Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 57
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 57
Hin hrungjörnu lauf
haustsins falla nú hvert
af öðru til jarðar og
setja trega í hjörtu okk-
ar, sem höfum lifað við
hið eilífa ljós sumars-
ins.
Árstíðirnar sýna okkur mynstur
lífsins og dauðans og að hin mann-
legu laufblöð falla líka til jarðar og
við því verður ekkert gert. Og nú er
hann Lalli bróðir minn fallinn í val-
inn, sem eitt af laufblöðum sköpunar
Guðs og við því verður ekkert heldur
gert.
Mér er mikil eftirsjá að honum. Já,
ég sakna hans, þess vegna langar
mig að minnast hans með þessum
orðum.
Ég átti síst von á því, að hann færi
svona fljótt. Þrátt fyrir það að hann
væri orðinn 77 ára, því hann var svo
ungur í anda, að með fádæmum var.
Við Palli bróðir töluðum einmitt
um það á morgni jarðarfararinnar,
eftir að við höfðum borið hann til
kirkju, að það hefði verið þessi hress-
leiki í fari hans, sem fékk mann til að
halda að Lalli yrði eilífur. Brosið,
geislandi augun og léttleikinn virtust
staðfesta það. En það sannaðist á
honum, eins og það mun sannast á
okkur öllum, hið óskeikula lögmál lífs
og dauða, að eitt sinn skal sérhver
deyja og eftir það fá sinn dóm.
LÁRUS JÓN
ENGILBERTSSON
✝ Lárus Jón Engil-bertsson fæddist
í Súðavík 23. maí
1924. Hann lést í
Landspítalanum í
Fossvogi 11. septem-
ber síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Akraneskirkju
18. september.
Á okkur Lalla var
átján ára aldursmunur,
en þrátt fyrir það áttum
við svo margt sameig-
inlegt. Þó sérstaklega
þegar við bjuggum
báðir á Skaganum. Það
gæti verið efni í heila
bók, það sem við
brölluðum í þá daga. Og
oft vorum við að leika
okkur, að búa til
allskonar skemmtiefni,
sem við tókum upp á
segulband og leyfðum
þeim að heyra sem
vildu og höfðum mikið
gaman af.
Mér er sérstaklega í huga núna
efni sem við kölluðum „Hlerað undan
dívan“ og okkur þótti svo hlægilegt,
að við ætluðum varla að geta tekið
það upp fyrir hlátri. Já, hvort sem við
vorum heima hjá mér eða hjá honum,
urðu þetta ógleymanlegar stundir og
alltaf var Lalli óborganlegur.
Lalli kunni líka að segja sögur og
krydda þær með látbragðsleik svo
unun var. Og ég gleymi seint stund-
unum, sem við áttum saman heima
hjá Vaddý systur. Þegar bróðir okk-
ar var að segja sögur með þvílíku lát-
bragði, að við lágum í gólfinu grát-
andi af hlátri. Að ógleymdu þegar
þau komu til okkar Gunnellu og við
drukkum kaffi og átum kex og hlóg-
um svo mikið, að við stóðum á önd-
inni af hlátri fram á rauðamorgun.
Lalli var líka söngelskur og kunni
ógrynni laga, enda naut hann þess að
taka lagið á góðra vina fundi þó sér-
lega í hópi systkina sinna. Ég sé hann
fyrir mér syngja ásamt Jörra bróður
revíulagið: „Eftir erfiðan dey
æ spík englis ókey
ó Djonný ó Djonný ó.“
Lalli kom mér ætíð fyrir sjónir
sem sólargeisli, því þegar hann kom,
birti upp. Hann var góðvildin upp
máluð og sérlega barngóður. En
hann hafði líka skoðanir og lét þær
óspart í ljós og skóf þá ekkert utan af
hlutunum, en var þó aldrei ósann-
gjarn. Gaman var að fara með honum
á völlinn á Skaganum og heyra hann
láta í ljósi hvað honum fannst um
leikinn, því þar var hann líka í essinu
sínu. Hann var sannur Skagamaður í
boltanum og það verður sjónarsviptir
að honum, að sjá hann ekki lengur á
grasbölunum á Jaðarsbökkum. Það
hefði líka glatt hann að lifa það, að
Skagamenn urðu Íslandsmeistarar í
ár.
