Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 32

Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 32
LISTIR/KVIKMYNDIR 32 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ EINHVERJIR muna eftir CB senditækjum áttunda áratugarins, sem sumir bílaeigengur töldu ómiss- andi og/eða stöðutákn, áður en GSM tæknin kom til sögunnar. Þessi senditæki eru enn í fullri notkun á þjóðvegum Bandaríkjanna og er grundvöllur ófara þremenninganna sem eru aðalpersónur Joy Ride, nýj- ustu myndar leikstjórans góðkunna, Johns Dahl. Langþráð sumarleyfi er nýhafið, Lewis Thomas (Paul Walker), býður Vennu (Lee Sobielski), draumadís- inni sinni, í ferðalag þvert yfir Bandaríkin. Kaupir í því skyni roskið og ráðsett, áttagata tryllitæki og lagt er út á malbikið. Ferðin er rétt ný- byrjuð þegar Lewis verður að taka á sig krók til að bjarga úr vandræðum svarta sauðnum í fjölskyldunni, Full- er (Steve Zahn), bróður sínum. Fuller er gjörólíkur Lewis, eilíf- lega í útistöðum við umhverfið og líð- ur ekki á löngu uns hann er búinn að koma þremenningunum í meiri bobba en nokkru sinni fyrr; í bráða lífshættu. Það atvikast þannig að Fuller fer að fikta í CB forngripnum á mælaborðinu og lætur sem hann sé stelpugála, til í hvað sem er. CB not- andi, sem kallar sig Ryðnagla, bítur á agnið. Er honum verður ljóst að hann er hafður að fífli, tekur Ryð- nagli umsvifalaust til sinna ráða. Skyndilega eru ferðalangarnir komnir með 18 hjóla, risavaxinn flutningabíl í kjölfarið. Leikurinn, sem átti að verða þre- menningunum til skemmtunar, hef- ur snúist í æðislegan eltingaleik, tví- sýna baráttu uppá líf og dauða. Hræðslan og kvíðinn eru í fyrir- rúmi en Dahl og handritshöfundarn- ir gæta þess að gamanið sé aldrei langt undan. Spennan er byggð upp með samúð með þremenningunum, þannig að Joy Ride er ætlað að vera annað og meira en innantóm spennu- mynd. John Dahl þykir einn af at- hyglisverðari leikstjórum samtím- ans og hefur m.a. gert tvær myndir á vegum Sigurjóns Sighvatssonar, Red Rock West og Kill Me Again. Meðal annarra verka leikstjórans má nefna hina kolsvörtu gaman- mynd The Last Seduction og The Rounders, með Edward Norton, Matt Damon og John Cusack. Aðal- leikararnir þrír eru öll ung, upprenn- andi og hafa verið áberandi síðustu tvö árin Leikarar: Steve Zahn (That Thing You Do, Out of Sight, The Object of my Aff- ection), Paul Walker (The Skulls, The Fast and the Furious), Leelee Sobielski (Never Been Kissed, Eyes Wide Shut). Leikstjóri: John Dahl. Steve Zahn, Leelee Sobieski og Paul Walker í myndinni Joy Ride. Með dauðann á hæl- unum Smárabíó og Regnboginn frumsýna Joy Ride, með Steve Zahn, Paul Walker og Leelee Sobieski. JENNIFER Lopez er ekki aðeins feikivinsæl söngkona heldur gerist hún æ afkastameiri á hvíta tjald- inu. Nú síðast fer hún með aðal- hlutverkið í spennumyndinni Angel Eyes, eftir mexíkóska leikstjórann Luis Mandoki. Að þessu sinni leik- ur hún lögreglukonuna Sharon Pouge sem fylgist grannt með glæpalýðnum í suðurbæ Chicago- borgar. Eina nóttina