Morgunblaðið - 02.11.2001, Page 66

Morgunblaðið - 02.11.2001, Page 66
FÓLK Í FRÉTTUM 66 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er í rauninni óþarfi að kynna Þórhall Sigurðsson eða Ladda eitthvað sérstaklega til sögunnar, en um áratugi hefur þessi maður, sem er grínisti af guðs náð, kitlað hláturtaugar landsmanna svo um munar. Á morgun, laugardag, verður Laddi með skemmtun í Leik- húskjallaranum þar sem hann treður upp einn ásamt undirleik- ara (Hjörtur Howser). Framhald verður á þessum kvöldum fram í desember hið minnsta. „Þetta er svona dæmigerð Laddasýning; söngur og grín,“ segir Laddi aðspurður. Hann seg- ir töluverðan mun vera á því að skemmta einn og að skemmta með öðrum. Það reyni þó alls ekki meira á að vera svona berskjald- aður. „Ég stend auðvitað einn allan tímann og babbla alveg stans- laust. Að mörgu leyti er þetta auðveldara. Maður ræður öllu sjálfur og getur breytt út af ef með þarf. Þetta er aldrei eins, það fer eftir því hvernig stuð er í salnum.“ Laddi segist spinna þetta að mestu leyti. „Það koma heilu kaflarnir þar sem þetta er spunnið. Þetta er líka svoleiðis staður. Það er stutt í fólkið, og maður getur labbað upp að borðum og spjallað við fólk. Þetta er svona einn skemmtileg- asti staður sem ég hef komið fram á en það er búinn að vera draum- ur hjá mér í mörg ár að fá að skemmta í Leikhúskjallaranum.“ Sýning hefst kl. 22.00 en borð- hald kl. 20.00. Laddi skemmtir í Leikhúskjallaranum Gamall draumur rætist Morgunblaðið/Kristinn Laddi skemmtir í Leikhúskjallaranum annað kvöld. GEORGE P. Pelecanos er í miklum metum meðal glæpasagnavina og þá helst fyrir þríleikinn um Nick Stef- anos, Bandaríkjamann af grískum uppruna, en best bóka um Stefanos er reyndar almennt talin fjórða bókin í þríleiknum sem segir frá umhverfi föður Stefanos. Síðan hefur Pelecanos sótt í sig veðrið sem einn helsti glæpa- sagnasmiður vestan hafs. Right as Rain er níunda bókin sem hann skrif- ar, en allar gerast þær í Washington. Sú borg sem þar er sýnd er nokkuð frábrugðin þeirri sem ferðamenn sjá og sýnd er í sjónvarpi, ljótleikinn að segja allsráðandi og sífellt er Pelec- anos að spegla bilið á milli ríkra og fá- tækra í höfuðborginni, þar sem krakkið grasserar. Right as Rain segir frá svörtum einkaspæjara, nema hvað, fyrrver- andi löggu, sem tekur að sér að hreinsa mannorð ungs blökkumanns sem skotinn var af hvítum lögreglu- manni. Rannsóknin tekur óvænta stefnu þegar spæjarinn fær lögguna hvítu til liðs við sig. Til sögunnar eru kynntar ýmsar fleiri persónur, mis- kræsilegar, eins og hvítir krakkfeðg- ar, sem eru svo ógeðfelldir að þeir eru bara afkáralegir. Reyndar er það ákveðinn galli hjá Pelecanos hvað hann er fyrirsjáanlegur í lýsingum sínum; um leið og menn eru kynntir til sögunnar veit lesandinn hvað verð- ur um þá, eins og í gamaldags bíó- mynd þar sem ljótu kallarnir eru allir svartklæddir en þeir góðu í öllu hvítu. Þrátt fyrir það er bókin ágætis af- þreying, rennur í gegn á einni kvöld- stund og skilur hæfilega lítið eftir sig. Viðkvæmir ættu líklega að láta eiga sig að lesa Pelecanos, því ekki er bara að hann á það til að vera djarfur í kyn- lífslýsingum, heldur lætur hann menn deyja á ýmislegan viðurstyggilegan hátt, karla jafnt sem konur. Right as Rain ber það með sér að vera upphafið á sagnabálki um aðal- persónurnar, einkaspæjarann Derek Strange og lögguna fyrrverandi Terry Quinn, sem vinnur reyndar í bókabúð (líkt og margar hetjur slíkra bókmennta, ekki beinlínis frumlegt). Ljótleikinn allsráðandi Right as Rain eftir George P. Pelecanos. Orion gefur út 2001. 338 síðna kilja sem kostar 1.550 kr. í Máli og menningu. Árni Matthíasson Forvitnilegar bækur        )"  )  & *     )  &        6 )  & " 7 )  &   1& )  &   11 )  1.           8"         9:    )               !    "#! $ % $&& '''                             !"#$%&'%#()$$*+()"$*, BLÍÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson í leikgerð Hörpu Arnardóttur Lau 3. nóv kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI Su 4. nóv kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI Lau 10. nóv. kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI Su 11. nóv. kl. 14 - UPPSELT KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness Í kvöld kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 10. nóv kl. 20 - UPPSELT Su 18. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 3. nov kl. 20 - UPPSELT Su. 11. nóv. kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fi. 15. nóv. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fö 16. nóv kl. 20 - LAUS SÆTI ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN HAUST 2001 - 3 NÝ ÍSLENSK VERK "Da", eftir Láru Stefánsdóttur Milli heima, eftir Katrínu Hall Plan B, eftir Ólöfu Ingólfsdóttur Í kvöld kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 3. nóv kl. 20 - LAUS SÆTI Fö 9. nóv kl. 20 - LAUS SÆTI BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett Su 4. nóv. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 10. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Í kvöld kl. 20 - UPPSELT Lau 10. nóv kl. 20 - UPPSELT Su 11. nóv kl. 20 - LAUS SÆTI DAUÐADANSINN eftir August Strindberg í samvinnu við Strindberghópinn Lau 3. nóv. kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fi 8. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI KRÖFUHAFAR e. August Strindberg í samvinnu við Strindberghópinn Lau 3. nóv. kl. 17 LEIKLESTUR Stóra svið 3. hæðin Nýja sviðið Litla sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is     (  1 *  "  )  & )*+,"-./ 1; *     )  17 )*+,"-./ 19 *  " 7 )  & 01""-./ 1. *   11 )  1< )*+,"-./ 1< *  " 1. )  & 01""-./ 16 *    1< )  17 01""-./ .234  #! =     "  19417          *  * 4     /    1&417 )    "#! 5 $%&&   Í HLAÐVARPANUM Veröldin er vasaklútur ICELANDIC TAKE AWAY THEATRE Leikstjóri: Neil Haigh, Leikmynd og búninga- hönnun Katrín Þorvaldsdóttir. 6. sýn. lau. 3. nóv. kl. 21 - örfá sæti laus 7. sýn. þri. 6. nóv. kl. 21 - Tveir fyrir einn 8. sýn. þri. 13. nóv. kl. 21 - Tveir fyrir einn 9. sýn. fim. 15. nóv. kl. 21 Ath. Takmarkaður sýningafjöldi         /6"07"755 8&&  9'''!       :; 2    . )  1;   16 )  1; #        :; ,!     ) 1;  < )  1&   11 )  1;     1 )  1;   <   =   17 )  19 > 9!?     '''    @! Leikfélag Mosfellssveitar Brúðkaup Tony og Tinu í Bæjarleikhúsinu, Mosfellsbæ Leikstjóri Guðný María Jónsdótir 5. sýn. fös. 2. nóv. uppselt 6. sýn. lau. 3. nóv. uppselt 7. sýn. lau. 10. nóv. uppselt 8. sýn. fös. 16. nóv uppselt 9. sýn. lau. 17. nóv. uppselt Aukasýn. lau. 17. nóv. kl. 23.30 10. sýn. sun. 18. nóv. kl. 20.00 uppselt Aukasýning fim. 22. nóv. uppselt 11. sýn. fös. 23. nóv. uppselt 12. sýn. lau. 24. nóv. uppselt 13. sýn. fös. 30. nóv. uppselt 14. sýn. lau. 1. des. laus sæti 15. sýn. sun. 2. des. laus sæti Villt ítölsk veisla Upplýsingar og miðapantanir í síma 566 7788 kíktu á www.leiklist.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.