Morgunblaðið - 04.11.2001, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 04.11.2001, Qupperneq 35
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 35 Hallgrímskirkja. Æskulýðsfélagið Örk mánudagskvöld kl. 20. Háteigskirkja. Félagsvist fyrir eldri borg- ara í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis mánudag kl. 13. TTT-klúbburinn kl. 17. Lif- andi og fjöbreytt starf fyrir börn úr 4.–6. bekk í umsjón Andra, Gunnfríðar, Guðrún- ar Þóru og Jóhönnu. Öll börn velkomin og alltaf hægt að bætast í hópinn. Laugarneskirkja. Morgunbænir mánudag kl. 6.45–7.05. 12 spora fundur mánudag kl. 20. Umsjón Margrét Scheving, sál- gæsluþjónn safnaðarins. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. 6 ára starf mánudag kl. 14. Öll börn í 1. bekk velkomin. 10–12 ára TTT- starf mánudag kl. 16.30. Öll börn í 4.–5. bekk velkomin. Litli kórinn, kór eldri borg- ara þriðjudag kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Nýir félagar velkomnir. Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og vestra: Hádegisverðarfundur presta í Bú- staðakirkju mánudag kl. 12. Árbæjarkirkja. Mánudagur: TTT-klúbbur- inn frá kl. 17–18. Fella- og Hólakirkja. Fjölskyldumorgnar mánudag kl. 10–12 í umsjón Lilju djákna. Léttar hreyfingar, kaffi/djús og spjall/ bænir. Mánudagur: Starf fyrir 11–12 ára stúlkur kl. 17–18. Starf fyrir 9–10 ára drengi kl. 17–18. Unglingastarf á mánu- dagskvöldum kl. 20.30. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tek- ið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587-9070. Mánudagur: KFUK fyrir stúlkur 9–12 ára kl. 17.30–18.30. Hjallakirkja. Mánudagur: Æskulýðsfundur fyrir unglinga 13–15 ára kl. 20.30. Seljakirkja. Mánudagur: KFUK fundur fyrir stelpur á aldrinum 9–12 ára kl. 17.15 í kirkjunni. Fjölbreytt fundarefni. Allar stelp- ur velkomnar. Vídalínskirkja. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9–12 ára drengi í Kirkjuhvoli á mánu- dögum kl. 17.30 í umsjón KFUM. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mánudagskvöld kl. 20–22 eldri félagar. Lágafellskirkja. Mánudagur: Fjölskyldu- samvera fyrir foreldra og börn þeirra frá kl. 13.30–15.30 í safnaðarheimilinu, Þver- holti 3, 3. hæð. Al-Anon fundur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánudagskvöldum í Lágafellskirkju kl. 20. Hvammstangakirkja. KFUM&K starf kirkj- unnar í Hrakhólum mánudag kl. 17.30. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Landakirkja Vestmannaeyjum. Mánudag- ur: Kl. 17:30. Æskulýðsstarf fatlaðra, eldri hópur. Kl. 20. Vinnufundur í Kven- félagi Landakirkju. Fíladelfía. Brauðsbrotning kl. 11. Ræðu- maður Ester Jacobsen. Almenn samkoma kl. 16.30, lofgjörðarhópur Fíladelfíu leiðir söng. Ræðumaður Vörður L. Traustason. Allir hjartanlega velkomnir. Vegurinn. Fjölskyldusamkoma kl. 11. Létt- ur hádegisverður og samfélag að henni lokinni. Bænastund kl. 19.30. Samkoma kl. 20. Halldór Pálsson prédikar, brauðs- brotning, lofgjörð og fyrirbænir. Íris Guð- mundsdóttir kynnir nýútkominn geisladisk sinn. Allir hjartanlega velkomnir. Bókabúð- in er opin alla