Morgunblaðið - 02.11.2001, Side 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
FLUGLEIÐIR telja að strax þurfi að
hefja markaðssókn erlendis til að fyr-
irbyggja verulega fækkun ferða-
manna til Íslands á næsta ári. Mun
flugfélagið óska eftir viðræðum við
stjórnvöld um samstarf í ljósi vilja
stjórnvalda til að taka á vandanum.
Almennt er nú gert ráð fyrir mikl-
um samdrætti í flug- og ferðastarf-
semi vegna ástands heimsmála en
Ameríku- og Evrópuflug Flugleiða
hefur dregist saman um 21% frá 11.
september. Flugleiðir hafa ákveðið að
draga saman um 11% í flugi til og frá
Íslandi næsta sumar.
Mat Hagfræðistofnunar Háskóla
Íslands á mikilvægi Flugleiða í þjóð-
arbúskapnum bendir til þess að sam-
dráttur hjá flugfélaginu, sem orsakar
10% fækkun ferðamanna til Íslands,
muni leiða til um 10,7 milljarða króna
neikvæðra atvinnu- og efnahags-
áhrifa í hagkerfinu öllu og fækkunar
um rúmlega 1.100 ársverk á Íslandi.
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra sagði í samtali við Morgunblað-
ið í gær, að hann væri reiðubúinn til
samstarfs við ferðaþjónustugreinina
en á þessu stigi gæti hann ekki gefið
út neinar yfirlýsingar um með hvaða
hætti það yrði gert. „Við erum að fara
yfir málin og meta stöðuna,“ sagði
Sturla og sagði að staðan í ferðaþjón-
ustugreininni væri mjög sérstök.
Hann sagði mjög eðlilegt af hálfu
Flugleiðamanna að óska eftir viðræð-
um við stjórnvöld í ljósi þess að hann
hefði áður lýst yfir vilja stjórnvalda til
að taka á vandanum.
Flugleiðir hyggja á markaðssókn fyrir Ísland erlendis
Óska eftir sam-
starfi við stjórnvöld
Flugleiðir vilja/6
TILKYNNT var um sprengju í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar laust
eftir klukkan hálftíu í gærkvöldi.
Engin sprengja fannst í flugstöð-
inni í kjölfar leitar og var hættu-
ástandi aflétt kl. 23.40.
Hótunin barst á íslensku í gegn-
um síma og í kjölfarið var flug-
stöðin rýmd og öllum leiðum til og
frá henni lokað. Lögreglunni tókst
að rekja símtalið og að sögn lög-
reglu liggur ákveðinn aðili undir
grun. Enginn var þó handtekinn
vegna málsins í gærkvöldi.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnar á Keflavíkurflugvelli var
sprengjan sögð springa innan
ákveðins tíma. Sprengjusérfræð-
ingar Landhelgisgæslunnar voru
kallaðir til og leituðu þeir í flug-
stöðinni ásamt lögreglu.
Vél frá Kaupmannahöfn
beið á flugbrautinni
Engir farþegar voru í flugstöð-
inni er hótunin barst. Flugvél
Flugleiða frá Kaupmannahöfn
lenti laust fyrir ellefu og beið hún
á flugbrautinni þar til hættu-
ástandi var aflétt en um 140 far-
þegar voru í vélinni. Flugvél frá
London lenti í þann mund sem
hættuástandinu var aflétt og urðu
þeir 80 farþegar sem í henni voru
ekki fyrir neinum óþægindum
vegna hótunarinnar samkvæmt
upplýsingum frá lögreglunni á
Keflavíkurflugvelli.
Öllum leiðum að flugstöðinni var
lokað meðan hættuástand varði og
mynduðust fljótt mjög langar raðir
bíla.
Yfirvöldum á Keflavíkurflugvelli
barst síðast sprengjuhótun 11.
september, í kjölfar hryðjuverka-
árásanna í Bandaríkjunum.
Öllum leiðum til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar var lokað í kjölfar sprengjuhótunar.
Viðbún-
aður
vegna
sprengju-
hótunar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
HEILDARLAUNAKOSTNAÐUR
vegna íslenskra flugumferðarstjóra
er um 640 milljónir króna og sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
nema árslaun einstakra flugumferð-
arstjóra allt að átta milljónum
króna eða um 660 þúsundum á
mánuði að meðaltali. Flugumferð-
arstjórar hafa boðað hrinu verkfalla
16. til 30. nóvember.
Samkvæmt Fréttariti kjararann-
sóknarnefndar opinberra starfs-
manna voru meðallaun flugumferð-
arstjóra tæplega 522 þúsund í júní í
ár. Þar af voru dagvinnulaun um
272 þúsund, yfirvinna um 148 þús-
und og önnur laun um 101 þúsund
krónur. Samsvarandi laun í janúar
á þessu ári voru um 454 þúsund, en
þá voru dagvinnulaunin um 256
þúsund, yfirvinnulaun um 104 þús-
und og önnur laun um 93 þúsund
krónur.