lendir hún í hrikalegri fyrirsát og er næstum búin að láta lífið þegar ókunnur bjargvættur kemur til hjálpar, ut- anúr myrkrinu. Þessi dularfulli náungi, sem heitir Catch (Jim Cav- iezel), afvopnar óbermin og bjarg- ar lífi Sharon. Hvað gerðist? Var þetta hunda- heppni? Örlögin? Löghlýðinn, ár- vökull borgari sem átti af tilviljun leið hjá á réttum tíma og var hvergi smeykur við að blanda sér í atburðarásina? Hvað sem því líður verða Jim og Sharon ástfangin, komast að raun um að þetta er ekki í fyrsta skipti sem þau hittast, komast að sann- leikanum um hvort annað og verða að takast á við leyndarmál úr for- tíðinni. Það kemur í ljós að bæði eiga undarlega fortíð og lifa afar sérstæðu lífi. Sharon er fylgin sér í starfi og hikar aldrei við að leggja líf sitt í hættu fyrir réttlætið. Catch er einfari sem virðist und- arlegur í háttum í augum sam- ferðamanna sinna. Ýmsir álíta hann snarbilaðan, aðrir hættuleg- an. Hjálpar þeim sem minna mega sín, skýtur upp kollinum þar sem þörfin er brýn, líkt og er hann kemur Sharon til hjálpar. Hvorugt á umtalsvert einkalíf. „Myndin er um sambönd og ein- angrun,“ segir handritshöfundur- inn Gerald Di Pago, sem ólst upp á öngstrætum Suður-Chicago. „Við einangrumst vegna ótta okkar við að blanda geði við aðra, sérstak- lega á þessum síðustu og verstu. Á hinn bóginn berum við öll þær von- ir í brjósti að ná sambandi við ann- að fólk. Ég held að frelsun okkar felist í að skapa slík tengsl.“ Di Pago er kunnur handritshöf- undur sem á m.a. að baki Phen- omenon, Instinct, Sharky’s Mach- ine og Message in a Bottle, sem hann vann með leikstjóra Angel Eyes, Luis Mandoki. Leikarar: Jennifer Lopez (U-Turn, Sel- ena, Out of Sight, The Cell, The Wedding Planner), Jim Caviezel (The Thin Red Line, Ride With the Devil, Pay It Forward, Frequency), Sonia Braga (Kiss of the Spider Woman, Donna Flor and Her Two Husbands, Moon over Parador). Leikstjóri: Luis Mandoki (White Palace, Gaby – A Love Story). Bjarg- vætturinn í nóttinni Jim Caviezel og Jennifer Lopez í Angel Eyes. Sambíóin frumsýna Angel Eyes með Jennifer Lopez, Jim Caviezel og Soniu Braga. FÁAR myndir hafa vakið jafn mikla at- hygli í seinni tíð og draugamyndin The Others, nýjasta mynd spánverjans Alejandros Amenáb- ar. Þessi tæplega þrí- tugi leikstjóri og handritshöfundur þykir hafa gert hverja myndina ann- arri betri, þrátt fyrir ungan aldur. The Others er draugamynd (gothic horror), af gamla skólanum, með klass- ískt sveitasetrið í bakgrunni, húsið þar sem er reimt og yf- irnáttúrulegir hlutir fara að skelfa og ógna íbúunum. Sögusviðið er Jersey, ein Ermarsundseyja Breta, að nýlok- inni seinni heimsstyrjöld. Þar býr Grace (Nicole Kidman), á afskekkt- um herragarði frá tímum Viktoríu Englandsdrottningar, ásamt börnum sínum, Anne (Alakina Mann) og Nicholas (James Bentley). Grace hef- ur ekki sagt þeim að faðir þeirra lést í stríðinu. Dag nokkurn knýja þrjár, dular- fullar manneskjur að dyrum. Eldri kona (Fionulla Flanagan) og maður (Eric Sykes) ásamt ungri, mállausri