Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 48

Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 48
UMRÆÐAN 48 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞÁTTASKIL verða á Seltjarn- arnesi næsta vor þegar nýr maður tekur við stjórnartaumum eftir langa og farsæla setu núverandi bæjarstjóra. Miklu skiptir að vel takist til við val á leiðtoga sjálfstæðismanna fyrir komandi kosn- ingar. Seltirningar hafa búið við stöð- ugleika og styrka stjórn bæjarins um langan tíma og svo verður að vera áfram. Því eru það mikil gleðitíð- indi að Jónmundur Guðmarsson núverandi forseti bæjarstjórnar hafi boðið sig fram til þess ábyrgð- armikla verkefnis að leiða lista sjálfstæðismanna. Jónmundur hef- ur víðtæka starfsreynslu hér heima og erlendis, jafnt á sviði al- þjóðlegra viðskipta sem og stjórn- sýslu, sérstaklega á sviði mennt- unar. Hann sinnir öllum verkum af yfirvegun og alúð og hefur skýra framtíðarsýn í málefnum Seltjarn- arness þar sem hagur fjölskyld- unnar og örugg fjármálastjórn er sett í öndvegi. Ég treysti Jónmundi til að leiða Seltjarnarnes og íbúa þess til áframhaldandi hagsældar. Ég skora á stuðningsmenn Sjálfstæð- isflokksins á Seltjarnarnesi að kjósa Jónmund Guðmarsson í fyrsta sæti í prófkjörinu á laug- ardaginn. Traustan mann til forystu! Ólöf Nordal, lögfræðingur, skrifar: Ólöf Nordal  Meira á netinu Á LAUGARDAG boðar Sjálfstæð- isfélag Seltjarnarness til prófkjörs fyrir bæjarstjórnarkosningar vorið 2002. Sigurgeir bæjarstjóri gefur ekki kost á sér en tveir gefa kost á sér í 1. sæti og verður annar þeirra næsti bæjarstjóri. Sá draugur hefur fylgt bæjarstjórnarmeiri- hlutanum að vilja hola niður byggð við Nesstofu þrátt fyrir ítrekaða andstöðu bæjarbúa. Nes við Seltjörn er eitt merkasta hús lands- ins og þar er vagga læknakennslu og lyfsölu. Í október 1996 úthlutaði bær- inn lóð þar undir lækningaminjasafn í sátt allra bæjarbúa. Nú lýsir forseti bæjarstjórnar í mín eyru að lóðinni hafi verið úthlutað stofnun og megi eins byggja 4000 fm hjúkrunarheim- ili eins og 850 fm safn! Hann sam- þykkti samt nýlega tillögu um „hjúkrunarheimili á lóð þeirri er ætl- uð var undir læknaminjasafn“. Nú eiga Seltirn ingar kost á að velja bæj- arstjóra sem vill reisa hjúkr- unarheimili á Nesinu í sátt bæjarbúa. Málið snýst ekki um hvort hjúkr- unarheimili rísi heldur hvar. Kynnið ykkur málið vel og fylkið ykkur um glæsilegan og traustan bæjarstjóra, Ásgerði Halldórsdóttur. Nýr bæjarstjóri Ólafur Björgúlfsson, tannlæknir, skrifar: Ólafur Björgúlfsson  Meira á netinu Á LAUGARDAG fer fram opið prófkjör D-listans á Nesinu fyrir kosningarnar 2002. Í fyrsta sinn í 40 ár verður kosið um nýtt bæj- arstjóraefni. Kafla- skipti verða er nýir aðilar taka um stjórnvölinn. Tveir keppa um fyrsta sæti flokksins, Ásgerður Halldórs- dóttir og Jónmundur Guðmarsson. Bæði frambærilegt fólk. Ásgerður Halldórsdóttir við- skiptafræðingur er fremst meðal jafningja þegar að bæjarstjórastarf- inu kemur. Hún hefur ótvíræða hæfileika, menntun og reynslu til að axla þá ábyrgð. Hún mun standa vörð um verndun vestursvæða Nessins, einnar mestu útivistarparadísar höfuðborg- arsvæðisins. Þar fylgir hún stefnu fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélagsins í einu og öllu og mun ekki víkja frá henni. Með því að velja Ásgerði velja bæjarbúar óbreytta stefnu sem meginþorri íbúanna fylgir í um- hverfis- og náttúruverndarmálum. Hún hefur auk þess verðmæta menntun og reynslu í fjármála- stjórnun. Það er krafa íbúanna að áfram verði haldið um fjármál bæj- arins með ábyrgum hætti. Með Ás- gerði í 1. sæti tryggjum við áfram trausta stjórn Nessins.  