Morgunblaðið - 02.11.2001, Síða 6
FRÉTTIR
6 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FLUGLEIÐIR telja að strax þurfi
að hefja markaðssókn erlendis til að
fyrirbyggja verulega fækkun ferða-
manna til Íslands á næsta ári og
munu leggja á það höfuðáherslu í
markaðsstarfi sínu á næsta ári að
verja þann árangur sem náðst hefur í
fjölgun ferðamanna til landsins und-
anfarin ár. Mun flugfélagið óska eftir
viðræðum við stjórnvöld um sam-
starf í ljósi vilja stjórnvalda til að
taka á vandanum.
Árlegum markaðsdögum Flug-
leiða lauk í gær þar sem farið var yfir
markaðshorfur félagsins auk þess
sem kynntar voru nýjar upplýsingar
um þjóðhagslegar afleiðingar sam-
dráttar í ferðaþjónustunni.
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands
hefur metið mikilvægi Flugleiða í
þjóðarbúskapnum en þess má geta
að gjaldeyristekjur Flugleiða og ís-
lenskrar ferðaþjónustu eru árlega
um 12,5% af heildargjaldeyristekjum
þjóðarinnar. Niðurstöður hagfræði-
stofnunar benda til þess að samdrátt-
ur hjá Flugleiðum sem orsakar 10%
fækkun ferðamanna til Íslands muni
leiða til um 10,7 milljarða króna nei-
kvæðra atvinnu- og efnahagsáhrifa í
hagkerfinu öllu og fækkunar um
rúmlega 1.100 ársverk. 30% fækkun
ferðamanna myndi hafa í för með sér
32 milljarða króna neikvæð áhrif og
fækkun sem nemur 3.400 ársverkum.
Gríðarleg óvissa í
Bandaríkjunum
Fram kom á markaðsdögunum,
sem er árlegur fundur svæðisstjóra
Flugleiða erlendis, að gríðarleg
óvissa ríki nú um flug- og ferðastarf-
semi í Bandaríkjunum vegna ástands
heimsmála. Almennt er gert ráð fyrir
miklum samdrætti en Ameríku- og
Evrópuflug Flugleiða hefur dregist
saman um 21% frá 11. september.
Flugleiðir hafa ákveðið að draga
saman um 11% í flugi til og frá Ís-
landi næsta sumar. Af hálfu Flug-
leiða er þó stefnt að því að nýta þau
tækifæri sem virðast vera fyrir hendi
í sölu svokallaðra hvataferða til Ís-
lands frá Bandaríkjunum.
Á Skandinavíuskrifstofu Flugleiða
er stefnt að því að auka enn við mark-
aðshlutdeild Flugleiða í flugi til
Bandaríkjanna á næsta ári, þótt gert
sé ráð fyrir að heildarflutningar muni
dragast saman. Nokkrum samdrætti
er þá spáð í flugi milli Íslands og
Norðurlandanna.
Ástand markaðsmála í Bretlandi,
þar sem ferðamönnum til Íslands
hefur fjölgað mikið undanfarin ár, er
á þann veg, samkæmt upplýsingum
Stefáns Eyjólfssonar svæðisstjóra,
að bókanir í nóvember og desember
eru álíka margar og í fyrra og að auki
kom nýliðinn októbermánuður mun
betur út í ár en október í fyrra. Hins
vegar ríkir meiri óvissa um bókanir
fyrstu mánuði næsta árs.
Markaðurinn að taka við
sér á meginlandi Evrópu
Á meginlandi Evrópu eru vísbend-
ingar um að markaðurinn sé að taka
við sér, en Flugleiðir hafa á því svæði
gert mikið átak í markaðssókn með
ferðaheildsölum og ferðaskrifstofum.
Fram kom í máli Gunnars Más Sig-
urfinnssonar, svæðisstjóra í Frank-
furt, að Flugleiðir væru nú komnar á
blað í 6 milljónum ferðabæklinga fyr-
ir komandi vetur. „Við sjáum meiri
bókanir til Íslands, þrátt fyrir allt,“
sagði hann.
Steinn Logi Björnsson, fram-
kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs
Flugleiða, sagði að gífurlega mikil-
vægt væri fyrir Flugleiðir að komast
inn í dreifileiðirnar á meginlandi
Evrópu, en markaðssókn síðastlið-
inna þriggja ára hefði loks skilað
þessum árangri.
