Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 68
FÓLK Í FRÉTTUM
68 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Laugavegi 1
Velkomin um borð!
15% afsláttur af öllum peysum
í dag og á morgun
Í ÞEIM geira alþýðutónlistar sem
kallast „singer/songwriter“ á ensku
er yfirleitt að finna tónlistarmenn
sem syngja sín eigin lög og texta við
kassagítarleik.
Þetta form býður
upp á mjög per-
sónulega og einka-
lega túlkun og hef-
ur höfðað sérstak-
lega mikið til
kvenna. Hægt er að nefna fjöldann
allan af þekktum tónlistarkonum sem
hafa skapað sér frægð sem syngjandi
söngvasmiðir. Af einhverjum ástæð-
um hafa samt fáar íslenskar tónlist-
arkonur valið þá leið að fara einförum
með gítarinn síðan mesta hippavíman
rann af fólki. En nú höfum við eignast
eina hreinræktaða kassagítarkonu,
Heru Hjartardóttur, sem sendi ný-
lega frá sér sína fyrstu stúdíóplötu.
Not so sweet hefur að geyma
hvorki meira né minna en 18 lög og
texta eftir Heru, sem hefur hlotið sína
eldskírn við að spila lögin sín á börum
og kaffihúsum í heimabæ sínum á
Nýja-Sjálandi, hvar hún hefur verið
búsett undanfarin ár.
Það er röddin sem snertir mann
mest þegar hlustað er á diskinn. Hera
er aðeins 18 ára, en hljómar sérlega
örugg og þroskuð. Hún segir einu
þjálfun sína í söng hafa verið þá, að
þegar hún var barn og gekk heim úr
skólanum í íslensku vetrarmyrkri hafi
hún sungið til að verða ekki myrkfæl-
in. Henni virðist vera mjög eðlislægt
að tjá sig með söngnum um hvaðeina í
lífi sínu, og hefur sterka og kraftmikla
rödd, sem hún getur líka beitt á blíðan
og viðkvæmari hátt án þess að tapa
fyllingu. Lagasmíðarnar eru flestar
rólegar og ljúfar kassagítarmelódíur í
þjóðlagaanda, en röddin gefur þeim
skerpu. Lagið „If I Confessed“ er t.d.
sérstaklega vel sungið og þótt laglín-
an sé kannski ekki fréttnæm er ekki
annað hægt en að leggja við eyrun.
Textarnir eru líka oft þess virði að
hlusta á, því Hera er ófeimin við að
bera á borð sínar innstu tilfinningar
og þrár, er hreinskilin og blátt áfram
og á köflum jafnvel berorð, eins og í
einu besta lagi plötunnar, „Suits Me“.
Ágætt er líka „Naughts and Crosses“
sem hefur melankólískara og dekkra
yfirbragð en flest lögin. Hera mætti
þó teygja meira á hefðinni í uppbygg-
ingu laganna en þau eru frekar fyrir-
sjáanleg og fátt er um óvæntar
hljómasamsetningar eða millikafla.
Sum lögin gætu líka borið hrárri út-
setningar og meiri styrk, auk þess
sem gítarleikurinn virkar stundum
heldur veiklulegur og daufur fyrir
kraftmikla röddina. Stærsti gallinn er
samt sá að lögin eru alltof mörg og
súrt í broti að góðu lögin eiga á hættu
að hverfa í djúpið með þeim léttvæg-
ari, vegna þess að fjöldinn gerir yf-
irbragðið einsleitt og keimlíkt. Sér-
staklega finnst mér halla á
ógæfuhliðina um seinni hlutann (und-
anskil þó „Itchy Palms“) og veruleg
grisjun hefði gert þetta að mun sterk-
ari grip.
Hæfileikarnir leyna sér samt ekki
og þegar litið er til hvað konan er
ótrúlega ung og einbeitt má búast við
forvitnilegu efni frá henni í framtíð-
inni.
Tónlist
Sætt og súrt
HERA
Not so sweet
Foolsday Ltd.
Sólóplata Heru Hjartardóttur. Hera samdi
öll lög og texta, auk þess sem hún stjórn-
aði upptökum. Fram koma á plötunni,
auk Heru sem syngur og leikur á gítar,
Helen Webby harpa, Bryce Collier bassi,
kontrabassi og tíbeskar bjöllur, Joseph
Veale trommur, Brent Dowson píanó,
Keith Petch gítar og Fiona Pears fiðla.
Platan inniheldur 18 lög og tekur 54 mín-
útur og 33 sekúndur í flutningi.
