Ólafsdóttir, annar eig- enda verslunarinnar Noi ofarlega á Laugavegi, tók í sama streng. Hún sagði að mjög rólegt hefði verið fyrstu dagana sem Smáralind var opin. Það skýrðist þó líka með því að þá daga hefði veður verið slæmt, sem þýddi ávallt að færri legðu leið sína í miðbæinn en ella. Um síðustu helgi hefði hins vegar verið mjög gott veður, og að auki hefði verið efnt til eins konar há- tíðar í miðbænum þannig að helgin síðasta kæmi vel út. Október væri ekki helsti verslunarmánuður árs- ins en hann kæmi alls ekkert illa út í samanburði við október í fyrra. Verslunareigendur í Kringlunni og á Laugavegi bera sig vel Samdráttur vegna Smára- lindar vart sjáanlegur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.