Hann sagði í samtali við Morgun-
blaðið að Flugleiðir hefðu á síðustu
dögum merkt vaxandi fyrirspurnir
eftir mikla niðursveiflu í bókunum,
bæði til Íslands og yfir Atlantshafið.
„Við viljum, fyrst samgönguráðherra
hefur lýst því yfir að fyrra bragði að
hann vilji gjarnan reyna að verja þá
hagsmuni sem eru í íslenskri ferða-
þjónustu, freista þess að sækja fram
áður en við tökum ákvarðanir um
frekari niðurskurð,“ sagði hann.
Aðspurður sagði hann að þetta
myndi fela í sér fjárhagslega áhættu
fyrir Flugleiðir en benti jafnframt á
að aðgerðaleysi væri ekki síður
áhættusamt. „Við stöndum frammi
fyrir því að við getum ekki sýnt að-
gerðaleysi. Þá þyrftum við að skera
verulega niður, sem er líka dýrt, þ.e.
að segja upp fólki, losa út flugvélar
og slíkt. Bara sú ákvörðun að skera
niður kostar mikla fjármuni eins og
er að koma í ljós með evrópsk flug-
félög, sem sum hver standa svo illa að
þau geta ekki greitt fólki sem þau
hafa sagt upp laun út uppsagnar-
frestinn.“
10% fækkun ferðamanna til landsins myndi fækka ársverkum um 1.100
Flugleiðir vilja tafarlausa
markaðssókn erlendis
Morgunblaðið/Þorkell
Steinn Logi Björnsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs.
FYLGI Sjálfstæðisflokksins
mælist nú rösklega 46% skv. fylg-
iskönnun Gallup og hefur aukist
um fjögur prósentustig frá síðustu
könnun í september og hefur ekki
mælst hærra í könnunum Gallup
frá í september í fyrra.
Fylgi Samfylkingarinnar breyt-
ist lítið frá síðustu könnun, fer nú
úr tæplega 19% í slétt 18%.
Stuðningur við Vinstrihreyf-
inguna – grænt framboð (VHG) og
Framsóknarflokkinn fer hins veg-
ar minnkandi og fellur um tvö pró-
sentustig á milli kannana. Fylgi
Vinstrihreyfingarinnar mælist nú
19% og fylgi Framsóknarflokksins
13%. Frjálslyndi flokkurinn bætir
við sig rösklega einu prósentustigi
frá því síðast og mælist nú með
rúmlega 3% fylgi.
63% styðja
ríkisstjórnina
Stuðningur við ríkisstjórnina fer
lítið eitt vaxandi og nýtur hún nú
stuðnings 63% kjósenda skv. könn-
uninni en var 62% í síðustu könn-
un.
Könnun Gallup var gerð dagana
26. september til 30. október. Úr-
takið var 2.773 manns á aldrinum
18 til 75 ára og svarhlutfallið um
70%.
Sjálfstæð-
isflokkur
mælist með
46% fylgi
Fylgiskönnun GallupÞRIGGJA bíla árekstur varð ámótum Vesturlandsvegar og
Víkurvegar í Mosfellsbæ um
áttaleytið í gærmorgun án þess
þó að teljandi meiðsl hlytust af.
Miklar tafir urðu hins vegar á
umferð er lögregla athafnaði
sig á vettvangi.
Þá varð árekstur á Bústaða-
brúnni skömmu síðar en meiðsl
á fólki lítil eða engin. Að sögn
umferðardeildar lögreglunnar í
Reykjavík voru akstursskilyrði
mjög slæm í gærmorgun,
myrkur og götur blautar.
Þriggja
bíla árekst-
ur í Mos-
fellsbæ
Á FUNDI Halldórs Ásgrímssonar ut-
anríkisráðherra með Alexander
Borisov, staðgengli efnahags- og
viðskiptaráðherra Rússlands, lýstu
Rússar áhuga á framkvæmd EES-
samningsins og óskuðu eftir nánari
upplýsingum frá Íslandi þar að lút-
andi.
Í fréttatilkynningu frá utanrík-
isráðuneytinu kemur fram að áhugi
Rússa tengist undirbúningi við-
ræðna þeirra við Evrópusambandið
um efnahagssamvinnu. Utanrík-
isráðherra tók vel í málaleitan Rússa
og er frekara samráð ríkjanna um
reynslu Íslands af framkvæmd EES-
samningsins fyrirhugað á næstunni.
Á fundinum voru einnig rædd ým-
is mikilvæg tvíhliða viðskiptamál.
