Morgunblaðið - 02.11.2001, Síða 63

Morgunblaðið - 02.11.2001, Síða 63
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 63 Brautarholti 4 BREAK Kennarar Ásgeir og Gummi. FREESTYLE Kennari Erla Haraldsdóttir. SALSA Kennarar Erla Haraldsdóttir og Edgar Enrique. 6 vikna dansnámskeið hefst sunnudaginn 4. nóvember Bjóðum upp á einkatíma í öllum samkvæmisdönsum. Kennarar Heiðar og Svanhildur. Innritun í síma 551 3129 kl. 20.00—22.00 Til sölu glæsilegur 62 fm sumarbústaður, byggður 2000, í landi Vatnsendahlíðar í Skorradal. Í húsinu eru 3 svefnher- bergi, baðherbergi og samliggjandi eldhús og stofa. 5 fm gestahús fylgir. U.þ.b. 90 fm verönd umhverfis húsið, að hluta yfirbyggð. Skógi vaxin lóð. Áhugasömum velkomið að kíkja við sunnudaginn 4. nóvember nk. frá kl. 13-17. Fasteignamiðlun Vesturlands — sími 431 4144 Skorradalur Kringlunni, sími 553 2888 GREGOR Ný sending af GREGOR stígvélum og skóm IVAN Sokolov náði einn foryst- unni á minningarmótinu um Jóhann Þóri Jónsson þegar hann sigraði Jonny Hector nokkuð örugglega í áttundu umferð móts- ins. Hann er nú með 6½ vinning og hálfs vinn- ings forystu á næstu menn. Íslenskir skák- áhugamenn biðu með eftirvæntingu eftir við- ureign þeirra Hannes- ar Hlífars og Timmans, enda var Hannes í efsta sæti mótsins fyrir um- ferðina ásamt Sokolov. Timman hafði svart og tefldur var spænskur leikur. Hugsanlega kom Timman Hannesi á óvart þegar hann tefldi afbrigði sem hann hefur ekki teflt áður. Að minnsta kosti áttaði Hannes sig ekki fyrr en of seint á því hversu hættuleg peðaframrás svarts á drottningarvæng átti eftir að reyn- ast. Það var hins vegar stutt í að peðaflóðið segði til sín og fljótlega upp úr 20. leik voru áhorfendur farn- ir að átta sig á því að e.t.v. væri ekki allt með felldu í herbúðum hvíts. Það átti líka eftir að koma á daginn eftir uppskipti þegar upp kom staða þar sem svartur hafði þrjú peð gegn einu á drottningarvæng. Timman tefldi markvisst og hvítur átti enga mögu- leika á að verjast peðaflóðinu, eða skapa sér önnur mótfæri. Hannes gafst því upp í 33. leik þegar ljóst var að hann gat ekki komið í veg fyrir að Timman mundi vekja upp drottningu innan tíðar. Hannes náði því ekki að fylgja eftir frábærum árangri í mótinu fram að þessu. Þetta var hans fyrsta tapskák, og sérstök fyrir það að hann tapar afar sjaldan með hvítu. Hann er nú í 4.–7. sæti á mótinu með 5½ vinning, eða vinningi á eftir Sok- olov. Enn getur ýmislegt gerst, þótt vissulega verði Sokolov að teljast sig- urstranglegur, enda búinn að tefla við flesta sterkustu andstæðingana á mótinu. Timman er í 2.–3. sæti ásamt Dananum Peter Heine Nielsen, en hann hefur vakið athygli á mótinu fyrir góða taflmennsku og má teljast óheppinn að hafa ekki fleiri vinninga, sbr. hina eftirminnilegu skák hans við Timman. Helgi Ólafsson hefur nú fengið 2½ vinning í síðustu þremur umferðum og er orðinn jafn Hannesi að vinn- ingum. Hann hefur unnið tvær síð- ustu skákirnar á sannfærandi hátt og er til alls líklegur í loka- umferðunum. Arnar Gunnarsson sigraði Björn Þorfinns- son í áttundu umferð og er kominn með 5 vinn- inga og er því í humátt á eftir stórmeisturunum okkar tveimur. Haldi Arnar áfram á sömu braut í síðustu tveimur umferðunum mun hann tryggja sér áfanga að alþjóðlegum meistara- titli á mótinu. Reyndar á Ingvar Þór Jóhannes- son einnig möguleika á að tryggja sér AM- áfanga með góðri frammistöðu í síðustu umferðunum. Staðan þegar tvær umferðir eru eftir á mótinu: 1. Ivan Sokolov 6½ v. 2.–3. Jan H Timman, Peter Heine Nielsen 6 v. 4.–7. Hannes H. Stefánsson, Jaan Ehlvest, Lars Schandorff, Helgi Ólafsson 5½ v. 8.–9. Arnar Gunnarsson, Jonny Hector 5 v. 10.–19. Murray G. Chandler, Hen- rik Danielsen, Leif Erlend Johann- essen, Jón Viktor Gunnarsson, Ingv- ar Þór Jóhannesson, Þröstur Þór- hallsson, Friðrik Ólafsson, Stefán Kristjánsson, Bragi Þorfinnsson, Björn Þorsteinsson 4½ v. 20.–24. Tomi Nyback, Björn Þor- finnsson, Jón Árni Halldórsson, Kristján Eðvarðsson, Gylfi Þórhalls- son 4 v. o.s.frv. Teflt er í ráðhúsi Reykjavíkur. Áhorfendur eru velkomnir. Lokaum- ferðin, 2. nóvember, hefst klukkan 13 eða töluvert fyrr en aðrar umferðir. Drengja- og telpnaflokkur Skákþings Íslands Keppni í drengja- og telpnaflokki (fædd 1986 og síðar) verður dagana 3.–4. nóvember. Tefldar verða 9 um- ferðir eftir Monrad-kerfi og er um- hugsunartími 30 mínútur á skák fyrir keppanda. Teflt verður í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. Þátttökugjald er 800 kr. Innritun fer fram á skákstað laugardaginn 3. nóv- ember kl. 12.30–12.55. Þann dag verða 1.–5. umferð tefldar, en síðustu fjórar umferðirnar verða tefldar á sunnudeginum og hefst taflið þá klukkan 13. Bikarkeppni Striksins Sjöunda mótið í Bikarkeppni Striksins sem Strik.is, Taflfélagið Hellir og ICC standa sameiginlega að á ICC-skákþjóninum fer fram sunnudaginn 4. nóvember og hefst kl. 20. Góð verðlaun verða í boði Íslands- síma og Striksins. Skráning fer þannig fram að menn mæta á ICC eigi síðar en kl. 19.45 og slá inn: tell pear join. Þeir sem ekki tóku þátt í fyrri mótum þurfa einnig að senda fullt nafn og kennitölu með „message“ til Vandradur eða í tölvu- pósti til gunnibj@simnet.is til að hægt sé að halda utan um hverjir taka þátt. Til aðstoðar á meðan á mótinu stendur verður Vandradur. Sokolov einn í forystu á nýjan leik SKÁK R á ð h ú s R e y k j a v í k u r MINNINGARMÓT UM JÓHANN ÞÓRI JÓNSSON 23.10.–1.11. 2001 Daði Örn Jónsson Áttunda umferð 1 Ivan Sokolov - Jonny Hector 1:0 2 Hannes H. Stefánss. - Jan H. Timman 0:1 3 Peter H. Nielsen - Murray G. Chandler 1:0 4 Jón Viktor Gunnarss. - Jaan Ehlvest ½:½ 5 Lars Schandorff - Friðrik Ólafss. 1:0 6 Helgi Ólafss. - Leif Erlend Johannessen 1:0 7 Arnar Gunnarss. - Björn Þorfinnss. 1:0 8 Tomi Nyback - Henrik Danielsen ½:½ 9 Tómas Björnss. - Þröstur Þórhallss. 0:1 10 Bragi Þorfinnss. - Magnús Örn Úlfarss. 1:0 11 Páll A. Þórarinss. - Stefán Kristjánss. 0:1 12 Björn Þorsteinss. - Ingvar Ásmundss. 1:0 13 Ingvar Þ. Jóhanness. - Róbert Harðars. 1:0 14 Áskell Ö. Káras. - Guðmundur Gíslas. ½:½ 15 Dagur Arngrímss. - Gylfi Þórhallss. 0:1 16 Kristján Eðvarðss. - Sig. P. Steindórss. 1:0 17 Jón Árni Halldórss. - Davíð Kjartanss. 1:0 18 Guðm. Pálmas. - Halldór Halldórss. 1:0 19 Olavur Simonsen - Lenka Ptacnikova 1:0 20 Guðjón H. Valg.ss. - Guðm. Kjartanss. 0:1 21Hrannar Baldurss. - Sævar Bjarnas. ½:½ Ivan Sokolov ÞRJÚ námskeið eru að hefjast hjá Endurmenntun HÍ í næstu viku: Fjallað er um sjálfsmat, áhuga- svið og færni og hvaða hlutverk persónulegir þættir gegna í starfsþróun og starfsframa. Þátt- takendur fá tækifæri til að kanna styrkleika og áhugasvið með áhuga- könnuninni „Strong Invest Invent- ory“. Þá verður kennt hvernig undir- búa megi atvinnu- og starfsmanna- viðtöl og leiðbeint um gerð náms- og starfsferilsyfirlits. Farið verður í undirstöðuatriði í samtalstækni í at- vinnu- og starfsmannaviðtölum. Kennarar eru Ragna Ólafsdóttir og Auður R. Gunnarsdóttir, starfs- og námsráðgjafar við HÍ. Námskeiðið fer fram 6., 7. og 27. nóv. kl. 9–12. Mat á þekkingarverðmætum „Þegar unnið er með þekking- arbókhald er fyrsta skrefið að