Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 37

Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 37 Opnunartími virka daga frá kl. 14-18, helgar frá kl. 11-18 Stendur til 4. nóvember. Upplýsingasími 511 2370 Barnafatnaður Nýjar vörur á hverjum degi! Síðustu dagar ,,outlet“ sölunnar í Perlunni. Lokum sunnudagskvöld. HÚSNÆÐI, rafmagn, vegir, allt þykir þetta sjálfsagt í nútíma þjóð- félagi. Enginn vill sprungin eða sig- in hús; framleiðsla rafmagns á að vera jöfn árið um kring; vegir eiga að vera tiltölulega sléttir og jafnir en ekki holóttir eða missignir. Eitt það mikilvægasta en alls ekki það augljósasta í þessu sambandi er sandur og möl, öðru nafni steinefni. Steypa er að mestu steinefni, hvort sem hún er notuð í húsbyggingar, til stíflugerðar eða sem slitlög vega. Fyllingar, t.d. í húsgrunnum og burðarlögum vega, eru nær ein- göngu steinefni. Malbik er einnig að mestu steinefni. Með öðrum orð- um, byggingarefnið sem flestir not- uðu sem börn að leik í sandkass- anum er ennþá aðalbyggingarefnið á fullorðinsárum. Í þessu bygging- arefni eru fólgnir gríðarlegir fjár- munir og má segja að það sé ein af undirstöðum velmegunar Íslend- inga. Vinnsla steinefnis er nákvæmt iðnaðarferli sem verður að lúta þeim kröfum sem gerðar eru til eiginleika þess og umhverfissjón- armiða. Eins má ekki sóa gæðaefni, dæmi eru um byggðarlög þar sem úrvals steypuefni var notað í fyll- ingar en nú þarf að fara um langan veg að sækja nýtilegt efni. Málefni steinefnisvinnslu heyra undir fjölmarga aðila. Þetta þýðir því miður að heildarsýn yfir þenn- an málaflokk skortir. Of víða er landið skilið eftir í flakandi sárum þegar nokkrum rúmmetrum af sandi hefur verið rutt í burtu. Vinnubrögð af því tagi koma óorði á steinefnisvinnslu og ættu ekki að þekkjast, fremur en togveiðar í landhelgi. Enda hafa íslenskir steinefnisframleiðendur átt undir högg að sækja að undanförnu; veist hefur verið að þeim með neikvæðri umræðu í fjölmiðlum. Vissulega er misjafn sauður í mörgu fé en flestir þeir íslensku framleiðendur sem eru í þessu af alvöru gera sitt besta til að uppfylla þær kröfur sem nú eru gerðar. Hins vegar vantar sam- tök fylliefnisframleiðenda sem gætu staðið vörð um ýmis sameig- inleg hagsmunamál. Innflutningur á steinefni fer t.d. vaxandi því sum- ir framleiðendur eiga fullt í fangi með að verja sinn markað og geta ekki sinnt vöruþróun og gæðaeft- irliti sem skyldi. Árið 2000 má ætla að flutt hafi verið inn steinefni fyrir um 100 milljónir króna og fyrirsjá- anlegt er að innflutningur verði um eða yfir 200 milljónir innan tíðar. Væri ekki skynsamlegra að efla innlenda framleiðslu? Á undanförnum árum hafa höf- undar, ásamt samstarfsfólki, kynnt sér stöðu steinefnisvinnslu á Ís- landi, að miklu leyti fyrir opinbert rann- sóknafé. Niðurstöður er að finna á: www.this.is/ergo. Fyrirtækið ERGO átti frumkvæði að því, í samvinnu við m.a. Rannsókna- stofnun byggingar- iðnaðarins (Rb) og Samtök iðnaðarins, að umfangsmikil út- tekt var gerð á að- stæðum á árunum 1996–2000. Verkefnið Námur – efnisgæði og umhverfi fól í sér að ástandið á landinu í heild var metið og gerðar tillögur að úrbótum til að bæta steinefn- isvinnslu á Íslandi með hliðsjón af efnisgæðum og umhverfissjónar- miðum. Bent var á mikilvægi þess að kanna hvaða efni er til og hvar og að hafa upplýsingar um slíkt að- gengilegar í samtengdum gagna- grunnum. Árið 1998 voru samþykkt ný lög á Alþingi þar sem Nátt- úrufræðistofnun Íslands var gert að flokka námusvæði, m.a. eftir efnisgerð, magni, gæðum og vernd- argildi. Því miður er sú vinna ekki hafin, þrátt fyrir fullyrðingu um það í skýrslu Auðlindanefndar. Enn sem komið er er Vegagerðin eini opinberi aðilinn sem hefur tekið af skarið og þróað skráningarkerfi, en það kerfi snertir jú eingöngu þeirra starfssvið. Annað verkefni sem fór af stað að frumkvæði Rb er um bygging- arúrgang á Íslandi en í því hefur m.a. verið kannað magn þess bygg- ingarúrgangs sem fellur til árlega hérlendis. Nú er verið að skoða hvaða möguleikar eru á því að end- urnýta eða endurvinna þennan úr- gang. Einnig verður lagt mat á um- hverfisáhrif. (Sjá einnig: www.rabygg.is.) Í þriðja lagi er unnið að verkefni um vélunninn sand. Markmið þess er að þróa og aðlaga aðferðir á Ís- landi við vinnslu á sandi úr föstu bergi, en reynsla Íslendinga á þessu sviði er takmörkuð. Slík vinnsla er að mörgu leyti umhverf- isvænni en nám lausra jarðlaga og nefna má að laus jarðlög eru af skornum skammti þegar litið er til hágæðaefnis. Á næstu árum og áratugum er fyrirsjáanlegt að eftirspurn eftir hágæðaefni eykst frá því sem nú er, m.a. vegna þess að kröfur um gæði byggingarefnis aukast stöð- ugt. Ísland hefur jafnframt skuld- bundið sig til að fylgja þeim stöðl- um sem samþykktir verða innan evrópska staðlaráðsins. Ein afleið- ing þessa er að kröfur um fram- leiðslueftirlit og eiginleika steinefn- is aukast. Þessar nýju kröfur eru margþættar og hefur fyrirtækið ERGO tekið þátt í að miðla íslensk- um framleiðendum reynslu og þekkingu erlendis frá. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og nauðsynlegt er að huga að því tímanlega hvar hægt er að ganga að því efni sem þarf hverju sinni. Mikilvægt er að hugsa til framtíðar og skipuleggja ekki byggð á svæð- um þar sem byggingarefni er gott, að óathuguðu máli. Hægt er að skipuleggja stærri námur úr klöpp tiltölulega nálægt byggð. Dæmi eru erlendis frá um að í slíkum námum fari öll vinnsla efnis fram neðan- jarðar. Einnig er nauðsynlegt, fyrr en seinna, að gera úttekt á núver- andi námum, einkum fyrir höfuð- borgarsvæðið. Það er ekki hægt að leggja þá ábyrgð á hendur stein- efnisframleiðendum heldur verða stjórnvöld að taka af skarið. Gatna- málastjóri fyrir hönd Reykjavíkur- borgar hefur daufheyrst við slíkum rökum hingað til. Í fyrstu drögum að Staðardagskrá 21 fyrir Reykja- vík var áætlað að gera úttekt á nú- verandi námum og framtíðarsvæð- um til efnistöku fyrir borgina. Af óskiljanlegum ástæðum var þetta atriði þó horfið úr dagskránni þeg- ar hún birtist í sinni endanlegu mynd. Við sem höfum unnið að þessum málum undanfarin ár sjáum því síendurtekinn doða í meðferð yfirvalda á málaflokknum. Standa þarf vörð um lífsgæðin, ekki bara húsin, rafmagnið og veg- ina heldur og ekki síður um náttúr- una vegna sjálfra okkar og kom- andi kynslóða. Velferðin býr í því að auðlindirnar séu nýttar skyn- samlega. Sérhverri kynslóð ber skylda til að skila landinu í jafn- góðu eða betra ástandi til þeirra næstu. Grjótnám – í molum? Børge Johannes Wigum Byggingarefni Í þessu byggingarefni eru fólgnir gríðarlegir fjármunir. Þorbjörg Hólmgeirsdóttir og Børge Johannes Wigum segja að það geti verið ein af undirstöðum vel- megunar Íslendinga. Höfundar eru jarðverkfræðingar. Þorbjörg Hólmgeirsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.