Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 28
ERLENT
28 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
GÍFURLEGUM fjölda af sprengj-
um rigndi yfir hersveitir talibana við
víglínurnar norður af Kabúl á mið-
vikudaginn þegar bandarískar her-
flugvélar, þ.á m. a.m.k. ein B-52-
sprengjuflugvél, tæmdu lestar sínar
yfir hernaðarlega mikilvægum hæð-
um yfir greiðfærustu leið stjórnar-
andstöðunnar til höfuðborgarinnar.
Háfleygt B-52-risaflugvirkið varp-
aði um 30 sprengjum í tveim árás-
arferðum í dagsbirtu á hersveitir tal-
ibana skammt frá meginþjóð-
veginum til Kabúl og á Tota
Khan-hæðir, þar sem talibanar hafa
útvarðarstöð er hefur verið skot-
mark loftárása næstum því á degi
hverjum í hátt í hálfan mánuð.
Auk árása B-52-vélarinnar vörp-
uðu bandarískar F/A-18-Hornet orr-
ustuvélar rúmlega 25 öðrum
sprengjum á stöðvar talibana þar
sem talið er að skriðdrekar og loft-
varnabyssur hafi verið. Loftárásirn-
ar stóðu linnulaust í fimm klukku-
stundir.
Bandarískar herflugvélar réðust
ennfremur á fjölda skotmarka ann-
ars staðar í Afganistan á miðviku-
daginn, þ.á m. hernaðarlega mikil-
væga borg í norðurhluta landsins,
Mazar-e-Sharif, og borgina Kandah-
ar, í suðurhlutanum, en hún er
menningar- og andleg miðstöð talib-
anahreyfingarinnar.
Til marks um hertar aðgerðir
Notkun B-52-véla við svonefnda
„svæðissprengjuárás“ við víglínuna
norðan við Kabúl er til marks um að
Bandaríkjamenn séu að herða að-
gerðir sínar gegn sveitum talibana
og í samræmi við hugmyndir um
grimmilegar aðferðir sem herskáir
herfræðingar í Bandaríkjunum hafa
lengi viljað að verði beitt.
Þessi „teppalagning með sprengj-
um“, eins og svona sprengjuárásir
eru stundum nefndar, er vísbending
um að markmið Bandaríkjamanna sé
að greiða götu hersveita stjórnar-
andstöðunnar, Norðurbandalagsins,
við árás á Kabúl en ýmsir herfor-
ingjar hafa gefið í skyn að slík árás
hefjist innan fárra daga.
Embættismenn í bandaríska varn-
armálaráðuneytinu sögðu á miðviku-
daginn að árásirnar gerðu ekki að-
eins Norðurbandalaginu kleift að
hefja aðgerðir heldur gerðu þeir
ennfremur Bandaríkjamönnum
mögulegt að senda aukalið inn í Afg-
anistan eftir að snjóa leysti með vor-
inu.
Samkvæmt þessum hugmyndum
myndu hersveitir Norðurbandalags-
ins – með hjálp Bandaríkjamanna –
reyna að opna veginn sem tengir
Kabúl við Úzbekistan sem er ná-
grannaríkið í norðri.
Rumsfeld leitar heimilda
Í væntanlegri för sinn um þennan
heimshluta mun Donald Rumsfeld,
varnarmálaráðherra Bandaríkjanna,
að öllum líkindum fara fram á heim-
ild til að flugvélar, skriðdrekar og
hermenn fái að leggja upp frá nokkr-
um ríkjum sem liggja að Afganistan.
Á næstu dögum á Rumsfeld að hitta
leiðtoga Úzbekistans, Tadjíkistans
og Pakistans og verður væntanlega
mikið rætt um notkun Bandaríkja-
manna á flugvöllum og herbæki-
stöðvum.