Ákveðið var að hefja viðræður milli
Íslands og Rússlands í tengslum við
fyrirhugaða aðild Rússa að Alþjóða-
viðskiptastofnuninni WTO. Halldór
lagði áherslu á að tollalækkanir á
sjávarafurðum yrðu forgangsatriði
af hálfu Íslands. Þá var rætt um fyr-
irhugaðan samning landanna um
gagnkvæma vernd fjárfestinga.
Gert var ráð fyrir því að Halldór
myndi hitta Igor Ivon, utanríkis-
ráðherra Rússlands, en þeim fundi
var frestað.
Í dag ræðir utanríkisráðherra við
Alexei Kudrin, varaforsæt-
isráðherra og fjármálaráðherra
Rússlands. Hann mun og eiga fund
með Dmitry Rogozin, formanni ut-
anríkismálanefndar rússneska
þingsins, Evgeny Nazadratenko,
formanni sjávarútvegsráðsins, og
Igor Yusufov orkumálaráðherra að
því er fram kemur í tilkynningu.
Vilja upplýsingar um fram-
kvæmd EES-samningsins
Itar Tass/Konstantin Kyjel
Halldór Ásgrímsson lagði í gær blómsveig að gröf hins óþekkta hermanns í Alexandersgarðinum við Kreml.
Heimsókn Halldórs Ásgrímssonar til Rússlands
SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ not-
aði flugvél Flugmálastjórnar 25.
maí síðastliðinn og 22. maí notaði
Flugmálastjórn hana til flugpróf-
ana, að sögn Heimis Más Péturs-
sonar, upplýsingafulltrúa stofnun-
arinnar. Gísli S. Einarsson
alþingismaður hefur gert fyrir-
spurn um notkun vélarinnar og
segir að ákveðnar ábendingar hafi
komið fram um ónauðsynlega
notkun vélarinnar og sérstaklega
hafi honum verið bent á þessa
daga.
Jakob Falur Garðarsson, aðstoð-
armaður Sturlu Böðvarssonar
samgönguráðherra, segir að vélin
hafi verið notuð til að flytja ráð-
herra milli staða umræddan dag.
Fyrri hluta dagsins varði ráðherra
til að kynna íslenska hestinn í
Laugardal, hann flaug síðan með
vélinni til Akureyrar þar sem hann
ávarpaði ársfund Slysavarna-
félagsins Landsbjargar. Þaðan var
flogið til Stykkishólms þar sem
ráðherra sótti ráðstefnu um menn-
ingartengda ferðaþjónustu. Um
kvöldið var ráðherra viðstaddur
frumsýningu á leikritinu Fróðár-
undrin sem var innlegg í ráðstefn-
una. Ráðherra keyrði síðan til
Reykjavíkur seint um kvöldið en
flugvélinni var flogið til Reykjavík-
ur.
Jakob Falur segir ekkert óeðli-
legt við notkun vélarinnar þennan
dag og segir flugvélina oft notaða
til að flytja ráðherra milli staða.
„Það er vert að hafa í huga að tími
ráðherranna er dýrmætur. Við
notum að sjálfsögðu áætlunarflug
þegar því verður við komið en þeg-
ar um er að ræða marga fund-
arstaði sem eru dreifðir um landið
er þetta eina aðferðin sem við höf-
um,“ segir Jakob Falur. Hann seg-
ir að greitt sé fyrir notkun vél-
arinnar en Flugmálastjórn sér um
rekstur hennar.
Flugvélin
notuð til
að flytja
ráðherra
milli staða
♦ ♦ ♦
GJALDSKRÁ korthafa VISA
breyttist 18. september sl. og
hækkuðu einstakir liðir hennar
mismunandi mikið skv. upplýs-
ingum Þórðar Jónssonar, for-
stöðumanns þjónustusviðs
VISA Ísland. Þannig hækkaði
t.d. árgjald vegna almenns
korts úr 1.900 kr. í 2.500 kr. og
árgjald gullkorts úr 7.500 í
8.500 kr., en þar er um algeng-
ustu kortin að ræða.
Að sögn hans hafa þessi gjöld
ekki verið hækkuð í níu ár.
Spurður um ástæður hækkan-
anna sagði Þórður að þrýsting-
ur á kostnað á bak við umrædd
kort hefði leitt til þess að
ákveðið var að breyta gjald-
skránni á þessum tíma.
Árgjöld
VISA hækk-
uðu í sept-
ember