Skarphéðinn Guðmundsson
Hera er 18 ára gamalt söngvaskáld
sem búsett er á Nýja-Sjálandi.
Moulin Rouge
Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Baz
Luhrman. Aðalleikendur: Nicole Kidman, Ew-
an McGregor, Jim Broadbent. Sannkölluð
himnasending í skammdeginu. Stórfengleg
afþreying sem er allt í senn: Söng- og dansa-
mynd, poppópera, gleðileikur, harmleikur,
nefndu það. Baz Luhrman er einn athyglis-
verðasti kvikmyndagerðarmaður samtímans
sem sættir sig ekki við neinar málamiðlanir og
uppsker einsog hann sáir; fullt hús stiga.
Smárabíó, Regnboginn.
AI
Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Steven Spielberg.
Handrit: Spielberg o.fl. Aðalleikendur: Haley
Joel Osment, Jude Law, Frances O’Connor,
William Hurt. Mjög spennandi og áhrifarík
kvikmynd með sterkri ádeilu. Endinum er þó
algerlega ofaukið. Bíóborgin.
Jay and Silent
Bob Strike Back
Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Kevin
Smith. Aðalleikendur: Jason Mewes, Kevin
Smith. Járnbentur steypuhúmor frá einum
frumlegasta kvikmyndagerðarmanni samtíðar-
innar sem skopast einkum að samkynhneigð,
bölbænum og ragni. Tvíeykið á frábæra spretti
í vegamynd þvert yfir Bandaríkin. Regnboginn.
Mávahlátur
Tilkomumikil kvikmynd Ágústs Guðmundsson-
ar byggð á samnefndri skáldsögu Kristínar
Marju Baldursdóttur. Þar skapar leikstjórinn
söguheim sem er lifandi og heillandi, og hefur
náð sterkum tökum á kvikmyndalegum frá-
sagnarmáta. Frammistaða Margrétar Vil-
hjálmsdóttur og Uglu Egilsdóttur er frábær.
Háskólabíó, Kringlubíó.
Sexy Beast
Bresk, spænsk. 2000. Leikstjóri: Jonathan
Glazier. Handrit: Aðalleikendur: Ben Kingsley,
Ray Winstone. Fersk mynd og frumleg frá nýj-
um leikstjóra, um sálarkreppu fyrrverandi
krimma sem reynt er að draga aftur til fortíðar.
Stórkostlegur leikur hjá Ben Kingsley og Ray
Winstone. Háskólabíó, Sambíóin.
American Pie 2
Bandarísk. 2001. Leikstjóri J.B. Rodgers.
Handrit: Adam Herz. Aðalleikendur: Jason
Biggs, Shannon Elizabeth, Chris Klein. Bein
framhaldslýsing á kynórum menntaskóla-
nema er fyrri myndinni sleppir. Græskulaus
neðan mittisfyndni flutt af sama, góða ung-
leikaragenginu. Háskólabíó, Sambíóin.
Bridget Jones’s Diary
Bresk. 2001. Leikstjóri: Sharon Maguire.
Handrit: Helen Fielding. Aðalhlutverk: Renée
Zellweger, Hugh Grant, Colin Firth, Jim Broad-
bent. Sagan um ástamál Bridget verður að
hæfilega fyndinni, rómantískri gamanmynd.
Zellweger gerir margt gott í titilhlutverkinu.
Háskólabíó.
Captain Corelli’s Mandolin
Bandarísk. 2001. Leikstjóri: John Madden.
Handrit: Shawn Slovo. Aðalleikendur: Nicolas
Cage, Penelope Cruz, John Hurt. Falleg og
gamaldags mynd með sérstaka sýn á seinni
heimsstyrjöldina, auk ástarsögunnar. Frábærir
leikarar sem standa sig vel, en það má deila
um Nicolas Cage. Bíóborgin.
Pétur og kötturinn Brandur
Sænsk. 2000. Leikstjóri: Albert Hanan Kam-
insky. Handrit: Torbjörn Janson. Teiknimynd.
Aðalraddir: Guðmundur Ólafsson, Arngunnur
Árnadóttir, Sigurður Sigurjónsson, Sigrún
Waage. Ekkert stórvirki en ágætis skemmtun
fyrir litla krakka. Pétur og Brandur eru viðkunn-
anlegir og uppátektarsamir. Smárabíó, Laugarásbíó.
Rugrats in Paris
Bandarísk. 2000. Leikstjórn: Stig Bergquist,
Paul Demyer. Handrit: J. David Stem o.fl. Ísl.
leikraddir: Edda Heiðrún Backmann, Inga
María Valdimarsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir,
Dofri Hermannsson o.fl. Skemmtileg en full
fyrirsjáanleg mynd um káta krakkaorma í leit
að mömmu handa vini sínum. Bíóhöllin, Háskólabíó.
Small Times Crooks
Bandarísk. 2000. Leikstjórn og handrit:
Woody Allen. Aðalleikendur: Allen, Tracey Ull-
man, Elaine May. Bráðfyndin mynd meistara
Allen. Grínið ræður ríkjum, en sagan hefði
mátt vera skemmtilegri og kannski aðeins
dýpri. Frábærir leikarar. Bíóborgin.
Cats & Dogs
Bandarísk. 2001. Leikstjórn: Lawrence Gut-
erman. Handrit: John Rena. Aðalraddir: Alec
Baldwin, Sean Hayes, Susan Sarandon. Ein-
föld saga og spennandi fyrir krakka. Annars
ósköp klisjukennd og illa leikstýrð. Kringlubíó.
Final Fantasy
Japönsk. 2001. Leikstjórn: Hironobu Sakag-
uchi. Handrit: Al Reinert. Aðalraddir: Alec
Baldwin, Ming Na, Donald Sutherland, James
Woods. Frábærlega unnin tölvugrafíkmynd um
framtíðarátök á Móður Jörð. Skortir meira líf og
lit og þó ekki væri nema örlítinn húmor. Smárabíó, Regnboginn.
A Knight’s Tale
Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Brian
Helgeland. Aðalleikendur: Heath Ledger, Ruf-
us Sewell, Mark Addy. Rokkað feitt á burtreið-
um? Undarleg samsuða af miðaldagamni og
nútímarokki sem erfitt er að sjá að hafi mikinn
tilgang en Helgeland reynir hvað hann getur
að láta taka sig alvarlega. Regnboginn.
Osmosis Jones
Bandarísk. 2001. Leikstjórn og handrit: Farr-
ellybræður o.fl. Aðalleikendur og raddir: Chris
Rock, Bill Murray. Frumleg blanda teikni- og
leikinnar myndar, gerist á framandi slóðum
mannslíkamans. Hér stendur baráttan á milli
vondra sýkla og góðra lyfja og hvítra blóð-
korna. Kemst ekki í fluggír. Kringlubíó.
Rat Race
Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Jerry Zucker.
Handrit: Andrew Breckman. Aðalleikendur:
John Cleese, Rowan Atkinson, Whoopi Gold-
berg, Cuba Gooding. Gamanmynd hlaðin
bröndurum og skondnum karakterum sem
keppa um hver er fyrstur að finna tvær millj-
ónir dollara. Dellumynd, sannarlega, en má
hlæja að henni. Laugarásbíó.
The Score
Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Frank Oz. Handrit.
Serge Hamilton. Aðalleikendur: Robert De
Niro, Edward Norton, Angela Bassett, Marlon
Brando. Frábærir leikarar geta lítið gert fyrir
handrit sem ekki gengur upp. Sumt sniðugt,
það dugar ekki til. Laugarásbíó.
Swordfish
Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Dominic Sena.
Handrit: Skip Woods. Aðalleikendur: John
Travolta, Hugh Jackman og Halle Berry. Flott
mynd með góðu gengi og fínum hasar en
gengur ekki nógu vel upp. Kringlubíó.
Lucky Numbers
Bresk. 200. Leikstjórn: Nora Ephron. Handrit:
Adam Resnick Aðalleikendur: John Travolta,
Lisa Kudrow. Svört grínmynd sem gengur ekki
upp; lélegir brandarar, morð og græðgi. Trav-
olta og Kudrow skiljanlega ekki nógu
skemmtileg.
Háskólabíó.
3000 Miles to Graceland
Bandarísk. 2001. Leikstjóri: Demian Lichten-
stein. Handrit: Bruno Corsica. Aðalleikendur:
Kurt Russell, Kevin Costner, Courteney Cox.
Afkáraleg, yfirmáta blóðidrifin vegamynd um
rán í Las Vegas og undankomuna. Lengdin
drepur spennuna. Sambíóin.
Evil Woman
Bandarísk. 2001.
Aðalleikarar: Amanda Peet, Steve Zahn, Jason
Biggs, Jack Black. Lapþunn aulamynd um þrjá
bjálfa og kvenskratta. Af myndinni að dæma
stefna aulabrandarabankar í gjaldþrot.
Smárabíó, Stjörnubíó.
Moulin Rouge: „Sannkölluð himna-
sending í skammdeginu.“
Bíóin í borginni
Sæbjörn Valdimarsson /Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir