Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 52

Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 52
MINNINGAR 52 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Traust persónuleg alhliða útfararþjónusta. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is ✝ GuðmundurKristinn Krist- insson fæddist 5. júlí 1925 í Reykjavík. Hann lést á dvalar- heimilinu Holtsbúð í Garðabæ að morgni 25. október síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðrún Otta- dóttir húsmóðir, f. í Reykjavík 16.12. 1892, d. 23.4. 1972, og Kristinn Péturs- son blikksmiður, f. í Reykjavík 16.2. 1889, d. 5.5. 1965. Þau bjuggu á Vesturgötu 46A í Reykjavík. Systkini Guðmundar eru: Pétur blikksmiður, f. 1917, d. 1984, kvæntur Steinunni R. G. Guðmundsdóttur húsmóður, f. 1913, d. 1990; Otti, f. 1919, d. 1941; Jón Bjarni forstjóri, f. 1922, d. 1975, kvæntur Ernu Árnadóttur húsmóður, f. 1922; Helga húsmóð- ir, f. 1923, gift Sveinbirni Sigurðs- syni byggingameistara, f. 1919; og Anna Kristjana húsmóðir, f. 1927, d. 1984, gift Björgvini E. Gíslasyni trésmið, f. 1928, d. 1982. Guð- Rúna, f. 1983; Grímur, f. 1991; og Birkir, f. 1994. 4) Guðrún Anna, f. 1954, d. 1974. 5) Guðmundur Al- fred líffræðingur, f. 1961, kvænt- ur Sólveigu Grétarsdóttur, f. 1959, börn þeirra eru Grétar Örn, f. 1985, og Jóhanna Fríða, f. 1985. Að loknu stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1946 nam Guðmundur arkitektúr við Tækniháskólann í Zürich í Sviss. Hann hóf störf á Íslandi að námi loknu árið 1953 og starfaði að list sinni í rúma fjóra áratugi. Framan af vann hann í náinni samvinnu við Gunnlaug Halldórsson arki- tekt og frá 1973 rak hann teikni- stofu með mági sínum Ferdinand Alfreðssyni arkitekt. Guðmundur hannaði ásamt samstarfsmönnum sínum fjölda af þekktum bygging- um fyrir opinbera aðila og fyrir- tæki. Hann hlaut margvísleg verð- laun og viðurkenningar í sam- keppni um hönnun. Guðmundur tók virkan þátt í stjórnarstarfi Arkitektafélags Íslands og var m.a. formaður félagsins um tveggja ára skeið og fram- kvæmdastjóri stjórnar Bygginga- þjónustu AÍ til fjölda ára. Hann var nýlega tilnefndur heiðurs- félagi AÍ. Útför Guðmundar Kr. Kristins- sonar fer fram frá Bessastaða- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. mundur kvæntist 3. apríl 1948 Sigrid Agnes Kristinsson bókasafnsfræðingi, f. 1. nóvember 1927, d. 16. júlí 2000. Börn þeirra eru: 1) Einar Otti dýralæknir, f. 1948, kvæntur Sigríði Rósu Magnúsdóttur, f. 1950, börn þeirra eru: Magnús, f. 1973; Guð- mundur Otti, f. 1977, í sambúð með Völu Dögg Marínósdóttur, f. 1975, dóttir þeirra er Stella Marín, f. 2000; Guðbjörg, f. 1981; Kristinn Loftur f. 1986; og Einar Bjarni, f. 1992. 2) Helga arkitekt, f. 1950, gift Ingólfi Gísla Ingólfssyni, f. 1941, d. 1996, börn þeirra eru Guðmundur Gísli, f. 1976, Helgi Ingólfur, f. 1979, Gunnar Örn, f. 1982, og Fanney Sigrid, f. 1986. 