Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 64

Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 64
DAGBÓK 64 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Mánafoss og Skógafoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Tarnvík kom í gær. Mannamót Eldri borgarar. Félög eldri borgara í Hafn- arfirði, Kópavogi, Garðabæ og Bessa- staðahreppi, fundur með eldri borgurum laugard. 3. nóv. kl. 14, í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli, Garðabæ, fjallað verður um mál- efni eldri borgara. Þing- menn kjördæmisins mæta ásamt formönnum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Frjálslynda flokksins. Aflagrandi 40. kl. 9 leikfimi, vinnustofa, kl 13 bókband, kl 14 bingó. Árskógar 4. Kl. 13– 16.30 opin smíðastofan. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 12 bókband, kl. 9–16 handavinna, kl. 9-17 fótaaðgerð, kl.13 spilað í sal og glerlist. Vetrar- fagnaður verður fimmtud. 8. nóv. Hlað- borð, salurinn opnar kl. 16.30, dagskráin hefst með borðhaldi kl. 17. Skráning fyrir miðviku- d. 7. nóv., s. 568-5052. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið í Hlaðhömrum er á þriðjudögum og fimmtu- dögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstu- dögum kl. 13.30. Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18–20. Kl. 9 opin handavinnustofan. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 10–12 verslunin opin, kl. 10.30 sr. Tómas Sveinsson, kl. 13. „opið hús“, spilað á spil. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Leikfimi í Íþróttahúsinu kl. 11.30. Myndlist kl. 13, brids kl, 13.30. Á morgun ganga kl. 10. Laugard. 10. nóv. verð- ur farið í Háskólabíó kl. 15 á Mávahlátur. Skrán- ing hafin. Kórsöngur verður í Víðistaðakirkju á laugard., 3. nóv. kl. 17. Fundur um málefni eldri borgara í Kirkju- hvoli, Garðabæ, verður laugardaginn 3. nóv. kl. 14. Rútuferð frá Hraun- seli kl. 13.30. Félagsstarf aldraðra, Gaðabæ. Vetrarfagn- aður í Holtsbúð 8. nóv- ember, full bókað. Borg- arleikhúsið 15. nóv. kl. 20. Miðapantanir í síma 820-8571 eftir hádegi. Rúta frá Kirkjuhvoli kl. 19.15. Stundaskrá í hópastarfi er auglýst á töflu kjallaranum í Kirkjuhvoli og á www.fag.is Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Skoðunarferð um Krýsuvík 2. nóv- ember. Brottför frá Ás- garði, Glæsibæ, kl. 13.30. Þeir sem hafa pantað sæti vinsamleg- ast sækið farmiðann á skrifstofu FEB, Faxa- feni 12. Baldvin Tryggvason verður til viðtals um fjármál og leiðbeiningar um þau mál á skrifstofu FEB fimmtud. 8. nóvember nk. Panta þarf tíma. Heilsa og hamingja laugard. 10. nóv. nk. í Ásgarði hefst kl. 13.30 Frá Skákdeild FEB. Haustmót deildarinnar hefst þriðjudaginn 13. nóvember nk. kl. 13 í Ásgarði. Teflt verður í tveim flokkum, A og B. Síðasti skráningardagur í mótið er þriðjud. 6. nóv. kl. 13–16.30 í Ás- garði. Skrifstofa félags- ins er flutt í Faxafen 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB kl. 10– 16, sími 588-2111. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 myndlist og rósamálun á tré, kl. 9.30 gönguhópur, kl. 14. brids. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf, kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- salur opinn. Myndlistar- sýning Valgarðs Jören- sen stendur yfir, opið laugardag og sunnudag kl. 13–16. Listamað- urinn verður á staðnum. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silfur- smíði, kl. 13 bókband, kl. 9.15 rammavefnaður. Gullsmári, Gullsmára 13. Glerlistahópur kl. 10. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, bútasaum- ur, kl. 11 leikfimi og spurt og spjallað. Bingó kl. 14. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 leikfimi og postulín, kl. 12.30 postulín. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 10 boccia. Eir, hjúkrunarheimili, Eirarhúsum. Á morgun laugardag kl. 14 standa Lionsklúbbarnir Fold og Fjörgyn í Grafarvogi fyrir skemmtun kl. 14. Einsöngur, kórsöngur og fleira. Heitt súkku- laði og veitingar. Háteigskirkja, aldraðir. Samvera í Setrinu kl. 13–15. Sauma- og prjónaklúbbur, vöfflur með kaffinu. Vesturgata 7. Kl. 9.15 handavinna, kl. 13.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30 kaffi og dansað í aðalsal. Föstudaginn 9, nóvember kl. 14.30–16 leikur Ragnar Páll Ein- arsson á hljómborð. Flóamarkaður verður fimmtud. 8. nóv. og föstud. 9. nóv. frá kl. 13– 16. Vitatorg. Kl. 9 smíði, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerðir, kl. 12.30 leirmótun, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Félag fráskilinna og einstæðra. Fundur á morgun kl. 21 í Konna- koti, Hverfisgötu 105. Munið gönguna mánu- og fimmtudaga. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (um 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laugard. kl.15–17 á Geysi, Kakó- bar, Aðalstræti. Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Félag kennara á eft- irlaunum. Á morgun laugardag verður skemmtifundur félags- ins í Húnabúð, Skeif- unni 11, 3 hæð, kl. 13.30, hálfri stundu fyrr en venjulega. Dagskrá: fé- lagsvist, kaffi, Páll Guð- mundsson skólastjóri segir frá dvöl sinni í Líbýu sumrin 1981– 1983, söngur. Dagdvöl, Sunnuhlíð, Kópavogsbraut 1, haust- og jólabasarinn verður laugard. 3. nóv. og hefst kl. 14, kaffisala til styrktar dagdvölinni. Gigtarfélag Íslands: Gönguferð um Laug- ardalinn laugard. 5. nóv. kl. 11 frá Ármúla 5. Klukkutíma ganga sem hentar flestum. Einn af kennurum hópþjálfunar gengur með og sér um upphitun og teygjur. Allir velkomnir. ITC-Fluga. Ráðsfundur ITC á Íslandi verður haldinn að Narfastöðum í Reykjadal laugardag- inn 3. nóv. og hefst kl. 10 í umsjá ITC Flugu. M.a. verður flutt erindi um streitu hins daglega lífs og útivist og mælsku- og rökræðu- keppni á milli ITC Flugu og ITC Hörpu í Reykjavík. Allir vel- komnir. Húsmæðrafélag Reykjavíkur verður með basar á Hallveigarstöðum við Túngötu sunnudaginn 4. nóv. Húsið opnað kl. 14. Húnvetningafélagið í Reykjavík. Árlegur kaffisölu- og kirkjudag- ur verður sunnud. 4. nóv. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14, kaffihlaðborð í Húnabúð frá kl. 14.30. Kynnt verður gæðahandverk frá Húnaþingi. Allir vel- komnir. Kynnt síðar. Í dag er föstudagur 2. nóvember, 306. dagur ársins 2001. Allra sálna messa. Orð dagsins: Hyggja holdsins er dauði, en hyggja andans líf og friður. (Rómv. 8, 6.) Víkverji skrifar... ÓSKÖP er búið að fara illa meðorðið verð. Lengi vel fékk það að vera eintöluorð eins og vera ber. Nú keppast menn hins vegar við að troða upp á það fleirtölu að útlenzkum sið og fjármálaspekingar geta varla opn- að munninn án þess að nefna „verð- in“. Víkverja finnst þetta ósköp hvim- leitt og vill að verð fái að vera áfram í eintölu. Orðabókin segir okkur líka að verð sé „það sem eitthvað kostar“. Þessi merking virðist ekki vera á hreinu lengur, því að nú gerist æ algengara að menn tali t.d. um dýrt eða ódýrt verð í staðinn fyrir að tala um hátt og lágt verð. Sami misskilningur kemur skýrt fram í auglýsingu um síma- gjöld, þar sem stendur: „Mínútuverð milli Íslands og Bretlands kostar 18 krónur og 81 eyrir í almenna símkerf- inu.“ Þessi setning ætti sennilega ágætlega heima í Gettu betur, þar sem framhaldsskólanemar leysa m.a. málfræðiþrautir og eiga að færa am- bögur til betri vegar. Ekki er orðið eyrir eingöngu rangt beygt, heldur er þarna í raun sagt: Það sem mínútu- símtal milli Íslands og Bretlands kostar, kostar 18 krónur og 81 eyri(r). Setningin er augljóslega bull. Mín- útuverðið er auðvitað bara svo og svo margar krónur. Síminn (eða auglýs- ingastofan hans) fá þó prik fyrir að segja ekki 81 aur! x x x FRÁ því var sagt í Morgunblaðinu ígær að norska ríkisstjórnin hygðist bráðlega lækka skatta á áfengi til að bregðast við þeirri þróun, að áfengisverzlunin er að flytjast úr landi, nánar tiltekið yfir landamærin til Svíþjóðar. Opinber gjöld á áfengi hafa verið svipuð í Noregi og á Ís- landi, en í hinum norrænu ríkjunum hafa þau farið lækkandi, ekki sízt eftir að Svíþjóð og Finnland gengu í Evr- ópusambandið. Gangi það eftir að Norðmenn lækki sína skatta á áfengi stendur Ísland eftir með langhæstu opinberu gjöld á áfenga drykki, létta jafnt sem sterka, í allri Evrópu. Ís- lendingar eiga ekki gott með að skjót- ast yfir landamæri til að kaupa vín með matnum, en fróðlegt verður þó að sjá hver viðbrögð stjórnvalda hér verða þegar eina ríkið í Evrópu, sem hefur lagt viðlíka skattaáþján á kaup- endur þessarar algengu neyzluvöru, slakar verulega á klónni. x x x VÍKVERJI ratar ekkert óskap-lega vel í reykvíska dreifbýlinu, sem fer hratt stækkandi og breiðir sig upp um fjöll og hæðir með bygg- ingu nýrra og nýrra hverfa. Honum hefur því þótt mikil bót að nýrri þjón- ustu Símaskrárinnar á vefnum. Þar er hægt að fletta upp heimilisfangi símnotanda, smella á hnapp og þá opnast gluggi þar sem sjá má ná- kvæma staðsetningu viðkomandi byggingar á korti af höfuðborgar- svæðinu. Það eina, sem Víkverja finnst vanta, er að hægt sé að prenta kortið út og hafa það með sér í bílnum þegar kemur að því að hafa uppi á ein- hverjum kunningjanum, sem er ný- fluttur í einhverja lind, rima, þúst, drag eða hvað þær nú heita allar þessar nýju götur. Því miður er ekki boðið upp á þann möguleika á vef Símaskrárinnar að prenta kortið út og Víkverji veltir fyrir sér hvort það sé tæknilega flókið að bæta úr því. ÞANNIG er mál með vexti að brotist var inn í bíl sonar míns aðfaranótt sl. mánu- dags þar sem bíllinn var fyr- ir utan skátaheimilið í Gerðubergi. Úr bílnum var stolið útvarpi, hátölurum, geisladiskum o.fl. Var lög- reglunni tilkynnt um þjófn- aðinn og leysti hún málið á innan við hálftíma. Voru búnir að finna þýfið og ger- endur á mettíma. Vil ég þakka lögreglunni í Reykja- vík fyrir skjót og fljót við- brögð og færi henni mínar bestu þakkir. Ásgeir B. Ellertsson. Vont er þeirra ranglæti… …en verra er þeirra rétt- læti, sagði skáldið. Þetta á einkar vel við Karl Th. Birgisson kenndan við Stöðvarfjörð og pistla hans í speglinum hjá RÚV eftir kvöldfréttir. Þar geysist maðurinn um víðan völl og virðist hafa patent- lausnir á byggðamálum, fiskveiðistjórnun, trillukörl- um o.s.frv. Hnýtir svo í end- ann ósæmilegar aðfinnslur í garð ráðuneyta (ríkisstjórn- ar t.d.). Sitt sýnist hverjum og að gefa öðrum orðið og leyfa mönnum að svara fyrir sig er ekki á dagskrá. Mað- urinn hefur fyrsta og síðasta orðið. Sem sagt reglulega órétt- látir pistlar. (RÚV er jú kostað af almannafé og rík- issjóður borgar). Nú, svo