Það er gott að minnast Lalla og
enn betra, að hafa átt hann sem bróð-
ur. Ég minnist líka bernskuáranna í
Súðavík og man tilhlökkunina að
Lalli kæmi af vertíðinni frá Skagan-
um.
Þegar voraði heima á Grund
þá kom hann óvænt
með frábærar sögur af Skaganum
bróðirinn besti
og settist á eldhúsbekkinn
við snarkið í kolaeldavélinni.
Setti fæturna upp á hitakassann
og sagði mömmu nýjustu tíðindin
sunnan af Skaga
um leið og hún hellti upp á
og undraðist ósköpin.
Þótt vorið heillaði strákinn
þá gat hann ekki annað
en hangið inni í óþökk mömmu
og sperrti eyrun
yfir mögnuðum hlutum
sem gjörst höfðu suður á Skaga.
Þessar stundir glöddu strákinn
því leiddist honum
þegar bróðirinn fór.
Elsku Didda, Ómar, Olga, Gunni
og Eddi. Ég votta ykkur dýpstu sam-
úð mína og bið Drottin Guð að blessa
ykkur og varðveita í sorginni.
Hafsteinn Engilbertsson.
ánægjuleg kynni og skemmtilegt
samstarf. Við vottum Helgu og öðr-
um ættmennum samúð okkar og
biðjum Guð að styrkja ykkur í sorg-
inni.
Ingimundur Ingimundarson.
Verður það er varir – og það er
ekki varir.
Ekki kom mér það til hugar, þegar
við stjórnarmenn og starfsfólk
Sparisjóðs Mýrasýslu kvöddum Sig-
fús Sumarliðason hraustan og glað-
an við starfslok árið 1999, að fyrir
mér ætti að liggja að vinna það dap-
urlega verk, að mæla eftir hann lát-
inn svo fljótt. Hefði ég þá rennt huga
að slíkum hlutum, var líklegra, allra
hluta vegna, að hann stæði yfir mín-
um moldum, en ég hans. Jafnvel
hvarflaði þetta ekki að mér þegar ég
stóð síðast við á heimili þeirra hjóna,
nokkrum dögum áður en hann fór í
sína síðustu sjúkrahúsför, og var þó
ekki því að neita að margt hafði
mætt á heilsu hans upp á síðkastið.
En ég gladdist af því að hann var þá
hress og glaður, leit betur út en und-
anfarið og var vongóður um, að úr
væri að rætast með heilsufarið.
Sjálfum sér líkur, víllaus og léttur í
máli. Þannig er gott að muna hann.
Sigfús fæddist í Borgarnesi 1932,
árið sem kreppan var sem hörðust.
Foreldrar hans voru þá nýsest að á
Bjargi, sem þá var nýbýli Vigfúsar
Guðmundssonar veitingamanns,
skammt ofan við þorpið í nesinu eins
og það var þá, nú í því miðju að kalla.
Þau voru bæði upprunnin úr Reyk-
holtsdal, komin af bændafólki, sem
ekki „þæfði auð í sjóðum, en vönduðu
og vel gerðu fólki, eins og þau voru
sjálf, og þann foreldraarf fengu synir
þeirra. Sigfús ólst upp á Bjargi
frumbernsku sína, þar til foreldrar
hans fluttu í þorpið, og fór fljótt að
vinna hvað sem þar bauðst eftir því
sem aldur leyfði. Hann var nokkur
sumur hjá móðurfólki sínu á Kjalvar-
arstöðum og kynntist þar öllum hin-
um venjulegu sveitastörfum, sem
vikadrengur og kaupamaður; hey-
skap, fjallrekstrum og réttarferðum
svo eitthvað sé nefnt. Þannig varð
hann snemma kunnugur öllum hér-
aðsháttum í sveit og bæ.