3) Kristinn líffræðingur, f. 1952, maki hans er Kristín Norðdahl, f. 1956, börn þeirra eru Snorri Helgason, f. 1974, í sambúð með Armi Lindén, f. 1977, dóttir þeirra er Anja Kristín, f. 2000; Anna Afi minn. Það er ekki margt sem ég hef að segja. Þó þykir mér það leitt að við áttum ekki mikil sam- skipti síðustu árin. Mér eru enn í fersku minni árin þegar ég var yngri og við spjölluðum saman um svo margt þegar ég gisti stundum heima hjá ykkur ömmu. Minnisstæðust er mér umræða okkar um bíla, en ég litli strákurinn hafði mikinn áhuga á þeim. Flottasti bíllinn að mínu mati var þá Citröen GSA Pallas, bíll eins og þú áttir og hægt var að hækka og lækka. Ég man falleg sumarkvöld sem ég átti á Álftanesinu og snark- andi arineldinn í stofunni. Vonandi færð þú nú góða hvíld hjá ömmu Sísí, afi minn á Álftanesinu. Magnús Einarsson. Í dag er kvaddur hinstu kveðju æskuvinur minn og bekkjarbróðir Guðmundur Kr. Kristinsson arki- tekt, sem er nýlátinn eftir langvinn og erfið veikindi. Við vorum jafn- aldrar og nábúar í æsku, fæddir í húsum við sömu götu í vesturbænum í Reykjavík og uppaldir á sömu slóð- um. Við vorum saman í bekk í Mið- bæjarskólanum alla okkar skóla- göngu þar og síðar bekkjarbræður í gegnum allan Verzlunarskólann uns við útskrifuðumst sem stúdentar vorið 1946. Þá skildi leiðir um sinn. Guðmundur fór til náms í arkitektúr í Sviss en undirritaður til hagfræði- náms í Skotlandi. Guðmundur var af sterkum stofn- um vesturbæinga í báðar ættir, en foreldrar hans voru Guðrún Otta- dóttir og Kristinn Pétursson, mikil heiðurs- og sómahjón. Guðmundur ólst upp í stórum systkinahópi og var mjög kært með þeim systkinum. Ég átti því láni að fagna að kynnast þessu fólki og var um tíma heima- gangur þar á bæ. Við Guðmundur vorum mikið saman á skólaárunum og kynntumst því allnáið. Eitt það fyrsta sem ég man eftir var þegar verið var að kenna okkur teikningu í barnaskóla. Verkefnin urðu hálfgerð handarbakavinna hjá mér og fleirum en Guðmundur var með þetta á hreinu frá byrjun, því hann var lista- teiknari og allt sem því viðkom lék í höndunum á honum allt frá barn- æsku. Hann var ótrúlega vandvirkur og nákvæmur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, svo mjög að stund- um fannst mér þetta jaðra við full- komnunaráráttu. Guðmundur var góður námsmað- ur og lauk stúdentsprófi með góðri fyrstu einkunn. Það lá nokkuð ljóst fyrir að hann hæfi nám í einhverju því þar sem listhneigð hans fengi notið sín og arkitektúr varð fyrir valinu. Að námi loknu hóf hann störf hér heima og allir vita hvernig til tókst. Hver glæsibyggingin eftir aðra sem hann teiknaði eða átti þátt í að teikna reis vítt og breitt um borgina auk virkjanamannvirkja á hálendinu. Þrátt fyrir velgengni í starfi var Guðmundur fremur dulur að eðlisfari og hafði sig lítt í frammi nema honum fyndist að sér vegið. Hann hafði fastmótaðar skoðanir og stóð fastur á þeim ef því var að skipta. Að leiðarlokum kveð ég vin minn með virðingu og þökk. Við bekkj- arsystkinin úr Verzlunarskólanum vottum afkomendum Guðmundar svo og öðrum ættingjum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Guðmundar Kr. Kristinssonar. Guðni Hannesson. Ég kynntist Guðmundi Kr. Krist- inssyni arkitekt, fyrir tæpum þrjátíu árum, þegar gamall skólabróðir minn Ferdinand Alfreðsson teiknaði fyrir mig hús. Þeir mágar ráku teiknistofu við Ægisgötuna. Það tók mig nokkurn tíma að kynnast Guðmundi. Hann var ekki með neitt óþarfa orðagjálfur, en tal- aði skýrt og tæpitungulaust. Kjarn- inn var skilinn frá hisminu. Við nán- ari kynni kom í ljós að það var mikil samsvörun í list hans og lífshlaupi. Guðmundur þoldi gamansemi okkar skólabræðranna, þegar ég heimsótti þá á teiknistofuna, og tók fljótlega þátt í henni. Skopskyn hans var hár- fínt og stundum svolítið gáskafullt. En alvaran var aldrei langt undan. Málin voru þá krufin til mergjar og áhugaverð skoðanaskipti fóru fram. Hann var víða heima og setti sig vel inní mál sem voru alls óskyld hans fagmennsku. Í störfum sínum sem arkitekt var Guðmundur listamaður. Það er ekk- ert tilviljunarkennt í teikningum hans heldur eru þær vel grundaðar og útfærðar. Engu var ofaukið. Fín- legur og oft knappur stíll. Það má benda á margar byggingar sem bera vitni um hans frábæru fagmennsku. Hann teiknaði stöðvarhúsin á Búr- felli, Sigöldu og Hrauneyjafossi, ým- ist einn eða með öðrum, og gæddi þau lífi með listaverkum lands- þekktra listamanna. Hönnunin á stækkun á Háskólabíói er eins og hún hafi verið ákveðin í upphafi, en hún var ákveðin löngu eftir að húsið var fullbyggt. Guðmundur og Gunn- laugur Halldórsson arkitekt teikn- uðu Háskólabíó, en Guðmundur og Ferdinand hönnuðu stækkunina. Það er ekki rétt að tala um viðbygg- ingu við Háskólabíó, þar sem stækk- unin er sjálfstætt listaverk. Margra annarra verka hans væri vert að minnast. Guðmundur var kvæntur Sigrid Kristinsson og eignuðust þau fimm börn og eru fjögur þeirra á lífi. Guð- mundur missti heilsuna fyrir tíu ár- um. Sigrid hafði einnig verið heilsu- laus í nokkur ár er hún lést fyrir rúmu ári. Þau bjuggu á Álftanesi og var það nokkuð táknrænt fyrir Guð- mund að nefna hús sitt Vesturbæ, en það var einmitt í vesturbænum í Reykjavík sem hann var fæddur og uppalinn. Það var einkar kært með þeim hjónum. Það var eins og lífs- neisti Guðmundar smámsaman dofnaði eftir fráfall Sigrid. Margs er minnast og margt að þakka. Ég sendi fjölskyldu Guð- mundar mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Hafsteinn Hafsteinsson. Kveðja frá Arkitekta- félagi Íslands Með Guðmundi Kr. Kristinssyni er genginn einn af forvígismönnum íslenskra arkitekta, einn þeirra sem tóku virkan þátt í uppbyggingu ís- lensks samfélags á seinni hluta lið- innar aldar en helgaði sig jafnframt félagsmálum arkitekta og sameigin- legum framfaramálum þeirra sem fagstéttar meira en flestir aðrir. Heim kominn frá námi árið 1954 gerðist Guðmundur félagi í Húsa- meistarafélagi Íslands sem svo hét þá. Arkitektafélag Íslands var stofn- að á grunni þess árið 1956 og var Guðmundur formaður félagsins 1973 og 1974 en hafði áður gegnt ritara- störfum í stjórninni 1956 –1957 og verið meðstjórnandi 1968 og síðan aftur 1972 og 1975. Auk stjórnar- starfa átti hann sæti í öllum nefnd- um félagsins um skemmri eða lengri tíma, hann var í tímaritsnefnd, menntamálanefnd, gjaldskrárnefnd og tvisvar í samkeppnisnefnd. Guð- mundur var einnig fulltrúi Arki- tektafélagsins hjá Byggingaþjón- ustu A.Í. 1968-1972 og jafnframt framkvæmdastjóri Byggingaþjón- ustunnar á blómaskeiði hennar 1968–1973. Að auki var Guðmundur einn helsti hvatamaður að stofnun Lífeyrissjóðs Arkitektafélags Ís- lands sem tók til starfa 1968 og var formaður fyrstu sjóðsstjórnarinnar. Fyrir ötul og óeigingjörn störf í þágu Arkitektafélagsins var Guð- mundi veitt viðurkenning félagsins árið 1990. Á þessu hausti var í undirbúningi að bæta um betur og var samþykkt í stjórn félagsins hinn 24. október til- laga til næsta félagsfundar um að gera Guðmund Kr. Kristinsson að heiðursfélaga í Arkitektafélagi Ís- lands fyrir störf hans sem arkitekt og í þágu arkitekta. Að morgni næsta dags barst fréttin um andlát Guðmundar. Þessi þakklætisvottur félagsins komst því ekki til skila til hans í lifanda lífi. Tillagan var engu að síður kynnt á félagsfundi daginn eftir og vottuðu fundarmenn minn- ingu Guðmundar Kr. Kristinssonar þar virðingu sína. Fyrir hönd Arkitektafélags Ís- lands flyt ég fjölskyldu Guðmundar Kr. Kristinssonar hluttekningu og samúð við andlát hans um leið og þökkuð er samfylgdin, störfin og fé- lagsskapurinn. Stefán Örn Stefánsson. Með Guðmundi Kr. Kristinssyni er fallinn frá einn brautryðjendanna í stétt íslenskra arkitekta á 20. öld. Nýkominn heim frá námi árið 1953 réðst hann til starfa hjá Gunnlaugi Halldórssyni arkitekt, helsta frum- herja módernismans í íslenskri byggingarlist, sem þá hefði rekið eigin teiknistofu í Reykjavík um tuttugu ára skeið. Samstarf þeirra var farsælt enda höfðu þeir „sömu fagurfræðilegu afstöðu til viðfangs- efnanna“ svo vitnað sé í orð Guð- mundar sjálfs (Mbl. 21.2. ’86). Meðal sameiginlegra verkefna þeirra má nefna Háskólabíó, íbúðarháhýsi við Sólheima 25 og 27, Búrfellsvirkjun, Hús SPRON við Skólavörðustíg og borgarbókasafn í Kringlunni, sem ekki var byggt. Jafnhliða störfum á teiknistofu Gunnlaugs hóf Guð- mundur snemma rekstur eigin teiknistofu. Á fyrstu árunum voru verkefnin einkum á sviði innréttinga og íbúðarhúsa, þar sem kvað við nýj- an tón í formsköpun, efnis- og lita- vali. Á árunum 1959–61 vann Guð- mundur ásamt starfsbróður sínum, Manfreð Vilhjálmssyni, uppdrætti að eigin íbúðarhúsum þeirra tveggja á Álftanesi, sem telja má til tíma- mótaverka í íslenskri byggingarlist á 20. öld. Í húsum sínum innleiddu arkitektanir tveir byltingarkenndar nýjungar á þeirra tíma mælikvarða í rýmisskipan, fagurfræði og tækni- legri uppbyggingu húsa, sem þeir síðan þróuðu áfram í verkum sínum á 7. áratugnum. Árið 1973 gerðist mágur Guðmundar, Ferdinand Al- freðsson, félagi hans um rekstur teiknistofunnar en þeir höfðu þá unnið saman um nokkurt skeið. Er Ferdinand meðhöfundur að nokkr- um helstu verka Guðmundar, m.a. skrifstofuhúsi Olíufélags Íslands við Suðurlandsbraut 18, höfuðstöðvum Rafveitu Reykjavíkur (nú Orkuveitu Reykjavíkur) við Suðurlandsbraut 34, Breiðholtskirkju og stjórnstöð Landsvirkjunar við Bústaðaveg. Ekki er á neinn hallað þótt sagt sé að Guðmundur Kr. Kristinsson hafi verið einn færasti fagmaður sem stétt íslenkra arkitekta hefur eign- ast. Kom þar allt saman, listrænt auga hans og frábær teiknikunnátta, staðgóð menntun og skilningur á formhugsun nútíma byggingarlistar auk þess valds sem hann hafði á samþættun tæknilegra og fagur- fræðilegra útfærslna í byggingum. Guðmundi var ekki tamt að fjölyrða um verk sín en þau munu um ókom- in ár bera höfundi sínum fagurt vitni. Fjölskyldunni í Vesturbæ votta ég samúð mína. Pétur H. Ármannsson, deildarstjóri byggingarlistardeildar Listasafns Reykjavíkur. Guðmundur Kr. Kristinsson arki- tekt lést að morgni fimmtudagsins 25. október síðastliðins á 77. aldurs- ári. Hann hafði átt við erfiðan heilsu- brest að stríða í tæpan áratug sem rændi hann starfsgetu og lífsgleði. Guðmundur var fæddur við Vest- urgötuna í Reykjavík, kominn út af þekktum iðnaðarmönnum, en í föð- urætt var afi hans Pétur Jónsson blikksmiður og í móðurætt var afi hans Otti Guðmundsson skipasmið- ur úr Engey. Kristinn Pétursson blikksmiður faðir Guðmundar, sem ásamt bróður sínum rak Blikk- smiðju JB Pétursson, var meðal þekktustu iðnaðarmanna bæjarins um sína daga. Þess má geta að blikk- smiðjan starfar enn, liðlega 100 ára gömul, og er elsta blikksmiðja lands- ins. Eðlilegt hafði verið að Guðmund- ur hefði haslað sér völl á sviði iðju og iðnaðar svo sem