Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 45

Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 45 ÞVÍ miður er það svo, að við lifum í þjóð- félagi sem metur umönnunarstörf afar lítils, að minnsta kosti þegar kemur að því að virða þau til launa. Af hverju stafar þetta? – Það er umhugsunar- efni. – Ekki síst þegar það er haft í huga að allir sem þurfa að leggjast inn á sjúkra- hús eða eiga ættingja sína á hjúkrunarheim- ili vilja að það sé hugs- að vel um daglegar þarfir þeirra. Heilbrigðisþjónusta á Íslandi er meðal þess besta sem gerist í heiminum og við sættum okkur ekki við neitt minna. Menn þurfa að hafa sig alla við til þess að fylgja örum tækninýjungum og það er ekki hægt að segja annað en að fámenn þjóð eins og við stöndum okkur nokkuð vel í þeim efnum. En það er ekki allt unnið með nýjustu tækni og vísindum, sigurinn er ekki hálfur ef persónuleg umönnun gleymist. Einstaklingur sem þarf að dvelja á sjúkrastofnun um lengri eða skemmri tíma lendir oft í því að vera upp á aðra kominn með dag- lega umhirðu og umönnun. Grunn- þarfir fólks hafa þrátt fyrir allt ekkert breyst, og staðreyndin er sú að sé þeim ekki sinnt getur sjúk- lingi ekki liðið vel. Að sinna þessum þætti heilbrigðisþjónustunnar er jafnvel enn nauðsynlegra nú en áð- ur, þar sem sjúkra- stofnanir eru orðnar stærri og allur hraði þar, sem annarsstaðar í þjóðfélaginu, hefur aukist að miklum mun. Dagleg umönnun þarf sinn tíma og það er alls ekki á færi allra að leysa þetta starf vel af hendi. Til þess að vel fari er nauðsynlegt að þeir sem sinna veiku fólki hafi ákveðna grunnmennt- un, en hún þarf ekki að vera jafnumfangsmikil og þeirra háskóla- menntuðu stétta sem skipuleggja starf sjúkradeilda. Sjúkraliðar eru mikilvæg heilbrigð- isstétt og við gætum ekki án þeirra verið. Góðir starfskraftar eru dýr- mætir og vonandi nást samningar milli sjúkraliða og viðsemjenda þeirra áður en meiri flótti verður úr sjúkraliðastéttinni. Sjúkraliðum má ekki fækka, þeim þarf þvert á móti að fjölga, því það eru not fyrir þá víða. Sem dæmi má nefna að akkur væri í því að hafa fleiri sjúkraliða á myndgreiningardeild- um. Störf sjúkraliða eru erfið því það tekur mikið á, bæði andlega og lík- amlega, að sinna veiku fólki. Umönnunarstörf eru gefandi, en til lengdar er það ekki nægjanlegt, séu þau illa launuð og lítils metin. – Vanmetin af flestum nema þeim, sem þekkja af eigin raun, hvers virði það er, að til staðar sé fólk sem kann til verka og er tilbúið að sinna þessum störfum. Það er fólkið í landinu sem notar þjónustu sjúkrastofnana og það borgar hana líka. Því er spurt; hvort það sé almenn skoðun fólks að sjúkraliðastörf séu ekki þess virði að þau séu launuð þannig að fólk hverfi ekki alfarið frá þeim. Vanmetin störf Jónína Guðjónsdóttir Höfundur er formaður Félags geislafræðinga. Kjarabarátta Sjúkraliðar eru mik- ilvæg heilbrigðisstétt, segir Jónína Guðjóns- dóttir, og við gætum ekki án þeirra verið. Í RÆÐU Karls Steinars Guðnasonar, forstjóra Trygginga- stofnunar ríkisins, á ársfundi stofnunarinn- ar nýlega komu fram verulegar áhyggjur af vaxandi útgjöldum vegna sjúklinga sem bíða eftir þjónustu á spítölum. Undirritaður gerði þetta að umtals- efni í grein í Mbl. sem birtist 26. október og niðurstaðan varð sú að nauðsynlegt væri að veita nokkru fjár- magni til að stytta bið- lista þar sem til lengri tíma litið myndu heildarútgjöld rík- isins lækka við það. Sjúkrasaga En það er fleira sem hangir á spýtunni. Í félagsriti eldri borgara, Listin að lifa, október 2001 er stutt sjúkrasaga konu sem er á biðlista eftir mjaðmaraðgerð rakin. Hún er með slæma verki í báðum mjöðm- um og er svo komið að hún getur varla hreyft sig, nema í göngu- grind, þrátt fyrir sterk verkjalyf. Konan er 71 árs og hraust að öðru leyti og hefur hingað til getað notið lífsins á ýmsan hátt eins og greint er frá í greininni. Læknir hennar hefur sagt að hún sé komin á for- gangsbiðlista en vegna mikillar fækkunar rúma fyrir bæklunarað- gerðir geti tekið allt að ár að kom- ast í aðgerð. Ennfremur er þess getið að nýlega hafi komið fram í fréttum að um 1000 sjúklingar væru á biðlista eftir bæklunarað- gerðum. Og konan hef- ur eftir utanríkisráð- herra að við þyrftum að taka þátt í alþjóð- legu hjálparstarfi – það væru lágmarks- mannréttindi að kom- ast á spítala. Henni finnst að Halldór ætti að líta sér nær. Fjármögnun Undirritaður hefur oft áður bent á galla í fjármögnun heilbrigð- isþjónustunnar, sér- staklega að því er varðar föst fjárlög. Hér er komið ágætt dæmi um brotalöm í kerfinu. Frum- varp til fjárlaga fyrir árið 2002 hef- ur verið lagt fram. Gjöld umfram tekjur á liðnum 08 heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti eru tæp- lega 90 milljarðar króna samtals. Á liðnum 08-206 eru ætlaðir 12 millj- arðar til sjúkratrygginga. Trygg- ingastofnun ríkisins fær þessa millj- arða og ráðstafar þeim til lækniskostnaðar, lyfja, hjálpar- tækja, hjúkrunar í heimahúsum, sjúkradagpeninga o.fl. Á liðnum 08- 373, Landspítali – háskólasjúkrahús eru framlög úr ríkissjóði 20,5 millj- arðar króna. Nú er það svo að ef Landspítali verður að draga saman og fækka aðgerðum eins og raun hefur á orðið, falla til útgjöld á sjúkratryggingar vegna fjölgunar sjúklinga á biðlista. Við það eykst kostnaður á lið 08-206 sjúkratrygg- ingar sem kosta Tryggingastofnun ærnar fjárupphæðir, sennilega meira en sparast af því að gera að- gerðirnar ekki. Stytting biðlista hefði því átt að vera forgangsverk- efni. En það virðist svo að vinstri hendin viti ekki hvað sú hægri ger- ir. Stytting biðlista Þann 12. febrúar 2001 segir svo í fundargerð stjórnarnefndar Land- spítala – háskólasjúkrahúss: „Rætt var m.a. um biðlista og leiðir til að stytta hann.Til dæmis er mögulegt að framkvæma 100 bæklunar- aðgerðir og 100 bakflæðisaðgerðir fyrir u.þ.b. 62 milljónir króna, en það er jaðarkostnaður skv. útreikn- ingi skrifstofu fjárreiðna og upp- lýsinga og stjórnenda á skurð- lækningasviði og svæfinga-, gjör- gæslu-og skurðstofusviði spítalans“. Þetta þýðir u.þ.b. 300 þúsund krónur á aðgerð. Það er upphæð sem fljótlega hefði sparast á lið 08- 206, sjúkratryggingar. Það hefur verið upplýst að nokkurra mánaða lyfjanotkun sjúklinga með bakflæði kostar jafn mikið. Þessi hugmynd var lögð fyrir heilbrigðisráðherra sem ber ábyrgð á öllu sem gerist innan liðar 08 í fjárlögum og stjórn- ar bæði vinstri og hægri hendinni en ekki var fallist á hana. Þegar svona er brugðist við af þeim sem við kjósum til að gæta hagsmuna okkar er varla hægt að kenna heimsku um, svo að óhjá- kvæmilega vaknar sú spurning hvort ríkisstjórninni sé hreinlega illa við sjúklinga. Er ríkisstjórninni illa við sjúklinga? Ólafur Örn Arnarson Sjúkrakostnaður Stytting biðlista, segir Ólafur Örn Arnarson, hefði því átt að vera for- gangsverkefni. Höfundur er læknir. ÖLL viljum við geta