Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ GJALDEYRISFORÐI Seðlabank- ans jókst um 2,3 milljarða króna í október og nam 40,2 milljörðum króna í lok mánaðarins (jafnvirði 389 milljóna Bandaríkjadala á gengi í mánaðarlok). Gengi ís- lensku krónunnar, mælt með vísi- tölu gengisskráningar, veiktist um 1,6% í mánuðinum. Í frétt frá Seðlabankanum kem- ur fram að bankinn seldi gjaldeyri á millibankamarkaði fyrir 8,8 milljarða króna í mánuðinum. Gjaldeyrisstaða Seðlabankans nettó nam 26,7 milljörðum króna, styrktist um 16,5 milljarða króna í október vegna lánahreyfinga rík- issjóðs. Erlend skammtímalán bankans lækkuðu um 14,2 milljarða króna í mánuðinum og námu 13,5 millj- örðum króna í októberlok. Mark- aðsskráð verðbréf í eigu bankans námu 5,1 milljarði króna í októ- berlok miðað við markaðsverð. Markaðsskráð verðbréf ríkissjóðs í eigu bankans námu 2,1 milljarði króna. Kröfur Seðlabankans á innláns- stofnanir hækkuðu um 11,5 millj- arða króna í október og námu 54,9 milljörðum króna í lok mánaðar- ins. Kröfur á aðrar fjármálastofn- anir hækkuðu um 1,5 milljarða króna í mánuðinum og voru 23,1 milljarður króna í lok mánaðarins. Nettókröfur bankans á ríkissjóð og ríkisstofnanir hækkuðu um 32,8 milljarða króna í október og voru neikvæðar um 43,1 milljarð króna í lok mánaðarins, þ.e. nettóinnstæð- ur ríkissjóðs námu 43,1 milljarði. Grunnfé bankans lækkaði í októ- bermánuði um 3,4 milljarða króna og nam 29 milljörðum króna í lok mánaðarins. Gjaldeyrisforðinn 40,2 milljarðar í lok október Morgunblaðið/Brynjar Gauti Gjaldeyrisstaða Seðlabankans styrktist um 16,5 milljarða króna í október vegna lánahreyfinga ríkissjóðs. Samskipta- reglur af hinu góða VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, segir mjög jákvætt ef stórmarkaðir og birgjar geti náð saman um samskiptareglur. Siðareglur Samtaka verslunar og þjónustu hafa bætt samskipti stór- markaða og birgja en samtök heild- sala hafa ekki þegið boð smásöluaðila um samstarf í þessum efnum. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hafa samkeppnisyfir- völd í Bretlandi gefið út siðareglur um samskipti stórmarkaða og birgja. Valgerður segist hlynnt því að aðilar á markaði komi sér upp samskipta- eða siðareglum, án afskipta stjórn- valda. Hún myndi veita slíku framtaki stuðning. Hún segir samkeppnislögin hins vegar í sjálfu sér vra siðareglur og því þurfi slíkar reglur að ná til ann- arra þátta en lögin ná yfir. „Ég mun fylgjast með framvindu málsins og jafnvel viðra það við Samkeppnis- stofnun hvort hún sé tilbúin að hafa frumkvæði að slíkri vinnu. Hins vegar er stofnunin enn að vinna í málum sem varða matvörumarkaðinn og þeirri athugun er ekki enn lokið,“ seg- ir Valgerður. Siðareglur SVÞ hafa reynst vel Samtök verslunar og þjónustu gáfu út siðareglur um samskipti við birgja til félagsmanna sinna fyrir rúmu ári og hafa mælst til þess að aðildarfyr- irtæki samtakanna noti þær. Reglun- um er ætlað að stuðla að faglegum samskiptum verslunarfyrirtækja við birgja og að skýra skyldur innkaupa- manna í verslunum. Reglurnar snúa m.a. að vali á birgjum, samningagerð, trúnaði milli samningsaðila, lausn vandamála og almennum réttar- reglum í lausafjárkaupum, lagerhaldi og breytingum á pöntunum. Emil B. Karlsson hjá SVÞ segir reglurnar byggðar á breskum reglum en hafi verið aðlagaðar íslenskum að- stæðum. Hann segir að samkvæmt könnun samtakanna séu siðareglurn- ar hafðar til hliðsjónar í öllum stærstu matvörukeðjum landsins með góðum árangri. „Fregnir hafa jafnframt bor- ist af því frá heildsölum að samskipti þeirra við smásala hafi farið batnandi að undanförnu og mótast hafi sam- skiptahefðir sem báðir aðilar eru sátt- ir við. Við höfum ekki farið sömu leið og Bretar þar sem samningsaðilar þurfa að skrifa undir reglurnar. Okk- ur þykir mikilvægt að reglurnar séu ekki lögskipaðar af yfirvöldum, held- ur séu þær starfsreglur á milli þeirra sem eiga viðskipti.