Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 1

Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 1
251. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 2. NÓVEMBER 2001 ERLENDUM fréttamönnum var í gær leyft í fyrsta sinn að kanna aðstæður í borginni Kandahar í Afganistan og nágrenni hennar en harðar loft- árásir hafa verið gerðar á hana undanfarnar vikur. Skoðuðu þeir rústir birgðastöðvar Rauða hálfmán- ans þar sem talibanar sögðu að 13 manns hefðu fall- ið á miðvikudag. Miklar skemmdir hafa orðið í borg- inni og rafmagn af skornum skammti. Fréttamenn heimsóttu smáþorpið Chokar Kar- aiz í um 60 kílómetra fjarlægð frá Kandahar og sögðu það hafa verið jafnað gersamlega við jörðu. Miklir gígar voru þar sem húsin höfðu staðið, brunnin bílflök á víð og dreif og kúlnagöt voru á pottum og öðrum húsbúnaði. Íbúarnir sögðu að yfir 30 manns hefðu fallið og aðeins um 20 komist lífs af er gerðar voru harðar árásir með sprengjum og fall- byssum 19. og 20. október. Einnig hefðu nokkrir hirðingjar er voru með tjöld sín skammt frá fallið. Embættismaður í Washington er ekki vildi láta nafns síns getið sagði að umrætt hús í Kandahar hefði verið notað af hryðjuverkamönnum en talib- anar sett þar upp merki Rauða hálfmánans eftir árásina til að villa um fyrir fjölmiðlum. Bandarísku mannréttindasamtökin Human Rights Watch gagnrýndu í gær harðlega mannfallið í röðum óbreyttra borgara í Afganistan. Sögðust þau hafa fengið frásagnir af árásinni á þorpið staðfestar með viðtölum við flóttamenn í búðum í Pakistan. „Ekkert vitnanna sem samtökin yfirheyrðu vissi til þess að talibanar eða al-Qaeda væru með stöðvar í grennd við staðinn sem ráðist var á. Ef einhver hernaðarleg skotmörk voru á svæðinu langar okkur til að vita hver þau voru,“ sagði Sidney Jones, stjórnandi Asíudeildar Human Rights Watch. Varnarmálaráðuneytið í Washington skýrði í gær frá því að ákveðið hefði verið að skipta um um- búðir á gulum matarpökkum sem varpað hefur ver- ið yfir Afganistan úr mikilli hæð. Hætta er talin á að fólk villist á pökkunum og ósprungnum flísa- sprengjum sem munu vera gular að lit. Tyrkir hafa ákveðið að senda 90 hermenn til stuðnings Bandaríkjamönnum í Afganistan og einn- ig munu nokkur hundruð tékkneskir hermenn að- stoða bandamenn. Tyrkir eru fyrsta múslímaþjóðin sem beinlínis leggur til hernaðarlega aðstoð. Um þúsund pakistanskir sjálfboðaliðar munu í gær hafa farið yfir landamærin til að berjast með talibönum sem fögnuðu liðveislunni. Mannfall í röðum óbreyttra borgara hart gagnrýnt Fréttamönnum leyft að kanna aðstæður við Kandahar Kabúl, Washington, Chokar Karaiz í Afganistan. AP, AFP.  Bandarískar/28 TALIBANAR í Afganistan leyfðu í gær erlendum fréttamönnum í fyrsta sinn að kanna tjónið sem orðið hefur í aðalvígi þeirra, borg- inni Kandahar, og í grennd við hana í loftárásum Bandaríkja- manna. Sýndar voru einnig 18 ný- teknar grafir í þorpinu Chokar Karaiz, um 60 km norðan við borg- ina, en þorpið var jafnað við jörðu fyrir rúmri viku. Þorpsbúar sögðu að um 30 manns hefðu fallið. 65 ára gamall karlmaður, Mungal, sýndi fréttamönnunum grafirnar og sagði að sum fórnarlambanna hefðu tæst í sundur og litlar leifar fundist. Hann sagðist ekki vilja formæla Bandaríkjamönnum en flugmennirnir hefðu átt að kanna betur hvað þeir væru að ráðast á. „Ég hef ekki vit á stjórnmálum en ég er reiður,“ sagði Mungal sem hér fer með bæn við grafirnar. Reuters Grafir í Chokar Karaiz EINKAREKINN, kristinn skóli í Liverpool á Englandi mun leita til dómstóla til þess að tryggja rétt skólayfirvalda til að flengja nemendur. Lík- amlegar refsingar eru bann- aðar í skólum í Bretlandi og munu yfirvöld beita sér fyrir