Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 67

Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 67
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 67 Vesturgötu 2, sími 551 8900 í kvöld LAUGAVEGI, S. 511 1717KRINGLUNNI, S. 568 9017 Langur laugardagur Tilboð Dömur DIESEL gallabuxur 5.990,- NICEGIRL peysur 2.990,- MIA kápur 10.990,- URBAN gallapils 2.990,- ASSURE dragtir 9.800,- Herra DIESEL gallabuxur 5.990,- 4YOU peysur 2.990,- PARKS skyrtur 2.990,- PARKS jakkaföt 16.900,- Skór BRONX mokkasíur 2.990,- TREEND stígvél 3.990,- DONE stígvél 4.990,- eva LAUGAVEGI 91 s. 562 0625 GERARD DAREL - DKNY - NICOLE FARHI - JOSEPH - PAUL ET JOE - TARA JARMON - CUSTO - BZR - SELLER - FRANSI Langur laugardagur 20% afsláttur af glæsilegum fatnaði frá CUSTO og BZR 10% afsláttur af Nicole Farhi MEÐ Logandi ljósi binda Sálar- verjar enda á sögu í tveimur bind- um sem hófst með plötunni Annar máni en hún kom út fyrir síðustu jól. Það vekur óneitanlega athygli þegar „dægurtónlistarsveit“, sem hefur aðallega ver- ið þekkt fyrir gríp- andi stuðlög og söngvænar ballöð- ur, ræðst í gerð plötubálks, sem of- inn er saman með einni heildarhugmynd. Logandi ljós er á heildina litið betur heppnað lagasafn en það sem á undan kom og bara nokkuð hag- lega samsett poppplata. Við endur- hlustun kemur í ljós að Annar máni hefur ekki elst tiltölulega vel en þessi plata hér er til muna jafnari og rennsli betra. Eitt, tvö lög standa ekki áberandi upp úr heldur eru gæði laga svipuð og góðu heilli eru flest þeirra bara prýðilegustu popplög. Hljómur allur og hljóð- færaleikur er ennfremur til fyrir- myndar. Platan byrjar vel með „Ekki trúa á það versta“ og „Flæði“; „Logandi ljós“ er vel heppnað millispil; „Betri en ekki neinn“ er útsjónarsöm og metnað- arfull smíð og rokkarinn „Hinn eini sanni“ svínvirkar. Lokalögin tvö eru þó hiklaust þau bestu hér. „Á nýjum stað“ er frábært lag, mel- ódískt og hrífandi, og „Að lokum“ bindur smekklegan lokahnút á plöt- una. Brotlendingar er samt að finna. „Nú liggur á“ er líklega slappasta lag plötunnar og einnig er „Ég var þar“ heldur klén smíð, þá sérstak- lega viðlagið. „Um svala nátt“ er líka óttalegt miðjumoð. Platan líður þægilega áfram sem heild þótt stundum hætti værðinni til að vera fullmikil. Það sem dregur báðar þessar plötur þó hvað mest niður er þetta daður Sálarinnar við „heildarhugmynd og -form“ sem kemur niður á innbyggðum frísk- leika þeirra og melódísku næmi. Útkoman er vissulega heildstæðar plötur og áferðarlík lög en það er á kostnað áðurgreinds, sem er miður. Það er því eins og „alvarleikinn“ sem fylgir sögunni passi sveitinni á stundum illa. Til dæmis er umslags- hönnunin hér og á fyrirrennaranum skelfileg. Ofurstíliseraðar myndir Ara Magg og þessi „leyndardóms- fullu“ textabrot inni í bæklingi fara langt yfir strikið í tilgerðinni. Undirliggjandi þema þessara platna, þ.e. heildarhugmyndin, þyk- ir mér því í raun vera nokkuð mis- heppnað. Dularfullar tilvísanir og sértæk setningabrot verða einfald- lega pirrandi til lengdar, og vegna þessa nær maður aldrei almenni- legri tengingu við textana/söguna. Notast er við góða og gilda íslensku hér og Stefán er skýrmæltur mjög og er það hið besta mál. Þess er vel gætt að textar séu rímaðir, oft reyndar of vel. Stundum hefur maður á tilfinn- ingunni að Stefán standi yfir hausa- mótunum á manni, mælandi orðin styrkri ákveðinni röddu beint inn í eyrað á manni, svo maður nái nú alveg örugglega hverju og einu orði. (Dæmi úr „Betri en ekki neinn“: frá, stjörnugrá, tá, þrá; stráð, áð, hetjudáð, skráð.) Þessi rímnagnótt er í völdum tilfellum einfaldlega asnaleg. Ég kveð þessa tvennu með eilít- inn söknuð í huga verð ég að við- urkenna. Sálin má, þrátt fyrir allt, eiga það að hafa vakið fjölmargar spurningar með þessum pakka sem hefur verið spennandi að velta sér upp úr. Vinur minn sagði mér að með þessum tveimur plötum væri Sálin búin að finna sína hillu. Ég get ekki tekið undir það. Það er meira eins og þeir hafi fundið nýja, dálítið skrýtna hillu og ákveðið að bregða sér á hana, svona til að prófa. Það er ekkert út á það að setja í sjálfu sér þótt maður klóri sér dálítið í hausnum yfir öllu saman. Í raun eru þessar tvær plötur nokkuð furðu- legar, eins og þær geti ekki al- mennilega ákveðið hvað þær eiga að vera. Þótt útkoma þessara þreifinga Sálarinnar sé um margt vafasöm hafa þær þó getið af sér ágæt popp- lög sem eru þess virði að leggja sig eftir. Á Logandi ljósi er meira um slíkt en ekki og það er kostur henn- ar, umfram allt. Eigum við ekki bara að segja að eins og í sögunni af Sól og Mána hafi ævintýri Sálarinnar byrjað illa en endað vel. Tónlist Sér á parti Sálin hans Jóns míns Logandi ljós Skífan/Spor Logandi ljós, seinni hluti sagnaflokksins um Sól og Mána, sem hófst með plötunni Annar máni. Sálin hans Jóns míns leikur en hana skipa Guðmundur Jónsson (gít- ar, söngur, bakraddir, píanó, forritun, hljóðsarpur, hljómborð, píanóstrengir), Stefán Hilmarsson (söngur, bakraddir, flaut), Jens Hansson (hljómborð, rafsax, saxófónn, hljóðsarpur, forritun), Friðrik Sturluson (bassi, bandalaus bassi, bak- raddir) og Jóhann Hjörleifsson (trommur, slagverk, víbrafónn, klukkuspil, mar- imba, bakraddir, djembe-trommur). Einn- ig leikur Bergur Geirsson á flygilhorn. Textar eru eftir Friðrik Sturluson og 31. febrúar. Upptökustjórn var í höndum Guð- mundar Jónssonar og um strengjaútsetn- ingar sá Samúel J. Samúelsson. Strengjasveitin var skipuð þeim Margréti Kristjándóttur (fiðla), Dóru Björgvins- dóttur (fiðla), Þórunni Marínósdóttur (víóla) og Ásdísi Arnardóttur (selló). 44,49 mínútur. Arnar Eggert Thoroddsen Ljósmynd/Kjartan Már Sálin hans Jóns míns: Með Logandi ljósi binda Sál- arverjar enda á sögu í tveimur bindum sem hófst með plötunni Annar máni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.