Meira á netinu Nýr bæjarstjóri Nessins valinn Jón Hákon Magnússon, fyrrv. forseti bæjarstjórnar, skrifar: Jón Hákon Magnússon ÉG VAR svo heppin fyrir nokkr- um árum að kynnast Ásgerði Hall- dórsdóttir, einum ötulasta forystu- manni sjálfstæðismanna í kjördæminu okkar. Sem nýliði á vettvangi stjórnmál- anna skynjaði ég fljótt þann einstaka styrk sem stafar af Ásgerði og ótvíræða leiðtogahæfileika. Heiðarleiki hennar, stefnufesta og ósér- hlífni eru dýrmætir eiginleikar í stjórn- málum samtímans, auk þess sem hún hrífur auðveldlega alla í kring- um sig með brennandi áhuga og bar- áttugleði á vit nýrra sigra og betri tíma. Það er því bæði skemmtilegt og gefandi að starfa með Ásgerði. Það sem heillaði mig þó mest í sam- starfi okkar var hversu auðveldlega hún kemur auga á einfaldar lausnir þótt staðið sé frammi fyrir erfiðum vandamálum. Það kann ég best að meta í fari stjórnmálamanna, að þeir mikli ekki málin fyrir sér heldur taki á þeim, á þann einbeitta og yfirveg- aða hátt sem Ásgerði er lagið. Ég vona að Ásgerður njóti stuðnings sem allra flestra í fyrsta sæti í próf- kjöri Sjálfstæðismanna á Seltjarn- arnesi 3. nóvember nk. Áfram Ás- gerður! Áfram Ásgerður Helga Guðrún Jónasdóttir, sjálfstæð- ismaður í Kópavogi, skrifar: Helga Guðrún Jónasdóttir KJARNAKONAN Ásgerður Hall- dórsdóttir hefur gefið kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi, sem fram fer 3. nóvember nk. Um leið og ég hvet sem flesta til að taka þátt í þessu spennandi prófkjöri, langar mig jafnframt til að lýsa eindregn- um stuðningi mínum við Ásgerði, sem bæjarstjóraefni okkar Seltirninga. Sem íbúi á Seltjarnarnesi nær öll mín uppvaxtarár hef ég gert mér grein fyrir að eitt mikilvægasta verk- efni hvers bæjarfélags varðar velferð barna og unglinga, menntun þess og undirbúning fyrir fullorðinsárin. Mikilvægi forvarnarstarfs t.d. með fjölbreyttu og virku íþróttastarfi, góðri aðstöðu til íþróttaiðkunar og stuðningi bæjarfélagsins er óumdeil- anlegt. Ég kýs Ásgerði í 1. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna þann 3. nóvember næstkomandi. Ásgerði í fyrsta sæti Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleiksmaður, skrifar: Guðjón Valur Sigurðsson  Meira á netinu ÁSGERÐUR Halldórsdóttir við- skiptafræðingur hefur tekið áskorun fjölda sjálfstæðismanna um að bjóða sig fram í fyrsta sæti og þar með að verða bæjarstjóraefni flokksins í Seltjarn- arnesbæ. Engum ætti að koma á óvart að skorað hafi verið á Ásgerði til fram- boðs í fyrsta sætið, en hún hefur verið í framvarðasveit sjálfstæðismanna á „Nesinu“ í hartnær 15 ár, ásamt því að hafa unnið ötullega að íþrótta- og æskulýðsmálum í bænum. Of langt mál væri að telja upp þann aragrúa nefnda og félaga sem notið hafa starfskrafta hennar en núverandi formennska fulltrúaráðs flokksins er dæmi um það traust sem hún nýtur meðal sjálfstæðismanna. Ásgerði Halldórsdóttur prýða mannkostir sem gera hana að fram- bjóðanda sem mikil ánægja er að styðja. Um leið og ég óska Seltirn- ingum til hamingju með framboð hennar hvet ég sjálfstæðismenn til að fjölmenna á prófkjörsstað og tryggja glæsilega kosningu þessarar ungu athafnakonu í fyrsta sæti listans. Atorkukonu í forystu! Ellen Ingvadóttir, formaður Lands- sambands sjálfstæðiskvenna, skrifar: Ellen Ingvadóttir SELTIRNINGAR eiga því láni að fagna að Jónmundur Guð- marsson gefur kost á sér sem for- ystumaður Sjálfstæðisflokksins við sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Jónmundur er vel fallinn til for- ystu þar sem ábyrg fjármálastjórn þarf að fara saman við óskir íbú- anna um góðar aðstæður til upp- eldis og fjölskyldulífs, góða þjón- ustu við eldri borgara, framúrskarandi skóla, grósku í menningarlífi, virð- ingu fyrir umhverf- inu og öflugt æsku- lýðs- og íþróttastarf að ógleymdum skipu- lagsmálum sem verða ofarlega á baugi næstu árin. Forystumaður í bæjarstjórn þarf að hafa framtíð- arsýn og metnað fyrir hönd bæj- arfélagsins á öllum sviðum, ásamt ábyrgð og staðfestu. Ég treysti Jónmundi til að ná árangri jafn- framt því að tryggja að álögur á íbúana verði í lágmarki. Ég hvet stuðningsmenn Sjálf- stæðisflokksins á Seltjarnarnesi til að taka þátt í prófkjörinu 3. nóv- ember og tryggja Jónmundi fyrsta sætið á listanum. Tryggjum Jónmundi fyrsta sætið Ari Páll Kristinsson, íbúi á Seltjarnarnesi, skrifar: Ari Páll Kristinsson  Meira á netinu JÓNMUNDUR Guðmarsson, for- seti bæjarstjórnar, gefur kost á sér í 1. sæti sjálfstæðismanna á Seltjarn- arnesi. Þegar Jón- mundur gaf kost á sér til starfa fyrir bæjarfélagið fyrir síðustu sveit- arstjórnarkosningar sá ég strax að hér var á ferð ábyrgur ungur maður með mikla og ábyrga framtíðarsýn fyrir sitt bæjarfélag. Eftir að hafa unnið með honum í bæjarstjórn og fylgst með störfum hans í nefndum bæjarins hefur það sýnt sig að hér er á ferðinni hæfi- leikaríkur og duglegur maður með mikla forystuhæfileika. Hann vinnur af einurð og heið- arleika í öllum þeim störfum sem hann vinnur í umboði bæjarfélags- ins. Ég treysti honum til þess að skipa efsta sæti á lista okkar sjálf- stæðismanna inn í næstu sveit- arstjórnarkosningar og ég treysti honum jafnframt til að verða næsti bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. Tryggjum Jón- mundi 1. sætið Erna Nielsen, bæjarfulltrúi Sjálfstæð- isflokksins á Seltjarnarnesi, skrifar: Erna Nielsen EKKI efa ég að í prófkjöri sjálf- stæðismanna á Seltjarnarnesi séu margir hæfileikaríkir frambjóð- endur. Það býr gott fólk á Nesinu. Það veit ég af góðu ná- býli við Seltirninga í marga áratugi. Ein er þó sú kona, sem gefur kost á sér í þessu prófkjöri, sem að mínu mati er sérstök ástæða til að mæla með. Það er Ásgerður Hall- dórsdóttir. Enda þótt mér sé ekki sjálfum fært að greiða henni at- kvæði, meðan ég er ekki fluttur yfir vegamót, er mér bæði ljúft og skylt að hvetja sjálfstæðisfólk á Nesinu til að styðja Ásgerði til forystu. Hún hefur lengi látið til sín taka í æskulýðs- og íþróttamálum, verið glæsilegur fulltrúi síns félags og sinna samherja, hvort heldur í fé- lagsstörfum eða stjórnmálavafstri, býður af sér góðan þokka, vekur hvarvetna athygli fyrir háttvísi og rökvísi og er föst fyrir þegar á þarf að halda. Hún er vel til forystu fallin, hreinskiptin og málefnaleg. Hún er góður kostur, hún Ásgerð- ur. Ég mæli með Ásgerði Ellert B Schram, forseti ÍSÍ, skrifar: Ellert B. Schram Dalvegi 28  200 Kópavogi  Sími 564 4714  Fax 564 4713

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.