Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 10

Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ JÓHANNA Sigurðardóttir hefur í félagi við fleiri þingmenn Samfylk- ingarinnar lagt fram og mælt fyrir tveimur þingsályktunartillögum um breytingar á lögum, annars vegar um landsdóm og hins vegar ráð- herraábyrgð. Hér er um tengd mál að ræða þannig að flutningsmenn telja rétt að heildarendurskoðun verði gerð samtímis á lögunum sem orðin eru nær 40 ára gömul. Í fyrri tillögunni felst að heildar- endurskoðun fari fram á ákvæðum laga um landsdóm, nr. 3/1963. Í því skyni skipi forsætisnefnd Alþingis fimm manna nefnd og ljúki hún störfum fyrir árslok 2002. Nefndin hafi að markmiði að einfalda fram- kvæmd laganna og tryggja tilteknu hlutfalli alþingismanna málshöfðun- arrétt samkvæmt lögunum. Jafn- framt verði kannaðir kostir þess og gallar að leggja af landsdóm en ábyrgð á hendur ráðherrum verði komið fram fyrir almennum dóm- stólum. Samkvæmt lögum fer landsdómur með og dæmir þau mál er Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum út af embættisrekstri þeirra. Lands- dómur hefur þó aldrei verið kallaður saman hér á landi til þess að höfða slík mál. Jóhanna Sigurðardóttir sagði í umræðu um tillöguna, að það væri mat flutningsmanna að ástæða væri til að einfalda mjög skipan þessara mála og jafnvel að leggja af lands- dóm þannig að ábyrgð á hendur ráð- herrum yrði komið fram fyrir al- mennum dómstólum með venjuleg- um hætti, þ.e. þeir yrðu saksóttir sem hverjir aðrir embættismenn. Það krefjist breytingar á stjórnar- skránni. Í tillögu um ráðherraábyrgð felst að heildarendurskoðun skuli fara fram á ákvæðum laga um ráðherra- ábyrgð frá 1963 með það að mark- miði að styrkja eftirlit og aðhald lög- gjafarþingsins með framkvæmdar- valdinu. Í því skyni skipi forsætis- nefnd Alþingis fimm manna nefnd og skuli hún hafa hliðsjón af ráðherra- ábyrgðarlögum í öðrum löndum. Nefndin ljúki störfum fyrir árslok 2002. Jóhanna Sigurðardóttir sagði um leið og hún mælti fyrir tillögunni að ráðherraábyrgð gæti hvort tveggja verið lagaleg og pólitísk. Samkvæmt lögum geti lagaleg ábyrgð t.d. falist í stjórnarskrárbroti, broti á landslög- um eða að ráðherra misbeiti stórlega valdi sínu, enda þótt hann hafi ekki beinlínis farið út fyrir embættismörk sín, og stofni með því heill einstak- linga eða almennings í hættu. „Lögin eiga því við um embætt- isbrot ráðherra. Skilyrði refsi- ábyrgðar eru að brotin séu annað- hvort framin af ásetningi eða stór- kostlegu gáleysi. Stjórnmálaleg ábyrgð lýtur öðru fremur að hinni þingræðislegu ábyrgð,“ sagði hún. Mikilvægt að treysta upplýsingum frá ráðherrum Jóhanna rakti í ítarlegu máli skip- an þessara mála í nágrannalöndum okkar og sagði ákvæði í stjórnar- skrám margra landa um ráðherra- ábyrgð og um sérstakan dómstól til að dæma í þeim málum sem þjóðþing ákveður að höfða á hendur ráðherr- um. Benti hún t.d. á að í Danmörku giltu svipaðar reglur og á Íslandi og hefði fimm sinnum komið til kasta landsdóms þar í landi á grundvelli laga um ráðherraábyrgð og sýndi reynsla Dana að ákvæði um ábyrgð ráðherra