því að beiðni Christian Fellowship-skólans í Liver- pool verði hafnað. Yfirkennarinn við skólann segir að samkvæmt úrskurði Mannréttindadómstóls Evr- ópu frá 1999 sé ekkert í lög- um sem banni skólayfirvöld- um að nota flengingar í refsingarskyni ef foreldrar barnanna heimili það. „Við ætlum ekki að koma á grimmilegri, dickensískri bælingu, við viljum tryggja að nemendur finni til öryggis þegar þeir eru í skólanum,“ sagði yfirkennarinn. Bresk stjórnvöld hafa hafn- að úrskurði Evrópudómstóls- ins. Í umræddum skóla eru nemendur úr öllum kristnum söfnuðum á aldrinum fjögurra til sextán ára. Sagði yfirkenn- arinn að foreldrar nemend- anna vildu að í skólanum yrði líkamlegum refsingum beitt „sparlega“, og teldu það betri refsingu en tímabundna brottvísun. Breskur einkaskóli Fái að nota fleng- ingar London. AP. GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, hvatti í gær til, að hert yrði verulega á samningnum um sýkla- vopn frá 1972. Sagði hann, að hugs- anlega ætti að gera það refsivert að hafa slík vopn undir höndum. Bush sagði, að hætta væri á að ógnin vegna sýklavopna gæti enn aukist. Forsetinn leggur til, að Sam- einuðu þjóðunum verði gert kleift að hafa eftirlit með sýklavopnafram- leiðslu um allan heim og ákveðnar verði harðar refsingar við brotum á samningnum frá 1972. Eru tillög- urnar í mörgum liðum og verða trú- lega lagðar fyrir fund þeirra ríkja, sem stóðu að samningnum, en hann verður haldinn í Genf 19. þessa mán- aðar. Vill herða reglur um sýklavopn Washington. AFP.  Fjórða dauðsfallið/30 TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, lauk í gær tveggja daga ferð sinni til Miðausturlanda og hvatti hann ákaft til þess að Ísraelar og Palestínumenn settust að samninga- borði á ný. Blair sagði mikilvægt að aðgerðir sem gripið væri til í því skyni að treysta öryggi Ísraela væru í samræmi við alþjóðalög. Binda yrði enda á vítahring manndrápa. „Þegar þið eruð búnir að úthella blóðinu eruð þið í sömu sporum, Ísr- ael verður enn til og óhjákvæmilegt er að Palestínuríki verði sett á lagg- irnar,“ sagði Blair. Forsætisráð- herra Ísraels, Ariel Sharon, sagðist á fundi með Blair vera reiðubúinn að gera „sársaukafullar málamiðlanir“ til að ýta undir friðarviðræður en hann myndi ekki stefna öryggi borg- ara Ísraels í voða. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, sagði stjórn sína hafa reynt að hamla eftir mætti gegn hryðju- verkum. Hann sagði að yfirlýsingar Osama bin Ladens í gær, þar sem hann hvatti Pakistana til að hætta að skipa sér „undir merki krossins“ gegn trúbræðrum í Afganistan væru „mjög hættulegt tal“. Vilja hlé á loftárásum Leiðtogar arabaríkja lögðu í sam- tölum við Blair áherslu á andstöðu sína við loftárásir Bandaríkjamanna og Breta á stöðvar talibana í Afgan- istan. Miklu skipti að gert yrði hlé á árásunum er ramadan, föstumánuð- ur múslíma, hefst 17. nóvember og mun það meðal annars hafa komið fram er Blair ræddi við leiðtoga Sádi-Arabíu. Jafnt Bandaríkjamenn sem Bretar höfnuðu þeirri ósk í gær og sögðu öllum fyrir bestu að átök- unum lyki sem fyrst. Öryggismála- ráðgjafi George W. Bush Banda- ríkjaforseta, Condoleezza Rice, benti á að talibanar hefðu aldrei gert hlé á hernaði sínum í ramadan. Blair sagðist hafa áttað sig á því að „gjá misskilnings“ væri á milli Vest- urlanda annars vegar og araba og múslíma hins vegar. Þessa gjá vildu bin Laden og hans líkar reyna að breikka eftir mætti. „Ef það tekst getur það valdið miklum hörmung- um,“ sagði Blair á fundi með Arafat. Blair hvetur til nýrra viðræðna um frið Gaza, Riyadh, Amman. AFP, AP. Segir Ísraela verða að fara að alþjóðalögum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.