Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 47
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 47
KLT944 Connexion firá›laus sími me› 10
númera minni, stillanlegri hringingu og
styrk og s‡nir lengd hvers símtals.
HRJ580 Jvc Sex hausa myndbandstæki me› nicam
stereo, longplay, upptökuminni, öllum a›ger›um á
skjá og scart-tengi.
MIC1220 United
Hljómtækjasamstæ›a me› útvarpi,
geislaspilara og segulbandi.
Hljómtækjasamstæ›a
Fer›atæki
firá›laus sími
Örbylgjuofn
10.990 kr.
Myndbandstæki
24.990 kr.
MWO1975 United 20 l
Rúmgó›ur örbylgjuofn, einfaldur í
notkun og me› öllum
hef›bundnum möguleikum.
RCD2353 United
Fer›atæki me› geislaspilara,
útvarpi og segulbandi.
6.990 kr.
5.990 kr.
9.990 kr.
Allar flessar vörur fást í Hagkaupum Smáralind.
Takmarka› úrval í ö›rum verslunum Hagkaupa.
ÁSTÆÐA þess að ég styð Ásgerði
eindregið í fyrsta sæti er einföld. Ég
hef ekki aðeins reynt Ásgerði af
fjölda þarfra verka í
þágu bæjarfélagsins,
heldur hef ég einnig
í gegnum árin starf-
að mikið með þessari
atorkumiklu konu,
m.a. fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn og ekki
hvað síst íþrótta-
félagið Gróttu. Ég
hef því kynnst af eigin raun hennar
einstaka drifkrafti og ósérhlífni. Ás-
gerður lætur verkin tala og þau eru
hvorki fá né smá, hvort heldur litið
er til stjórnmála, félagsmála eða
íþrótta- og æskulýðsmála, svo dæmi
séu nefnd. Þess vegna met ég það
svo, að reynsla hennar og þekking
geri hana afar hæfa til þess að stýra
bæjarfélaginu okkar.
Hvet ég alla sem kjósa í opnu
prófkjöri sjálfstæðismanna á Sel-
tjarnarnesi 3. nóvember nk. að veita
Ásgerði stuðning í 1.sætið.
Ásgerði sem
bæjarstjóra!
Guðrún B.Vilhjálmsdóttir, varaformaður
félagsmálaráðs Seltjarnarness, skrifar:
Guðrún B.
Vilhjálmsdóttir
Seltjarnarnesið er
lítið og lágt, svo kvað
skáldið forðum. Víst
er það rétt. Sá hluti
nessins sem nú til-
heyrir Seltjarnar-
nesbæ er aðeins 1,6
m² og Valhúsahæð er
aðeins 30 m yfir sjáv-
armáli. Strandlengja
á íbúa í metrum talin
er samt meiri en í
flestum öðrum bæj-
arfélögum. Það eru
forréttindi! En hér
búa ekki lengur fáir
og hugsa smátt held-
ur margir og hugsa
hátt. Íbúar Seltjarnarness hafa að
jafnaði góðar tekjur og gera kröfur
til lífsins, kröfur til sjálfra sín og
barna sinna og kröfur til bæjar-
félagsins.
Byggð á
Hrólfskálamel
Það er staðreynd að meðan íbú-
um fækkaði lítillega á nesinu á sl.
ári, fjölgaði börnum á leikskóla- og
grunnskólaaldri. Það segir sína
sögu. Nú styttist í að Seltjarnarnes
teljist fullbyggt og því munu
áherslur í skipulagsmálum breyt-
ast. Skipulagsnefnd hefur nýlega
samþykkt að mæla með tilboði ÍAV
í byggingu íbúða á Hrólfskálamel,
á horni Nesvegar og Suðurstrand-
ar. Önnur ný íbúðabyggð er ekki
fyrirsjáanleg. Nokkur þétting
byggðar mun þó verða í eldri
hverfum. Hrólfskálamelur verður
hjarta bæjarins í meira en einum
skilningi og því er afar mikilvægt
að vel takist til. Byggðin þarf að
tengja saman á sem eðlilegastan
hátt skólana og leikskólana, íbúðir
aldraðra og fjölbýlishúsin á Aust-
urströnd, íþróttamiðstöðina og lág-
reist einbýlishús.
Ásýnd bæjarins veltur mikið á
útliti þessarar nýbyggðar. Bygg-
ingarnar þurfa að falla vel að um-
hverfinu og að gefa bænum hlýleg-
an, fjölskylduvænan og jafnframt
nýtískulegan svip. Hverfið þarf
einnig að tengjast vel við þjón-
ustuna á Eiðistorgi og Austur-
strönd.
Umferðarskipulag
mikilvægt
Aðkomuleiðir að Nesinu eru að-
eins tvær, Eiðisgrandi og Nesveg-
ur, og er hverfið því staðsett við
ein aðalgatnamótin í bænum.
Hverfið mun aðeins teljast vel
heppnað ef umferðarmálin verða
leyst á farsælan hátt. Það er óneit-
anlega freistandi að sjá fyrir sér
Suðurströndina liggja undir Nes-
veginn og allt þetta svæði sem að-
laðandi göngusvæði, er tengir sam-
an byggðahlutana sitt
hvorum megin með
stéttum, bekkjum,
gróðri og iðandi mann-
lífi. Þó er vafasamt að
sú lausn geti gengið
upp í bráð af tækni-
legum ástæðum, svo
ekki sé minnst á kostn-
aðinn, og því er ljóst að
nokkuð er þar til sá
draumur getur ræst.
Eflum bæjarbraginn
Við eigum auðvitað
okkar torg innanhúss,
Eiðistorgið. Af ein-
hverri ástæðu hefur okkur ekki
lánast að gera það að þeim iðandi
kjarna mannlífs og viðskipta sem
vonast var eftir. Væri ekki gaman
að sjá Eiðistorg sem miðstöð lista-
manna og sérstæðrar gjafavöru,
þar sem fólk kemur til að versla,
rölta, skoða og spjalla? Nokkurs
konar félagsmiðstöð bæjarbúa?
Með endurskipulagningu íþrótta-
miðstöðvarinnar og sundlaugarinn-
ar mætti auka nýtingu, lengja við-
verutíma og auka fjölbreytni í
þjónustu við bæjarbúa.
Mörkum
okkur stefnu
Mörg verkefni bíða komandi
bæjarstjórnar. En hvert viljum við
stefna? Hvernig sjáum við framtíð
Seltjarnarness fyrir okkur? Hvern-
ig viljum við „markaðssetja“ bæinn
okkar? Viljum við vera eingöngu
svefnbær sem sækir sína afþrey-
ingu og menningu annað eða viljum
við efla bæjarbraginn og umhverf-
ið, svo að aðrir leiti hingað í aukn-
um mæli eftir menningu og afþrey-
ingu? Því ekki það? Við höfum allt
að vinna.
Seltirningar – hugsum hátt!
Inga Hersteinsdóttir
Prófkjör
Ný byggð á Hrólf-
skálamel, segir Inga
Hersteinsdóttir, skiptir
miklu máli fyrir ásýnd
bæjarins.
Höfundur er verkfræðingur, situr í
bæjarstjórn og ýmsum nefndum á
Seltjarnarnesi og gefur kost á sér
í 2. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna
á Seltjarnarnesi.
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Silhouette