Eftir skyldunám gekk Sigfús í
Verzlunarskólann í Reykjavík og
lauk þar verzlunarprófi vorið 1951.
Þá réðst hann til starfa á skrifstofu
Kaupfélags Borgfirðinga og vann
þar til 1966. En 1. desember það ár
hóf hann störf í Sparisjóði Mýra-
sýslu. Allri sinni starfsævi þaðan af
til maíloka 1999, sem næst þriðjungi
aldar, varði hann í þjónustu þeirrar
stofnunar, sem aðalbókari, skrif-
stofustjóri og aðstoðarsparisjóðs-
stjóri og frá september 1990 sem
sparisjóðsstjóri.
Sparisjóður Mýrasýslu hefur á
tæpum níutíu starfsárum vaxið og
eflst í takt við samtíma sinn og orðið
máttarstólpi í Borgarfjarðarhéraði,
sem nýtur trausts og tryggðar hér-
aðsmanna. Þetta er öðru fremur að
þakka því hjúaláni, sem hann hefur
jafnan notið og skiptir þar ekki
minnstu hlutur sparisjóðsstjóranna,
sem móta starfsandann og hver fram
af öðrum hafa verið með ágætum
starfi sínu vaxnir. Þegar Sigfús réðst
til sparisjóðsins, hafði stjórnað þar
um nokkurra ára skeið Friðjón
Sveinbjörnsson, tæpu misseri yngri
en Sigfús, gáfumaður og ljúfmenni,
vinsæll með afbrigðum og samvinnu-
þýður, sem best mátti verða. Sam-
starf þeirra Sigfúsar varð strax frá-
bært, svo að þar kom aldrei snurða á
þráð og var þó hvorugur neinn skap-
leysingi, en báðir prúðmenni. Sigfús
var annáluð hamhleypa að dugnaði
við störfin. Tóku endurskoðendur,
sem þá voru kjörnir af sýslunefnd, til
þess hve fljótur og óskeikull hann
var í vinnubrögðum, þegar þeir
komu í sína árlegu heimsókn. Ekki
býst ég við að þau störf hafi verið
mörg innan stofnunarinnar á þess-
um árum, sem hann ekki greip í ein-
hvern tíma, ef með þurfti. En fyrst
og fremst var hann önnur hönd Frið-
jóns við stjórn inn á við og samskipti
við lánþega og þeir svo samhentir í
öllu, að það var sem einn maður
væri, þó ólíkir væru á margan hátt.
Þessu gifturíka samstarfi lauk
snögglega við ótímabært fráfall
Friðjóns 1990. Af þeim óteljandi sím-
tölum, sem milli okkar Sigfúsar hafa
farið um dagana er mér það minn-
isstæðast, þegar hann hringdi þetta
síðsumarkvöld og sagði: „Hann Frið-
jón er dáinn.“
Sigfúsi var það hugstætt, hvað það
skiptir fólk miklu að vinna hjá góð-
um yfirmönnum, og lét þá jafnan orð
falla um það, hvað hann ætti mikið af
sínu lífsláni því að þakka að hafa
unnið fyrst hjá Þórði Pálmasyni
kaupfélagsstjóra, sem hann mat
mjög mikils, og síðan Friðjóni. Nú
var komið að því að á hann sjálfan
reyndi í þessu hlutverki, því ekki
kom annað til greina en að Sigfús
tæki við sparisjóðsstjórastarfinu við
fráfall Friðjóns.
Það reyndist honum auðvelt að
öllu leyti, að halda óbreyttum þeim
stjórnunarstíl, sem þeir höfðu tamið
sér. Hann var ekki fjarlægur yfir-
maður starfsmanna, heldur fremstur
meðal jafningja, félagi og vinur
þeirra allra, en gekk á undan til
verka, eins og siður var góðra
bænda. Hann var svo heppinn, að um
fyrra starf hans sótti einn starfs-
manna, Steinunn Ásta Guðmunds-
dóttir, sem varð honum holl stoð og
stytta, meðan samleið varði. Saman
héldu þau við óbreyttum starfsanda í
stofnuninni og viðmóti við þá sem inn
i sparisjóðinn komu. Og í góðri sam-
vinnu hans og sparisjóðsstjórnar
hélst óbreytt verklag í viðskiptum
við skuldunauta, sem felst í því að
reyna flest annað fyrr en að setja
menn á hausinn. Því fer betur, að oft-
ast fara saman hagsmunir slíkrar
stofnunar og viðskiptamannanna.
Sigfús lagði alla alúð við að gæta
hvorstveggja, svo sem hér hefur
jafnan verið gert.
Þegar eftir að Sigfús tók við starfi
sparisjóðsstjóra var hann kosinn í
stórn SÍSP og síðar í stjórn Kaup-
þings og fleiri trúnaðarstörfum
gegndi hann í samtökum sparisjóð-
anna, hvarvetna vel metinn og til-
lögugóður. Samheldni þeirra og
samstarf var honum ríkt í huga.
Sigfús ákvað að hverfa frá starfi
árið sem hann varð 67 ára. Honum
var metnaðarmál að hætta áður en
aldur færi að bitna á starfsgetu; og
jafnframt hitt, að þær öru breyting-
ar, sem þessi árin verða á öllum fjár-
málaheiminum voru honum ekki all-
ar að skapi og hann kærði sig ekki
alls kostar um að þurfa að laga sig að
þeim. Var sjálfgefið að virða þessa
ákvörðun hans, enda var hann búinn
að gjalda Torfalögin í þjónustu
sparisjóðsins, svo rækilega að meira
verður ekki með réttu heimtað af
neinum.
Fyrir hönd Sparisjóðs Mýrasýslu
þakka ég honum allt, sem hann vann
þeirri stofnun, þó þvílík starfsævi
verði seint þökkuð svo sem vert
væri.
Hamingjan var Sigfúsi hliðholl,
þegar Helga Guðmarsdóttir gerðist
lífsförunautur hans árið 1954. Hún
hefur síðan verið hans bjargfasta
stoð, því sterkari, sem meira reyndi
á. Saman bjuggu þau sér og börnum
sínum fagurt heimili, þar sem sam-
heldni ríkti. Börn þeirra tvö eru
löngu búin að stofna eigin fjölskyld-
ur. Þau ólu auk þeirra upp sonarson
sinn, sem eigið barn. Sigfúsi var fjöl-
skyldan afar dýrmæt, og varð þess
oft vart. Án efa hugði hann gott til
þess að eiga þess kost að rækta þau
tengsl enn betur á náðugum dögum
eftir starfslok. Þá átti hann ýmis
hugðarefni, sem hann hefði eflaust
sinnt, ef enst hefði líf og heilsa. Má
öðru fremur nefna náttúrufræði-
áhugann, sem gerði hann m.a. að ein-
hverjum mesta safnara fugla og
eggja hér á landi, og ætti það starf að
halda nafni hans lengi á lofti. Þessi
áhugamál leiddu til þess, að hann var
lengi formaður í stjórn Náttúru-
gripasafnsins hér, en reyndar líka
Byggðasafns Borgarfjarðar í þrett-
án ár og þá jafnframt Safnahús-
stjórnar. Við brotthvarf hans þaðan
segir safnvörður í ársskýrslunni:
„Alla tíð hefur Sigfús unnið að vel-
ferð Bygðasafnsins og safnanna allra
með stakri elju og fyrirhyggju og
mun ekki ofsagt. Þetta vita þó sjálf-
sagt ekki mjög margir, eða muna,
því honum var ekki tamt að hreykja
sér, hvorki af því né öðru, jafnan
hógværastur manna.“
Þetta sýnir að þrátt fyrir annríki í
starfi notaði hann frístundirnar vel,
eins og þeim mönnum hentar, sem
eru svo agaðir í störfum, að þeir
þurfa ekki að taka þau öll með sér
inn í hvíldartímann.