stúlku (Elaine Cassidy). Þau segjast vera vinnuhjú sem störfuðu í húsinu á árum áður og vilja gjarnan fá vinnu þar aftur. Svo heppilega vill til að Grace er nýbúin að segja upp þjón- ustufólkinu svo fólkið er ráðið. Ýmislegt er öðru vísi í heimilishald- inu en venjulegt get- ur talist. Enga hurð má opna öðruvísi en aðrar séu læstar. Ekki má draga tjöld frá gluggum, óvænt- an gest ber að garði. Nú má ekki segja fleira, efnið er ákaf- lega óvenjulegt, dul- úðin umlykur persón- urnar og gestir eru hvattir til að segja ekki frá óvæntum endinum. Amenábar forðast gamalkunnugt blóð- bað og ódýrar brellur, enda segir hann: „Það er hættulega auðvelt fyrir kvikmyndagerð- armann að sleppa öllu lausu, sullast í blóði og áhrifaríkum brellum; snúa eftirsóknarverðum hrolli í léttvægan viðbjóð. Frá mínum bæjardyrum séð er nauðsynlegt að skilja eitthvað eftir fyrir ímyndunar- aflið.“ Nicole Kidman fer með lang- stærsta hlutverkið, gjörólík þeim sem hún hefur áður túlkað. Lítið máluð, í hversdagsklæðum, laus við allt glys og pjátur. Gagnrýnendur segja að hún hafi aldrei verið betri. Leikarar: Nicole Kidman (Dead Calm, To Die For, Eyes Wide Shut, Moulin Rouge). Fionula Flanagan (Walking Ned Devine, Some Mother’s Son, Mad at the Moon). Christopher Eccleston (Gone in 60 Sec- onds, ExistenZ, Elizabeth). Prinsessa í álögum Nicole Kidman leikur að- alhlutverk í kvikmynd- inni The Others. Sambíóin og Háskólabíó frumsýna The Others, með Nicole Kidman, Fionula Flanagan, Christopher Eccleston, Alak- ina Mann, Eric Sykes. ÆVINTÝRI franska rithöf- undarins Alexander Dumas um skytturnar þrjár, Athos, Portos og Aramis, að ógleymdum D’Artagnan, er löngu sígilt og hefur verið kvikmyndað í ein 15–20 skipti. Nýjasta útgáfan er gerð af Peter Hyams, bandarískum spennu- myndaleikstjóra og kvik- myndatökumanni, sem á að baki langan feril og margar kunnar afþreyingarmyndir. Flestar hafa þær gerst í samtíð og framtíð en nú lítur hann um öxl, hverfur aftur til 18. aldar í Frakklandi. Óöld ríkir í Frans, Richelieu kard- ínáli (Stephen Rea) lætur böðul sinn (Tim Roth) ganga milli bols og höf- uðs á þeim sem standa í vegi fyrir þessum slóttuga kirkjunnar manni. Þeirra á meðal eru foreldrar piltsins D’Artagnans, sem kemst undan og fær uppeldi sem skytta undir hand- leiðslu hins dygga Blanchet (Jean-, Pierre Castaldi). 14 árum síðar fer hann með D’Artagnan (Justin Chambers), sem nú er orðinn fær í flestan sjó, til Parísar. Þar komast þeir á snoðir um að skyttulið keis- arans er splundrað og Richelieu er að undirbúa yfirtöku landsins með hjálp sinnar hægri handar, Febre. D’Artagnan ákveður að smala skyttunum saman, bjarga keisara- veldinu og ná fram hefndum á óþokkunum, sem m.a. drápu for- eldra hans. Handritshöfundurinn, Gene Quintano, og Hyams flytja þunga- miðju sögunnar frá skyttunum þrem til D’Artagnans, fjórðu skyttunnar, eins og hann er oft kallaður. Kvik- myndin er tekin á söguslóðum í Frakklandi og Lúxemborg og kvik- myndatökustjórnin er í höndum Hyams sem einnig leikstýrir. Meðal nánustu samstarfsmanna hans við gerð The Musketeer er Xin Xin Xiong, kunnur bardagasérfræðingur frá Hong Kong en meðal leikaranna er hinn breski Tim Roth, sem kvik- myndahúsagestir sáu síðast í Planet of the Apes, og Catherine Deneueve. Hyams vakti einna mesta athygli með Capricorn One (’78), spennu- mynd sem fjallaði um blekkingar í geimferðaáætlun Bandaríkjanna. Meðal annarra mynda Hyams má nefna Outland (’81), framtíðarfantas- íu sem gerist á Júpíter, og Timecop (’94). Leikarar: Tim Roth (Rob Roy, Pulp Fict- ion), Justin Chambers (The Wedding Planner, Liberty Heights), Mena Suvari (American Pie 1 og 2, American Beauty), Catherine Deneueve (Est- Ouest, Indochine, Le Dernier métro, Tristana, Belle de jour, Les Demoiselles de Rochefort), Stephen Rea (The Butcher Boy, Interview with the Vamp- ire, The Crying Game). Leikstjóri: Peter Hyams (2010, Star Chamber, The Relic, End of Days). Úr myndinni The Musketeer. Musterisriddar- arnir snúa aftur Laugarásbíó og Stjörnubíó frumsýna The Musketeer með Justin Chambers, Tim Roth, Stephen Rea, Catherine De- neuve og Menu Suvari. WALT Disney-kvikmyndafyrir- tækið er frægt fyrir langa og glæsta teiknimyndahefð. Sú nýj- asta, Skólalíf, skólaslit (Recess), fjallar einmitt um þann merkisvið- burð í augum krakkanna í skól- anum við þriðju götu. Aðalpersón- an, T.J., er með miklar áætlanir á prjónunum fyrir sig og félagana. Það á ekki að sitja auðum höndum heldur keyra allt á fullu, uns skól- inn byrjar aftur. Þá kemur babb í bátinn, vinahópurinn, einsog hann leggur sig, er að fara í sumarbúðir án hans. T.J. lætur sér leiðast og veit ekki hvað hann á að taka til bragðs. Það er enginn almennileg- ur krakki til að leika við. Einn góð- an veðurdag hjólar hann framhjá skólanum sínum og sér þar loga grænt ljós. Hann segir foreldrum sínum frá ljósaganginum, og lög- reglunni, en enginn vill hlusta. Þá tekur T.J. til sinna ráð og ævin- týrin fara að gerast. Honum þarf ekki að leiðast lengur. Myndin verður sýnd í tveimur útgáfum, með upprunalegu, ensku talsetningunni, og íslenskri. Leik- raddirnar, íslensku og bandarísku, eru í höndum þekktra leikara og nýliða. Meðal enskumælandi leik- aranna eru Rickey O’Shea Collins, Andy Lawrence, Dabney Coleman, James Woods og Robert Goulet. Leikstjóri myndarinnar, Chuck Sheetz, er búinn að vinna sig upp í þessa stöðu eftir áralanga vinnu við Simpson-þættina vinsælu. Fyrst sem tæknimaður, að lokum leikstjóri. Íslenskar leikraddir: Ólafur Hrafn Steinarsson, Árni Egill Örnólfsson, Kolbrún Erna Pétursdóttir, Gísli Bald- ur Gíslason, Jakob Þór Einarsson, Guðmundur Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir, Örn Arnarson, o.fl. Leik- stjóri íslensku talsetningarinnar: Jak- ob Þór Einarsson. Leikstjóri: Chuck Sheetz (frumraun). „Skólahurð aftur skellur…“ Sambíóin í Reykjavík, Keflavík og á Ak- ureyri frumsýna Skólalíf, skólaslit (Re- cess), teiknimynd með röddum Ólafs Hrafns Steinarssonar, Árna Egils Örn- ólfssonar, o.fl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.