Morgunblaðið - 04.11.2001, Síða 1

Morgunblaðið - 04.11.2001, Síða 1
MORGUNBLAÐIÐ 4. NÓVEMBER 2001 253. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Sunnudagur 4. nóvember 2001 Ekki aðeins einn veruleiki Leonard Cohen tileinkaði henni plötuna I’m your man, hún hefur lengi notið góðs gengis sem ljósmyndari og var vinkona listakonunnar Rósku á áttunda áratugnum. Hjálmar Sveinsson ræðir við Dominique Issermann sem segir tískumyndir nú- tímans gersneyddar öllum kynþokka./16 ferðalögHáir hælar í skógumbílarFurður í TókýóbörnHarry PotterbíóVerðlaun Sturlu Sælkerar á sunnudegi Leyndarmál vorsins Uppskriftir La Primavera öðlast líf í öðrum eldhúsum Prentsmiðja Morgunblaðsins B Ekki verður þörf fyrir sama starfsmannafjölda 16 Er herfræðin gölluð? 12 Hvort er valdið foreldra eða skólayfirvalda? 10 TIL átaka kom í fyrradag milli slökkviliðsmanna og lögreglu- manna í New York er þeir fyrr- nefndu mótmæltu þeirri ákvörðun Rudolphs Giulianis borgarstjóra að fækka verulega þeim slökkviliðs- mönnum, sem enn leita að líkum í rústum World Trade Center. 347 slökkviliðsmenn fórust er bygg- ingin hrundi eftir hryðjuverkaárás- ina 11. september. Giuliani réttlætti ákvörðun sína með því, að það yrði æ hættulegra að leita í rústunum nú þegar farið væri að nota stórvirk vinnutæki við hreinsunina. Slökkvi- liðsmenn segjast hins vegar telja, að fjárhagsástæður hafi ráðið mestu. AP Slökkviliðsmenn mótmæla í rústunum HERSVEITIR Norðurbandalags- ins náðu í gær mikilvægu héraði fyr- ir sunnan borgina Mazar-i-Sharif í norðurhluta Afganistans eftir að 800 liðsmenn talibanastjórnarinnar gengu þeim á hönd. Sögðu talsmenn þess, að 200 talibanahermenn hefðu verið handteknir og um 80 fallið í hörðum bardögum. Talsmaður Norðurbandalagsins sagði, að héraðið Aq-Kupruk hefði fallið því í hendur eftir harða bar- daga en áður hefði verið búið að hafa samband við liðsmenn talibana og hefðu um 800 þeirra hlaupist yfir til Norðurbandalagsins. Talsmaður talibanastjórnarinnar í Kabúl viðurkenndi, að barist hefði verið á þessum slóðum en vildi ekki tjá sig nánar um það. Hann lýsti því hins vegar yfir, að talibanar myndu berjast í ramadan, föstumánuði múslíma, en George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði á föstudag, að hryðjuverkamenn tækju sér ekki frí í föstumánuðinum og svo yrði heldur ekki um baráttuna gegn þeim. Fjórir slösuðust er þyrla brotlenti Ræðismaður talibanastjórnarinn- ar í Peshawar í Pakistan sagði í gær, að tekist hefði að skjóta niður tvær bandarískar þyrlur í Ghazni-héraði, en Bandaríkjamenn vísa því á bug. Þeir segja hins vegar, að fjórir menn hafi slasast er þyrla brotlenti. Hefði þeim verið bjargað strax. Talibanar sögðu í gær, að þeir hefðu hengt þrjá stuðningsmenn konungssinnans Hamid Karzais en talið er, að hann sé í Afganistan til að kynda undir uppreisn gegn talib- anastjórninni. Búist er við, að nokkur floti jap- anskra herskipa með 700 hermenn komi inn á Indlandshaf í næstu viku. Eiga þeir að aðstoða Bandaríkja- menn án þess þó að taka beinan þátt í hernaðinum í Afganistan. Um 1.000 vopnaðir Pakistanar héldu í gær yfir til Afganistans til liðs við talibana. Nú hafa alls 17 manns smitast af miltisbrandi í Bandaríkjunum og gróanna verður vart á æ fleiri póst- húsum. Í Pakistan hafa fundist milt- isbrandsgró í tveimur byggingum. Talibanar missa mikilvægt hérað Kabúl. AFP, AP.  Herfræðin/12 BARÁTTAN gegn fátækt og at- vinnuleysi verður helsta verkefni næsta forseta Mið-Ameríkuríkis- ins Níkaragva en forsetakosning- ar eru í landinu í dag. Skoðanakannanir hafa sýnt, að Enrique Bolanos, frambjóðandi stjórnarflokksins, Frjálslynda flokksins, og Daniel Ortega, fyrr- verandi skæruliðaleiðtogi í flokki Sandinista, hafa næstum sama fylgi meðal kjósenda. Talið er, að 70% íbúanna búi við fátækt og at- vinnuleysið er 53%. Olli fellibyl- urinn Mitch miklum búsifjum 1998 og á þessu ári hefur orðið uppskerubrestur vegna þurrka. Þá hafa þúsundir manna misst at- vinnuna vegna mikillar verðlækk- unar á kaffi. Forsetakosningar í Níkaragva Fátækt og 53% atvinnuleysi Managva. AFP. Reuters Ung stúlka, sem augljóslega veit hvorn frambjóðandann hún styður.  Friðarboði/14 ÖKUMENN, sem staðnir eru að því að brjóta umferðarreglur í Suðvest- ur-Póllandi, geta sloppið við að greiða sekt samþykki þeir að falla á knén með presti og biðjast fyrir. „Í staðinn fyrir sektarmiða læt ég þá fá mynd af heilögum Kristófer, verndardýrlingi ferðamanna,“ segir séra Piotr en hann starfar með lög- reglunni í bænum Glogow. Segist hann láta ökumennina brotlegu signa sig, biðjast fyrir og fara með þessa syndajátningu: „Það er synd- samlegt að brjóta þau lög, sem gilda á vegum úti, og um það er ég sekur.“ Umferðin í Póllandi Bænir í stað sektarmiða Varsjá. AFP. RÚSSNESK stjórnvöld sögðu í gær, að ABM, Gagneldflaugasátt- málinn frá 1972, væri „leifar úr kalda stríðinu“ og kváðust vilja vinna með Bandaríkjastjórn að nýju fyrirkomulagi. „Okkur hefur verið sagt það margsinnis að undanförnu, að ABM-sáttmálinn sé leifar úr kalda stríðinu, og ég er sammála því að hluta, aðeins að hluta. Raunar eru allir samningar okkar og Banda- ríkjamanna að nokkru leyti leifar úr kalda stríðinu,“ sagði Sergei Ív- anov, varnarmálaráðherra Rúss- lands, á fréttamannafundi í Moskvu í gær. Þetta er í fyrsta sinn, sem Rússar fallast á, að ABM-sáttmálinn kunni að vera úreltur, og kann það að vera fyrirboði verulegra tíðinda á fundi Vladímírs Pútíns Rússlands- forseta og George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, síðar í mánuðinum. Rússar játa að ABM sé úreltur Moskvu. AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.