Sigfúsi var það mjög að skapi að
Menningarsjóður sparisjóðsins var
stofnaður eftir lát Friðjóns og í
minningu hans. Honum þótti gott að
geta stutt með því móti við hina
margvíslegu menningarstarfsemi í
héraði, slíkur menningarmaður sem
hann var.
Einn ríkasti þáttur í ævigæfu
manns er að eiga samleið með góðum
mönnum og skemmtilegum. Ég hef
oft bæði hugsað það og sagt öðrum,
að það er ósmár partur af lífsláni
mínu, að hafa í meira en þrjá áratugi
átt sæti við sama borð og Sigfús og
margir fleiri góðir menn, á stjórn-
arfundum sparisjóðsins. Þar hafa
alltaf ríkt jákvæð sjónarmið um það
hvernig beita skuli því afli, sem þar
er til umráða. Þó kynni okkar Sigfús-
ar hæfust í ungmennasambandinu,
þegar báðir voru ungir þekktumst
við ekki mikið, fyrr en þarna. En
löng samvinna á þessum vettvangi,
sem varð síðan ennþá nánari síðasta
áratuginn, leiddi til traustrar vin-
áttu. Hún var einn af föstu punkt-
unum í lífi mínu. Nú, þegar höggvið
er á þann þráð, verður fyrsta við-
bragðið tregi; af hverju ræktaði ég
ekki betur þessa vináttu, meðan tími
var til?, en síðan þakklæti fyrir sam-
fylgd þessa kyrrláta og trölltrygga
vinar. Hið fyrra er um seinan, hið
síðara fylgir manni fram á veginn.
Við Ragnheiður vottum Helgu og
fjölskyldunni innilega samúð okkar.
Magnús Sigurðsson.
Það var eftirsjá í huga okkar
starfsfólksins í Sparisjóði Mýrasýslu
þegar við komum saman fyrir um
það bil tveimur árum til að kveðja
Sigfús Sumarliðason sem þá var að
hætta störfum sem sparisjóðsstjóri.
Nú er komið að annarri kveðju-
stund og erfiðari en Sigfús lést hinn
23. október síðastliðinn eftir erfið
veikindi og í dag fylgjum við honum
til grafar.
Í huga okkar er sorg og söknuður
en jafnframt mikil hlýja og þakklæti
til hans fyrir öll árin sem við unnum
með honum, fyrst sem skrifstofu-
stjóra og síðan sparisjóðsstjóra frá
árinu 1990.
Árin hans í Sparisjóðnum voru
orðin yfir 30 og öll hans störf þar
unnin af lipurð og trúmennsku.
Það er ómetanlegt að hafa slíkan
yfirmann sem Sigfús var, mikið ljúf-
menni og góður félagi sem öllum
þótti vænt um og báru virðingu fyrir.
Þau samskipti bar aldrei skugga á.
Í félagsstarfi starfsfólksins utan
vinnutíma hvort heldur voru ferða-
lög eða aðrar skemmtanir tók hann
virkan þátt ásamt Helgu konu sinni.
Þau létu sig sjaldan vanta í hópinn
og alltaf jafn ánægjulegt að hafa þau
með. Það breyttist ekki þótt hann
væri hættur störfum, þau komu og
voru með okkur þegar eitthvað var
um að vera.
Sigfús lét sér mjög annt um fjöl-
skyldu sína og sannarlega hefðum
við óskað þess að hann hefði fengið
að njóta margra góðra ára með þeim
og vinum sínum eftir langt og far-
sælt starf.
