Morgunblaðið - 07.11.2001, Qupperneq 17
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 17
Draumur
kaffiunnenda!
Veitum faglega ráðgjöf um val á kaffivélum.
Fjölbreytt úrval í mörgum litum og gerðum.
SAECO er stærsti framleiðandi
expresso-kaffivéla á Ítalíu.
Expresso-
Cappuccino
kaffivélar
Verð frá kr.
14.915 stgr.
Glerárkirkja,
vinafundur eldri borgara
Vinafundur eldri borgara verður í Glerárkirkju
næstkomandi fimmtudag, 8. nóvember, klukkan 15.
Samveran hefst með stuttri helgistund.
Gestur fundarins verður Karólína Stefánsdóttir
félagsráðgjafi. Mun hún ræða um efnið sjálfsstyrkur og
fjölskylduvernd. Hildur Tryggvadóttir og Þuríður
Vilhjálmsdóttir, sópransöngkonur, flytja einsöngs- og
tvísöngslög. Góðar veitingar.
Allir eru velkomnir.
LAUFEY Björg Gísladóttir opnar
sýningu á blóma- og dýramyndum í
Handverksmiðstöðinni Punktinum
fimmtudaginn 8. nóvember kl. 14 og
stendur hún út nóvember.
Laufey hefur lengi haft áhuga á
því að teikna og mála, aðallega
blóma- og dýramyndir.
Sýningin er á á sama tíma og
Punkturinn, eða alla virka daga frá
13.00 -17.00. Allir eru velkomnir.
Blóma- og
dýramyndir
FRAMTÍÐIN, sem er nefnd innan
Félags eldri borgara á Akureyri,
hefur fært Dvalarheimilinu Hlíð-
sjúkralyftara, baðstóla og sjúkra-
rúm að gjöf. Kvenfélagið Framtíð-
in, sem stofnað var í janúar árið
1894 á Akureyri, var lagt niður sem
kvenfélag á síðasta ári en tilgangur
félagsins var að styrkja fátæka og
sjúka. Eftir að kvenfélagið var lagt
niður var ákveðið að reyna að gefa
áfram út jólamerki og minningar-
kort til stuðnings öldruðum eins og
kvenfélagið hefur gert í áraráðir.
Var því leitað til Félags eldri borg-
ara á Akureyri um að stofna nefnd
innan félagsins með útgáfu jóla-
merkja og minningarkorta í huga.
Í kjölfarið voru sjóðir kvenfélags-
ins gerðir upp og stuðningssjóður
aldraðra stofnaður sem fengið hef-
ur nafnið Framtíðin. Úr þeim sjóði
voru tækin greidd sem nú voru af-
hent Hlíð.
Jólamerkið sem Framtíðin gefur
út er komið út og verður boðið til
sölu á næstunni. Nefndarmenn
vonast eftir góðum stuðningi bæj-
arbúa við málefnið eins og ávallt
áður.
Framtíðin færir Hlíð tæki að gjöf
LÖGREGLAN, grunnskólar og
foreldrafélög grunnskóla á Ak-
ureyri hafa sameinað krafta sína
og standa fyrir endurskins-
merkjadegi í dag, miðvikudaginn
7. nóvember. Markmiðið er að allir
grunnskólanemendur í bænum
verði með endurskinsmerki og
tryggi þannig öryggi sitt nú í
skammdeginu.
Bílaleiga Akureyrar, Sjóvá-
Almennar og Tryggingamiðstöðin
hafa lagt til endurskinsmerki sem
verður dreift til allra nemenda.
Ætlast er til að endurskinsmerkin
verði límd á skólatösku eða ut-
anyfirfatnað.
Nemendur í 10. bekk skólanna
hafa útbúið skilti sem sett hafa
verið upp við innkeyrslur að skól-
unum. Þar er vakin athygli á
nauðsyn notkunar endurskins-
merkja. Norðurorka, Bún-
aðarbanki Íslands, Landsbanki Ís-
lands, Íslandsbanki og Sparisjóður
Norðurlands hafa stutt þennan
hluta átaksins.
Endurskinsmerkja-
dagur á Akureyri
Allir
verða að
sjást!
HANDBÓK sem kynnir kosti þess
að halda ráðstefnur og hvataferðir
á Norð-Austurlandi er komin út.
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar,
AFE, stendur að útgáfunni og
greiðar mesta kostnaðinn við út-
gáfuna, en ferðaþjónusta, sveitar-
félög og fyrirtæki gera það einnig
með auglýsingum í handbókinni.
Útgáfa á Ráðstefnuhandbók fyr-
ir Eyjafjarðarsvæðið og Norður-
land miðar að því að auka fjölda
ráðstefna og hvataferða á Norður-
landi. Aðstandendur bókarinnar
telja að ráðstefnuhald sé ein væn-
legasta leiðin til að styrkja ferða-
þjónustuna á Norðurlandi utan há-
anna.
Bent er á að margföldunaráhrif
af ráðstefnum eru mikil. Svæðið
sem heild og önnur atvinnustarf-
semi en ferðaþjónusta hafa þannig
mikinn ávinning af því að sem
flestar ráðstefnur séu haldnar þar.
Bókinni verður dreift innanlands
og einnig í útlöndum í samvinnu
við Ráðstefnuskrifstofu Íslands
sem og gegnum tengiliðanet fé-
lagsins við erlendar ferðaskrifstof-
ur.
Ráðstefnuhandbókin er 33 síður
og er upplagið 2.000 eintök bæði á
íslensku og ensku. Áhersla er lögð
á myndræna framsetningu, en í
handbókinni er að finna ýmsar al-
mennar upplýsingar um svæðið og
sveitarfélög auk upplýsinga um
einstök fyrirtæki.
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar
Ráðstefnuhandbók
um Norð-Austurland
AFGREIÐSLU Íslandsbanka í Hót-
el Reynihlíð hefur nú verið lokað og
starfsfólki sagt upp störfum. Þessi
þjónusta hefur verið veitt hér síðan
1995 eða í 6 ár og opið hálfan daginn.
Starfsmenn voru 2. Afgreiðslan var
útibú frá bankanum á Húsavík. Örn
Björnsson útibússtjóri þar sagði að
örar breytingar á viðskiptavenjum
fólks hefðu dregið úr þörf fyrir hefð-
bundna bankaþjónustu. Endanleg
ákvörðun um hvort einhver þjón-
usta, t.d. hraðbanki, verður sett upp
að vori hefur ekki verið tekin.
Morgunblaðið/BFH
Afgreiðsla Íslandsbanka var í
Hótel Reynihlíð.
Íslandsbanki
lokar afgreiðslu
Mývatnssveit
♦ ♦ ♦
STEFNT er að því að ljúka eigna-
breytingum hjá Kaupfélagi Eyfirð-
inga um næstu áramót. KEA, sem
áður var félag með fjölbreyttan at-
vinnurekstur, mun skiptast í annars
vegar samvinnufélag og hins vegar
eignarhalds- og fjárfestingafélag.
Opinn fundur um málefni KEA
verður haldinn um aðra helgi, 17.
nóvember næstkomandi, þar sem
rætt verður um stöðu félagsins, en
forsvarsmenn þess kynntu á fundi í
gær þær breytingar sem gerðar hafa
verið á félaginu síðustu mánuði sem
og átak til að fjölga félagsmönnum.
Samvinnufélagið verður
byggðafestufélag
Síðastliðið sumar var myndað sér-
stakt eignarhalds- og fjárfestinga-
félag um eignasafn KEA. Helstu
eignir þess eru 66% hlutur í Norð-
urmjólk, 60% í Norðlenska matborð-
inu, 46% í Hagræði sem rekur Lyf og
heilsu, 100% í áburðar- og fóðursöl-
unni Bústólpa, 50% í Nýju kaffi-
brennslunni, 49,9% í Samkaupum,
100% í fasteignafélaginu Klettum,
52,7% í fóðurverksmiðjunni Laxá,
auk hluta í eignarhaldsfélaginu
Kaldbaki, Sjöfn, Vatnsmýri ehf., sem
á húseignir og lóð Umferðarmið-
stöðvarinnar í Reykjavík, og 18%
hlut í Samherja.
Eignarhaldsfélagið mun halda ut-
an um þessar eignir KEA og leitast
við að hámarka arðsemi af þeim.
Samvinnufélagið mun aftur á móti
hvetja til fjárfestinga og nýsköpunar
á félagssvæðinu og þá í samvinnu við
önnur fjársterk félög. Skýr vilji er
meðal félagsmanna KEA til að við-
halda samvinnufélaginu sem
byggðafestufélagi.
Hlutverk samvinnufélagsins mun
vera að leita hagstæðustu viðskipta-
kjara fyrir félagsmenn. Eiríkur S.
Jóhannsson kaupfélagsstjóri sagði
að áhersla yrði nú á næstunni lögð á
að fjölga félagsmönnum, þannig að
félagið hefði meiri burði til að gera
hagstæðari viðskiptasamninga og
verða þannig að öflugu neytenda-
félagi.
Stefnt að því að félagsmenn
verði 10 þúsund
Félagsmenn eru nú um 7.500 tals-
ins, en ráðgert er að fjölga þeim um
2.500 þannig að þeir verði um 10 þús-
und talsins. Meðalaldur félagsmanna
þykir einnig nokkuð hár og því brýnt
að yngja upp í hópnum þannig að ró-
ið verður á mið yngri kynslóða eða
fólks undir fimmtugu. Meðal þess
sem fólki býðst er Kostakort, sem er
tryggðarkort sem Visa gefur út í
samvinnu við KEA, en það veitir
korthöfum afslátt af vörum í versl-
unum Samkaupa. Stefnt er að því að
efla kortið með samningum við fleiri
verslunar- og þjónustufyrirtæki.
Eignabreytingum verður lokið hjá KEA um næstu áramót
KEA skipt upp
í samvinnu-
og eignar-
haldsfélag
Morgunblaðið/Kristján
Eiríkur Jóhannsson, kaupfélagsstjóri KEA, og Jóhannes Geir Sigurgeirs-
son stjórnarformaður kynntu þær breytingar sem gerðar hafa verið.