kastar tólfunum í speglinum 23. október. Þar ætlar hann að vera einkar réttlátur. Byrjar á að tylla dómsmála- ráðherra á dýra dollu sína (hér er átt við salerni ráðu- neytisins). Reynir síðan að „balansera“ dónaskapinn með því að setja Vinstri- græna á vogarskálina. Þar sem þeir eru við berjatínslu á Austfjörðum til að stemma stigu við atvinnuleysi og afla tekna fyrir byggðarlagið. Karl Th. Birgisson þykist hafa þar með jafnað grófa ádeilu á frúna frá pólitísku sjónarmiði. Verra er hans réttlæti. Gylfi Þ. Gíslason sagði á 60 ára afmæli Ríkisútvarps- ins: „Ríkisútvarpið hefur alltaf verið ópólitísk stofnun og svo verður áfram.“ Hvaða sannleikur er í þess- um orðum hjá Gylfa? Eng- inn. Hvað er þá til ráða? Herða eftirlitið svo svona „Skugga-Sveinum“ takist síður að smygla sér inn í speglasali RÚV? Ef það tekst ekki, hvað þá? Skikka þessa náunga til að kaupa stofnunina af al- menningi/ríkissjóði og reka hana sjálfir. Það er réttlæti. Egill Guðmundsson. Dýrahald Gárapar óskast ÓSKA eftir gefins gárapari. Upplýsingar í síma 555- 3041. Hvít læða í óskilum LÆÐA, yngri en eins árs, hvít með eina gráa doppu á bakinu og með gráa grímu, grátt skott og upp eftir bak- inu. Hún er ljúf og góð og fannst í Vogahverfi. Eigandi getur haft samband í síma 553 9124. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Lögreglu þakkað LÁRÉTT: 1 útdráttur, 4 bangsi, 7 stífla, 8 hugleysingja, 9 blóm, 11 skylda, 13 hagn- aðar, 14 þreytuna, 15 sæti, 17 hornmyndun, 20 duft, 22 snúningsás, 23 fiskar, 24 viðfelldin, 25 munnbita. LÓÐRÉTT: 1 spilið, 2 niðurgangur- inn, 3 blæs, 4 hýðis, 5 bár- ur, 6 bola, 10 hugaða, 12 bors, 13 elska, 15 hungr- uð, 16 ræsi, 18 sterk, 19 námu, 20 högg, 21 borg- aði. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 kærulaust, 8 lýkur, 9 aldin, 10 ann, 11 kúrir, 13 neita, 15 skens, 18 snart, 21 kút, 22 togna, 23 úrinn, 24 karlmaður. Lóðrétt: 2 æskir, 3 urrar, 4 apann, 5 suddi, 6 flak, 7 enda, 12 inn, 14 ein, 15 sótt, 16 eigra, 17 skafl, 18 stúta, 19 atinu, 20 týna. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a vegalengd til að nema stað- ar heldur en ökutæki á ónegldum dekkjum og harðkornadekkjum. Eins hefur verið minnst á mengun í þessu sam- bandi. Vil ég fá að vita hversu mikil mengun er frá nagladekkjum, salti eða sandi og í hverju mengunin er fólgin. Lungnasérfræð- ingur sagði að nagladekk hefðu ekkert að segja í sambandi við mengun. Við óbreyttir borgarar, sem lesum þessar fréttir, vitum ekki hvað er rétt. Lýsi ég eftir hlutlausum aðila til að fara yfir nið- urstöður þessara kannana svo að fólk fái að vita sann- leikann, þ.e. hvaða dekk eru öruggust. Ökumaður. ÞAÐ er erfitt að átta sig á skrifum um nagladekk, hvort þau eru gagnleg eða ekki. Í Morgun- blaðinu sl. föstu- dag á bls. 12 er umfjöllun um nagladekk. Í fyr- irsögn stendur: „Nagla- dekk óþörf í Reykjavík“. Þegar greinin er lesin kem- ur í ljós að nagladekk og loftbóludekk á þurrum ís voru marktækt betri en önnur dekk í mótsögn við fyrirsögnina. Heml- unarvegalengd nagla- dekkja og loftbóludekkja er jafngóð og marktækt betri en harðkornadekkja og ónegldra vetrardekkja (þetta á við á þurrum ís). Á þurru og blautu malbiki kemur í ljós að nagladekk eru betri. Í Fréttablaðinu sl. mánu- dag var einnig fjallað um nagladekk. Þar stendur að þegar bremsað er á þurr- um ís þurfa ökutæki á loft- bólu- og nýnegldum vetr- ardekkjum minni Hvaða dekk eru öruggust?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.