Morgunblaðið - 02.11.2001, Page 24

Morgunblaðið - 02.11.2001, Page 24
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 24 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ KRISTJÁN Ragnarsson lýsti and- stöðu útvegsmanna við auðlinda- gjald á aðalfundi Landssambands Íslenskra útvegsmanna í gær. Hann rifjaði þá upp samþykkt síðasta aðalfundar sem þar sem fallist var á greiðslu hóflegs auð- lindagjalds, ef aðstæður sköpuðu viðbótarhagnað og sátt næðist um varanleika fiskveiðistjórnunar. Kristján lýsti áhyggjum sínum vegna skekkju í mati Hafrann- sóknastofnunar á stærð þorsk- stofnsins og taldi rétt að auka veiði- heimildir í ýsu, ufsa, sandkola og skarkola. Þekkist hvergi í heiminum „Við höfum alltaf lýst andstöðu við greiðslu auðlindagjalds enda þekkist það hvergi í heiminum að það sé innheimt af útgerð í eigin landi og skekkir því samkeppnis- stöðu okkar,“ sagði Kristján í ræðu sinni. „Þar keppum við við ríkis- styrktan sjávarútveg. Mér virðist nú, eftir að umræður hófust um til- lögur endurskoðunarnefndarinnar, að öllum sé ljóst að skattur sem þessi leggist nær eingöngu á lands- byggðina sem alls ekki má við því að taka á sig svo sérgreindan skatt á þá atvinnustarfsemi sem hún byggist á. Þrátt fyrir þá rökstuddu andstöðu sem við höfum haft við þessa skattlagningu féllst aðalfund- ur okkar í fyrra á að greiða hóflegt gjald ef aðstæður sköpuðu viðbót- arhagnað og sátt næðist um var- anleika fiskveiðistjórnunar. Sam- bærilegur skattur yrði lagður á aðra atvinnustarfsemi sem nýtti auðlindir eins og þær sem felast í orku fallvatna, jarðvarma og far- símarásum svo eitthvað sé nefnt. Sósíalísk fyrirmynd Þessi samþykkt var gerð í þeirri góðu trú að víðtæk sátt mætti nást um fiskveiðistjórnunina en það virð- ist þó hafa verið óraunhæft þegar litið er til niðurstöðu hins þríklofna minnihluta endurskoðunarnefndar- innar. Þar birtist álit stjórnarand- stöðunnar og þess stjórnarþing- manns sem sýnt hefur útgerðinni mesta óvild á liðnum árum. Þær til- lögur ganga út á að gera veiðiheim- ildir upptækar í ríkissjóð að sósíal- ískri fyrirmynd og bjóða þær upp með þeirri rekstrarlegu óvissu sem því fylgir, eða úthluta þeim til sveit- arstjórna til þess að hægt verði að hefja bæjarútgerðir á ný, eða til vildarvina einstakra sveitarstjórna. Þrátt fyrir að þríeykið sem skip- aði minnihluta nefndarinnar hafi ekki náð neinni sátt sín í milli leyfðu þeir sér að gagnrýna meiri- hluta nefndarinnar fyrir ósáttfýsi. Þeir höfðu þó í orði lagt mikla áherslu á að sátt næðist í nefndinni. Þegar hér var komið sögu sáu þeir sitt óvænna og fluttu sameig- inlega tillögu til þingsályktunar um að skipa 5 manna nefnd allra þing- flokka til þess að útfæra allar mestu öfgarnar sem hver og einn hafði komið með. Um það eitt gátu þeir orðið sammála.“ Ekki næg þekking? „Það veldur mér oft efasemdum hvort nægjanleg þekking sé til staðar hjá þeim stjórnmálamönnum sem tala um margra milljarða skattlagningu á sjávarútveginn, eða hvort þeir haldi að þeir geti villt um fyrir almenningi í leit að vinsæld- um. Af sama toga eru tillögur um að gera veiðiheimildir upptækar sem úthlutað hefur verið eftir reglum settum af Alþingi og gengið hafa síðan kaupum og sölum að stórum hluta. Hafa menn gleymt því hver staða sjávarútvegsins var fyrir daga nú- verandi fiskveiðistjórnunar? Á ár- unum frá 1980–1983 var framlegð útgerðarinnar á bilinu 2–8% og hallinn var 15–18%. Þá féll gengi krónunnar oft á ári og hér ríkti óða- verðbólga. Eru menn að sækjast eftir að þessi staða komi upp aftur? Ef einhver skyldi halda að þetta hefðu verið einhver sérstök afla- leysisár var svo aldeilis ekki. Árið 1982, þegar afkoman var verst, veiddum við 388 þúsund lestir af þorski. Í þessu samhengi er eðlilegt að menn spyrji hvar við værum stödd í dag þegar okkur leyfist að veiða aðeins 190 þúsund lestir ef ekki hefði náðst fram öll sú hag- ræðing í útgerðinni sem hefur náðst síðan þá.“ Andvígur rýmkun á framsali Kristján sagðist andvígur tak- mörkunum á framsali. „Ef tillögur nefndarinnar ná fram að ganga kemur brestur í kerfið. Því finnst mér að þessar heimildir eigi að þrengja, gagnstætt tillögum nefnd- arinnar. Allir sem til þekkja vita að farið hefur verið fram hjá reglunni um veiðiskyldu með því að færa aflahlutdeild af skipi á annað skip rétt fyrir lok fiskveiðiárs og til baka í byrjun nýs árs. Ég legg því til að veiðiskyldan verði 50% á hverju fiskveiðiári í stað annars hvers árs því þá verður hún raunveruleg. Á sömu forsendum á framsalstak- mörkunin að gilda óbreytt. Tillögur nefndarinnar um að heimilt verði að flytja veiðiheimildir á fiskvinnslu- stöðvar eru með sama hætti gagn- stæðar þeim megintilgangi þeirrar fiskveiðistjórnunar sem við búum við. Hún byggist á rétti skipseig- enda til veiða á grundvelli sinnar veiðireynslu eða því sem hann hefur keypt af heimildum. Allt eftirlits- kerfið snýr líka öndvert við slíkri heimild og framkallar ný átök við sjómenn. Þetta kunna að þykja íhaldssöm sjónarmið, en fyrir mér vakir að kerfið á að þjóna hags- munum útgerðarinnar í heild en ekki sérhagsmunum. Ósanngjörn skattheimta Okkur er ljóst að sértæk skatt- heimta eins og sú sem leggur gjöld á atvinnustarfsemi landsbyggðar- innar er afar ósanngjörn og þeir fjármunir sem þannig eru dregnir út úr atvinnulífinu væru miklu bet- ur komnir í fyrirtækjunum sjálfum til endurnýjunar og uppbyggingar fyrir framtíðina. Þrátt fyrir þetta höfum við léð máls á að hlíta til lög- um meirihluta nefndarinnar í aðal- atriðum hvað þetta varðar. Það byggist á því að orðið hefur verið við óskum okkar um að aflamarks- kerfið verði grundvöllur fiskveiði- stjórnunar framtíðarinnar. Gjaldið verði hóflegt þótt sitt sýnist hverj- um í því efni og gjaldið verði tengt afkomu. Það er hins vegar óvið- unandi með öllu ef gjald verður ein- ungis lagt á nýtingu auðlinda í sjó, en ekki aðrar auðlindir. Það er mis- munun sem ekki er réttlætanleg,“ sagði Kristján Ragnarsson meðal annars. Óréttlætanleg mismunun sem skekkir samkeppnisstöðu Morgunblaðið/Þorkell Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, við setningu aðalfundar sambandsins í gær. Formaður LÍÚ ítrekar andstöðu við auðlindagjald SKULDIR sjávarútvegsins eru nú um 180 milljarðar króna eða um 60 milljarða um- fram eignir. Þetta kom fram í erindi Gyðu Þórðardóttur, hagfræðings á Þjóðhagsstofn- un, á aðalfundi LÍÚ í gær. Gyða rakti í erindi sínu hag fiskveiða og fiskvinnslu á und- anförnum árum. Hún sagði að mikil umskipti hefðu orðið á rekstri sjávarútvegsfyrirtækja á árinu 2001, aðallega vegna gengislækkunar íslensku krónunnar. Einnig hefði orðið mikil hækkun á verði á mjöli og lýsi en verð á sjófrystum afurðum lækkað í erlendri mynt. Verg hlutdeild fyrir- tækjanna hefði því hækkað mikið sem og afkoman. Hefð- bundin reikningsskil sýndu aftur á móti lélega afkomu vegna mikils gengistaps. Hún sagði að skuldir sjávarútvegs- ins næmu nú um 180 millj- örðum króna, eða 60 milljörð- um króna umfram eignir, og að vaxtagreiðslur greinarinnar hækkuðu um 1,4 milljarða króna á þessu ári. Gyða benti á að miðað við afkomu sjávarútvegsins á und- anförnum áratug hefði útveg- urinn greitt auðlindagjald samkvæmt tillögum meirihluta endurskoðunarnefndarinnar svokölluðu árin 1993 og 1998 en nefndin lagði til að auð- lindagjald yrði aldrei meira en einn milljarður króna að við- bættu afkomutengdu auðlinda- gjaldi. Gyða sagði hins vegar allt benda til betri afkomu greinarinnar á þessu ári og myndi sjávarútvegurinn greiða 650 milljónir króna í af- komutengt auðlindagjald sam- kvæmt tillögum nefndarinnar. Skuldirnar 60 millj- arðar um- fram eignir „MIKIÐ hefur verið að gerast á vettvangi sjávarútvegsmálanna síð- an við hittumst hér fyrir ári og hafa nokkur atriði verið mjög áberandi í fjölmiðlum. Þau sem staðið hafa upp úr er kjaradeila útvegsmanna og sjómanna, málefni smábátaeigenda, skýrsla nefndar um endurskoðun laga um stjórn fiskveiða, yfirlýsing ráðstefnu um ábyrgar fiskveiðar í vistkerfi sjávar og síðast en ekki síst hvalveiðimálin,“ sagði Árni Mathie- sen sjávarútvegsráðherra í upphafi ræðu sinnar á aðalfundi LÍÚ. Markvissari fiskveiðistjórnun Hann vék síðan að fiskveiðistjórn- un og málefnum smábáta: „Ég hef áður sagt að það gangi ekki upp, hvort sem er út frá fiskverndarsjón- armiðum eða jafnræðisreglunni títt- nefndu, að á einni tegund fiskiskipa sé leyfilegt að veiða stöðugt meira meðan aðrir þurfa að draga saman. Á morgun mun ég mæla fyrir frum- varpi til laga á Alþingi þar sem krókaflamarkið verður fest í sessi og tekið á málefnum smábátaeig- enda þannig að þeir eigi auðveldara með að aðlagast nýju kerfi. Með þessum breytingum vonast ég til að fiskveiðistjórnunin geti orðið enn markvissari, en þrátt fyrir allt hljót- um við öll að hafa það sameiginlega markmið að byggja upp fiskstofn- ana við Ísland með framtíðina í huga.“ Árni ræddi síðan um mögulegar sættir um sjávarútvegsmálin: „Ég var staddur á fundi um sjávarút- vegsmál í Sandgerði fyrir stuttu. Á honum kom fram í máli eins fund- armanna að hann taldi sig hafa verið svikinn. Hann hafi verið svikinn vegna þess að fyrir síðustu kosn- ingar hafi verið lofað að sátt næðist í málefnum sjávarútvegs á Íslandi. Ég verð að játa að ég varð hissa á að heyra þessa fullyrðingu því auðvitað getur enginn lofað sátt fyrir hönd annarra.“ Nefndir áttu að vera grundvöllur sátta „Ríkisstjórnin gaf það loforð að reynt yrði að sætta sjónarmið í mál- efnum sjávarútvegsins og við það hefur verið staðið. Því eins og ykkur er kunnugt, hafa tvær nefndir skilað skýrslum sem er ætlað að vera grundvöllur til sátta. Þetta er skýrsla auðlindanefndar og skýrsla nefndar sem fjallaði um endurskoð- un laga um stjórn fiskveiða. Í auð- lindanefndinni var sátt um þá nið- urstöðu að útgerðin skyldi greiða fyrir aðgang að fiskimiðunum og kynnti nefndin tvær leiðir til þess að ná þeim fram, veiðigjaldsleið og fyrningaleið. Nefndin gerði ekki upp á milli þessara leiða. Auðvitað er það líklegra til að ná fram sam- stöðu um grundvallaratriði að leggja til fleiri en eina leið. Það breytir samt ekki þeirri staðreynd að nefndarmenn urðu að takast á um það hvort útgerðin ætti að greiða fyrir afnot sín af auðlindinni eða ekki. Endurskoðunarnefndin fékk að því leytinu erfiðara verkefni en auð- lindanefndin að hún varð að skera úr um það hvora leiðina væri skyn- samlegra að fara. Í mínum huga var ég þess fullviss að það hlytu að verða átök í endurskoðunarnefnd- inni um það hvort það ætti yfirleitt að taka gjald af sjávarútveginum. Ef og þegar menn næðu landi í því máli þá vonaðist ég til að hægt yrði að ná sátt um hvaða leið yrði farin. Ég segi vonaðist, því satt best að segja hefði verið barnalegt af mér í ljósi sögunnar að gera ekki ráð fyrir þeim möguleika að einstakir nefnd- armenn hlypu frá því samkomulagi sem í raun átti að vera innsiglað í álitsgerð auðlindanefndar. En stjórnarandstaðan hafði þar þrjá fulltrúa. Klofningur varð einmitt raunin hvað niðurstöður endurskoð- unarnefndarinnar varðar en meiri- hluti hennar samþykkti að farin yrði leið hóflegs veiðigjalds. En vonandi munu menn þó að lokum standa saman að grundvallaratriðum í nið- urstöðu auðlindanefndar sem er innheimta hóflegs veiðigjalds. En hver hefur svikið hvern? Í mínum huga er það alveg skýrt að þeir sem aldrei ætluðu sér að ná saman með meirihluta nefndarinnar og hafa haft það að markmiði að halda uppi ágreiningi eru þeir sem við er að sakast. En vonandi munu menn þó að lokum standa saman að grundvallaratriðum í niðurstöðu auðlindanefndar sem er innheimta hóflegs veiðigjalds,“ sagði Árni Mathiesen. „Enginn getur lofað sátt fyrir hönd annarra“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.