Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 50
MINNINGAR
50 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ólafur Daðasonfæddist á Narf-
eyri á Skógarströnd
7. maí 1906. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans
Landakoti 25. októ-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Daði Daníelsson frá
Litla-Langadal á
Skógarströnd, lengst
af bóndi á Setbergi, f.
10.10. 1850, d. 26.11.
1939, og María
Magdalena Andrés-
dóttir, f. 22.7. 1859,
d. 3.9. 1965. Ólafur var yngstur
barna þeirra. Systkini Ólafs voru
14: Katrín, f. 30.8. 1881; Kristín, f.
13.7. 1882; Ingibjörg, f. 19.5. 1884;
Valdimar, f. 1885, dó sex ára; Ing-
ólfur, f. 22.12. 1886; Theodóra, f.
1887, dó fjögurra ára; Sesselja, f.
13.9. 1889; Sigurður, f. 31.1. 1891;
Theodóra Friðrika, f. 19.1. 1892;
Valdimar, f. 29.5. 1894; Kristín, f.
12.3. 1897; Guðrún, f. 17.5. 1898;
Jón, f. 12.5. 1899; og Guðmundur,
f. 13.11. 1900. Af þessum stóra
systkinahópi er aðeins Guðmund-
ur enn á lífi.
Ólafur kvæntist
19.5. 1934 Guðnýju
Guðjónsdóttur frá
Raufarfelli í Austur-
Eyjafjallahreppi, f.
2.8. 1914, d. 2.7.
1994. Börn þeirra
eru: 1) Daði, f. 3.6.
1935, kvæntur Mar-
gréti Jónsdóttur og
eiga þau tvo syni og
tvö barnabörn. 2)
Guðjón Þór, f. 29.10.
1936, kvæntur
Ágústu Þorsteins-
dóttur. Þau eiga tvö
börn og fjögur
barnabörn. 3) Jón, f. 29.4. 1938,
kvæntur Birnu Sigurjónsdóttur
og eiga þau sex börn samtals og
tíu barnabörn. Jón var áður giftur
Ingibjörgu Árnadóttur. 4) María
Jóna, f. 11.4. 1945, gift Þórði
Þórðarsyni. María var áður gift
Kenneth Wright. Hún á dóttur og
tvö barnabörn.
Ólafur hóf nám í bólstrun 1.
október 1928 og við það starfaði
hann í um 70 ár.
Útför Ólafs fer fram frá Ás-
kirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Mig langar til að minnast Óla afa
míns með nokkrum orðum. Frá því
að ég fyrst man eftir mér var hann
alltaf sami blíði og góði afinn í mín-
um huga.
Hann kenndi mér mjög margt og
hafði alltaf nægan tíma þegar ég
kom í heimsókn, sem var mjög oft,
sérstaklega þegar ég var yngri.
Við afi tefldum nánast alltaf þegar
tími gafst til. Ef hægt er að segja að
einhver hafi kennt mér að tefla þá
var það Óli afi. Þegar maður hugsar
til baka þá var ótrúlegt hvað hann
gaf sér alltaf mikinn tíma til að leika
við okkur krakkana. Þegar ég kom í
heimsókn var taflið yfirleitt umsvifa-
laust dregið fram og við tókum
nokkrar skákir. Stundum spilaði afi
líka á spil við okkur frændsystkinin
og var þá oft mikið fjör.
Óli afi var einn traustasti og heil-
steyptasti maður sem ég hef kynnst.
Hann kenndi mér líka svo fjölmargt,
mest með eigin hegðun. Hann var
ekki fyrir það að vera predika yfir
fólki. Aldrei sagði hann mér að ég
ætti að framkvæma hlutina svona
eða hinsegin. Hann kenndi með því
að framkvæma sjálfur og auðvitað
fylgdist maður með, þó það væri
meira ómeðvitað.
Hann lifði óvenju heilbrigðu og
reglusömu lífi. Fór í sund á hverjum
degi í marga áratugi, gekk mikið og
hélt sér alltaf í mjög góðu formi.
Hann var ótrúlega hraustur maður
bæði líkamlega og andlega fram eftir
öllum aldri.
