Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ „VIÐ vonumst til að samheldni for- eldra í bænum aukist og að foreldra- hlutverkið komist meira í brenni- punkt,“ segir Hjördís Árnadóttir, félagsmála- stjóri Reykjanesbæjar. Fjölskyldu- og fé- lagsþjónusta bæjarins stendur fyrir foreldra- ráðstefnu næstkomandi laugardag. Að sögn Hjördísar er tilgangur ráðstefnunn- ar að vekja foreldra til umhugsunar um for- eldrahlutverkið og ábyrgð þess. Hún vekur athygli á því að á hverju ári sé haldinn fjöldi ráð- stefna fyrir afmarkaða hópa. Auðvelt sé að verða foreldri og oft sé litið svo á að það sé fólki í blóð borið að ala upp börn. Minna sé um kröfur um að foreldrarnir standi sig og stuðning við þá. Segir Hjördís að for- eldrahlutverkið sé eitt stærsta hlut- verk sem nokkur einstaklingur taki að sér á lífsleiðinni og því sé mikil- vægt að litið sé á foreldra sem þjóð- félagshóp og honum gert hærra und- ir höfði en verið hefur. Vonast hún til að ráðstefnan geti verið liður í því. Foreldraráðstefnan er liður í þeirri barnaverndarstefnu sem Reykjanesbær rekur. „Við leggum áherslu á jákvætt barnaverndarstarf og höfum forvarnir að leiðarljósi í öllu okkar starfi,“ segir Hjördís. Hún vísar til stefnu- breytingar sem gerð var í barnavernd hjá Reykjanesbæ á árinu 1997. Hún fólst í því að í stað þess að barna- verndaryfirvöld komi að málum þegar allt er komið í óefni, eins og Hjördís segir að al- mennt vilji verða, vilji Fjölskyldu- og fé- lagsmálaþjónustan grípa snemma inn í ferlið. Hún reyni að koma sér skipulega á framfæri við foreldra sem stuðningsaðili við uppeldið á uppbyggilegan hátt og reyni að losna við grýluímyndina sem vilji loða við barnaverndarstarf. Segir Hjördís að strax á fyrsta ári hafi orðið mikil fjölgun í málum hjá Fjölskyldu- og félagsþjónustunni og þau hafi yfir- leitt tekist að leysa á farsælan hátt. „Við gerum okkur vonir um að enn betri árangur náist í framtíðinni vegna þess forvarnarstarfs sem felst í þjónustu okkar,“ segir Hjördís Árnadóttir. Foreldraráðstefna er liður í þessu starfi, að ná til foreldra á jákvæðan hátt og að byggja upp góðan anda meðal foreldra og annarra sem koma að uppeldi barna. Hjördís leggur ríka áherslu á að foreldrarnir séu ábyrgir fyrir uppeldinu en leikskólar, grunn- skólar og aðrar slíkar stofnanir séu frekar til stuðnings við uppeldið. Samstiga, hönd í hönd Yfirskrift foreldraráðstefnunnar er „Hönd í hönd“. Hjördís segir að það vísi til fjögurra atriða. Foreldrar eigi að vera samstiga, hönd í hönd, við uppeldi barna sinna, hvort sem þeir séu í sambúð eða ekki. Þeir eigi að vera samstiga börnunum á upp- vaxtarárum þeirra. Foreldrar og uppeldisstofnanir eigi að vera sam- stiga og foreldrar og bæjarfélagið eigi að vera samstiga í því að skapa börnunum sem best uppeldisskilyrði. Foreldraráðstefnan verður næst- komandi laugardag, og stendur frá klukkan 14 til 17, í Kirkjulundi sem er nýtt safnaðarheimili Keflavíkur- kirkju. Fjórir foreldrar verða með framsöguerindi en tveir þeirra eru auk þess fagmenn í uppeldismálum. Tækifæri gefst til umræðna eftir hvert erindi. „Fyrirlesarar leggja mismunandi áherslur í erindum sín- um. Fram kemur hvað hlutverk for- eldra er margþætt og að það er ekki og á heldur ekki að vera auðvelt að vera foreldri. Það er svo margt