andað að okkur fersku og heilnæmu lofti. Þeirra lífsgæða höfum við Íslendingar notið umfram aðrar þjóðir, ekki síst vegna þeirrar umhverfisvænu orku sem hér er unnin úr jarðhita og fallvötnum. Engu að síður er það nú svo að með vaxandi bílaeign hefur mengun- arálagið aukist. Ef ekk- ert verður að gert mun andrúmsloftið á höfuð- borgarsvæðinu ekki standast kröfur um hollustu og heilnæmi. Við sættum okkur ekki við slíka þró- un. Við búum við þá sérstöðu að lang- stærstur hluti loftmengunarinnar á höfuðborgarsvæðinu kemur frá bif- reiðum en ekki mengandi iðnaði eða orkuvæðingu eins og víðast hvar annars staðar þar sem samfélög eru að berjast við mengun. Þessi sér- staða gerir það að verkum að auð- veldara er að bregðast við en ella. Verkefni okkar er einfaldlega að draga úr mengun af völdum bíla. Vetnisknúinn strætó Vetnisvæðing mun miklu breyta í baráttunni fyrir meiri loftgæðum. Einhverjum kann að þykja það fjar- stæðukennd framtíðarsýn að á næstu áratugum muni hluti bílaflot- ans nýta umhverfisvænt vetni í stað innfluttra orkugjafa. Staðreyndin er hinsvegar sú að þróun slíkra bíla er vel á veg komin. Innan skamms munu vetnisknúnir strætisvagnar aka um götur höfuðborgarsvæðisins í sérstöku tilraunaverkefni sem miklu mun ráða um áframhaldandi þróun tækninnar. Miklu skiptir að við notum marg- vísleg úrræði til að draga úr notkun okkar á bensíni og olíum. Borgin get- ur lagt sitt af mörkum með þéttingu byggðar, öflugum almenningssam- göngum og fjölgun metan- og raf- magnsknúinna bif- reiða. En sú staðreynd að mannkynið þarf allt að fást við umhverfis- vanda er um leið áskor- un til okkar sem ein- staklinga, þar á meðal að við breytum sam- gönguvenjum okkar til betri vegar. Naglana burt Ágætis dæmi um af- leiðingar okkar eigin háttalags á þróun loft- gæða höfuðborgar- svæðisins er notkun nagladekkja og vaxandi svifryksmengun af þeirra völdum. Talið er að rúmlega helmingur alls svifryks komi frá um- ferðinni, u.þ.b. 15% frá útblæstri en u.þ.b. 40% vegna slits á vegum. Hald- ist notkun nagladekkja lítið breytt gera menn ráð fyrir því að í Reykja- vík einni spæni nagladekkin upp u.þ.b. 10.000 tonn af malbiki á árinu. Úr þessu verða til u.þ.b. 200 tonn af svifryki sem við síðan öndum að okk- ur, sem getur verið okkur hættulegt eins og rannsóknir hafa sýnt. Á sama tíma benda innlendar jafnt sem er- lendar rannsóknir til þess að öryggi nagladekkja sé stórlega ofmetið. Það á bæði við um samanburð við nýrri tegundir vetrardekkja, t.d. loftbólu- dekk og harðkornadekk sem og var- kárni og hæfileika ökumannsins. Borgarbúar ættu því að hugsa sig vel um áður en þeir setja negld dekk undir bílinn. Í raun þurfum við öll að velja á milli meiri loftgæða og notk- unar nagladekkja. Í ljósi þeirra upp- lýsinga sem liggja fyrir ætti valið að verða auðvelt, jafnvel þótt ekki komi til sérstök gjaldtaka fyrir notkun nagladekkja. Slík gjaldtaka gæti hinsvegar orðið nauðsynleg verði ekki verulega dregið úr notkun negldra dekkja á næstu árum. Loftgæðin á Netið Í samræmi við vaxandi mikilvægi þessa málaflokks hafa Heilbrigðis- eftirlit Reykjavíkur og Hollustu- vernd ríkisins ákveðið að stórauka loftgæðamælingar og miðlun upplýs- inga. Þannig munu tvær fastar mæli- stöðvar verða starfræktar innan borgarmarkanna á næsta ári. Þær munu stöðugt fylgjast með þróun loftgæða auk þess sem hægt verður að nýta færanlega stöð í þágu loft- gæðaeftirlits. Þá er fyrirhugað að miðla upplýsingum um loftgæði líð- andi stundar þannig að allir geti nálgast þær á hvaða tíma sólar- hringsins sem er á Netinu. Aukin upplýsingagjöf mun von- andi verða til þess að draga athygli allra að því mikilvæga verkefni sem framundan er. Við þurfum öll að standa vörð um heilnæmar auðlindir okkar, þ.