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, segir í nýj-
asta fréttabréfi SA að frá 1987 hafi
kaupmáttur dagvinnulauna flugum-
ferðarstjóra aukist um tæp 111%,
en kaupmáttur dagvinnulauna ann-
arra hópa opinberra starfsmanna
mun minna.
Skömmu áður en verkfall flug-
umferðarstjóra hófst í febrúar sem
leið varaði Alþjóðaflugmálastofnun-
in í bréfi til samgönguráðherra við
afleiðingum truflana á alþjóðlegu
flugi á flugstjórnarsvæði Íslendinga
og benti forseti ICAO samgöngu-
ráðherra á að stofnunin gæti þurft
að endurúthluta flugumferðarþjón-
ustu yfir úthöfunum. Sturla Böðv-
arsson, samgönguráðherra, segir að
staðan nú sé verri ef eitthvað sé, en
í tengslum við Flugþingið sl. mið-
vikudag hafi fulltrúi frá ICAO kom-
ið til landsins og farið yfir málin
með fulltrúum ráðuneytisins og
Flugmálastjórnar.
Árslaun flugum-
ferðarstjóra allt
að átta milljónir
Flugsamgöngur/38
VERÐ á þotueldsneyti hefur ekki
verið lægra í tvö ár en það er nú.
Verðið er nú rúmir 207 Bandaríkja-
dalir fyrir tonnið, en var 260 dalir að
meðaltali í septembermánuði.
Fara þarf allt aftur til október-
mánaðar 1999 til að finna dæmi um
lægra verð en þá var verðið 206 dalir
fyrir tonnið. Í millitíðinni hafa verið
miklar sveiflur í verði á þotuelds-
neyti. Þannig fór verðið í fyrrahaust
yfir 350 dali tonnið, en verðið í sumar
hefur verið á bilinu 250–270 dalir
fyrir tonnið. Magnús Ásgeirsson,
innkaupastjóri eldsneytis hjá Olíufé-
laginu, segir að ástæðurnar fyrir
þessari lækkun séu bæði aukið fram-
boð á olíu og minni eftirspurn eftir
þotueldsneyti vegna verulegs sam-
dráttar í flugi. Framleiðslan á þotu-
eldsneyti í olíuhreinsunarstöðvum
virðist hafa minnkað um 20–25% og í
staðinn séu framleiddar aðrar teg-
undir eldsneytis.
Þotueldsneyti ekki
lægra í tvö ár
GENGI íslensku krónunnar náði
sögulegu lágmarki í gærmorgun.
Gengisvísitala krónunnar fór þá í
145,90 stig en það er hæsta gildi, og
þá jafnframt lægsta gengi, sem skráð
hefur verið. Lokagengi dagsins var
örlítið sterkara, eða 145,70 stig.
Þrátt fyrir að gengið í gærmorgun
sé það lægsta sem skráð hefur verið,
hefur krónan einu sinni áður verið
lægri en þá fór gengisvísitalan um
skamma hríð yfir 146 stig innan dags.
/
--
!.
?.
- ;
Gengi
krónunnar
í sögulegu
lágmarki
ÍSLENSKIR fatahönnuðir hafa í æ ríkari
mæli freistað þess að starfa sjálfstætt og
selja hönnun sína í eigin verslunum eða á
vinnustofum.
Sumir hyggjast koma sér á framfæri í
tískuheiminum og hafa sýnt fatnað á sýn-
ingum erlendis, en segja skort á fjárfestum
standa þeim fyrir þrifum. Í sama streng
tóku nokkrir, sem þegar hafa þreifað fyrir
sér utan landsteinanna. Aðrir eru bjartsýn-
ir og hafa umboðsmenn í útlöndum á sínum
snærum, sem annast markaðssetningu.
Í Daglegu lífi í dag og næsta föstudag
endurspeglast viðhorf og hönnun íslenskra
fatahönnuða, sem fara eigin leiðir og alls-
endis ólíkar.
Ólíkar leiðir í
fatahönnun
Úr smiðju /B4 Morgunblaðið/Ásdís
HARÐUR árekstur varð á gatna-
mótum Suðurhlíðar og Bústaðaveg-
ar í Reykjavík á sjöunda tímanum í
gærkvöld. Tveir bílar lentu saman
með þeim afleiðingum að ökumaður
og farþegi annars bílsins og ökumað-
ur hins voru fluttir á slysadeild
Landspítala – háskólasjúkrahúss
með minni háttar áverka.
Báðar bifreiðir eru hins vegar
stórskemmdar og voru fluttar á
brott með kranabíl.
Þrír á
slysadeild
eftir
árekstur
♦ ♦ ♦