geta komið í góðar þarfir, t.d. í svonefndu Tamíla-máli fyrir nokkrum árum þegar mál var höfðað var gegn fyrrverandi dómsmálaráð- herra Danmerkur og hann sakfelld- ur fyrir að hafa af ásettu ráði og á refsiverðan hátt vanrækt þær skyld- ur sem á honum hvíldu samkvæmt lögum og eðli stöðu hans. „Varla þarf um það að deila að mikilvægt er að hægt sé að treysta upplýsingum sem ráðherrar gefa Al- þingi. Það er grundvallaratriði til að styrkja þingræðið í landinu og eft- irlitshlutverk Alþingis með fram- kvæmdarvaldinu. Því er nauðsynlegt að lög um ráðherraábyrgð taki til til- vika eins og þeirra ef ráðherrar veita röng eða villandi svör við fyrirspurn- um frá alþingismönnum eða við með- ferð mála á Alþingi, svo og gagna og upplýsinga sem ráðherrar eða ráðu- neytin gefa Alþingi eða einstökum þingnefndum við umfjöllun stjórnar- frumvarpa eða annarra mála sem fyrir liggja,“ sagði Jóhanna Sigurð- ardóttir ennfremur um leið og hún nefndi að vel kæmi til greina að sömu menn veldust til setu í báðum endur- skoðunarnefndum. Þrír fulltrúar Al- þingis og einn fulltrúi Hæstaréttar og frá lagadeild Háskólans. Þingsályktunartillögur Samfylkingar um eftirlit með framkvæmdarvaldinu Lög um landsdóm og ráðherra- ábyrgð verði endurskoðuð STURLA Böðvarsson (D) samgöngu- ráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um póstþjónustu. Markmið frumvarpsins sagði ráðherrann vera það að kveða skýrar á um rétt lands- manna til lágmarkspóstþjónustu með því að taka upp hugtakið alþjónusta í stað hugtaksins grunnpóstþjónusta, en það hugtak er notað í lögum nú. Ráðherrann sagði að tilskipun ESB, sem tekið hefði gildi á EES- svæðinu, byggðist ekki á grunnpóst- þjónustu en skilgreindi hins vegar al- þjónustu sem ríkisvaldið fæli póst- rekstrarleyfishafa að starfrækja í þágu landsmanna. Aðaláhrif þessara breytinga væru að í stað þess að lögin skuldbyndu íslenska ríkið til að tryggja landsmönnum reglulega grunnpóstþjónustu veitti ríkið skv. frumvarpinu rekstrarleyfi fyrir al- þjónustu með ákveðnum skyldum sem tryggja ættu landsmönnum jafn- an aðgang að póstþjónustu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að einkaréttur ríkisins haldist að mestu leyti í sama horfi og í gildandi lögum. Hins vegar er ákvæði gildandi laga sem heimila Póst- og fjarskiptastofn- un að veita íþróttafélögum, skátafé- lögum, hjálparsveitum og öðrum sambærilegum aðilum að annast póstþjónustu ekki að finna í frum- varpinu. „Vakin er athygli á því að með frumvarpinu er þeim sem óska eftir að skrá sig sem póstrekendur á sviði annarrar póstþjónustu en alþjónustu gert auðvelt að skrá sig sem póstrek- endur með almennri heimild, en á hinn bóginn verður að telja að með hliðsjón af ítarlegum kröfum sem gerðar eru til rekstrarleyfishafa sem annast alþjónustu sé varasamt að veita áhugamönnum leyfi til að veita póstþjónustu sem telst til alþjón- ustu,“ sagði Sturla Böðvarsson er hann mælti fyrir frumvarpinu. Alþjónusta í stað grunnpóstþjónustu Ný lög um póstþjónustu NOKKRAR umræður urðu um frumvarp samgönguráðherra um póstþjónustu og m.a. var versnandi póstþjónusta á landsbyggðinni gerð