Sem dæmi þá höfðum við Óli afi
oft talað um að ganga saman á Esj-
una. Því þó að hann hafi gengið á
mjörg fjöll um ævina, þá hafði hann
aldrei gengið á Esjuna. Afi var 93
ára þegar ég kom því loks í verk að
spyrja hann hvort hann vildi ekki
koma með mér og nokkrum öðrum á
Esjuna. Það fór eins og mig grunaði,
hann var alveg til í það. Þennan dag
var frekar leiðinlegt veður, rok og
rigning. Þegar við vorum komin upp
í mitt fjall lagði ég til að við færum
ekki lengra. Ég vildi satt að segja
ekki ofgera gamla manninum. Afi
samþykkti að reyna aftur síðar þeg-
ar veðrið yrði betra.
Tveimur vikum síðar frétti ég að
Óli afi, þá 93 ára gamall, hefði keyrt
einn á gamla Volvonum sínum upp
að Esju og gengið svo aleinn upp á
topp.
Satt að segja efast ég um að marg-
ir á hans aldri leiki þetta eftir. En
svona var afi, hann hætti aldrei í
miðju kafi. Ef hann var byrjaður á
einhverju þá lauk hann því og gerði
það vel.
Mér finnst að Óli afi hafi alla tíð
verið mjög sáttur við sjálfan sig,
menn og umhverfi sitt. Þannig að ég
held að hann hafi í raun lifað mjög
góðu lífi sem margir gætu tekið sér
til fyrirmyndar. Ég heyrði hann
aldrei kvarta, ekki einu sinni þegar
hann lá banaleguna og var orðinn
mikið veikur.
Það er með miklum trega og sökn-
uði sem ég kveð Óla afa minn. Hann
var mér afar kær.
Tómas Árni Jónsson.
Elsku „afi á Rauðó“, eins og við
kölluðum hann oft. Okkur langar til
að kveðja hann með örfáum orðum.
Afi var maður sem við bárum
mikla virðingu fyrir, okkur þótti öll-
um svo innilega vænt um hann.
Hann var heill og staðfastur maður
og mikið í hann spunnið, mikill gleði-
gjafi og ávallt stutt í kímnina. Hann
átti það til að lauma að gullkornum
og birtist þá þetta sérstaka glettna
bros sem var svo einkennandi fyrir
hann. Hann var mjög kærleiksríkur
og hafði alltaf tíma til að rétta hjálp-
arhönd.
Frásagnargáfa hans var einstök
og hann átti auðvelt með að segja
skemmtilega frá og sjá spaugilegar
hliðar lífsins og gerði þá oft góðlát-
legt grín að sjálfum sér. Hann átti
það til að setja saman vísu, þótt hann
gerði lítið úr því, kallaði það „hnoð“
og hló.
Afi stundaði Sundlaugarnar af
miklu kappi og ánægju, hann fór til
að synda og var mjög nákvæmur
með að synda alltaf sömu vegalengd-
ina. Þessar daglegu sundlaugaferðir
veittu honum mikla ánægju og gleði.
Hann var húsgagnabólstrari að
mennt, mikill fagmaður á sínu sviði
og einstaklega vandvirkur. Hann
virtist finna gleði í öllu sem hann tók
sér fyrir hendur.
Allir miklir menn oss sýna,
manndómstign er unnt að ná,
og eiga þegar árin dvína
eftir spor við tímans sjá.
Fram að starfa! Fram til þarfa!
flýjum aldrei skyldu-braut!
Vinnum meira! Verkum fleira!
vinnum eins þó löng sé þraut!
(H.W. Longfellow.)
Þær eru margar gleðistundirnar
sem við minnumst, því hann var ein-
stakur förunautur. Takk fyrir ynd-
islega samfylgd þína, dýrmætan
tíma og minningarnar sem við eigum
um þig.
Helga Aðalheiður, Guðný Sif,
Ingibjörg og fjölskyldur.
Við fráfall Ólafs Daðasonar er
genginn merkur og góður fulltrúi
bólstrarastéttar á Íslandi.
Tæplega 75 ár eru liðin frá því að
fyrsti námssamningur í húsgagna-
bólstrun var gerður hér á landi og
það var einmitt við Ólaf sem þessi
samningur var gerður árið 1928,
sama ár og Meistarafélag húsgagna-
bólstrara var stofnað. Meistari Ólafs
var Kristinn Sveinsson sem á þeim
tíma rak bólsturverkstæði í húsnæði
því sem nú er veitingastaðurinn Sól-
on Íslandus. Það var nokkuð fjöl-
mennur vinnustaður á þeirra tíma
mælikvarða. Ólafur var fyrsti
sveinninn sem útskrifaðist í faginu
hér á landi.
Útaf fyrir sig er það nokkuð
merkilegt, að þau vinnubrögð sem
Ólafi voru kennd árið 1928 eru enn í
fullu gildi þegar um er að ræða
bólstrun eldri húsgagna og eina sem
hefur breytzt eru verkfærin og
vinnuaðstaðan.
Árið 1935 hóf Ólafur rekstur eigin
verkstæðis og starfrækti það óslitið
fram á miðjan níunda áratug síðustu
aldar. Fyrstu árin var starfsemin á
Bragagötunni, síðan í Skipholti, svo
á Hraunteig og að lokum við Mikla-
torg. Einsog góðum iðnaðarmanni
sæmir, sá hann svo um að fram-
lengja starf sitt, því einn sona hans;
Daði lærði iðnina af föður sínum.
Á þessum árum eignaðist Ólafur
marga trygga viðskiptavini sem svo
sannarlega kunnu vel að meta hans
góðu vinnubrögð og ljúfmannlegu
framkomu sem alla tíð einkenndu
hann.
Meistarafélagið naut starfskrafta
Ólafs. Hann sat í stjórn félagsins og
var prófdómari um áratugaskeið. Í
þakklætisskyni fyrir vel unnin störf í
þágu bólstrara gerði Meistarafélagið
Ólaf að heiðursfélaga árið 1993
ásamt þeim Ásgrími P. Lúðvíkssyni
og Karli B. Jónssyni. Nú eru þessir
heiðursmenn allir látnir.
Hin síðari ár hefur stjórn félags-
ins unnið að því að kynna lands-
mönnum starfsemi þeirra sem eru
félagsmenn Meistarafélags bólstr-
ara og jafnframt lagt áherzlu á að
kynna gamla handbragðið, sem eins-
og áður sagði er í fullu gildi enn. Í
þessu naut félagið liðstyrks Ólafs, en
hann var ávallt reiðubúinn þegar eft-
ir því var leitað að aðstoða og upp-
lýsa okkur hina yngri um ýmislegt
sem tengdist faginu, ekki sízt sög-
una, enda fáir sem svo lengi hafa ver-
ið viðloðandi það. Minni Ólafs var
ótrúlega öruggt til hins síðasta, þó
svo aldurinn væri hár, en hans ljúfa
geð og unglegu hreyfingar létu alla
gleyma því að hann var kominn vel á
tíræðisaldur þegar þessi samvinna
stóð hvað hæst.
Meistarafélaginu sýndi hann mik-
inn heiður þegar hann færði því að
gjöf áðurnefndan námssamning og
verður hann vel varðveittur enda er
hann ein merkasta eign félagsins.
Um leið og bólstrarar á Íslandi
votta aðstandendum Ólafs Daðason-
ar samúð sína, vilja þeir þakka hon-
um samfylgdina sl. 73 ár. Blessuð sé
minning hans.
Meistarafélag bólstrara.
ÓLAFUR
DAÐASON
! "
#
$$
#
! " #$%%$ %"&
'#&$$%""& () #% () *%
+$$%""& # ()
&%*%
%%$$%"*% #,-&$%""&
.+%*# %# .+%/
!
"
#$ $%
&
!
'
!
!
"# ! ! $
%
01
1233
.4
' .
& 5 "&
' 5 "& ! %%
&%*%
. % .+%*#. % . % .+%/
'
( )
"
*
+ )
# )
+ "
5
361
1233 2 # 7
2 /
+%8 *%
# $ 9)
!# +%"&
#$$ +%*%
*# +"$/
,
-1201:
); %"
-$
) "
. ! "
#
$$
+#8 $-* *% () %
&%"&
2 $8% -* *% 5 %/
&%"&
1 -* "& : %% #$# "&
. % .+%*#. % . % .+%/
'
*
+ #*# )
+ "
"
" !
01
2233 );8% /
%" $%% "&
!+$$%% *%
%$%% *%/
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minning@mbl.-
is). Nauðsynlegt er, að síma-
númer höfundar/sendanda
fylgi.
Um hvern látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöðu-
grein af hæfilegri lengd, en aðr-
ar greinar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og hæfi-
lega línulengd, - eða 2.200 slög
(um 25 dálksentimetra í
blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þrjú
erindi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina