Morgunblaðið - 04.11.2001, Síða 35

Morgunblaðið - 04.11.2001, Síða 35
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 35 Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk mánudagskvöld kl. 20. Háteigskirkja. Félagsvist fyrir eldri borg- ara í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis mánudag kl. 13. TTT-klúbburinn kl. 17. Lif- andi og fjöbreytt starf fyrir börn úr 4.–6. bekk í umsjón Andra, Gunnfríðar, Guðrún- ar Þóru og Jóhönnu. Öll börn velkomin og alltaf hægt að bætast í hópinn. Laugarneskirkja. Morgunbænir mánudag kl. 6.45–7.05. 12 spora fundur mánudag kl. 20. Umsjón Margrét Scheving, sál- gæsluþjónn safnaðarins. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. 6 ára starf mánudag kl. 14. Öll börn í 1. bekk velkomin. 10–12 ára TTT- starf mánudag kl. 16.30. Öll börn í 4.–5. bekk velkomin. Litli kórinn, kór eldri borg- ara þriðjudag kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Nýir félagar velkomnir. Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og vestra: Hádegisverðarfundur presta í Bú- staðakirkju mánudag kl. 12. Árbæjarkirkja. Mánudagur: TTT-klúbbur- inn frá kl. 17–18. Fella- og Hólakirkja. Fjölskyldumorgnar mánudag kl. 10–12 í umsjón Lilju djákna. Léttar hreyfingar, kaffi/djús og spjall/ bænir. Mánudagur: Starf fyrir 11–12 ára stúlkur kl. 17–18. Starf fyrir 9–10 ára drengi kl. 17–18. Unglingastarf á mánu- dagskvöldum kl. 20.30. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tek- ið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587-9070. Mánudagur: KFUK fyrir stúlkur 9–12 ára kl. 17.30–18.30. Hjallakirkja. Mánudagur: Æskulýðsfundur fyrir unglinga 13–15 ára kl. 20.30. Seljakirkja. Mánudagur: KFUK fundur fyrir stelpur á aldrinum 9–12 ára kl. 17.15 í kirkjunni. Fjölbreytt fundarefni. Allar stelp- ur velkomnar. Vídalínskirkja. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9–12 ára drengi í Kirkjuhvoli á mánu- dögum kl. 17.30 í umsjón KFUM. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mánudagskvöld kl. 20–22 eldri félagar. Lágafellskirkja. Mánudagur: Fjölskyldu- samvera fyrir foreldra og börn þeirra frá kl. 13.30–15.30 í safnaðarheimilinu, Þver- holti 3, 3. hæð. Al-Anon fundur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánudagskvöldum í Lágafellskirkju kl. 20. Hvammstangakirkja. KFUM&K starf kirkj- unnar í Hrakhólum mánudag kl. 17.30. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Landakirkja Vestmannaeyjum. Mánudag- ur: Kl. 17:30. Æskulýðsstarf fatlaðra, eldri hópur. Kl. 20. Vinnufundur í Kven- félagi Landakirkju. Fíladelfía. Brauðsbrotning kl. 11. Ræðu- maður Ester Jacobsen. Almenn samkoma kl. 16.30, lofgjörðarhópur Fíladelfíu leiðir söng. Ræðumaður Vörður L. Traustason. Allir hjartanlega velkomnir. Vegurinn. Fjölskyldusamkoma kl. 11. Létt- ur hádegisverður og samfélag að henni lokinni. Bænastund kl. 19.30. Samkoma kl. 20. Halldór Pálsson prédikar, brauðs- brotning, lofgjörð og fyrirbænir. Íris Guð- mundsdóttir kynnir nýútkominn geisladisk sinn. Allir hjartanlega velkomnir. Bókabúð- in er opin alla daga. KFUM & K, Holtavegi 28. Samkoma kl. 17. Upphafsorð Hildur Hallbjörnsdóttir. Kjartan Jónsson talar um baráttu og and- spyrnu innan frá. Barnastarf. Matsala eftir samkomu. Vaka kl. 20.30. Ragnar Gunn- arsson talar um hjarta sem þráir lofgjörð. Allir eru hjartanlega velkomnir. Safnaðarfélag Grafarvogskirkju heldur fund í safnaðarsal Grafarvogskirkju mánu- daginn 5. nóvember kl. 20. Ingólfur V. Gíslason félagsfræðingur flytur erindi sem nefnist: Jafnvægi milli einkalífs og vinnu. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Stjórnin. Safnaðarstarf NK. miðvikudag, 7. nóv., verður opið hús í Hjallakirkju, Kópavogi, frá kl. 12–14. Samverustundir þessar eru annan hvern miðviku- dag og einkum haldnar með það fólk í huga sem er heima við á daginn og langar til að stytta sér stundir með því að sýna sig og sjá aðra. Opna húsið hefst kl. 12 með því að boðið verður upp á súpu og brauð. Að máltíð lokinni verður slegið á létta strengi. Á samverustundinni nú á miðviku- dag mun Þorvaldur Halldórsson hljómlistarmaður sjá um að skemmta viðstöddum og svo lýk- ur stundinni með stuttri helgi- stund. Allir eru hjartanlega vel- komnir, ungir og gamlir. Unglinga- rútan kemur í heimsókn HEFÐBUNDIN samkoma verður í húsi KFUM og KFUK í dag kl. 17. Sú nýbreytni verður í barna- starfinu á meðan á samkomunni stendur að hin nýja unglingarúta félaganna kemur í heimsókn, en það er tveggja hæða breskur strætisvagn, eins konar félags- heimili á hjólum, sem er með ým- iss konar leiktækjum. Börnin fá að leika sér á báðum hæðum rút- unnar. Annars verður samkoman fyrir fullorðna með hefðbundnu sniði. Hildur Hallbjörnsdóttir, varafor- maður KFUK, mun hefja sam- komuna með stuttu ávarpi og bæn, Sólrún Ásta Haraldsdóttir, nemi í Söngskólanum, mun syngja einsöng og ræðumaður verður Kjartan Jónsson, fram- kvæmdastjóri KFUM og KFUK í Reykjavík. Að lokinni samkomu er hægt að staldra við og fá sér heitan mat á vægu verði og njóta samfélagsins. Klukkan 20.30 verður Vaka, samkoma þar sem mikið er sung- ið, sérstaklega lofsöngvar. Ræðu- maður verður Ragnar Gunn- arsson kristniboði. Boðið verður upp á fyrirbæn í lok samkom- unnar. Allir eru hjartanlega velkomnir á báðar samkomurnar. Basar Kvenfélags Kristskirkju Í DAG er hinn árlegi basar Kven- félags Kristskirkju í safn- aðarheimilinu kl. 14.30. Fólk er hvatt til að láta ekki basarinn fram hjá sér fara. Mánudaginn 5. nóvember kl. 20 verður hinn mánaðarlegi fyr- irlestur séra Jürgens í safn- aðarheimilinu: Hefjum upp hjört- un. Aðgangur ókeypis og allir sem hafa áhuga eru hjartanlega velkomnir. Makamissir án jarðarfarar GEISLI, félag um sorg og sorg- arviðbrögð, heldur fund þriðju- daginn 6. nóvember kl. 20 í safn- aðarheimili Selfosskirkju (efri hæð.) Erindi kvöldsins er: Makamissir án jarðarfarar. Valgerður Hjart- ardóttir djákni flytur. Að er- indinu loknu verða umræður yfir kaffibolla. Fundurinn er öllum opinn, allir hjartanlega velkomn- ir. Nánari uppl. gefur formaður félagsins, Eygló J. Gunnarsdóttir. Opið hús í Hjallakirkju

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.