Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 42

Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 42
UMRÆÐAN 42 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í slendingar hafa verið ótrúlega lánsamir að einu leyti. Að minnsta kosti einu leyti, skulum við segja. Og hvert er lánið? Jú, fyrir tæpum tveimur áratugum þurfti að taka afstöðu til þess hvers konar fyr- irkomulag yrði við stjórn fisk- veiða við landið og þá duttu þingmenn í grundvallaratriðum niður á bestu lausn sem völ var á. Nokkrum árum síðar þurfti að útvíkka kerfið og í raun að festa það í sessi og þá bar Al- þingi aftur gæfu til að gera það sem rétt var. Kerfið sem Íslendingar hafa búið við síðan til að stjórna fisk- veiðum er ekki galla- laust, en grunnhugs- unin í því er rökrétt og kerfið er sanngjarnt. Hægt er að finna á því agnúa sem spilla dálítið fyrir og gera kerfið heldur minna hagkvæmt en það gæti verið og má nefna byggðakvóta sem dæmi. Slíka hnökra má þó smám saman slétta út og færa kerfið þannig nær fullkomnun, þótt ólíklegt sé að hún muni nokkru sinni nást í þessu frekar en öðru. Því miður hefur það verið svo að þrátt fyrir ágæti kerfisins hafa menn ekki verið sammála um það og hefur því raunar ver- ið fundið flest til foráttu. Sumir vilja allt annars konar kerfi, til dæmis sóknarmark í stað núver- andi aflamarks. Aðrir óska þess að trillur fái að leika lausum hala nálægt landi og vilja veg togara sem minnstan. Þriðji hópurinn hefur viljað leggja sér- stakan skatt á sjávarútveginn með þeim rökum að Íslendingar allir en ekki aðeins þeir sem stunda útgerð eigi skilið að njóta afrakstrar útgerðarinnar. Í því sambandi hefur því gjarna verið haldið fram að einhver „aukahagnaður“, svo kölluð auð- lindarenta, verði til í sjávar- útveginum og þennan auka- hagnað eigi landsmenn allir sameiginlega. Nú er það fyrir utan efni þessa pistils að fjalla um réttmæti þessarar kenningar í dag, aðalatriðið er að til er hópur manna sem hefur viljað leggja sérstakan skatt á sjávar- útveginn. Þessi hópur hefur sem kunnugt er farið mikinn og iðu- lega látið eins og hann væri helsti málsvari réttlætis í land- inu. Í þeirri viðleitni að draga úr ósætti um fyrirkomulag stjórn- unar fiskveiða við landið hafa stuðningsmenn óbreytts kerfið verið tilbúnir til að ræða breyt- ingar á því ef þær mættu verða til sátta. Sett var á fót sérstök auðlindanefnd til að undirbúa sátt í málinu, en hún fjallaði um aðrar auðlindir landsins um leið og fiskinn í sjónum. Í framhaldi af starfi þeirrar nefndar var skipuð önnur nefnd, svo kölluð endurskoðunarnefnd, sem hafði það hlutverk að endurskoða fiskveiðistjórnarlögin. Enn var ætlunin sú að ná sátt um stjórn fiskveiða og enn voru stuðnings- menn óbreytts kerfis tilbúnir að sætta sig við nokkrar breytingar ef þær kynnu að verða til sátta. Endurskoðunarnefndinni tókst hins vegar ekki að ná full- kominni sátt um breyting- artillögur, en meirihlutinn lagði til að tekinn yrði upp sérstakur skattur á sjávarútveginn. Slíkur skattur er auðvitað ekki eðlileg- ur, en ef hann yrði til að leggja niður deilur og koma á meiri stöðugleika í umhverfi útgerð- arfyrirtækja væru þó fyrir hon- um ákveðin rök. En hvað hefur gerst síðan? Dugar þeim sem hæst hafa kallað eftir skatti á sjávarútveginn að skattur verði lagður á sjávarútveginn? Ætla þeir að fagna niðurstöðunni og þakka jafnvel sáttfýsi þeirra sem hafa gefið eftir grundvall- arafstöðu sína til skattsins? Sumir þeirra sem ákafast hafa