að umtalsefni. Sturla Böðvarsson svaraði því til að úttekt Póst- og fjarskiptastofnunar hefði leitt í ljós að víðast hvar væri þjónustan í góðu lagi, en á tveimur stöðum væri alveg ljóst að rekstraraðilinn hefði ekki staðið við sitt, þ.e. á Hofsósi og í Varmahlíð. „Því miður er það svo að fyr- irtækið sem Íslandspóstur gerði samninga við þar hefur ekki staðið sig. Það liggur alveg fyrir og úr því á og verður að bæta. Ég hef gert stjórnendum Íslandspósts það alveg skýrt og klárt að við það verður ekkert unað,“ sagði ráðherrann og lagði áherslu á að þeir sem gerðu samninga við Íslandspóst um póst- þjónustu ættu og yrðu að standa sig og uppfylla þá samninga sem gerð- ir væru. Athygli vakti að samgönguráð- herra nefndi ekki viðkomandi rekstraraðila í orðum sínum, en ekki stóð á því að Kristján L. Möll- er, þingmaður Samfylkingarinnar, upplýsti þingheim um það: „Ráð- herra hefur skoðað póstþjónustuna í Varmahlíð og á Hofsósi og fundist hún fyrir neðan allar hellur. Að Kaupfélag Skagfirðinga hafi ekki staðið sig,“ sagði Kristján og sagði fyrirkomulagið í Varmahlíð t.d. hafa verið „út í hött“ og þar hafi í rekkum verið hlið við hlið smurn- ing, skrúfur og svo pósturinn, jafn- vel ábyrgðarsendingar. „Auðvitað var það enginn stæll á þessari þjón- ustu,“ og fagnaði orðum ráðherra um breytingar í þessum efnum. Póstþjónusta í Varmahlíð og á Hofsósi Ráðherra gagnrýnir rekstraraðila GREIÐSLUR úr ábyrgðarsjóði launa vegna gjaldþrota fyr- irtækja hafa aukist um 87% milli áranna 2000 og 2001 og er áætl- að að þær verði 325 milljónir á þessu ári en voru tæpar 173 millj- ónir á sl. ári. Þetta kemur fram í svari Páls Péturssonar (B) fé- lagsmálaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Jóhönnu Sigurð- ardóttur, þingmanns Samfylking- arinnar. Í svari ráðherra kemur fram, að alls hafa 3.734 launþegar fengið greitt úr ábyrgðarsjóðnum frá árinu 1996 til októberloka í ár. Heildargreiðslur úr sjóðnum á árunum 1996–2001 eru tæpar 1.200 milljónir króna. Þar kemur einnig fram að greiðslur úr ábyrgðarsjóðnum hafa undanfarin fimm ár hæst náð 90% af tekjum, en lægst hafi hlutfallið orðið 53%. Samkvæmt áætlun fyrir yfirstandandi ár stefni hins vegar í að greiðslur verði allnokkuð umfram tekjur sjóðsins og halli verði því á rekstri hans. Greiðslur aukast um 87% milli ára SAMSKIPTI lækna og framleið- enda lyfja komu til umræðu á Al- þingi í fyrirspurnatíma á mið- vikudag, þegar Ásta R. Jóhannesdóttir (S) beindi fyr- irspurn til heilbrigðisráðherra um það hvort til væru reglur um markaðssetningu lyfjafyrirtækja fyrir lækna og ef ekki, hvort ekki væri ástæða til að setja þær. Þingmaðurinn sagði það sína skoðun að setja þyrfti skýrar reglur um þessi samskipti eins og gert hafi verið víða, því stað- reyndin væri að „mútuferðir“ við- gengjust. „Það er altalað að hjá ákveðnu lyfjafyrirtæki viðgangist ákveðið gulrótarkerfi fyrir lækna sem felst í því að þeir sem eru dug- legir að sækja lyfjakynningar fái umbun í hjólreiðaferð til Frakk- lands þetta árið, í fyrra var það lúxusferð til New York,“ sagði Ásta Ragnheiður og sagði slíkt siðlaust og velti því enn