Við munum sakna þess að sjá
hann ekki koma í heimsókn til okkar
í Sparisjóðinn en það gerði hann oft
eftir að hann hætti störfum. En sá
góði andi sem hann átti svo mikinn
þátt í að skapa mun vonandi fá að lifa
áfram með okkur.
Að leiðarlokum viljum við þakka
Sigfúsi fyrir allt sem hann var okkur,
elskulegur yfirmaður, góður félagi
og vinur sem gott var að leita til.
Við þökkum allar stundirnar bæði
á vinnustað og utan, einnig á heimili
þeirra Helgu þar sem við höfum not-
ið frábærrar gestrisni þeirra hjóna.
Við biðjum honum blessunar guðs
og sendum eiginkonu hans, börnum
og fjölskyldu allri innilegar samúð-
arkveðjur. Guð gefi ykkur öllum
styrk.
Starfsfólk Sparisjóðs
Mýrasýslu.
Nokkur kveðjuorð langar mig að
setja á blað. Hann Sigfús er látinn.
Mig setti hljóða er ég fékk þessar
fréttir, ég vonaði alltaf að hann
hresstist aftur og kæmi bráðlega
heim aftur en svo er ekki. Við vin-
irnir hans og nágrannar í 40 ár trú-
um því varla að hann sé farinn úr
okkar hópi, Siffi sem alltaf var boð-
inn og búinn að hjálpa okkur. Það
hefur alltaf verið eins og ein fjöl-
skylda hérna í þessum tveimur hús-
um við Þorsteinsgötuna nr. 12 og 14.
Alltaf góð samvinna með allt.
Ég minnist þess í sumar að Siffa
langaði til að mála húsið sitt að utan
en hann gat það ekki sjálfur vegna
veikinda. Þá var það eina góðviðr-
ishelgi að barnabörnin hans komu,
þau Sigfús Helgi, Jón Valur, Bjarni
Hlynur og Birna Hlín, og máluðu allt
húsið að utan og Siffi var svo kátur
og þakklátur fyrir þetta allt og litli
sólargeislinn hans, hann Ernir litli,
var með honum úti á lóð að vökva
blómin fyrir ömmu og afa. Það var
unun að horfa á þá.
Sigfús var mikill dýravinur. Það
sýna allir fuglarnir og önnur dýr sem
hann á uppstoppuð heima hjá sér, og
alltaf var hann að gefa fuglunum
hérna úti þegar fór að kólna og snjóa
á veturna. Það eru alltaf fuglar
hérna, allt árið í trjánum á milli
húsanna og fara ekki neitt. Hann
kallaði þá vinina sína.
Ég er búin að þekkja Siffa síðan
ég flutti hérna í Borgarnes árið ’51
eða í 50 ár. Hann var þá í skóla í
Reykjavík á veturna en vann hérna
heima á sumrin í verslunarfélaginu
Borg, Kaupfélaginu og síðast í Spari-
sjóði Mýrasýslu.
Sigfús var kvæntur Helgu Guð-
marsdóttur og áttu þau eina dóttur,
Guðríði Hlíf, sem er bankamaður.
Maður hennar er Guðjón Guðlaugs-
son húsasmiður og eiga þau þrjú
börn. Helga átti son sem Sigfús gekk
í föður stað. Hann heitir Jón Ómar
og er giftur Guðbjörtu Einarsdóttur
og eiga þau fjögur börn. Jón Ómar
átti einn son áður, Jón Val. Kona
hans er Eygló Þórisdóttir og eiga
þau einn son.
Margt er að þakka og margs er að
minnast frá samverustundum okkar
sem þó voru alltof fáar.
Við Gulli sendum Helgu, börnum
hennar og fjölskyldunni allri innileg-
ar samúðarkveðjur og biðjum góðan
Guð að styrkja þau í þeirri miklu
sorg sem þau eiga nú í. Blessuð sé
minning Sigfúsar Sumarliðasonar.
Jóhanna Þorsteinsdóttir.