Á fréttamannafundi í varnarmála-
ráðuneytinu brást John D. Stuffle-
beem, háttsettur embættismaður í
bandaríska herráðinu, varfærnislega
við spurningum um árásir B-52-vél-
anna á miðvikudaginn, og kvaðst
ekki geta rætt herfræðina í smáat-
riðum. Hann sagði þó að B-52-vél-
unum væri beitt alls staðar í Afgan-
istan, þ.á m. á stöðvar talibana í
norðurhlutanum.
Hann viðurkenndi að varnarmála-
ráðuneytið hefði breytt áherslum í
lofthernaðinum þannig að meira
væri nú lagt upp úr því að veita and-
stæðinum talibana stuðning.
„Hittu ekki alveg“
Á meðan átökin hörðnuðu á mið-
vikudaginn mátti sjá farartækjum
talibana ekið til og frá þeim svæðum
sem sprengjum var varpað á norður
af Kabúl og hermenn þeirra skutu
eldflaugum inn á svæði Norður-
bandalagsins frá svæði sem aðeins
nokkrum mínútum áður hafði orðið
fyrir miklu sprengjuregni.
„Þeir hittu skotmörkin ekki al-
veg,“ sagði sveitarforingi Norður-
bandalagsins á svæðinu, Halozai
Ahmed Ali, þegar hann fylgdist með
sprengjunum springa um fjóra kíló-
metra í burtu. „Þrjár sprengjur hittu
ekki en tvær fóru nokkuð nærri búð-
um talibana.“
Ahmed Ali sagði að miðvikudag-
urinn hefði verið „betri en aðrir dag-
ar en ég er ekki viss um hversu
margir fylgismenn talibana hafa fall-
ið. Þeir færa stöðvar sínar í hvert
skipti.“
Norðurbandalagið hafði kvartað
yfir því lengi að loftárásir Banda-
ríkjamanna á vígstöðvarnar við Ka-
búl væru of fáar og of veikar og sagði
Ahmed Ali að árásir B-52-vélanna og
árásirnar sem fylgdu í kjölfarið væru
góð tilbreyting. „Ef þeir halda svona
áfram í viku eða lengur getur verið
að talibanarnir verði yfirbugaðir á
þessum vígstöðvum,“ sagði hann
með varkárni.
Dreifa tugum sprengna
B-52-vélarnar geta dreift tugum
hefðbundinna sprengna til þess að
eyða hersveitum og farartækjum og
sprengjurnar skilja eftir sig djúpa
gíga á stórum svæðum. B-52-vélarn-
ar hafa hingað til fyrst og fremst ver-
ið notaðar í stríðinu til að skjóta
stýriflaugum.
Vélin sem réðst á stöðvar talibana
á miðvikudaginn fór í loftið frá bæki-
stöð breska hersins á eynni Diego
Garcia í Indlandshafi. Hún flaug inn
yfir Afganistan úr norðri, í sömu hæð
og farþegaþotur fljúga. Nokkrum
kílómetrum áður en vélin kom yfir
skotmarkið var sprengjulestin losuð.
Fyrstu árásinni var beint að stöðv-
um talibana við þorpið Karabakh,
sem hafa aðalþjóðveginn suður til
Kabúl á valdi sínu. Andstæðingar
talibana vonast til að geta notað veg-
inn til að komast tafarlaust með
skriðdreka sína til höfuðborgarinnar
takist að ryðja hersveitum talibana
úr vegi.
Eftir að hafa tekið krappa hægri-
beygju yfir Kabúl flaug B-52-vélin
aftur til norðurs en um fimmtán mín-
útum síðar kom hún aftur í ljós á suð-
urleið á mjög svipaðri braut og í fyrri
árásarferðinni, í of mikilli hæð til að
loftvarnarbyssur talibana næðu til
hennar.
Í gegnum aðdráttarlinsu ljós-
myndara mátti sjá sprengjurnar
falla, tvær og tvær í senn, og lenda á
Tota Khan og springa um hálfri mín-
útu síðar. Um 25 mínútum síðar var
litlum flutningabíl ekið hratt frá
Tota Khan í átt til Kabúl.