daga. KFUM & K, Holtavegi 28. Samkoma kl. 17. Upphafsorð Hildur Hallbjörnsdóttir. Kjartan Jónsson talar um baráttu og and- spyrnu innan frá. Barnastarf. Matsala eftir samkomu. Vaka kl. 20.30. Ragnar Gunn- arsson talar um hjarta sem þráir lofgjörð. Allir eru hjartanlega velkomnir. Safnaðarfélag Grafarvogskirkju heldur fund í safnaðarsal Grafarvogskirkju mánu- daginn 5. nóvember kl. 20. Ingólfur V. Gíslason félagsfræðingur flytur erindi sem nefnist: Jafnvægi milli einkalífs og vinnu. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Stjórnin. Safnaðarstarf NK. miðvikudag, 7. nóv., verður opið hús í Hjallakirkju, Kópavogi, frá kl. 12–14. Samverustundir þessar eru annan hvern miðviku- dag og einkum haldnar með það fólk í huga sem er heima við á daginn og langar til að stytta sér stundir með því að sýna sig og sjá aðra. Opna húsið hefst kl. 12 með því að boðið verður upp á súpu og brauð. Að máltíð lokinni verður slegið á létta strengi. Á samverustundinni nú á miðviku- dag mun Þorvaldur Halldórsson hljómlistarmaður sjá um að skemmta viðstöddum og svo lýk- ur stundinni með stuttri helgi- stund. Allir eru hjartanlega vel- komnir, ungir og gamlir. Unglinga- rútan kemur í heimsókn HEFÐBUNDIN samkoma verður í húsi KFUM og KFUK í dag kl. 17. Sú nýbreytni verður í barna- starfinu á meðan á samkomunni stendur að hin nýja unglingarúta félaganna kemur í heimsókn, en það er tveggja hæða breskur strætisvagn, eins konar félags- heimili á hjólum, sem er með ým- iss konar leiktækjum. Börnin fá að leika sér á báðum hæðum rút- unnar. Annars verður samkoman fyrir fullorðna með hefðbundnu sniði. Hildur Hallbjörnsdóttir, varafor- maður KFUK, mun hefja sam- komuna með stuttu ávarpi og bæn, Sólrún Ásta Haraldsdóttir, nemi í Söngskólanum, mun syngja einsöng og ræðumaður verður Kjartan Jónsson, fram- kvæmdastjóri KFUM og KFUK í Reykjavík. Að lokinni samkomu er hægt að staldra við og fá sér heitan mat á vægu verði og njóta samfélagsins. Klukkan 20.30 verður Vaka, samkoma þar sem mikið er sung- ið, sérstaklega lofsöngvar. Ræðu- maður verður Ragnar Gunn- arsson kristniboði. Boðið verður upp á fyrirbæn í lok samkom- unnar. Allir eru hjartanlega velkomnir á báðar samkomurnar. Basar Kvenfélags Kristskirkju Í DAG er hinn árlegi basar Kven- félags Kristskirkju í safn- aðarheimilinu kl. 14.30. Fólk er hvatt til að láta ekki basarinn fram hjá sér fara. Mánudaginn 5. nóvember kl. 20 verður hinn mánaðarlegi fyr- irlestur séra Jürgens í safn- aðarheimilinu: Hefjum upp hjört- un. Aðgangur ókeypis og allir sem hafa áhuga eru hjartanlega velkomnir. Makamissir án jarðarfarar GEISLI, félag um sorg og sorg- arviðbrögð, heldur fund þriðju- daginn 6. nóvember kl. 20 í safn- aðarheimili Selfosskirkju (efri hæð.) Erindi kvöldsins er: Makamissir án jarðarfarar. Valgerður Hjart- ardóttir djákni flytur. Að er- indinu loknu verða umræður yfir kaffibolla. Fundurinn er öllum opinn, allir hjartanlega velkomn- ir. Nánari uppl. gefur formaður félagsins, Eygló J. Gunnarsdóttir. Opið hús í Hjallakirkju
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.