Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 44

Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 44
UMRÆÐAN 44 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í ársbyrjun 1999 ritaði undirritaður grein í Morgunblaðið undir heitinu „Á að hækka eða lækka vexti?“ Greinin hefst með eftirfarandi orð- um: „Er hin mikla út- lánaþensla í hagkerf- inu eftirspurnardrifin eða framboðsdrifin? Miklu skiptir að greina þá krafta rétt sem eru að verki á lánsfjármarkaðnum ef peningastjórnun á að ná árangri.“ Í greininni eru síð- an færð rök fyrir því að „útlánaþenslan eigi sér fyrst og fremst rætur á fram- boðshlið lánamarkað- arins, þ.e. hjá banka- kerfinu sjálfu“. Þeirri spurningu er velt upp „hvort ekki hafi orðið það miklar breytingar á framboðshlið lána- markaðarins á árinu 1998 að í raun sé um kerfisbreytingu að ræða sem breytt hafi markaðsskilyrðum lánsfjármarkaðarins verulega. Í þessu sam- hengi eru nefnd fjögur atriði, þ.e. breytingar á stjórntækjum Seðla- bankans, tilkoma Fjárfestingabanka atvinnulífsins, harðnandi samkeppni bankanna, og mikill vaxtamunur milli inn- lendra og erlendra lána“. Frekari grein er gerð fyrir þessum þáttum í greininni. Næstsíðasta málsgrein greinar- innar hljóðar svo: „Mikill vaxta- munur á inn- og erlendum lána- markaði getur skapað verulegt ójafnvægi á innlendum peninga- markaði. Ef fjársterk innlend fyr- irtæki sem njóta trausts erlendis færa lánaviðskipti sín út úr landinu vegna hagstæðari kjara losnar um fjármagn hér innanlands og útlána- geta innlendra banka eykst til ann- arra viðskiptavina. Svipaða sögu er að segja ef bankarnir sjálfir leita á erlendan lánamarkað til að auka útlánagetu sína hér á landi. Ef bankarnir vilja auka útlán sín geta þeir annað tveggja höfðað til spar- enda um aukin innlán eða aukið er- lenda lántöku sína til endurlána“. Og lokamálsgreinin hljóðar svo: „Ljóst er af ofangreindum þáttum að mikill þrýstingur er á framboðs- hlið lánsfjármarkaðarins um aukin útlán. Einn lykilþáttur í þeim þrýstingi er vaxtamunur milli inn- lendra og erlendra lána sem gefur bankakerfinu færi á auknum um- svifum. Væri vaxtamunurinn minni drægi verulega úr hvatningu þeirra til erlendrar lántöku og end- urlána. Lækkun vaxta drægi því verulega úr frumkvæði bankakerf- isins að útlánaþenslu. Í þessu sam- hengi má velta upp hvort hinn mikli viðskiptahalli sem þjóðarbúið á við að etja eigi ef til vill rætur í kerfisbreytingum á framboðshlið lánsfjármarkaðarins“. Þannig voru þau orð. Nú nálægt þremur árum síðar eru bæði fyrirtækin í landinu og heimilin orðin mjög skuldum vafin vegna þessarar miklu útlána- þenslu, og því illa undir það búin að mæta samdráttarskeiði. En við skulum vona að þessi hagstjórn- armistök kenni okkur að aðeins góð menntun, þekking, fag- mennska og skýlaus ábyrgð getur tryggt að slík mistök endurtaki sig ekki. Hagvísindi og fag- mennska Seðlabankans Jóhann Rúnar Björgvinsson Hagfræði Nú, nálægt þremur ár- um síðar, segir Jóhann Rúnar Björgvinsson, eru bæði fyrirtækin í landinu og heimilin orð- in mjög skuldum vafin vegna þessarar miklu útlánaþenslu. Höfundur er hagfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington. ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Vélstjóri óskast 1. vélstjóra vantar á skip sem er að fara á rækju- veiðar við Grænland. Vélarstærð 1.280 kW. Upplýsingar í síma 869 0065. R A Ð A U G L Ý S I N G A R NAUÐUNGARSALA Nauðungarsölur Framhald uppboðs á eftirtaldri fasteign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Skálá, 25%, Sveitarfélaginu Skagafirði, þingl. eign Árna Benediktsson- ar, eftir kröfu sýslumannsins á Sauðárkróki, verður háð á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 7. október 2001, kl. 10.00. Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 31. október 2001, Ríkarður Másson. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 1, Ísafirði, þriðjudaginn 6. nóvember 2001 kl. 14.00 á eftirfar- andi eignum: Aðalstræti 8, norðurendi, Ísafirði, þingl. eig. Ágúst Sigurður Saló- monsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Bára ÍS 364, sk.skr.nr. 1053, þingl. eig. Sameyri ehf., gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Selfossi. Góuholt 8, Ísafirði, þingl. eig. Arnar Kristjánsson, gerðarbeiðendur Ingvar Helgason hf. og Póllinn hf. Hlíðarvegur 12, Ísafirði, þingl. eig. Kristján Finnbogason og María Sonja Hjálmarsdóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður sjómanna. Hlíðarvegur 15, neðri hæð, 0101, Ísafirði, þingl. eig. Bergljót Halldórs- dóttir og Einar Garðar Hjaltason, gerðarbeiðandi Byggðastofnun. Holtagata 29, Súðavík, þingl. eig. Byggingarfélag Súðavíkur ehf., gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður. Véla- og verkfærageymsla Fremri-Breiðadal, Önundarfirði, þingl. eig. Skógarsveppir ehf., gerðarbeiðandi Lánasjóður landbúnaðarins. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 1. nóvember 2001. STYRKIR Félag heyrnarlausra, Laugavegi 103, 105 Reykjavík, sími 561 3560, fax 551 3567 Menntunarsjóður Félags heyrnarlausra Umsóknir um styrki Stjórn Menntunarsjóðs Félags heyrnarlausra auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að menntun heyrnarlausra, daufblindra og heyrnarskertra, formlegrar og óformlegrar og einnig starfsþjálfunar. Skilyrði fyrir styrkveitingu úr sjóðnum er að viðkomandi sé fullgildur félagsmaður í Félagi heyrnarlausra. Umsóknir um styrki úr sjóðnum ásamt ítarleg- um upplýsingum um umsækjendur og væntan- legt nám, ber að senda til stjórnar Menntun- arsjóðs Félags heyrnarlausra, Laugavegi 26, 101 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 1. desember 2001. TILKYNNINGAR Handverksfólk athugið Handverksmarkaður verður á Garða- torgi laugardaginn 3. nóvember. Vinsamlega staðfestið básapantanir í síma 692 6673 eða 861 4950. UPPBOÐ Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir Bjarkarbraut 23, 0101, Dalvíkurbyggð, þingl. eig. Ingibjörg A. Helga- dóttir, gerðarbeiðendur Fjármögnun ehf. og Sparisjóður Norðlend- inga, þriðjudaginn 6. nóvember 2001 kl. 14:00. Geislagata 7, gistihús, Akureyri, þingl. eig. Lykilhótel hf., gerðarbeið- endur Akureyrarkaupstaður, Eignarhaldsfél Alþýðubankinn hf. og Íslandsbanki-FBA hf., miðvikudaginn 7. nóvember 2001 kl. 10:30. Glerárgata 34, suðurhl. vörug. á baklóð, Akureyri ásamt vélum og tækjum, þingl. eig. Legsteinar ehf., gerðarbeiðendur Byggðastofnun og sýslumaðurinn á Akureyri, miðvikudaginn 7. nóvember 2001 kl. 11:00. Hvammshlíð 2, efri hæð og bílskúr, Akureyri, þingl. eig. Elsa Bald- vinsdóttir, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Íslands hf. og Landsbanki Íslands hf., miðvikudaginn 7. nóvember 2001 kl. 11:30. Langholt 15, Akureyri, þingl. eig. Sigurgeir Bragason, gerðarbeiðend- ur Akureyrarkaupstaður og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 7. nóv- ember 2001 kl. 13:30. Litlahlíð, íbúðarhús, Eyjafjarðarsveit, þingl. eig. Anna Hafdís Karls- dóttir, gerðarbeiðendur Ingvar Helgason hf. og sýslumaðurinn á Akureyri, miðvikudaginn 7. nóvember 2001 kl. 14:30. Litli-Garður, Eyjafjarðarsveit, þingl. eig. Ármann Hólm I. Ólafsson, gerðarbeiðendur Sandblástur og málmhúðun hf., sýslumaðurinn á Akureyri og Véla- og skipaþjón Framtak ehf., miðvikudaginn 7. nóvember 2001 kl. 15:15. Sniðgata 1, neðri hæð, Akureyri , þingl. eig. Magnús Víðir Ásgeirsson, gerðarbeiðandi AM PRAXIS sf., miðvikudaginn 7. nóvember 2001 kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Akureyri, 1. nóvember 2001. Harpa Ævarrsdóttir, ftr. ÝMISLEGT Lagerútsala Hrím, umboðs- og heildverslun, verður með lagersölu í húsnæði sínu, Smiðjuvegi 5. Ýmsar vörur, s.s. haglabyssur, rifflar, skot, veiðifatnaður, aukahlutir, golfsett, hand- verkfæri, loftpressur, háþrýstidælur, kýtti, festifrauð, rekskrúfur, múrboltar, múrtapp- ar, rafmagnsverkfræði o.m.fl. Opið virka daga frá kl. 9.00—17.30, laug- ard. og sunnud. frá kl. 11.00—17.00. Upplýsingar í síma 544 2020. SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 1  1821128  8½ O* I.O.O.F. 12  1821128½  9.II. Í kvöld kl. 21 heldur Kristján Árnason erindi: „Grískar goð- sögur í gleðileik Dantes” í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15-17 er opið hús með fræðslu og umræðum, kl. 15.30 í umsjón Gunnlaugs Guðmundssonar, sem fjallar um stjörnuspeki og túlkun á stjörnu- kortum þátttakenda. Á sunnudögum kl. 17-18 er hugleiðingarstund með leiðbein- ingum fyrir almenning. Hugræktarnámskeið Guðspeki- félagsins verður framhaldið fimmtudaginn 8. nóvember kl. 20.30 í umsjá Sigurðar Boga Stefánssonar, sem mun fjalla um „Kristna hugleiðingu”. Á fimmtudögum kl. 16.30- 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Starfsemi félagsins er öllum opin. www.gudspekifelagid.is mbl.is ATVINNA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.