“ NOKKRAR sveiflur urðu á gengis- vísitölu íslensku krónunnar í gær. Lokagildi vísitölunnar var nánast það sama og upphafsgildið, eða 147,22 stig, samkvæmt hálffimm fréttum Búnaðarbankans, en vísitalan var 147,10 stig í upphafi dags. Gengi krónunnar lækkaði því um 0,08% í gær. Veltan á gjaldeyrismarkaði nam samtals um 5,5 milljörðum króna. Ekki kom til inngripa Seðlabankans. Birgir Ísleifur Gunnarsson, seðla- bankastjóri, segir augljóst að eftir- spurn eftir gjaldeyri á markaðinum sé meiri en framboðið. Minni líkur á nafnvaxtalækkun Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningadeildar Búnaðar- bankans, segir að miðað við óbreytt gengi, um 146 vísitölustig, sé veiking krónunnar milli ársmeðaltala 2000 og 2001 orðin rúm 20%. Krónan hafi veikst um 6% frá síðustu verðbólgu- spá Seðlabanka Íslands og það valdi auknum verðbólguþrýstingi. Raun- stýrivextir Seðlabankans muni því lækka og þar með aðhaldsstig pen- ingamálastefnunnar. Að hennar mati séu líkur á nafnvaxtalækkun Seðla- bankans því minni en ella. Þetta ger- ist á sama tíma og vaxtamunur við út- lönd sé að aukast. Edda Rós segir að uppi séu sér- stakar aðstæður vegna ólíkra innri og ytri þátta. Gengi krónunnar sé ekkert annað en verð krónunnar í útlöndum og það verð sé í sögulegu lágmarki. Vextir séu aftur á móti verð krónunn- ar hér innanlands og það sé mjög hátt. Þetta endurspegli mikla lausa- fjáreftirspurn innanlands og að eft- irspurn eftir krónum erlendis frá sé lítil sem engin. Eina varanlega lausn- in á þessu sé snöggur viðsnúningur á viðskiptahallanum. Innflutningur á erlendu áhættu- og lánsfjármagni geti þó styrkt krónuna, tímabundið. Bjarni Kristjánsson á gjaldeyris- borði Landsbankans-Landsbréfa, segir að gengi krónunnar sé lágt um þessar mundir en erfitt sé að spá um framhaldið. Seðlabankinn og bank- arnir hafi létt nokkuð á krónustöðum sínum, sem sé að hluta til skýringin á stöðunni í dag. Framboð sé þó enn meira en eftirspurnin. Ekkert bendi til þess að það sé að breytast. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, segist ekki vilja segja annað um þróun á gengi krónunnar en það sem þegar hafi komið fram. Mat sam- takanna sé að lækkun á gengi krón- unnar eigi sér ekki efnahagslegar for- sendur. Hún hafi verið komin í of lága stöðu fyrir síðustu hreyfingar. Rannveig Sigurðardóttir, hagfræð- ingur Alþýðusambands Íslands, segir að sambandið hafi varað við því und- anfarin ár að sá mikli viðskiptahalli sem verið hafi viðvarandi í landinu myndi á endanum veikja krónuna. Það hafi verið að koma á daginn. Veiking krónunnar hafi þó verið enn meiri en ASÍ hafi búist við og meiri en efnahagslegar forsendur gefi tilefni til. Vísitala krónunnar enn í sögulegu hámarki Meiri eftirspurn eftir gjaldeyri en framboð SAMDRÁTTUR í íslensku efnahagslífi er stað- reynd að mati Greiningar Íslandsbanka. Í nýút- komnu Markaðsyfirliti Íslandsbanka fyrir nóvem- ber segir að hagtölur sem lýsa stöðunni staðfesti þetta og hinar sem segi til um framtíðina beri þess merki að samdrátturinn eigi enn eftir að aukast. „Vandséð er hvenær botninum verði náð en ljóst er að það fer í miklu eftir hagstjórnaraðgerðum og ekki síst aðgerðum Seðlabankans í vaxtamálum,“ segir í markaðsyfirlitinu. Í ljósi þessa telur Greining Íslandsbanka for- sendur fyrir vaxtalækkun af hálfu Seðlabankans og spáir að vextir verði lækkaðir um 3 prósentu- stig á næstu 14 mánuðum. Líkur hafi aukist á að næsta vaxtalækkun verði á þessu ári. Í Markaðs- yfirlitinu segir að almennt sé nú vænst minni hag- vaxtar á heimsvísu en áður. Þetta hafi áhrif á eft- irspurn á útflutningsmörkuðum okkar, eignastöðu Íslendinga erlendis, vaxtagreiðslur til útlanda, innflutta verðbólgu og ekki síst olíu- og bensín- verð. Áhrifin á íslenskt efnahagslíf séu því fjöl- þætt. „Þensla undangenginna fimm ára hefur komið íslenska hagkerfinu í mikið ójafnægi. Verðbólga hefur færst í aukana og viðskiptahallinn vaxið. Greining ÍSB spáir því að hagkerfið eigi að ná mun betra jafnvægi á næstu misserum – að viðskipta- hallinn minnki og verðbólgan hjaðni. Þetta er já- kvætt en á móti má búast við því að atvinnuleysi aukist.“ Spáir verulegri lækkun langtímavaxta Greining ÍSB spáir því að langtímavextir muni lækka verulega á næstunni og vísast í því sam- bandi til væntinga um mikla lækkun skammtíma- vaxta og fyrirsjáanlega minna framboð á skulda- bréfamarkaði vegna minnkandi eftirspurnar í efnahagslífinu á næstu misserum. Til skemmri tíma megi áfram búast við miklum sveiflum í ávöxtunarkröfunni einkum í tengslum við fréttir er hafa áhrif á væntingar um breytingar á stýri- vöxtum Seðlabankans. Greining Íslandsbanka segir samdrátt í viðskiptalífinu staðreynd Merki um að samdráttur eigi enn eftir að aukast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.