á m ómengað og hreint loft. Við höfum töluvert um það að segja sjálf hvað framtíðin ber í skauti sér. Loftgæði í forgang Hrannar Björn Arnarsson Loft Í raun þurfum við öll, segir Hrannar Björn Arnarson, að velja á milli meiri loftgæða og notkunar nagladekkja. Höfundur er borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans. The best lack all conviction, while the worst Are full of passion- ate intensity. (W.B. Yeats, írskt skáld.) Upp er risinn flokk- ur landráðamanna sem helst vill íslenska tungu feiga á þeim for- sendum að hún sé ekki nógu gróðavænleg. Hefur verið tekið hraustlega á móti bulli þessara manna og fátt orðið um svör af þeirra hálfu. Meðal þeirra sem skotið hafa skildi fyrir móður- málið eru prófessor Kristján Árna- son og Sigurður Kristinsson heim- spekingur. Kristján skrifar pistil um þessi mál í Lesbókinni, Sigurður í Skírni og kennir ýmissa grasa í greinum þeirra, mislystugum. Ólyst- ugar þóttu mér athugasemdir þeirra um örlög gelískunnar á Írlandi en þeir gefa í skyn að Írar hafi af fúsum og frjálsum vilja gert ensku að móð- urmáli sínu. En þetta er vægast sagt villandi. Enska hefur verið stjórnun- armál á eyjunni grænu síðan í lok miðalda, enda var landið ensk ný- lenda og yfirstéttin ensk. Líklega hefur stór hluti þjóðarinnar orðið tvítyngdur snemma á öldum því vart var hægt að fóta sig í samfélaginu án þess að kunna mál valdhafanna. Alltént urðu borgarbúar snemma enskumælandi. Á sautjándu öld hefst stórfelldur innflutning- ur enskumælandi mót- mælenda til norður- hluta Írlands með frægum afleiðingum. Mótmælendur unnu sigur á innfæddum í mikilli fólkorrustu og má velta því fyrir sér hvort enska væri töluð á Írlandi í dag hefði orrustan farið á annan veg. Nefna má að helsti hugsuður Írlands, heimspekingurinn George Berkeley skrif- aði bækur sínar á ensku. Það var ekki nema von því Berkeley var af enskum uppruna og hefur sennilega ekki kunnað stakt orð í gelísku. Hann valdi sem sagt ekki að skrifa á ensku, hann gat ekki annað. Þess ut- an hefur hann örugglega talið sig Englending, ekki Íra, og átt það sammerkt með stórum hluta af íbú- um Írlands. Hvað sem því líður verð- ur enskan ekki mál meirihlutans fyrr en eftir hungursneyðina miklu um miðbik nítjándu aldar. Hún bitnaði langharðast á gelískumælandi fólki. Ekki bætti úr skák að sá gífurlegi fjöldi Íra sem flutti til Ameríku í kjölfar mannfellisins var að miklum hluta mæltur á gelísku. Enska verð- ur að meirihlutmáli vegna kúgunar Englendinga, hungursneyðar og landflótta, ekki vegna geðþótta Íra sjálfra. Með slíkum skrifum eru þeir Kristján og Sigurður að skemmta skrattanum, málskiptingunum mið- ur yndislegu. Fræðaþulirnir tveir geta betur en þetta enda lærðir menn og málinu hollir. Þeir hafa því miður látið glepjast af áróðri fimmtu herdeildarinnar, málfeigðarsinn- anna. Írafárið er í þeirra anda. Írafárið, gelísk- an og íslenskan Stefán Snævarr Höfundur kennir heimspeki í Noregi. Tungumál Með slíkum skrifum eru þeir Kristján og Sig- urður, segir Stefán Snævarr, að skemmta skrattanum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.