kallað eftir skattinum hafa vissulega fagnað breytingunni og sýnt því skilning að annar deilenda hafi gefið mikið eftir. En þeir eru því miður fáir. Flestir láta eins og ekkert hafi verið komið til móts við kröfur þeirra og vilja enn frekari um- ræður, nefndir og áframhald- andi deilur. Þannig hefur stjórn- arandstaðan á Alþingi verið stóryrt og talið hugmyndir um skatt á sjávarútveg alveg ófram- bærilegan kost. Stjórnarand- staðan vill nýja „sáttanefnd“ sem á aðeins að snúast um að útfæra nýja leið um eignaupp- töku, fyrningarleiðina, sem stjórnarandstaðan hreifst af eft- ir að útlit var fyrir að sátt gæti náðst um það sem flestir stjórn- arandstæðingar hafa hingað til farið fram á, þ.e. skatt á sjávar- útveginn eða „veiðigjald“ eins og sumir hafa viljað kalla skatt- inn. Fulltrúum stjórnarandstöð- unnar tókst ekki að ná sátt um neina eina leið í þeirri sátta- nefnd sem nýlega lauk störfum, endurskoðunarnefndinni, en finnst þó að þeir sem hafa lagt sig fram um að ná sáttum og hafa slegið rækilega af sínum sjónarmiðum eigi að taka tillögu um nýja nefnd alvarlega. Það er því miður komið í ljós sem ýmsir óttuðust; sumir stjórnmálamenn vilja alls enga sátt um stjórn fiskveiða. Þeir hafa beinlínis sagt að frekar verði slegið í en dregið úr þegar kemur að baráttunni gegn kerf- inu ef af áformuðum breytingum verður. Þeir virðast hreinlega telja það pólitíska nauðsyn að geta haldið áfram deilum um þetta mál. Þetta má segja að sé furðulegt í ljósi þess að þeim flokkum sem barist hafa gegn núverandi kerfi hefur gengið illa í kosningum, en á meðan nægi- lega margir trúa að þeir skori pólitísk stig út á þras um fisk- veiðistjórnun verður augljóslega engin sátt um kerfið. Einu rökin með skattinum voru hugsanleg sátt um fisk- veiðistjórnunina. Nú, þegar fyrir liggur að skatturinn mun ekki leiða til sátta, hlýtur hann að vera úr sögunni. Engin sátt um sátt Einu rökin með skattinum voru hugsanleg sátt um fiskveiðistjórnunina. Nú, þegar fyrir liggur að skatturinn mun ekki leiða til sátta, hlýtur hann að vera úr sögunni. VIÐHORF Eftir Harald Johannessen haraldurj@mbl.is ÉG GET ekki orða bundist. Vart verður horft á fréttatíma í sjónvarpi eða litið í dagblað án þess að yfir mann dynji fréttir og margvísleg umfjöllun sem sýnir Miðbæ Reykjavíkur í afar nei- kvæðu ljósi. Tönglast er á því að ekki sé vog- andi að ganga þar um götur, jafnvel í dags- ljósi, hvað þá eftir að dimma tekur, fyrir drykkjurútum og of- beldismönnum, að gamli Miðbærinn sé að deyja o.s.frv., o.s.frv. Kólfinn tekur þó úr þegar kaupmenn og eigendur fyr- irtækja í Miðbænum taka undir þennan söng og eru þannig að grafa vísvitandi undan sjálfum sér. Fólk, sem veit ekki betur, kann, þegar það heyrir allt þetta raus, að hugsa sig um tvivar áður en það leggur leið sína á þennan voðalega stað. Sjálfur bý ég rétt við Miðbæinn og kannast bara alls ekki við þá mynd sem upp er dregin. Þvert á móti finnst mér hann heillandi stað- ur sem verður fegurri, unaðslegri og fjölskrúðugri með hverju ári sem líður. Að vísu hefur verslun að tals- verðu leyti horfið úr sjálfri Kvosinni en það er þróun sem hefur átt sér stað hægt og sígandi allt frá því fyr- ir 1970 og verður lítið við gert úr þessu. Annað hefur komið í staðinn. Upp úr 1975 var Miðbærinn orð- inn mjög dauflegur. Gömlu skemmtistaðirnir og veitingahúsin sem þar höfðu verið á hverju strái voru horfin; Sigtún, Gúttó, Iðnó sem ballstaður, Tjarnarbúð, Gilda- skálinn, Café Tröð, Café Höll, Langibar