Morgunblaðið - 02.11.2001, Page 51
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 51
✝ Sigrún Þormóðsfæddist á Siglu-
firði 11. október
1912. Hún lést á
Hjúkrunarheimilinu
Eir 27. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Hall-
dóra Stefánsdóttir og
Páll Guðmundsson
og var Sigrún fimmta
í röð fjórtán systkina.
Kjörforeldrar henn-
ar voru hjónin Guð-
rún Björnsdóttir frá
Kornsá, skólastjóri,
og Þormóður Eyj-
ólfsson, söngstjóri Karlakórsins
Vísis á Siglufirði. Ættleiddu þau
hjónin líka Nönnu alsystur Sig-
rúnar. Sigrún ólst upp á Siglufirði
til 17 ára aldurs, en fór þá til náms
í Canan Park School í Edinborg.
Sigrún giftist 16. september
1931 Svafari Guðmundssyni,
bankastjóra, f. 17. febrúar 1898,
d. 16. febrúar 1960. Börn þeirra
eru 1) Guðrún, f. 29. janúar 1935,
gift Magnúsi Jóns-
syni. Þau eiga tvö
börn, Svafar og Sig-
rúnu Vilborgu, og
tvö barnabörn. 2)
Guðmundur, f. 31.
mars 1938, kvæntur
Ingibjörgu Auð-
unsdóttur. Þau eiga
tvo syni, Auðun
Svafar og Karl. 3)
Þormóður, f. 21. júlí
1943. 4) Kara Mar-
grét, f. 9. mars 1950.
Dætur hennar eru
Halla Sigrún og
Hildur Arna, einnig
á hún dótturson.
Sigrún og Svafar bjuggu sín
fyrstu búskaparár í Reykjavík, en
fluttust til Akureyrar 1935, þar
sem þau bjuggu um tuttugu ára
skeið. Eftir andlát Svafars flutti
Sigrún til Reykjavíkur og bjó þar
til æviloka.
Útför Sigrúnar fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Tengdamóðir mín, Sigrún Þor-
móðs, er látin. Mér er mikil eftirsjá
að Sigrúnu. Ég kynntist henni sum-
arið 1970 er sonur hennar bauð mér í
„kaffi til mömmu“. Fyrir hitti ég fal-
lega og glaðlega konu sem aldeilis
kunni að baka með kaffinu. En það
var ekki bara kaffibrauðið sem heill-
aði mig. Sigrún naut þess að taka á
móti gestum. Hún kunni að hlusta og
hafði eðlislægan áhuga á því sem við-
mælendur hennar höfðu að segja.
Hún gaf sér tíma til samræðna, setti
sig inn í þau mál sem efst voru á
baugi hverju sinni og þorði að koma
skoðunum sínum á framfæri. Sigrún
lét þjóðmálin til sín taka í um-
ræðunni og var henni fátt óviðkom-
andi og hún fann til þegar einhver
var órétti beittur. Þá varð henni oft
að orði: „Ef ég gæti skrifað myndi ég
skrifa í blöðin.“
Það var mér mikið lán að eiga Sig-
rúnu fyrir tengdamóður. Hún átti
alltaf tíma fyrir aðra og var tilbúin að
miðla af reynslu sinni.
Sigrúnu var margt til lista lagt og
hún var gæfurík kona. Hún var
heimskona í þeim skilningi að hún
hafði notið þeirra forréttinda að
ferðast mikið og flutti með sér við-
horf sem mótuðust af því sem hún
hafði reynt. Hún var málamanneskja
góð og ýmiss konar hannyrðir léku í
höndum hennar. Hún hefði getað
lagt margt fyrir sig en valdi fyrst og
fremst að hlúa að fjölskyldu sinni.
Hún setti sér það markmið að skapa
börnum sínum góð uppvaxtarskil-
yrði og vissi að uppeldi byggðist á
kærleika og umhyggju. Fáa uppal-
endur hef ég hitt sem unnið hafa for-
eldrahlutverk sitt af meiri alúð og
ástríki en Sigrún. Hún naut þess að
sinna börnum sínum, barnabörnum
og öðrum sem á vegi hennar urðu.
