Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 38

Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S AMKVÆMT upplýsing- um frá Félagi íslenskra flugumferðarstjóra ætl- uðu um 90% félags- manna að hætta störfum um áramótin 1995/1996. Sú deila leystist 29. desember 1995 þegar samgönguráðherra gaf út yfirlýs- ingu þess efnis að hann hefði ákveð- ið í samráði við utanríkisráðherra og fjármálaráðherra að skipa nefnd með fulltrúum þessara þriggja ráðuneyta og þremur fulltrúum flugumferðarstjóra auk oddamanns til að gera úttekt á réttarstöðu flug- umferðarstjóra. Nefndin átti að hafa til hliðsjónar gögn frá Alþjóðavinnumálastofnun- inni (ILO) og Alþjóðaflugmálastofn- uninni (ICAO) varðandi þau megin- markmið að tryggja stöðugleika og rekstraröryggi flugumferðarþjón- ustunnar. Niðurstöður skýrslunnar Nefndin skilað af sér skýrslu 30. júní 1997. Í niðurstöðunum kemur fram samhljóða álit um mikilvægi þess að skipulag flugumferðar- stjórnar sé í góðu horfi, „þar sem minnsta röskun á störfum flugum- ferðarstjóra getur leitt til óþæginda og tjóns fyrir þá sem eiga leið um ís- lenska flugstjórnarsvæðið. Einnig er viðurkennt að öll rösk- un á þjónustunni geti dregið úr trausti og valdið álitshnekki á al- þjóðavettvangi. Því er það nauðsyn- legt að flugmálayfirvöld og flugum- ferðarstjórar vinni saman að því að tryggja öryggi og stöðugleika flug- umferðarstjórnar innan flugum- ferðarsvæðisins. Verður það því að- eins gert að fyrir hendi sé nægilegur fjöldi menntaðra og hæfra flugumferðarstjóra sem hafi viðunandi vinnuaðstöðu og njóti við- unandi kjara samkvæmt kjara- samningi sem gerður sé til lengri tíma. Ennfremur er æskilegt að nýr kjarasamningur liggi fyrir áður en sá gamli rennur út.“ Tillögur til úrbóta Í tillögum til úrbóta kemur fram að á nýliðnum 10 árum hafi orðið um 35% aukning á flugumferð um ís- lenska flugumferðarsvæðið en fjöldi flugumferðarstjóra hafi verið nán- ast óbreyttur á þessu tímabili. Um- ferðaraukningunni hafi verið mætt með auknu vinnuframlagi flugum- ferðarstjóra, bættum tækjakosti og hagræðingu í vinnuskipulagi en sagt er að gera megi ráð fyrir að árleg aukning flugumferðar yfir Norður- Atlantshafið verði um 5 til 6% á ári til 2010. Sagt er að stefna beri að því að draga úr yfirvinnu flugumferðar- stjóra. Þar sem hún hafi verið veru- legur hluti heildartekna þeirra sé hætta á að minnkun yfirvinnu raski afkomu flugumferðarstjóra sem geti dregið úr stöðugleika og rekstr- aröryggi flugumferðarþjónustu. Aukin umferð krefjist aukins fjölda flugumferðarstjóra og því beri að leggja áherslu á þjálfun nýrra flug- umferðarstjóra auk kerfisbundinn- ar síþjálfunar. Í skýrslunni kemur fram að til að tryggja stöðugleika og rekstrarör- vinnumálastofnunarinnar skýrslunni er gerð grein urstöðum þings sem ILO h þar sem rætt var um ýmis v í störfum flugumferðarstj segir m.a. að langur vinn ófullnægjandi hvíldartími ferðarstjóra sé ógnun vi flugsins og eigi almennt að marks vinnutímafjölda v sem séu lægri en almennt við hjá öðrum starfshópu flugþjónustunnar í við landi. Skýrslan til hliðsjó Sturla Böðvarsson samg herra segir að frá því rét nefndin svonefnda skilað sinni 1997 hafi staðið yfir sa og af hálfu viðkomandi r hafi alltaf verið gert ráð fy breytingar, sem rætt væ skýrslunni, yrðu gerðar í við kjarasamninga. Þegar tilkynnt var um sk ræddrar nefndar fyrir tæp árum voru flugumferðarst 90 en þeir eru nú 103 og átt í þjálfun sem hugsanlega starfa næsta vor. Loftur son, formaður Félags íslens umferðarstjóra, segir að u verið í því að undanförnu flugumferðarstjórum, sem krafan, en í skýrslunni h með að fjölgunin megi ek þannig að hún hafi áhrif á flugumferðarstjóra. Þar st urinn í kúnni því fjölgunin gerð til að minnka yfirvinn aukavinna verði strikuð ú að það hafi áhrif á með flugumferðarstjóra sé máli Að því er kemur fram í F kjararannsóknarnefndar o starfsmanna voru meðalla umferðarstjóra tæplega 52 í júní í ár. Þar af voru dagv um 272 þúsund, yfirvinna þúsund og önnur laun um yggi flugumferðarþjónustunnar sé nauðsynlegt að reynt sé að koma í veg fyrir að til vinnustöðvunar flug- umferðarstjóra eða röskunar á þjónustu komi vegna ágreinings um kjaramál. Því sé æskilegt að kjara- samningar við þá séu gerðir til lengri tíma og að kjarasamningar verði endurnýjaðir með góðum fyr- irvara en bent er á leið Dana í þessu sambandi. Við ákvörðun launakjara flugum- ferðarstjóra er lögð áhersla á að taka verði tillit til sérstöðu þeirra, m.a. að miklar kröfur séu gerðar til líkamlegs atgervis þeirra, árvekni og fumlausra starfshátta á álags- tímum. Þessar kröfur hafi leitt til þess að flugumferðarstjórar þurfi að hætta störfum fyrr en aðrir rík- isstarfsmenn. Þá felist í starfinu að vinna verði á vöktum og vinnuálag sé oft á tíðum meira en almennt ger- ist. „Launakjör flugumferðarstjóra hafa ákvarðast innan ramma kjara- samninga opinberra starfsmanna, en í ATS Planning Manual Alþjóða- flugmálastofnunarinnar (ICAO), er bent á að nokkrar þjóðir hafa farið þá leið að viðurkenna flugumferð- arstjóra sem sérfræðinga sem nytu viðmiðunar í kjörum við flugmála- starfsmenn utan hins opinbera geira. Jafnframt er tekið fram að hið opinbera ber áfram ábyrgð á að þjónustan sé veitt. Þegar leitað er að viðmiðunum við flugmálastarfsmenn utan hins opin- bera geira er rétt að hafa í huga nið- urstöður ráðstefnu Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar (ILO) í Genf 8.–16. maí 1979 þar sem segir að ekki sé auðvelt að bera starf flug- umferðarstjóra saman við önnur störf vegna sérstöðu þess en til þess þó að tryggja að umbun flugumferð- arstjóra sé í hlutfalli við ábyrgð þeirra ætti að hafa í huga að ein þeirra stétta, sem hefðu samsvar- andi ábyrgð og flugumferðarstjór- ar, væri atvinnuflugmenn.“ Í kafla um menntun flugumferð- arstjóra segir að þeir þurfi að hafa lokið námi í skóla flugumferðar- þjónustu. Umsækjendur skulu vera 20 til 30 ára, hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi og þeir þurfa að standast tilteknar heilbrigðis- kröfur. Milli 5 og 10% umsækjenda voru tekin í skólann síðustu þrjú ár fyrir útgáfu skýrslunnar, 1995 voru níu flugumferðarstjórar ráðnir til starfa og haustið 1996 voru 12 nem- ar á grunnnámskeiði. Gert er ráð fyrir að val og þjálfun nýrra flug- umferðarstjóra taki þrjú til fjögur ár en samkvæmt reglugerð er flug- umferðarstjórum gert að hætta störfum við 60 ára aldur þótt heimilt sé að veita undanþágu til að vinna til 63 ára aldurs. Í skýrslunni er vitnað í handbók Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um áætlanagerð þar sem fram kemur að nauðsynlegt sé að gerðar séu áætlanir til að minnsta kosti fimm ára um starfsmannaþörf vegna hratt vaxandi þarfar á flugumferð- arstjórum og að hæfilegur starfs- mannafjöldi komi í veg fyrir yfirálag og stuðli að aukinni skilvirkni. Ennfremur kynntu nefndarmenn sér nokkrar samþykktir Alþjóða- Flugsamgö íslenska flug svæðið í up , - $ 0 " Flugumferðarstjórar hafa boðað hrinu 15 sjálfstæðra verkfalla 16. til 30. nóv- ember. Steinþór Guðbjartsson rifjar upp aðdraganda þessara aðgerða. ’ Kaupmáttur vinnulauna flug umferðarstjóra ur aukist mun m en kaupmáttur arra. ‘ UMRÆÐUR UM LÍNU.NET YFIRVINNA OG HAGSVEIFLUR Athyglisverð greining á vax-andi misskiptingu tekna íþjóðfélaginu á samdráttar- tímum kom fram í máli Gylfa Zoëga, dósents við Birkbeck Col- lege í London, á ráðstefnu við- skipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands á miðvikudag. Gylfi benti á að uppsveifla bætti hlutfallslega kjör þeirra lægst launuðu en að sama skapi bitnaði kreppa meira á þeim. Hugsanlegar skýringar á þessu eru að mati Gylfa að yfir- vinnugreiðslur séu mikilvægari fyr- ir þá sem lægst laun hafi. Jafnframt komi til greina að kreppa valdi auk- inni samkeppni í láglaunahópum. Þegar bent er á það virðist liggja í augum uppi að mikið sé til í a.m.k. fyrri skýringunni. Íslenzkur vinnu- markaður er frábrugðinn vinnu- markaði í nágrannaríkjunum að því leyti hvað yfirvinna er oft stór hluti launa. Hér er ákveðin hefð fyrir yf- irvinnu, enda vinnuvikan til muna lengri en í mörgum nágrannalönd- um þar sem yfirvinna heyrir víða til undantekninga. Launþegar hafa að sumu leyti vanizt því að geta hækk- að tekjur sínar með því að bæta á sig vinnu. Þegar að kreppir í efna- hagslífinu skera mörg fyrirtæki niður yfirvinnuna og þá er sá mögu- leiki ekki lengur fyrir hendi. Vandamál tengd hinni löngu vinnuviku eru mörg; hún kemur niður á fjölskyldulífi launafólks og frístundum og vinnur gegn jafn- rétti á vinnumarkaðnum því að yf- irvinna lendir frekar á körlum en konum. Þrátt fyrir að vinnuvikan sé löng á Íslandi er framleiðni hér minni en víðast í nágrannalöndun- um sem bendir til að mikið svigrúm sé til hagræðingar – m.ö.o. að hægt sé að nýta vinnutíma íslenzkra launþega betur en gert er og draga mjög úr hinni óæskilegu yfirvinnu. Ákveðin skref hafa verið stigin í þá átt í kjarasamningum einstakra hópa að færa greiðslur fyrir yfir- vinnu inn í grunnkaup og taka yf- irvinnu jafnvel út í fríi frekar en greiðslum. Á móti hafa vinnuveit- endur hins vegar viljað fá fram hag- ræðingu sem leiðir til framleiðni- aukningar. Því miður hefur þessi þróun ekki verið almenn á íslenzkum vinnu- markaði og tekjur af yfirvinnu eru enn drjúgur hluti launa hjá mörg- um hópum, ekki sízt þeim sem lægst hafa launin. Þar getur verka- lýðshreyfingin að sumu leyti sjálfri sér um kennt því að þar hefur ríkt viss tortryggni í garð breytinga á launakerfinu sem fela í sér afnám yfirvinnugreiðslna á móti hagræð- ingu og aukinni framleiðni. Þegar gengið var til þjóðarsátt- arsamningnanna árið 1990 var ein meginforsendan sú að vernda kjör hinna lægst launuðu með því að halda verðbólgunni í skefjum. Eins og Gylfi Zoëga bendir á þarf hins vegar að hyggja að fleiru við hag- stjórnina en verðbólgu og atvinnu- leysi; jafnframt þarf að horfa á tekjuskiptingu. Það er ljóst að með því að draga úr vægi yfirvinnu í tekjum félagsmanna sinna getur verkalýðshreyfingin stuðlað að meiri stöðugleika í kjörum þeirra og að þau séu betur varin fyrir sveiflum, einkum og sér í lagi ef um leið tekst að auka framleiðni í fyr- irtækjum. Breytingar af þessu tagi myndu raunar út af fyrir sig stuðla að meira jafnvægi í efnahagslífinu, vegna þess að möguleikar launþega til óheftrar yfirvinnu á góðæristím- um geta orðið til þess að fólk tekur á sig fjárhagslegar skuldbindingar, sem stuðla að þenslu í efnahagslíf- inu, en það getur síðan ekki staðið undir þegar að kreppir. Í slíkum breytingum á launakerfinu geta fal- izt ný tækifæri fyrir verkalýðs- hreyfinguna í baráttu fyrir hags- munum umbjóðenda sinna. Síðustu misseri hafa ítrekað risiðdeilur á vettvangi borgarstjórn- ar Reykjavíkur um málefni fyrir- tækisins Línu.Nets en borgarfull- trúum Sjálfstæðisflokksins hefur gengið illa að fá upplýsingar um stöðu fyrirtækisins og viðskipti og það á raunar einnig við um fjölmiðla. Nú hafa borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins óskað eftir því í borgarráði að borgarendurskoðandi taki saman yfirlit um fjárhagsstöðu fyrirtækisins og jafnframt var óskað eftir upplýsingum um fjármálaleg samskipti þess og Orkuveitu Reykjavíkur. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri að borgin réði þessu ekki ein, það væru aðrir hluthafar í Línu.Neti, sem ættu hagsmuna að gæta og réttarstöðu þeirra yrði að tryggja. Og borgarstjóri bætti við: „Ég get ekki tekið einhliða ákvörð- un um það, eða þá skrifstofa borg- arstjórnar og forstjóri Orkuveitunn- ar, hvað hlutafélagið Lína.Net lætur þessu fólki í té af upplýsingum. Stjórn Línu.Nets getur tekið þá ákvörðun.“ Neikvæðar umræður eru erfiðar fyrir öll fyrirtæki og það er ljóst að umræður um þetta tiltekna fyrir- tæki eru í þeim farvegi. Raunar bendir flest til þess að Lína.Net verði að óbreyttu eitt af helztu kosn- ingamálunum í borgarstjórnarkosn- ingunum næsta vor. Það hljóta því að vera hagsmunir allra eigenda fyrirtækisins, hvort sem um er að ræða borgina eða dótt- urfyrirtæki hennar eða einkafyrir- tæki, sem eiga hlut í Línu.Neti, að andrúmsloftið í kringum fyrirtækið verði hreinsað. Það verður bezt gert með því að leggja allar upplýsingar á borðið. Þess vegna er tímabært að borgarstjóri beiti sér fyrir því gagn- vart öðrum eigendum fyrirtækisins að svo verði gert.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.