Morgunblaðið - 04.11.2001, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 04.11.2001, Qupperneq 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 43 Nýkomið í einkas. einn vinsælasti söluturn bæjarins. Frábær stað- setning á rótgrónum stað við Flensborgarskólann. Mikil og góð velta og miklir möguleikar fyrir duglegt fólk. Mjög góð áhv. lán. Allar nánari uppl. eru einung- is veittar á skrifstofu Fasteignastofunnar, ekki í síma. SÖLUTURN OPIÐ 9-18 Glæsileg 4ra herbergja íbúð á 9. hæð (efstu) í nýlegu lyftu- húsi sem er klætt að utan með litaðri áklæðningu. Fallegar innréttingar og skápar úr kirsu- berjaviðI, vönduð tæki. Stórar og bjartar stofur með sólskála í vestur með fallegu útsýni. Þvottaherbergi í íbúð. Parket og flísar. Stæði í bílskýli. Áhv. 7,2 millj. húsbréf. Verð 19,3 millj. Þetta er eign fyrir vandláta. Verið velkomin. OPIÐ HÚS Í LÆKJASMÁRA 4 - ÍB. 904 - KL. 14-17 Í DAG Átt þú mikið útistandandi? Við bjóðum þér hámarksárangur við innheimtu á öllum gerðum viðskiptakrafna. Við sýnum greiðanda skuldar ávallt lipurð og fyllstu kurteisi. Hjá okkur leggst alls enginn kostnaður á kröfueiganda og lágmarkskostnaður á greiðanda. 100% 90% 80% 70% 60% CODEX innheimtulausnir Fyrirtækja- innheimta Sérþjálfað starfsfólk úthringivers Codex/Beinnar Markaðssóknar hringir á eftir hverju einasta innheimtubréfi og minnir greiðanda með jákvæðum og vinsamlegum hætti á að greiða kröfuna. Þetta er einföld og skilvirk leið sem eykur innheimtuhlutfall um allt að 30%. Sérhæft úthringiver tryggir hámarksárangur ANNA Kristjánsdóttir prófessor við Kennaraháskóla Íslands heldur fyr- irlestur á vegum Rannsóknarstofn- unar KHÍ næstkomandi miðviku- dag, 7. nóvember, kl. 16.15 í sal Sjómannaskóla Íslands við Háteigs- veg og er öllum opinn. NORDLAB er norrænt sam- starfsverkefni þar sem kennarar í stærðfræði og náttúrufræði þróa nýjar leiðir í kennslu þessara greina út frá rannsóknum á námi í þeim. Hvert land velur sitt verkefni en ráð- gjafar starfa með frá hinum löndun- um. Norðmenn ákváðu að einbeita sér að stærðfræði og er verkefni þeirra hið fyrsta sem kynnt er hér á landi. Markmið verkefnisins er að gera stærðfræðinámið merkingar- fyllra fyrir nemendur en oft hefur verið, segir í fréttatilkynningu. Áhersla á sjálfsmat Stærðfræðikennsla KRAFTUR – stuðningsfélag ungs fólks sem greinst hefur með krabba- mein og aðstandendur heldur fund þriðjudaginn 6. nóvember kl. 20 í húsi Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð 8, á 4. hæð. Fulltrúi frá VÍS mun kynna þá möguleika sem skjólstæðingar félags- ins eiga í tryggingamálum. Boðið upp á veitingar, segir í fréttatilkynningu. Kraftur fjallar um tryggingamál Í INGUNNARSKÓLA við Maríu- baug 1 í Reykjavík verður haldið námskeið um innri frið 8.–21. nóv- ember. Námskeiðið er fyrir foreldra og börn þeirra fædd 1994 og 1995. „Markmið námskeiðsins er að vinna með jákvæð samskipti, sjálfs- traust og innri vellíðan einstaklings- ins. Unnið verður í gegnum umræð- ur, leiki, söngva, föndur og fleira. Umsjónarmenn eru Erla Björk Steinarsdóttir, Sigríður Rafnsdóttir og Þórdís Heiða Kristjánsdóttir.“ Námskeið um innri frið FERMINGARBÖRN víðsvegar um landið ganga í hús mánudaginn 5. nóvember kl. 18–20 og safna fram- lögum til verkefna á vegum Hjálp- arstarfs kirkjunnar í Afríku. Söfnunin er liður í fræðslu til fermingarbarna um kjör fólks í þriðja heiminum og þróunarstarf Hjálparstarfs kirkjunnar. Safnað er í merkta og innsiglaða bauka. Safnað til Hjálparstarfs kirkjunnar NÁUM ÁTTUM – fræðsluhópur stendur fyrir morgunverðarfundi þriðjudaginn 6. nóvember kl. 8.30– 10.30 í Sunnusal Hótel Sögu. Til umræðu og skoðunar hefur verið mikilvægi þess að stíga fleiri skref í átt að samræmdu forvarnar- starfi undir einum hatti Lýðheilsu- stöðvar. Undir slíka miðstöð gætu fallið vímuefnavarnir, tóbaksvarnir, geðrækt og almenn heilsuefling. Haukur Valdimarsson, Elsa B. Frið- finnsdóttir, Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, Laufey Steingríms- dóttir og Katrín Fjeldsted fjalla um þessi mál og skipulag þeirra. Fundarstjóri er Anna Björg Ara- dóttir. Þátttökugjald kr. 1.500 – með morgunverði. Skráning vimuvarnir- @hr.is Samstarf um víð- tækar forvarnir MYNDAKVÖLD verður hjá Útivist í Húnabúð mánudaginn 5. nóvember kl. 20. Fjallavinafélagið sýnir myndir úr Afríkuferð. Kaffiveitingar. Myndakvöld hjá Útivist
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.