Hjá henni lærði ég að leika mér með
börnum.
Barnæskan verður ekki aftur tek-
in og ef satt er að gæfa hverrar þjóð-
ar byggist á ræktun barna og ung-
menna þá lagði Sigrún sitt af
mörkum. Þegar lífið var mér hvað
erfiðast voru það konur sem með lífi
sínu og fyrirmynd vísuðu mér veg-
inn. Sigrún var ein af þeim.
Á sjúkrabeði sínum í vetur varð
Sigrúnu tíðrætt um lífshlaup sitt.
Þetta var einskonar uppgjör. Þá kom
berlega í ljós að hún hafði sett sér
ung að árum ákveðin markmið í líf-
inu. Hún náði þeim með miklum
sóma. Guð blessi minningu Sigrúnar
Þormóðs. Hvíli hún í friði.
Ingibjörg Auðunsdóttir.
Mig langar að minnast ömmu
minnar Sigrúnar í örfáum orðum.
Það voru forréttindi að eiga ömmu
eins og þig, ömmu sem alltaf gaf sér
tíma til að hlusta og hafði ávallt mik-
inn áhuga á öllu því sem ég var að
gera á hverjum tíma. Amma Sigrún
hjálpaði og studdi svo sem best mátti
verða og vakti yfir velferð minni og
allra í fjölskyldunni. Styrkur þinn
var mikill og ástúð þína og væntum-
þykju var aldrei hægt að vefengja.
Elsku amma mín, ég sakna þín
sárt og minning þín mun ávallt lifa
sterkt í hjarta mínu.
Sofnaðan svanna
sjúkdómsfjötrum leystan
faðma þú mjúklega, móðir jörð!
Hlýtt við þitt hjarta
hana þú geymir,
þótt yfir dynji hretin hörð.
(H. Hafstein.)
Blessuð sé minning þín.
Sigrún.
SIGRÚN
ÞORMÓÐS
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með-
allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Birting afmælis- og
minningargreinaOkkur langar til að minnast Finn-boga mágs okkar.
Bogi var mjög glaðlyndur að eðl-
isfari. Það var gott að vera í návist
hans, því hann var svo jákvæður og
FINNBOGI
SIGURBJÖRNSSON
✝ Finnbogi Sigur-björnsson fædd-
ist 22. september
1957. Hann lést hinn
27. október síðast-
liðinn. Foreldrar
hans eru Ester Snæ-
björnsdóttir,
Reykjavík, f. 7.9.
1923, og Sigurbjörn
Árnason, Vest-
mannaeyjum, f. 6.3.
1920, d. 31.12. 1999.
Þau slitu samvist-
um. Systkini Finn-
boga eru Snæbjörn,
f. 2.4. 1947, d. 27.3.
2000; Hafþór, f. 31.7. 1949; Sig-
urður, f. 21.6. 1950; Sigmar, f.
12.9. 1951, d. 29.3. 1972; Ingi-
björg, f. 11.9. 1952; Árni, f. 22.11.
1953, d. 10.3. 1983: Páll, f. 15.4.
1955; Aðalheiður, f. 2.6. 1956; og
Sigurbjörn, f. 3.11. 1958 Hálf-
systkini Finnboga, samfeðra, eru
Kristín, f. 15.9. 1944, og Svanur,
f. 13.2. 1965.
Útför Finnboga fer fram frá
Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
hláturmildur. Hann
var hvers manns hug-
ljúfi.
