Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 07.11.2001, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. AÐALBYGGINGU Landsbankans við Austurstræti var lokað síðdegis í gær en um kl. 15 barst póstsending til bankans frá Bandaríkjunum sem innihélt torkennilegt hvítt duft. Var þegar í stað gripið til sérstakra ör- yggisráðstafana. Að ráðum lögreglu- yfirvalda var bankanum lokað og var starfsfólk í húsakynnum bankans beðið um að yfirgefa hann ekki á með- an rannsókn stóð yfir eða til kl. 17. Nokkrir starfsmenn bankans leit- uðu til Landspítala – háskólasjúkra- húss í gær í samræmi við sérstakar varúðarreglur sem teknar hafa verið upp innan bankans vegna atvika af þessu tagi. Skoðaði smitsjúkdóma- læknir fólkið og setti hann tíu starfs- menn á fyrirbyggjandi lyfjameðferð gegn miltisbrandssmiti, þar af eru sex starfsmenn í aðalbankanum og fjórir starfsmenn birgðastöðvar bankans á Lynghálsi en póstsendingin barst fyrst þangað. Starfsfólki Landsbankans var brugðið í gær vegna þessa atviks, að sögn Halldórs J. Kristjánssonar, bankastjóra Landsbankans. Hann segir að eðlilega hafi ítrustu varúðar- reglum verið fylgt þótt í flestum til- vikum væri ekki um smit að ræða. Húsnæði bankans sótthreinsað Slökkviliðsmenn í eiturefnabúning- um sóttu póstsendinguna í bankann og fluttu í sérstöku eiturefnahylki á rannsóknarstofu þar sem rannsakað verður hvort miltisbrandsgró geti leynst í duftinu. Er búist við fyrstu niðurstöðum í dag. Þá var húsnæði bankans sótthreinsað. Lögregla og slökkvilið hafði mikinn viðbúnað í og við bankann meðan á rannsókn stóð yfir og lokaði um tíma fyrir umferð í Austurstræti. ,,Það voru settar verkreglur vegna svona atvika í bankanum 16. október eins og ég geri ráð fyrir að hafi verið gert í öðrum bönkum, m.a. vegna samræmdra aðgerða sem höfðu verið ræddar á vettvangi samtaka banka- manna í Evrópu og víðar í tilefni af þeim aðstæðum sem komnar eru upp í heimsmálunum. Það var farið ná- kvæmlega eftir þeim í þessu tilviki,“ segir Halldór. Verður höfuðstöðvarbygging Landsbankans í Austurstræti lokað að ósk yfirvalda og af varúðarástæð- um til kl. 12 í dag. Halldór sagði að viðskiptavinir bankans gætu fengið alla nauðsynlega afgreiðslu í öðrum útibúum bankans og öll starfsemi yrði með eðlilegum hætti í útibúum og þjónustustöðvum bankans. Starfsmaður Landsbankans sem opnaði bréfið var staddur afsíðis í að- alsal bankans. Friðrik Örn Weiss- happel, forstöðumaður öryggismála bankans, sagði í samtali við fréttavef Morgunblaðsins í gær að um hefði verið að ræða viðskiptabréf frá við- skiptavini, sem var starfsmönnum kunnur að góðu einu. Hann sagði að duftið hafi ekki verið í miklu magni en nægjanlegu til að fólk hafi tekið eftir því og brugðist við eins og mælt hafi verið fyrir um. Friðrik Örn sagði að ekki hafi verið margir nærri þegar bréfið var opnað og enginn viðskipta- vinur nálægt. Fimmtán viðskiptavinir voru staddir í bankanum þegar málið kom upp. Morgunblaðið/Júlíus Slökkviliðsmenn í sérstökum eiturefnabúningum sóttu póstsendinguna inn í hús Landsbankans í Austurstræti og settu hana í sérstakt eiturefnahylki. Sprautað var vatni á búninga slökkviliðsmannanna og hylkið áður en það var flutt í lögreglubíl til athugunar á rannsóknarstofu. Landsbankanum í Austurstræti lokað vegna torkennilegs dufts í póstsendingu Tíu starfsmenn í lyfjameð- ferð gegn miltisbrandi UMTALSVERÐUR samdráttur blasir við í byggingarstarfsemi og gerir Gunnar Sverrisson, fjármála- stjóri Íslenskra aðalverktaka hf. (ÍA), ráð fyrir að um eitt þúsund færri störf verði í byggingariðnaði á fyrstu mán- uðum næsta árs en voru í ágúst sl. Íslenskir aðalverktakar hafa fækk- að starfsfólki sínu verulega það sem af er þessu ári vegna minni verkefna, að sögn Gunnars. Fyrirtækið hefur annast byggingu stíflu, inntaks og stöðvarhúss Vatnsfellsvirkjunar á sl. tveimur árum en þeim framkvæmd- um er