Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Gætirðu ekki slappað af hérna heima í nokkra daga, Halldór minn? Ég hef ekki orðið
undan að loka deildum vegna blankheita, góði.
Ráðstefna um tungumálanám og -kennslu
Tungumálanám
er að þróast
Rannsóknarþjónustaog Tungumálamið-stöð Háskóla Ís-
lands í samvinnu við Kvasi,
Alþjóðaskrifstofu háskóla-
stigsins og MFA standa
fyrir ráðstefnu og sýningu
um tungumálanám og
-kennslu sem haldin verður
í Háskóla Íslands á morg-
un og á laugardaginn. Ráð-
stefnan ber yfirskriftina
„Alternative Approaches
to Language Learning and
Teaching“. Eyjólfur Már
Sigurðsson er deildarstjóri
í Tungumálamiðstöð HÍ.
– Um hvað snýst ráð-
stefnan?
„Eins og nafnið ber með
sér er umfjöllunarefnið
nýjar aðferðir í tungumála-
námi og -kennslu og verð-
ur „tungumálanemandinn“ í aðal-
hlutverki. Meðal annars verður
fjallað sérstaklega um nemenda-
miðað nám en það er nám sem
nemandinn stjórnar að verulegu
leyti sjálfur s.s. sjálfsnám en Há-
skóli Íslands hefur einmitt boðið
nemendum sínum upp á sjálfsnám
í tungumálum á undanförnum
misserum við Tungumálamiðstöð
skólans. Einnig verða ýmsar nýj-
ungar í tungumálanámi kynntar á
sýningu sem haldin er í tengslum
við ráðstefnuna í Tæknigarði HÍ.“
– Hverjum er ráðstefnan ætluð?
„Ráðstefnan og sýningin er
fyrst og fremst ætluð tungumála-
kennurum og þeim sem skipu-
leggja nám og kennslu í erlendum
tungumálum því þarna gefst tæki-
færi til að kynna sér nýjungar á
þessu sviði, bæði hvað varðar að-
ferðir og kennsluefnisgerð.“
– Hvernig stendur tungumála-
nám á Íslandi í dag?
„Þetta er erfið spurning því lík-
lega skortir mig yfirsýn til þess að
svara þessu af einhverju viti. Ég
tel þó að tungumálakennsla standi
vel vegna þess að við eigum marga
vel menntaða tungumálakennara,
framboð á tungumálakennslu er
nokkuð fjölbreytt og aðstæður eru
að mörgu leyti ágætar. Hvað
skólakerfið áhrærir myndi ég þó
gjarnan vilja fjölga tímum í tungu-
málakennslu á öllum skólastigum
svo hægt væri að leggja meiri
áherslu á talmál, byrja tungumála-
kennslu fyrr og nýta betur upplýs-
ingatækni. Í nýlegri skoðanakönn-
un á tungumálakunnáttu Íslend-
inga lýstu 60% aðspurðra yfir
ánægju sinni með það tungumála-
nám sem þeir fengu í skóla og það
er góð einkunn að mínu mati. Í
sömu könnun töldu 64% sig kunna
góða ensku og það er mjög gott en
mun færri telja sig góða í öðru
tungumáli og það er auðvitað
verra. Enskukunnátta er mikil-
væg en góður göngumaður þarf að
eiga mörg pör af skóm!“
– Eru miklar hræringar í
tungumálanámi nú um stundir,
t.d. nýjungar og/eða breytingar?
„Ég held að tungumálanám sé
að þróast í takt við þjóðfélags-
breytingar í mörgum
löndum þar sem ein-
staklingurinn er í fyrir-
rúmi. Þarfir tungu-
málanema eru mjög
ólíkar því þeir eru sjálf-
ir mjög mismunandi. Til dæmis
hefur símenntun aukist mjög á
undanförnum árum og tungumála-
nemendur eru nú á öllum aldri og
af ólíkum uppruna. Upplýsinga-
tæknin hefur líka valdið straum-
hvörfum í tungumálanámi því hún
auðveldar aðgang að erlendum
tungumálum og menningu. Hún
býður líka upp á nýja möguleika í
miðlun upplýsinga og framsetn-
ingu kennsluefnis. Notkun nýrra
miðla auðveldar mjög sjálfsnám
og fjarnám og nemendur geta nú í
auknum mæli lagað tungumála-
nám sitt að eigin þörfum. Það er
líka aukin gróska í rannsóknum á
sviði tungumálanáms og -kennslu
hérlendis og má nefna til marks
um það hina nýju stofnun Vigdísar
Finnbogadóttur í erlendum
tungumálum við Háskóla Íslands.
Vigdís hefur sýnt tungumála-
kennslu mikinn áhuga og hún tek-
ur einmitt þátt í þessari ráð-
stefnu.“
– Er hugsanlegt að ráðstefnan
innleiði eitthvað skemmtilegt,
beint eða óbeint?
„Já, ég held að þegar svo margir
áhugamenn um tungumálanám og
-kennslu koma saman þá hljóti
eitthvað skemmtilegt og fróðlegt
að gerast! Mjög þekktir sérfræð-
ingar bæði innlendir og erlendir
munu flytja erindi og þátttakend-
um gefst kostur á að vinna með
þessum sérfræðingum í vinnuhóp-
um sem eru tileinkaðir ákveðnum
þemum. Þannig geta allir þátttak-
endur skipst á skoðunum og komið
sínum hugmyndum á framfæri.“
– Hvert er annars starfssvið
Rannsóknarþjónustu og Tungu-
málastöðvar HÍ?
„Hlutverk Rannsóknarþjónust-
unnar er að styrkja
tengsl HÍ og atvinnulífs
á sviðum rannsókna,
nýsköpunar og hæfnis-
uppbyggingar. Við-
skiptavinir hennar eru
því bæði starfsmenn og nemendur
HÍ og aðilar úr íslensku atvinnu-
lífi. Tungumálamiðstöð HÍ er
þjónustustofnun sem býður upp á
sjálfsnám í tungumálum fyrir alla
þá nemendur Háskólans sem vilja
viðhalda tungumálakunnáttu
sinni. Tungumálastöðin hefur
einnig skipulagt endur- og sí-
menntunarnámskeið í tungumál-
um fyrir fyrirtæki og stofnanir.“
Eyjólfur M. Sigurðsson
Eyjólfur Már Sigurðsson
fæddist á Selfossi 16. maí 1967.
Hann er stúdent frá Fjölbrauta-
skóla Suðurlands 1986, með BA-
gráðu í frönsku frá Háskóla Ís-
lands 1993. Licence í almennum
málvísindum og kennslufræði
frönsku sem erlends máls frá
Université Paris VII 1994 og
Maitrise í kennslufræðum
frönsku sem erlends máls frá
sama skóla 1995. D.E.A. í
kennslufræði tungumála frá
Universitate Paris III 1996.
Starfaði í Franska sendiráðinu á
Íslandi 1996–98. Stundakennari í
frönsku við HÍ frá 1997 og deild-
arstjóri Tungumálamiðstöðvar
HÍ frá 1998. Kona Eyjólfs er
Elizabeth Ortega Lucion og eiga
þau Matthildi Brynju.
... nýta betur
upplýs-
ingatækni
ÍSLANDSPÓSTUR hyggst ekki
grípa til sérstakra varúðarráðstaf-
ana í aðdraganda jólanna vegna
póstsendinga frá Bandaríkjunum.
Að sögn Ingibjargar Sigrúnar
Stefánsdóttur, formanns öryggis-
málanefndar hjá Íslandspósti, er
ekki talin ástæða til sérstakra var-
úðarráðstafana miðað við núverandi
ástand. „Við erum í nánu sambandi
við Almannavarnir, lögregluna og
sóttvarnalækni og fylgjumst mjög
vel með þróun mála í heiminum. Ef
eitthvað breytist í þessum efnum er-
um við með ákveðin varaplön sem við
munum fylgja eftir,“ segir hún.
Ingibjörg segir starfsfólk Íslands-
pósts ekki í hættu þar sem það opni
ekki póstinn heldur sjái einungis um
að dreifa honum. „Ef við fáum ein-
hverjar grunsamlegar póstsending-
ar eru ákveðin fyrirmæli þess efnis
að starfsmenn eigi að láta bréfin í
glæran plastpoka og loka vel fyrir og
koma þeim fyrir á öruggum stað. Ef
eitthvað grunsamlegt er á ferðinni er
haft samband við yfirmenn og þá í
kjölfarið lögregluna sem tekur
ákvörðun um hvort þessi bréf verði
opnuð og hvað verði gert við þau.“
Engar sérstakar varúðarráð-
stafanir vegna jólapósts