og fleiri mætti telja. Ein- ungis Hótel Borg og Hressingar- skálinn voru eftir en síðarnefnda staðnum var farið að loka klukkan 8 eða 9 þar sem allir voru hættir að leggja leið sína í Miðbæinn á kvöld- in og um helgar. Flest hús voru í niðurníðslu. Upphaf að nýjum tíma má líklega rekja til þess að veitinga- staðurinn Hornið tók til starfa á horni Hafnarstrætis og Pósthússtrætis þar sem verslunin Ell- ingsen hafði áður verið, líklega 1977 eða 1978. Eftir það byrjaði veitingastöð- um að fjölga. Nú er ástandið í gömlu Kvosinni í stuttu máli þannig að þar er úrval fyrsta flokks veitingastaða, kaffihús af öllum gerðum, huggulegar krár á hverju strái, heilsuræktar- stöðvar á heimsmælikvarða og einnig nokkrar vafasamar búllur eins og gengur og gerist í borgum. Flestar götur hafa verið endurgerð- ar svo að unun er á að líta. Byggð hafa verið ný hús og þau gömlu gerð upp og miklu kostað til þeirra. Nýj- ustu dæmin um það eru Iðnó, Ísa- foldarhúsið í Aðalstræti og Hafn- arstræti 16. Fyrir dyrum stendur spennandi uppbygging í Aðalstræti, elstu götu borgarinnar. Og Mið- bærinn er að sjálfsögðu eftir sem áður miðstöð virðulegustu stofnana landsins: Alþingis, Stjórnarráðs, Ráðhúss Reykjavíkur, dómhúss Reykjavíkur og tveggja elstu bank- anna. Nýlega hafa svo bæst við Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhús- inu og Grófarhúsið með þremur söfnum, þar á meðal eru höfuð- stöðvar Borgarbókasafnsins. Þau laða að sér mikinn mannfjölda. Miðbærinn og næsta nágrenni hans hafa líka á undanförnum árum orðið æ eftirsóttari til búsetu. Fast- eignaverð þar hefur hækkað mjög og fasteignasali sagði mér að til- hneigingin hefði verið sú að þeir sem áður sóttust helst eftir ein- býlishúsi í úthverfi vildu nú hæð sem næst gamla Miðbænum. Það fylgir því ætíð viss lífsháski að búa í hjarta borgar, það er meðal annars það sem gerir þær spenn- andi. Og þannig hefur það lengi ver- ið í Reykjavík. Einu sinni var Hafn- arstræti annáluð rónagata. Orðið Hafnarstrætis-róni varð að hugtaki. Ein af mínum fyrstu minningum sem barn í Reykjavík var að for- eldrar mínir voru að koma vestan úr bæ með mig á gamlárskvöld og heim á Barónsstíg. Miðbærinn var nánast í umsátursástandi og við átt- um í vandræðum með að komast í gegnum hann. Grjóthríð dundi á gömlu lögreglustöðinni, reynt var að velta bílum og öskutunnum rúll- að niður Bankastræti. Slagsmál hafa ætíð verið fylgifiskar skemmt- analífs í Miðbæ Reykjavíkur. Hver man ekki eftir unglingafylleríinu á Hallærisplani? Sjálfur bjó ég í Austurstræti á árunum 1968–1972. Þá voru rónar daglegt brauð í and- dyri hússins, þar sem ég bjó, og stundum álpuðust þeir alla leið á efstu hæð og jafnvel inn í íbúðina mína. Oft voru þá rúður brotnar í verslunum í Austurstræti að næt- urþeli. Svona var Miðbærinn og svona er hann enn. Ég er borgarbúi og vil lifa í borg með öllu sem henni fylgir. En að sjálfsögðu vil ég hafa löggæsluna í lagi. Svartagallsrausinu, sem dunið hefur yfir fjölmiðla að undanförnu, linni. Þetta er ekki svona svart. Þvert á móti er Miðbærinn lifandi og skemmtilegur staður. Svartagallsrausinu linni Guðjón Friðriksson Miðbærinn Þetta er ekki svona svart, segir Guðjón Friðriksson. Þvert á móti er Miðbærinn lif- andi og skemmtilegur staður. Höfundur er sagnfræðingur og rithöfundur. NÚ BERAST ugg- vænlegar fréttir til eyrna, fréttir sem snúa að útvarpslandsslagi Íslands. Menntamála- ráðherra hefur farið öf- ugu megin framúr og fengið þá flugu í höfuð- ið