nú að ljúka og verður fyrri vél virkjunarinnar gangsett næstkom- andi föstudag. Að sögn Gunnars eru starfsmenn Aðalverktaka við virkjunina nú um 50 talsins en um 200 manns störfuðu að virkjunarframkvæmdunum á vegum fyrirtækisins í sumar. Þá var 26 föst- um starfsmönnum Íslenskra aðal- verktaka sagt upp um seinustu mán- aðamót en það er um 5% starfsmanna hjá fyrirtækinu, að frátöldum starfs- mönnum sem ráðnir eru tímabundið vegna einstakra verkefna. Hagkerfið í kaldri sturtu Gunnar sagði að mikil þensla hefði verið í byggingarframkvæmdum allt frá 1996 en nú væri stærstu verkun- um lokið eða að ljúka, s.s. við virkj- anaframkvæmdir og í Smáralind. Flytja þurfti inn erlent vinnuafl til að geta annað verkefnum á árinu 2000 en þeir starfsmenn voru allir sendir heim á fyrri hluta þessa árs og nú er komið að næsta kafla, að sögn Gunn- ars. Hann kveðst þó ekki gera ráð fyr- ir að segja þurfi upp fleiri starfs- mönnum eins og útlitið er í dag. Verkefnastaðan sé enn þokkaleg en ýmsum stórum verkum sem fyrirtæk- ið er með ljúki snemma á næsta ári og óneitanlega sé talsverð óvissa um framhaldið. ,,Hagkerfið hefur verið í mjög kaldri sturtu,“ segir Gunnar. ,,Ég tel að það sé að hægja talsvert mikið á, jafnvel meira en liggur í augum uppi. Við erum til dæmis að horfa á að fjár- festing fyrirtækja hefur nánast stöðv- ast. En þetta er bara verkefni sem stjórnendur fyrirtækja þurfa að tak- ast á við,“ segir hann. Íslenskir aðalverktakar hf. hafa sagt upp 26 starfsmönnum Spá fækk- un um 1.000 störf í bygging- ariðnaði FJÁRÞÖRF Línu.Nets hf. er 600– 700 milljónir króna á næstu árum. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var í gær í tilefni af því að stjórn Línu.Nets lagði fram gögn um fjárhagsstöðu fyrirtækisins og framtíðaráform. Alfreð Þorsteinsson, stjórnarfor- maður Línu.Nets, sagði á fundinum að borgaryfirvöld og Orkuveita Reykjavíkur myndu styðja við bakið á Línu.Neti þar til uppbyggingu fyr- irtækisins væri lokið. Þá sagði hann að samþykkt hafi verið á hluthafa- fundi nýlega heimild til 350 milljóna króna nafnverðsaukningar hlutafjár. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um tilhögun sölu þess hlutafjár eða um söluverð. Auk hlutafjáraukningar- innar sagði Alfreð að nú væri verið að kanna lánamöguleika hjá lífeyr- issjóðum og öðrum aðilum. Hagnaður árið 2004 Í rekstrar- og fjárhagsáætlun Línu.Nets, sem lögð var fram á blaðamannafundinum, kemur fram að áætlaðar heildartekjur fyrirtæk- isins árið 2001 nemi tæpum 384 millj- ónum króna. Gert er ráð fyrir að tekjurnar verði rúmar 405 milljónir króna árið 2002 en vaxi hratt eftir það og verði 648 milljónir króna árið 2003. Rekstrartap án fjármagnsliða er áætlað 222 milljónir í ár og 85 milljónir á næsta ári en gert er ráð fyrir 108 milljóna króna hagnaði fyr- ir fjármagnsliði árið 2003. Heildartap ársins í ár er áætlað 214 milljónir króna en reiknað er með að fyrirtækið skili hagnaði árið 2004, um 15 milljónum króna. Samhliða gögnum um Línu.Net, sem lögð voru fram í borgarráði í gær, var lögð fram tillaga meirihluta um að fela fjárreiðustjóra Reykja- víkurborgar að afla sambærilegra upplýsinga frá öllum dóttur- og hlut- deildarfélögum í eigu Reykjavíkur- borgar, þ.m.t. sameignarfélögum og byggðarsamlögum. Þau félög sem hér um ræðir eru Landsvirkjun, Sorpa, Þórsbrunnur og Strætó, að sögn Alfreðs Þorsteinssonar. Fjárþörf Línu.Nets er talin 600–700 milljónir króna á næstu árum Hlutafjáraukn- ing og lánamögu- leikar kannaðir  Stjórn Línu.Nets/21 VETUR konungur hefur lík- lega ýtt við þjófunum sem- stálu negldum vetrarhjólbörð- um úr geymslu í íbúðarhús- næði í Breiðholti. Var lögregl- unni í Reykjavík tilkynnt um þjófnaðinn um klukkan hálf- átta í gærkvöld. Auk hjól- barðanna var fleiri „slíkum geymsluhlutum“ stolið, að sögn lögreglu. Vetrar- barðar freistuðu þjófanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.