Bogi var sérstaklega
barngóður. Hann tók
eftir og hlustaði á það
sem litlu börnin voru
að segja. Og þær setn-
ingar gat hann munað
svo árum skipti. Alltaf
þegar Bogi hringdi
vildi hann vita hvað
væri að frétta af litlu
frændsystkinum sín-
um. Þegar jólin nálg-
uðust var Bogi með allt
sitt á hreinu. Það átti
að ganga fyrir öllu að kaupa jóla-
gjafir handa börnunum og það gerði
hann mjög vel. Svo vel að ein jólin
gaf hann litlum frænda sínum lítinn
upptrekktan ísbjörn sem sló svo
rækilega í gegn að ísbjörninn var
skírður Finnbjörn í höfuðið á Finn-
boga frænda sínum. Litlu frænd-
systkini Boga spurðu um hann ef
þau höfðu ekki heyrt frá honum
lengi.
Bogi var ekki heilsuhraustur síð-
ustu árin vegna uppskurða sem
hann gekkst undir. En aldrei kvart-
aði hann yfir því og aldrei var hann
upptekinn af eigin erfiðleikum. Bogi
var mjög nægjusamur maður og
ávallt þakklátur. Hann var örlátur
og góður drengur.
Nú hefur þú sameinast bræðrum
þínum Snæbirni, Sigmari og Árna.
Þið fóruð allir allt of fljótt.
Það er erfitt að kveðja þig í dag,
kæri mágur. Guð veiti Ester, systk-
inum og öðrum aðstandendum styrk
í þessari erfiðu sorg.
Elfa Dís Austmann,
Hafdís H. Ingimundardóttir.
Elsku Bogi frændi. Við eigum erf-
itt með að skilja af hverju þú þurftir
að deyja, þú sem alltaf varst svo
góður við okkur. Þegar við fengum
að vita að þú værir dáinn vorum við
viss um að þú yrðir að engli. Það var
bara spurning hvort þú yrðir stór
eða lítill engill. Við erum núna viss
um að þú verður lítill engill því að
þér fannst svo gaman að vera með
okkur börnunum og þegar við förum
að sofa á kvöldin verður þú einn af
englunum sem sitja saman í hring á
sænginni okkar. Kannski stríðir þú
okkur aðeins svo við sofnum seinna.
Þú varst nú svolítið stríðinn en
fannst samt mest gaman að stríða
fullorðna fólkinu.
Bogi frændi. Okkur þótti vænt um
þig og þú vissir það vel. Það var
gaman að fá þig í heimsókn því þú
hafðir alltaf tíma til að tala og leika
við okkur. Þakka þér fyrir alla
gleðina sem þú gafst okkur. Þakka
þér fyrir allar gjafirnar sem þú
gafst okkur og þakka þér fyrir
minninguna um þig því hún verður
ekki frá okkur tekin.
Kveðja.
Aron Ingi, Bergdís,
Viktor og Selma.
'
* #*#
+ )
+ " "
"
10'
<!'
5
3 %* *# =>/
/
(
01
5 %0) ?9 %# ! $ #$&%*%
# % #$?9 %# ! "&-* "*%
@ # *% #A& *"&
. % .+%*#. % . % .+%/
(
)
*
)
+
,
'+'
,
*
-
%& %' %()
* #+
$
! , !
-./#% ! /#* ! "
0 #1% ! -"# 2 "
"#3 3/$
'
)
"
*
+ #* )
+ "
"
" 5120650 '
233 9 $BC
/
/
,
-$
) '% 5 %"& '& $5*. %
5 %5 %"&
' 5*.8%5 %"& $%% : .+%*%
() % /5 %"& # 8
*9%%
5*. %%5 %*% 2+ $$%""&
#,5 %"&
&9 %%3## *%
0) 5 %"& 0)$' % *%
. % .+%*#. % . % .+%/
2" #
" *
+ )
# )
" +"
"
2!15
2 ! 9 =
/
3
"
#
$$
#
/
" )
)
11 $
"
5
$ " $&%
%# ! $*% !# 3& *%
$%"*% %3& *%
%
&%$&%*% 5 %%3& *%
&9 %%
%# $&%*% ' 1%9*%3& *%
*# % 9 %)% /
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.