sem getur gerst,“ segir hún. Hjördís segir að lögð sé áhersla á að ráðstefnan verði létt. Því verði framsöguerindin stutt og börn verði með skemmtiatriði á milli. Auk þess verða kaffiveitingar í boði foreldra- félaga grunnskóla Reykjanesbæjar. Ýmislegt er gert til að tryggja að for- eldrar geti mætt á ráðstefnuna, með- al annars verður boðið upp á barna- gæslu á staðnum. Fjölskyldu- og félagsmálaráð heldur foreldraráðstefnuna Hönd í hönd Vonumst eftir aukinni sam- heldni foreldra Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Tveir ungir fiskimenn við Keflavíkurhöfn. Hjördís Árnadóttir Reykjanesbær Harður árekstur við Hafnaveg Reykjanesbraut Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson HARÐUR árekstur varð á Reykja- nesbraut við Njarðvík snemma í gærmorgun. Þrír bílar skemmdust en ekki urðu alvarleg slys á fólki. Áreksturinn varð rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun við vegamót Reykjanesbrautar og Hafnavegar, skammt frá aðalhliði Keflavíkurflugvallar. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Kefla- vík var sendibíl sem ekið var norður Reykjanesbraut ekið í veg fyrir fólksbíl sem var á leið suður eftir brautinni, í áttina til Reykja- víkur. Eftir að bílarnir skullu sam- an kastaðist sendibíllinn á snjó- ruðningstæki frá varnarliðinu sem var kyrrstætt á vegamótunum. Fólksbíllinn og sendibíllinn skemmdust mikið. Ökumennirnir, sem voru einir í bílunum, sluppu án teljandi meiðsla. Ökumaður fólksbílsins fór þó á sjúkrahúsið í Keflavík til skoðunar. TÓMSTUNDA- og íþróttaráð Reykjanesbæjar afhenti nýlega styrki úr Afreks- og styrktarsjóði og Tómstundasjóði, samtals að fjárhæð liðlega 2,5 milljónir kr. Hæstu styrkina úr Afreks- og styrktarsjóði, 225 þúsund krónur, fengu knattspyrnudeild Keflavíkur, körfuknattleiksdeild UMFN og körfuknattleiksdeild Keflavíkur, all- ar fyrir gott barna- og unglingastarf, og íþróttafélagið Nes fyrir öflugt uppbyggingarstarf. Styrk að fjárhæð 200 þúsund kr. fengu fimleikadeild Keflavíkur, Golf- klúbbur Suðurnesja, knattspyrnu- deild UMFN, sunddeild Keflavíkur, sunddeild UMFN, öll fyrir gott barna- og unglingastarf. Hestamannafélagið Máni fékk 150 þúsund kr. fyrir gott barna- og ung- lingastarf. Lyftinga- og líkamsrækt- ardeild UMFN og skotdeild Kefla- víkur fengu 125 þúsund kr. styrk fyrir gott uppbyggingarstarf. Loks var badmintondeild Keflavíkur og taekwondodeild Keflavíkur veittur 100 þúsund kr. styrkur fyrir gott barna- og unglingastarf. Siglingafélagið Knörr fékk 50 þús- und kr. styrk úr Tómstundasjóði vegna barna- og unglingastarfs. Það sem af er árinu hefur auk þess verið úthlutað tæplega 1,5 milljónum kr. úr Afreks- og styrktarsjóði TÍR, meðal annars í tilefni Íslandsmeist- aratitla sem félögin hafa unnið, vegna landsliðsfólks og til eflingar kvennaknattspyrnu. Einnig hafa verið veittir allmargir styrkir úr Tómstundasjóði fyrr á árinu, meðal annars til skátastarfs og ýmissa klúbba, námskeiða og for- varnarstarfs. Íþróttafélögin fá 2,5 milljónir Reykjanesbær MENNINGARVERÐLAUN Reykjanesbæjar, Súlan, verða afhent á morgun, fimmtudag. Þá mun menn- ingar- og safnaráð einnig úthluta styrkjum til einstaklinga og samtaka. Athöfnin fer fram í Bókasafni Reykjanesbæjar, Hafnargötu 57, og hefst klukkan 18. Súlan afhent á morgun Reykjanesbær KJARASAMNINGAR sem launa- nefnd sveitarfélaga hefur gert auka rekstrargjöld Reykjanesbæjar um 220 milljónir kr. á þessu ári. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2001 voru 70 milljónir kr. lagðar til hliðar til að mæta auknum útgjöld- um vegna kjarasamninga. Nú hafa stjórnendur Reykjanesbæjar farið yfir áhrif þeirra kjarasamninga sem launanefnd sveitarfélaga hefur gert fyrir hönd sveitarfélaganna til að færa útgjöldin inn á einstaka mála- flokka í bókhaldi bæjarins. Að sögn Ellerts Eiríkssonar, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, er niðurstaðan sú að samningarnir hafi kostað 220 milljónir kr. Tekur hann fram að þá hafi ekki verið tekið tillit til þeirra samninga sem eftir er að gera, það er að segja við tónlistarkennara, fé- lagsráðgjafa, sálfræðinga og sjúkra- liða. Ellert segir að vissulega sé skelfi- legt fyrir sveitarfélögin að fá á sig þessar kostnaðarhækkanir og segir að sum sveitarfélög eigi sjálfsagt erf- itt með að standa undir þeim. Hann segir að Reykjanesbær standi ekki í stórframkvæmdum og því sé ekki um það að ræða að hægt sé að skera mik- ið niður. Hins vegar hafi tekjur af út- svari og fasteignagjöldum orðið held- ur hærri en reiknað var með. Eins hafi komið til arður af eignarhlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja sem ákveðið var að greiða út vegna breyt- ingar á rekstrarformi Hitaveitunnar. 38 milljóna kr. afskrift vegna Stakksvíkur Auk launahækkana þarf að taka inn í útgjöld bæjarsjóðs á þessu ári liðlega 38 milljóna kr. ábyrgðir vegna slita útgerðarfélagsins Stakksvíkur hf. Stakksvík hf. var stofnuð fyrir all- mörgum árum upp úr Hraðfrystihúsi Keflavíkur hf. og Eldey hf. Það átti og rak frystihús í Keflavík og gerði út togara og báta. Keflavíkurbær ábyrgðist lán sem félagið tók. Stakksvík hefur selt fasteignir sín- ar og skip og hefur ekki haft neinn rekstur með höndum í nokkur ár. Á aðalfundi félagsins sem haldinn verð- ur 12. nóvember næstkomandi verð- ur lagt til að félaginu verði slitið og að bæjarsjóður Reykjanesbæjar leysi til sín eignir félagsins og skuldir. Hefur bæjarráð samþykkt þessa ráðstöfun. Ellert segir að nú sé komið að leið- arlokum í þessum rekstri og ekkert annað að gera en að ljúka málinu með því að leysa til sín ábyrgðirnar. Uppgreiðsla lána með álagi nemur liðlega 38 milljónum kr. og verður það gjaldfært hjá bæjarsjóði. Á móti á félagið eignir, aðallega skuldabréf, að fjárhæð liðlega 11 milljónir kr. Gerðir kjarasamningar kosta bæjarsjóð 220 milljónir króna Reykjanesbær SKEMMDIR urðu á loftræstikerfi og skúr við rækjuvélaþjónustuna Martak ehf. við Hafnargötu í Grindavík þegar eldur kom upp í loftræstistokki í gærmorgun. Loftræstikerfið sogar loftið frá rennibekkjum á verkstæði Martaks og út í skúr sem er utan við húsið. Eldur kom upp í einum stokknum. Sigurður Halldórsson, aðstoðar- slökkviliðsstjóri í Grindavík, segir að starfsmenn fyrirtækisins hafi brugð- ist rétt við óhappinu og verið að mestu búnir að slökkva eldinn þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn. Því hafi farið betur en á horfðist. Skúrinn brann og loftræstikerfið er ónýtt. Litlar skemmdir urðu á sjálfu verkstæðinu. Eldur í loft- ræstikerfi Grindavík ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.