að breyta Rás 2 í miðstöð svæðisútvarpa og flytja hana norður á Akureyri. Ekki nóg með það heldur hefur útvarpsstjóri látið svo um mælt að þetta komi vel til greina. Á slíku máli eru margir fletir og sitt sýnist ábyggilega hverjum. Án efa leiddi slíkur flutn- ingur eitthvað gott af sér fyrir ein- hverja, en mín skoðun er sú að það væru hrapalleg mistök að hrinda slíkri áætlun í framkvæmd. Svo virð- ist nefnilega sem Björn blessaður Bjarnason átti sig ekki alveg á því hlutverki sem Rás 2 gegnir. Áður en lengra er haldið vil ég ítreka að ég geri mér grein fyrir að flutningur þarf ekki að þýða endalok alls þess góða sem þrífst á stöðinni, þó svo fyrrnefndur hafi látið svo um mælt að gera megi ráð fyrir breyttum áherslum í dagskrá, ef af yrði. Útvarpsauðn Íslands Rás 2 hefur algjöra sérstöðu með það að dagskrárgerðarmenn hafa ennþá frelsi í efnisvali í þáttum sín- um, á meðan kollegar þeirra á öðrum stöðvum mega því miður ekki spila nema það sem er í tölvunni. Að sjálf- sögðu styðst stöðin við spilunarlista sem oftast samanstendur af því sem efst er á baugi hverju sinni, en er ekki múlbundin honum eins og aðrar. Það lítur kannski út fyrir að ég ætli að fara að leggja af stað í ein- hverjar hnýtingar út í aðrar útvarpsstöðvar, en svo er nú ekki. Fyrr- nefnt frjálsræði leggur grunninn að því sem mér finnst hvað dýr- mætast við stöðina: Það að óþekktir tónlist- armenn af nánast öllum gerðum geta sótt starfsmenn hennar heim og fengið spjall og lagið sitt spilað. Slíkt er ómetanlegt fyrir hljómsveitir/tónlistarmenn sem eng- inn þekkir; að finna sköpun sinni smá útrás. Eins og það síðan atvik- ast þá er fólksfjöldi mestur hér í Reykjavík og gróskan sömuleiðis í tónlist, ólíklegt verður að teljast að það borgi sig að taka rútuna norður til að fara í slíka heimsókn... Þá má ekki gleyma að á Rás 2 eru menn iðnir við að hljóðrita hina ýmsu tónleika og senda út á stöðinni og bjóða til útsendinga í öðrum löndum. Þar með eru að verða til merkar heimildir um tónlistarlífið í landinu og verður að teljast rökrétt að þær séu varðveittar af ríkisrekinni ein- ingu. Auk þess sér maður ekki fyrir sér að einkarekin stöð legði í það æv- intýri að hljóðrita tónleika með mis- þekktum og stundum óþekktum listamönnum, nema kannski að væri fyrir ríkisstyrki og þá erum við kom- in hringinn. Sú staðreynd að Rás 2 hljóðritar ýmiskonar tónleika og dreifir til út- varpsstöðva víða um heiminn getur ekki annað en ýtt undir þann góða meðbyr sem íslensk tónlist hefur á erlendri grundu. Það framtak er hins vegar nánast það eina sem stjórnvöld gætu sagst hafa gert fyrir útflutning á íslenskri tónlist, en þar sem frumkvæðið er að sjálfsögðu frá starfsfólki stöðvarinnar komið þá hvarflar ekki að mér að eigna öðrum heiðurinn. Ef stöðin hyrfi norður þá er ég hræddur um að megnið af því góða fólki sem þar vinnur yrði eftir og augljóslega yrði mikið skarð til við það. Lokaorðin hljóta að vera á þá leið að á meðan ríkið gengur ekki vask- legar fram í að styðja við þann auð sem margsannað er að býr í tónlist- arfólki í landinu, þá er fráleitt að rýra það litla sem er til staðar fyrir það. Rás 2 til Akur- eyrar? Rugl! Kristján Már Ólafsson Útvarp Á meðan ríkið gengur ekki vasklegar fram í að styðja við þann auð sem margsannað er að býr í tónlistarfólki í landinu telur Kristján Már Ólafsson fráleitt að rýra það litla sem er til staðar. Höfundur er meðal annars tónlistarmaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.