Bíllinn komst burtu og þegar F/
A-18-þoturnar komu skömmu síðar
skutu talibanar einni sprengikúlu
sem sprakk nokkur hundruð metra
frá varðstöð Ahmeds Alis. Í tvær
klukkustundir til viðbótar lét hver
herflugvélin af annarri sprengjum
rigna yfir Tota Khan og önnur skot-
mörk við víglínuna.
Bandarískar herflugvélar
hefja „teppalagningu með
sprengjum“ norður af Kabúl
Rabat í Afganistan, Washington. The Los Angeles Times, The Washington Post.
Reuters
Sprengjur frá B-52-þotunni springa í Tota Khan-hæðum, skammt frá
höfuðborginni, Kabúl, þar sem talibanar hafa útvarðarstöð.
Átta hreyfla bandarísk B-52-sprengjuþota losar lestar sínar yfir Tota Khan norður af Kabúl á miðvikudaginn.
RÚSSNESK stjórnvöld til-
kynntu í gær, að tæplega
3.500 rússneskir hermenn og
11.000 tsjetsjneskir skæru-
liðar hefðu fallið síðan hafnar
voru aðgerðir gegn aðskiln-
aðarsinnum í Tsjetsjníu 1.
október 1999. Sagði talsmað-
ur stjórnarinnar, að 11.661
hermaður hefði særst í átök-
unum við skæruliða, en
nefndi engar tölur um hugs-
anlegt mannfall meðal
óbreyttra borgara. Samtök,
sem mæður rússneskra her-
manna hafa stofnað, hafa oft
véfengt opinberar tölur um
mannfallið og þau benda á, að
samkvæmt upplýsingum frá
sjúkrahúsum og líkhúsum
kunni það að vera allt að því
þrisvar sinnum meira en upp
er gefið.
Svíar með
flísa-
sprengjur
GÖRAN Persson, forsætis-
ráðherra Svíþjóðar, og Anna
Lindh utanríkisráðherra hafa
lýst sig andvíg notkun flísa-
sprengna í Afganistan en nú
hefur verið upplýst, að þær
eru líka í vopnabúri sænska
hersins. Um er að ræða
sprengjur, sem dreifa fjölda
minni sprengihleðslna yfir
stórt svæði. Algengt er, að
sumar þessara smásprengna,
um 10%, springi ekki þegar
þær falla til jarðar, heldur
liggi þar uns einhver stígur á
þær eða handfjatlar. Yfirmað-
ur upplýsingaþjónustu
sænska hersins sagði í gær,
að með gagnrýni sinni hefði
ríkisstjórnin fyrst og fremst
átt við, að í Afganistan hefði
sprengjunum verið varpað á
það, sem hann kallaði „grátt
svæði“.
Fjölda-
grafir
í Serbíu
JARÐNESKAR leifar meira
en 400 manna, líklega Albana
frá Kosovo, hafa verið grafn-
ar upp í
Serbíu á
síðustu
mánuðum.
Kom það
fram í við-
tali við
Dragan
Karleusa,
háttsettan
mann í
serbnesku lögreglunni, í júgó-
slavneska dagblaðinu Vreme.
Sagði hann, að finna yrði þá,
sem bæru ábyrgð á morðun-
um. Karleusa sagði, að 305 lík
hefðu fundist í sumar í tveim-
ur fjöldagröfum rétt við þjálf-
unarbúðir leyniþjónustunnar í
Batajnica skammt frá Bel-
grad en auk þess hafa fundist
122 lík í tveimur gröfum ann-
ars staðar í Serbíu. Slobodan
Milosevic, fyrrverandi forseti
Júgóslavíu, er nú í haldi
Stríðsglæpadómstóls Samein-
uðu þjóðanna í Haag sakaður
um stríðsglæpi og brot gegn
mannkyni.
STUTT
Um 3.500
Rússar
fallnir í
Tsjetsjníu
Milosevic