greina þá þekkingu sem býr í fyr- irtækinu og skoða hvað skapar mesta verðgildið. Í þekkingarbók- haldi þarf að vera lýsing á þekking- arverðmætum með skýrum vís- bendingum og mæligildum. Þekkingarbókhald er tæki til að hafa stjórn á þekkingu og til að auðvelda þróun og uppbyggingu í fyrirtækinu. Með markvissu þekk- ingarbókhaldi er hægt að hafa áhrif á þekkingarsköpun í fyrirtækinu sem aftur er grunnur að verðmæta- sköpun,“ segir í frétt frá Endur- menntunarstofnun. Kennarar eru Anna María Pét- ursdóttir, vinnusálfræðingur og starfsmannastjóri Seðlabankans og Þorvaldur Finnbjörnsson, MBS og forstöðumaður hagtölusviðs RANNÍS. Námskeiðið fer fram 5. nóv. Fjallað er um styrk og veikleika útvarpsmiðilsins, helstu tegundir útvarpsþátta og uppbyggingu þeirra. Kennt verður að skrifa áheyri- legan texta, farið í upptökutækni, hljóðmyndir og hljóðblöndun og grundvallaratriði í raddbeitingu og viðtalstækni. Þá verður fjallað um hljóðvinnslu og notkun tónlistar í útvarpi. Tekin verða fyrir dæmi úr erlendri og innlendri þáttagerð og skoðaðar hugmyndir þátttakenda að útvarpsþætti og hvernig megi útfæra þær. Námskeiðið er opið öllu áhugafólki um þáttagerð fyrir útvarp. Umsjón hefur Sigríður Pét- ursdóttir dagskrárgerðarmaður. Gestafyrirlesarar koma í heimsókn. Námskeiðið hefst 8. nóvember. Þrjú námskeið að hefjast hjá Endurmenntun HÍ TVEIR Hollendingar, Joeri Rooy 33ja ára og Jesaja Bouman 29 ára, hafa nú í mánuð farið hringferð um Ísland á óvenjulegan máta, miðað við árstíma. Farartæki þeirra eru vel búið reiðhjól og sérsmíðaðir línuskautar. Tilgangur ferðarinnar er að afla fjár fyrir samtök lang- veikra barna með hrörnunar- sjúkdóm, Muscular distropie. Ferðin hófst 1. október og lá leiðin austur um Suðurland. Fyrstu vikuna notuðu þeir segl til að hraða för. Það reyndist hættulegt og því hafa þeir síðan notast ein- göngu við eigin vöðva, táknrænt vegna málstaðarins þar sem sjúk- dómurinn leiðir til vöðvarýrnunar og aflleysis, svo notuð séu þeirra orð. Ferðin hefur gengið áfallalaust, enda hafa þeir félagar komið nokkrum sinnum til Íslands til und- irbúnings. Þeir létu sérstyrkja línuskautana, sem eru af gerðinni Roller Blade, en vegna grófra vega hafa þeir eytt um um 200 hjólum. Þeir skiptast á um að skauta og hjóla, afmarka sér dagleiðir en hvílast vel á milli. Þeir dvöldu m.a. í Gistihúsi Hönnu Siggu á Hvamms- tanga í fjórar nætur fyrir loka- áfangann til Reykjavíkur. Daglega hafa þeir samband við hollenska styrktaraðilann, sem útvarpar ferðalýsingu til hlustenda sinna, og annarra styrktaraðila sem eru átján alls. Þeir félagar eru hrifnir af landi og þjóð og hafa sett sig talsvert inn í daglegt líf fólks, m.a. borðað séríslenskan mat, hákarl og lunda. Þeir sögðust fara með góðar minningar og eiga eftir að heim- sækja Ísland aftur. Sjá má nánari upplýsingar á net- fanginu: www.mdausa.org Hjóla og skauta fyrir langveik börn Ljósmynd/Karl Á. Sigurgeirsson Ferðbúnir með farartækin, f.v. Joeri Rooy og Jesaja Bouman. Hvammstanga. Morgunblaðið. Evrópu- meistararnir frá því í fyrra, Adam Reeve og Karen Björk Björgvins- dóttir, keppa laugardaginn 3. og sunnu- daginn 4. nóvember fyrir Íslands hönd í heimsmeist- arakeppni atvinnu- manna í 10 dönsum í Hong Kong. Keppt er bæði í suður- amerískum og sígildum samkvæm- isdönsum. Adam og Karen tóku þátt í heims- meistaramóti atvinnumanna í sí- gildum samkvæmisdönsum sem haldið var á Ítalíu sl. laugardag. Þau komust þar inn í 24 para úr- slit. Keppa á heimsmeistara- móti í dansi Karen Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.