fremur upp hvort kannað hefði verið hvort boðsferðir lyfjafyrirtækja fyrir lækna hefðu áhrif á lyfja- verð og lyfjakostnað hins op- inbera. Jón Kristjánsson (B) heilbrigð- isráðherra vék í svari sínu að þeim reglum sem gilda hér á landi um lyfjaauglýsingar. Hann sagði að þetta hefði ekki verið kannað sérstaklega og varla væri þetta stór hluti af lyfjakostnaði opinberra aðila. Sagði ráðherra að treysta verði læknastéttinni til að fara að þeim reglum sem þeg- ar gilda um kynningar lyfjafyr- irtækja og benti jafnframt á að Lyfjastofnun hefði eftirlit með þessum málaflokki. „Mútuferðir“ sagðar viðgangast TIL tíðinda ber að þing- fundur er á Alþingi í dag, föstudag. Á dagskrá eru einkum þingmál tengd sjáv- arútvegi, m.a. frumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða (krókaafla- marksbáta), en einnig frum- vörp þingmanna stjórn- arandstöðu um krókabáta og sáttanefnd um fiskveiði- stjórnarkerfið með hliðsjón af sk. fyrningarleið. SIV Friðleifsdóttir (B) umhverfisráð- herra mælti í gær fyrir tveimur frum- vörpum til laga sem lúta að því að Náttúruverndarráð verði lagt niður. Jafnframt er lagt til að náttúruvernd- arþingi verði breytt og það nefnt um- hverfisþing. Ráðherra mælti einnig fyrir frum- varpi til laga um breytingu á lögum um ráðstafanir gegn umhverfismeng- un af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, en þau lög voru sett árið 1989 og gera Endurvinnslunni hf. skylt að greiða 5% af árlegum tekju- afgangi sínum til Náttúruverndar- ráðs. Gert er ráð fyrir að fjármunir Náttúruverndarráðs fari til frjálsra félagasamtaka samkvæmt ákvörðun ráðuneytis. Þeir þingmenn stjórnarandstöðu sem tóku þátt í umræðu um frumvarp umhverfisráðherra lýstu yfir áhyggj- um af áhrifum þessara breytinga á frjáls félagasamtök sem láta sig um- hverfismál varða. Þannig velti Jóhann Ársælsson (S) því fyrir sér hvort þingmenn hefðu engar áhyggjur af því að velja eigi „verðuga og óverðuga til þess að vera á háa og lága styrkn- um í ráðuneytinu með pólitísku tilliti“. „Kann það ekki að vera, að þeir sem hafa kannski öfgafullar skoðanir að mati þeirra sem þar ráða ríkjum, að þeim verði haldið til hlés og mönn- um þannig stjórnað með því hvað þeir fái mikinn aur til að starfa að þessum málum?“ spurði Jóhann. Öfgafull afstaða ráðsins Kristján Pálsson (D) kvaðst ekki hafa áhyggjur af frjálsum félagasam- tökum, slík félög ættu möguleika á fjármunum víðar en hjá ríkinu, t.d. sveitarfélögum og fyrirtækjum. Sagði hann að hafa mætti langt mál um öfgafulla afstöðu ráðsins til virkjana- mála. „Það er hægt að verða það öfga- fullur í sínum sjónarmiðum að það skaði þjóðfélagið. Það er aldrei hægt að gera framkvæmdir í landi öðruvísi en að skaði að einhverju leyti náttúr- una,“ sagði Kristján ennfremur og sagði þetta allt vera spurningu um ákveðið jafnræði milli nýtingar og náttúru og gengið væri eins lítið á hlut náttúrunnar og kostur væri. Morgunblaðið/Ásdís Einar Már Sigurðarson og sessunautur hans Ögmundur Jónasson stinga saman nefjum yfir umræðum á Alþingi. Náttúruverndar- ráð lagt niður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.