þeir gerðu tveir bræður hans, sem báðir urðu mik- ilvirkir á því starfssviði. En svo var ekki, hugur hans stóð til náms í arki- tektúr. Að afloknu stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands 1946 hóf hann nám í arkitektúr við Eideg- mössiche Technische Hocschule í Zürich í Sviss árið 1949 og lauk þar lokaprófi 1953. Heim kominn hóf hann störf hjá Gunnlaugi Halldórs- syni arkitekt og varð fljótlega félagi hans og samstarfsmaður, við ýmis stór verkefni. Jafnframt rak hann sína eigin teiknistofu og frá 1973 í félagi við Ferdinand Alfreðsson mág sinn. Þegar Guðmundur kemur frá námi er stétt arkitekta fámenn og enn takmarkaðri skilningur á mik- ilvægi starfa þeirra í þágu menning- ar og lista en nú er. Með honum bættist í hóp frumkvöðlanna ötull og vandvirkur liðsmaður sem vann ótrauður að köllun sinni án þess að spyrja hver verklaunin yrðu. Á starfsferli sínum teiknaði Guð- mundur fjölda mannvirkja á höfuð- borgarsvæðinu og víðar um land. Má þar nefna 1. áfanga Háskólabíós, höfuðstöðvar Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Suðurlandsbraut, skrifstofuhús SPRON við Skóla- vörðustíg, höfuðstöðvar Olíufélags- ins við Suðurlandsbraut, aðveitu- stöðvar Rafmagnsveitu við Barónsstíg, Meistaravelli og Elliða- ár, sem hann teiknaði í samstarfi við Ferdinand Alfreðsson. Þá teiknaði hann stórvirkjanir við Þjórsá auk fjölda íbúðarhúsa svo eitthvað sé nefnt. Vandvirkni og nákvæmni ein- kenndi öll störf Guðmundar og skipti engu máli hvort verkið væri stórt eða smátt, sama alúðin var ein- lægt fyrir hendi, þar voru engir laus- ir endar og ekkert kom á óvart við útfærslu verka hans. Hann var vel máli farinn og var umhugað um að verklýsingar væru ritaðar á gott mál og auðskildar. Á sama hátt og hann gerði kröfur til sjálfs sín við hönnun bygginga gerði hann kröfur til samráðgjafa sinna og verktaka um að efni og útfærslur væru fyrsta flokks. Vei þeim ef þeir stóðu á gati þegar til kaupanna kom. Sú gamansaga er sögð að Svein- björn Sigurðsson, mágur Guðmund- ar og afkastamikill byggingameist- ari hér í Reykjavík um áratugaskeið, var eitt sinn spurður hví hann gerði aldrei tilboð í verk sem Guðmundur hafði hannað. Svar Sveinbjörns var stutt: „Ég á ekki nógu vel yddaðan blýant til þess að byggja hús sem hann Guðmundur mágur hefur teiknað.“ Sá fágæti ljóður var á ráði hans að ganga varð eftir því við hann að innheimta þóknun fyrir störf sín. Varð að gæta þess sérstaklega við verklok að svo væri. Er það sann- færing mín að þar hafi hann margri krónunni glatað og víst er að ekki safnaði hann auði á veraldlega vísu, þrátt fyrir eljusemi. Auk umfangsmikilla arkitekta- starfa vann Guðmundur að fé- lagsmálum arkitekta, sat í stjórn Arkitektafélagsins í nokkur ár og vann að ýmsum nefndarstöfum fyrir félagið. Jafnframt var hann fram- kvæmdastjóri þess merkilega fyrir- tækis sem Byggingaþjónusta Arki- tektafélags Íslands var um árabil. Guðmundur var meðalmaður á vöxt og samsvaraði sér vel, var snyrtilegur í klæðaburði og virðu- legur í framgöngu. Hann hafði ríka skaphöfn og lét ekki af skoðun sinni nema beitt væri fullgildum rökum. Hann skeytti ekki um eiginhags- muni og varpaði þeim fyrir róða heldur en láta segja sér fyrir verk- um. Eftir hann liggur mikið ævistarf og mun hans síðar verða minnst sem eins af frumkvöðlum íslenskra arki- tekta. GUÐMUNDUR KR. KRISTINSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.